Morgunblaðið - 27.01.2000, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 27.01.2000, Blaðsíða 60
60 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Spilling' í skjóli lvðræðis UM ÞESSAR mundir horfa margir um öxl og reyna að meta fortíð, nútíð og framtíð. Þegar ég lít um öxl til unglingsára minna man ég þegar ég lærði í mannkyns- sögu um mismunandi tímabil og stjórnarfar einkum og sér í lagi í hinum vestræna heimi. Ég man líka hvað mér komu stjórnarhættir sið- spillingar og vald- níðslu einkennilega fyrir sjónir. Ég þakk- aði fyrir að lifa í lýð- ræðisríki nútímans þar sem rétt- læti ríkti og stéttaskipting var lítil og taldi ég að lýðræðið og frjáls Stöðuveitingar Stjórnarherrar nútím- ans virðast halda, segir Elín Erna Steinarsdótt- ir, að þeir sjálfír þurfí ekki að fara eftir lögum eins og aðrir lands- menn. samningsréttur mundi tryggja að svo yrði áfram. Frá þessum tíma eru liðin rúm tuttugu ár og margt er breytt. Þeir sem meira mega sín í þjóðfé- laginu hafa í raun tekið verkfalls- réttinn af þeim sem minna mega sín því að hækkanirnar eru jafnóð- um settar út í verðlagið og þeir sem meira hafa koma í kjölfarið og fá miklu hærri laun, samanber 30% hækkun æðstu stjórnenda landsins síðastliðið vor. Hins vegar segja ráðamenn að launafólk eigi nú að sýna ábyrgð og skynsemi og semja um innan við 5% hækkun svo halda megi kaup- mætti þeim sem ráða- menn hafa nú þegið á silfurfati. Finnist ein- hverjum þetta órétt- læti þá er það bara öf- und, honum væri nær að gleðjast með ráða- mönnum yfir sannri „eignagleði" (áður nefnd græðgi) þeirra og dansa með þeim í kringum gullkálfinn. Nú er einnig svo komið að ýmiss konar valdníðsla þrífst í skjóli lýðræðisins. Ráðamenn treysta á hverfult langtíma- minni kjósenda og framkvæma mestu valdníðsluna á byrjun kjör- tímabils og samtryggja sig líka gagnvart því siðleysi sem ríkir meðal þeirra. Þess vegna eiga kjósendur engan valkost og þar með virkar lýðræðið ekki. Þó að á lofti séu alvarlegar blikur vegna misskiptingar landsins gæða er hópur þeirra sem mikið bera úr býtum og eru þar af leiðandi væru- kærir það stór að frambjóðendur komast upp með að ræða ekki lyk- ilmál fyrir kosningar og eiga þó trygg atkvæði fjölda fólks út á nafn flokksins en ekki kosninga- loforð. I ki-afti þessara kjósenda geta valdhafar komist upp með ótrúlega hiuti. Sem dæmi um það færa þeir stjórnarskrárbundnar eignir þjóð- arinnar til örfárra manna sem sumir lifa flottar en nokkur léns- herra gerði fyrr á öldum og hafa þessir menn auk þess í hendi sér að leggja heilu byggðarlögin í auðn. Stjórnarherrarnir taka því næst eignarnámi með þjóðlendu- lögum sannanlegar eigur dreifbýl- isfólks sem að undanförnu hefur barist í bökkum við að lifa af þeim. Líklegt má svo teijast að einka- væða þurfi þjóðlendurnar því að ríkið má ekki eiga neitt sem hugs- anlega getur verið arðvænlegt. Á sama tíma og þessi eignaupptaka fer fram tala þeir um að styrkja þurfi byggð í landinu. Eftir því sem ég best veit er það hlutverk alþingis að setja lög í landinu sem allir eiga að virða svo ekki skapist ringulreið í þjóðfélag- inu. Stjórnarherrar nútímans virð- ast hins vegar halda að þeir sjálfir þurfi ekki að fara eftir þeim eins og aðrir landsmenn. Þeir eru ef til vill .jafnari en aðrir“, svo vitnað sé í frægt skáldverk. Nýjasta dæmið um þetta er stöðuveiting í embætti seðlabankastjóra. í lögum er kveð- ið á um að seðlabankastjórar skuli vera þrír. Það var því brot á lögum að auglýsa ekki stöðuna lausa þeg- ar hún losnaði fyrir hálfu öðru ári eða í besta falli fullkomið ábyrgð- arleysi af viðskiptaráðherra. Vilji einhver halda því fram að svo hafi ekki verið er sá hinn sami að segja að embættið sé einungis „gervi- starf‘ eða eins konar stimpil- klukka á atvinnuleysisbætur fyrir útbrunna stjórnmálamenn. Þessar atvinnuleysisbætur eru þó í allt öðrum verðflokki en almennar bætur sem ráðamenn ákveða að hægt sé að lifa af. Mér finnst því að þessir sömu ráðamenn ættu að geta þegið þessar almennu bætur eins og hver annar þvi þeir einir eru væntanlega búnir að