Morgunblaðið - 27.01.2000, Side 54

Morgunblaðið - 27.01.2000, Side 54
54 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ORLYGUR ARON STURLUSON „Hann Ölli er dáinn,“ voru orð mömmu þegar hún hringdi i mig til Connecticut mánudaginn 17. janúar sl. Þetta gat bara ekki verið rétt, það hlaut að vera einhver misskilningur. Ölli gæti ekki verið dáinn, hann sem er bara 18 ára. Smátt og smátt síaðist raunveruleikinn inn. Af biturri reynslu veit ég að ekki er spurt um aldur þegar kallið kemur. Margar góðar minningar leita á huga minn. Þegar ég fluttist heim tfl íslands fimm ára og fékk að fara með Hreiðari og Friðrfld Inga frændum mínum á körfuboltaæfingar hitti ég Ölla fyrst. Hann fékk líka að fara með pabba sínum, Stulla, og Teiti frænda sínum á æfingar. Við fengum að vísu rautt spjald frá Valla Ingimundar þjálfara þar sem við, ég, Ölli og Aggi frændi hans, þóttum fullærslafullir og trufluðum æfingar. Við áttum margt sameiginlegt við Ölli, við vor- um báðir úr mikilli íþróttafjölskyldu og körfuboltinn var ekki bara áhuga- mál, körfuboltinn var okkar ástríða. Við byrjuðum smápollar að æfa með liðinu okkar, UMFN. Þetta var góður hópur sem hefur haldið saman í gegn- um árin. Við Öili vorum svo sannarlega ekki . ^j'eir hávöxnustu í hópnum en við bættum það upp með öðrum hæfileik- um og af þeim áttir þú nóg. Við spil- uðum sömu stöðu á vellinum og fór- um saman upp í gegnum alla flokkana utan nokkra mánuði sem ég spilaði með KR. Þá veittist mér sú án- ægja að spila á móti þér. Þú varst svo sannarlega ekki árennilegur mótheiji en þú varst frábær samheiji. Þú náð- ir að afreka margt á þinni allt of stuttu ævi, þú spflaðir með meistara- flokki UMFN og þar naustu þín vel. Alltaf varstu prúður leikmaður þótt »<>>jikið gengi á. Þú varst kosinn efni- legasti leikmaður íslandsmótsins í körfuknattleik tímabilið 1997-1998, þú spilaðir með úrvalsliði Reykjan- esbæjar á Evrópumeistaramótinu 1999 og spilaðir með A-landsliði karla í körfuknattleik svo fátt eitt sé nefnt. Dýpsta sæla og sorgin þunga svtfa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Ólöf frá Hlöðum.) Þetta Ijóð, sem er eitt af upp- áhaldsljóðum mömmu, lýsir svo vel þeim tilfinningum sem bærast innra með mér núna. Kæri vinur, ég finn fyrir söknuði og sorg yfir að ævi góðs ^drengs skuli vera á enda runnin svo allt of fljótt. Ég finn líka gleði yfír að hafa þekkt þig og gengið með þér hluta af allt of stuttri lífsgöngu þinni sem vinur og samheiji í leik og starfi. Við kvöddumst á nýársnótt þegar nýtt ár og ný öld voru gengin í garð og vorum við ákveðnir að hittast aftur í sumar þegar ég kæmi heim í sumar- frí. Það átti ekki að verða og kveð ég góðan dreng að sinni og trúi því að við munum hittast aftur seinna. Ég sendi mínar innflegustu samúðarkveðjur tfl fjölskyldu og ástvina ÖUa og bið Guð að styrkja þau og styðja í þeirra miklu sorg, söknuði og sársauka sem þau nú ganga í gegnum. Ágúst Hilmar, gg Connecticut, Bandaríkjunum. „Það varð slys og hann Ölli er dá- inn.