reikna út hvernig lifa megi af þeim. Að lokum vil ég segja þetta við þá sem áður hafa staðið að slíkum gjörningum, þá sem nú misbeittu valdi sínu og höfðu aðra umsækj- endur að fíflum, og þá sem hyggj- ast komast í feit embætti í fram- tíðinni. Hvort sem umrætt emb- ættisveitingarferli var lögbrot, ábyrgðarleysi eða staðan er óþörf (gerviembætti) er það óskandi að þið séuð komin svo langt á þroska- brautinni að þið kunnið að skamm- ast ykkar. Það er líka hollt fyrir ykkur að vita að enginn ber virð- ingu fyrir siðspilltum „herrum". Gott fordæmi er sterkasta stjórn- tækið. Höfundur er leikskólnstjóri og leikskóhiscrkennari að mennt. Elín Erna Steinarsdóttir Galdrafár nútímans Á MIÐÖLDUM af- greiddu menn gjarnan mál, sem þeir höfðu ekki þekkingu á, svo sem veikindi og nátt- urhamfarir, á þann veg að þau væru verk djöfulsins, og voru umboðsmenn hans, sem voru galdramenn- irnir, í mörgum tilfell- um sendir beint á bál- ið án mikilla réttar- halda. Á öllum tímum hafa verið uppi miklir öfgamenn sérstaklega í stjórnmálum og trú- málum. Áður fórnuðu þessir menn gjarnan lífi sínu fyi’ir og létu jafnvel kross- festa sig fyrir sannfæringu sína. Nútíma öfgamenn hætta gjarnan að skera hár sitt og skegg til að leggja áherslu á sannfæringu sína. Á mínum yngri árum vann ég með manni, sem var svo mikill aðdáandi Stalíns sáluga, að hann taldi Stalín jafnvel fremri Guði almáttugum og svo mikill var sannfæringarkraftur þessa manns, að ég hefði sennilega tekið trú þarna, hefði ekki Morgun- blaðslygin (sem síðar reyndist sönn) aftrað mér frá því. I röðum stangveiðimanna munu vera allmargir, sem falla undir framangreinda lýsingu. Þeir kenna oftast netum og netaveiðimönnum um þau mistök og vonbrigði, sem þeir hafa orðið fyrir í áhugamáli sínu, fiskirækt, og myndu kannske helst vilja nota aðferð Þorleifs Kortssonar, gagnvart þeim. Við þessa menn þýðir ekki að ræða. Það væri eins gott að ætla að brjóta stein með berum hnefa. Vegna þeirrar umræðu, sem ver- ið hefur að undanförnu um veiði- mál, langar undirritaðan að leggja þar orð í belg og minna á nokkrar staðreyndir, hvernig hefur tekist til í ræktunarmálum á vatnafiski. Fram undir 1920 mun óhemju magn hafa gengið af laxi í Elliða- vatn. Allt var veitt í net og laxa- kistur. Grafarvogur var fullur af laxi, þar veiddi síðast Gísli Gísla- son, sem kallaður var silfursmiður. Veitt var líka ótæpilega í sjó að Viðey. Ekkert lát virt- ist á veiðinni fyrr en byggðin óx og borgin stækkaði og árnar voru virkjaðar undh- 1920. Þá fór veiðin að minnka. Til að stemma stigu við minnkandi veiði var bönnuð netaveiði í Grafarvogi, en veiðin hélt áfram að minnka, þá var brugðið á það ráð að kaupa upp sjáv- arveiði við Viðey. Árangurinn af þessu brambolti sjá allir í dag. Varmá í Ölfusi var ein gjöfulasta sjóbirtingsá á landinu fram til 1930. Þar veiddu bændur ótæpilega í net og ádrátt og Reykjabóndi sætti lagi þegar lítið var í ánni að Netaveiði Virðist vera að hefjast nýtt galdrafár, segir Ól- afur Þorláksson, til að ná þeim hlunnindum sem bændur kunna að hafa af laxveiði. draga á í hylnum undir Reykja- fossi. En upp úr 1930 þegar byggð tók að vaxa í Hveragerði tók að halla undan fæti með fiskgengd í ánni. Byggð var rafstöð ofan við fossinn, sem hindraði göngu fisks. Hleypt var vatni úr borholu í ána, sem drap allt líf í henni á löngum kafla. Afrennsli frá ullarþvottastöð var hleypt óhreinsuðu beint í ána og allt skolp hefur fram á þennan dag farið óhreinsað í ána. Enda er hún ekki svipuð því sem áður var og furðulegt að þó skuli vera þetta líf í henni. Fyrir nokkrum árum var keypt Ólafur Þorláksson HJ-TEC Reebok QC^ÍQS Pr' '^jjm V&fP Verð nú Verð áður 0M ^ Skíðaúlpur 5.990.- i f J I Skíðabuxur 6.990.- 12.900.- U M J h J HL Skíðahanskar 1.000.- 6.990.- Adidas skór 4.990,- 9.900.- Reebok skór m. púða 2.990,- 7.900.- íþróttagallar 4.990,- 9.900.- IB ÖLÍÁMAÐÚRf N N LAUGAVEGI 23 • SÍMI 55 1 5599 SflUV ADIDAS FATNAÐUR í ÚRVALI MIKIÐ ÚRVAL AF ÚTIVISTARFATNAÐI, ÍÞRÓTTAGÖLLUM, T-BOLUM O.FL. O.FL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.