“ Hugurinn neitaði lengi að taka við þessum skflaboðum. Ungur og efnflegur drengur er hrifinn burt frá þessu lífi. Þau eru þung sporin hjá Særúnu vinkonu minni, sem fylgir nú eldri syni sínum tfl grafar, aðeins 18 ára gömlum. Lengi höfum við fylgst að vinkon- umar og ekki minnkuðu samskiptin þegar báðar eignuðust drengi á svip- ^|ðu reki. Heimsóknir urðu margar mifli heimilanna og komu þau mæðg- in margar ferðimar til Svíþjóðar þar sem við bjuggum. Fjórir frískir strákar léku sér saman sem óhjá- kvæmilega treysti vináttuböndin. Aðstæður Særúnar vom oft á tíð- um erfiðar eins og títt er hjá einstæð- um mæðrum, við umönnun tveggja R^raftmikilla drengja ásamt því að stunda erflsama atvinnu. Ölli sýndi snemma mikla ábyrgð og umhyggju fyrir Elvari Þór yngri bróður sínum. Hann var móður sinni trygg stoð og samband þeirra varð einstaklega heilsteypt og náið. Vafalaust hefur þessi snemmbúna ábyrgð aukið þrek hans og áræði sem kom glöggt fram á íþróttavellinum síðar, þegar hann svo ungur var orðinn einn þekktasti körfuboltaleikmaður landsins. I við- tali eftir að hann hafði verið kosinn efnilegasti leikmaðurinn var hann spurður hverju hann þakkaði árang- urinn og ekki stóð á svarinu: „Henni mörnrnu." Ölli var tilfinningaríkur ungur maður. Hann var hamingjusamur fyrir hönd móður sinnar, sem nýlega hafði hafið sambúð með Valdimar, sem þeir bræður virtu mjög. Það verður mér ógleymanlegt þeg- ar ég hitti Ölla á fæðingardeildinni fyrir aðeins þremur mánuðum og sá stolt hans og gleði yftr litlu systur. Það er sárara en nokkur orð geta lýst að horfa fram á þann veruleika að Ölli er ekld lengur meðal okkai- og sárastur er missir foreldra og systk- ina. Hví var þessi beður búinn, bamið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt Það er kveðjan: Kom til mín! Kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessuð hans í höndum, hólpin sál með ljóssins öndum. (B.HalId.) Elsku Særún, Elvar, Valdi og Matthildur Lfllý, Stulli og fjölskylda- .Við sendum ykkur samúðarkveðjur og biðjum algóðan guð að styrkja ykkur í sorginni. Helga og fjölskykla. Með örfáum orðum vil ég fyrir mína hönd og annarra leikmanna landsliðsins í körfuknattleik minnast Örlygs Sturlusonar. Þar sem ég hef að mestu spilað er- lendis undanfarin þijú ár sá ég Örlyg spila í fyrsta sinn með meistaraflokki Njarðvíkur nú á haustmánuðum. Strax tók maður eftir líkamlegum krafti hans og ótrúlegu áræði þrátt fyrir ungan aldur. Það kom því ekki á óvart að hann var valinn í æfingahóp íslenska landsliðsins fyrir lefld í EM- keppni í nóvember. A fyrstu æfingun- um sýndi hann að hann var ekki þama bara til að vera með, heldur tfl að komast í landsliðið. I framhaldi af því lék hann sína fyrstu og einu landsleiki fyrir réttum tveimur mán- uðum. Þegar maður sá Örlyg glíma við sterka atvinnumenn með landsliðinu datt manni ekki annað í hug en að þar færi landsliðsmaður framtíðarinnar og að Örlygur ætti eftir að klæðast landsliðsbúningnum oft um ókomin ár. Því Örlygur var ekki aðeins efni- legasti leikmaðurinn í úrvalsdefldinni í vetur, hann var strax orðinn einn af betri og kraftmestu bakvörðum deildarinnar. En skjótt skipast veður í lofti. Þeg- ar ég frétti að Örlygur hefði látist í hörmulegu slysi setti mig hljóðan og það tók mig þó nokkum tíma að trúa að þetta væri virkflega satt. Svona ungur og efnilegur drengur hrifinn burt þegar hann á allt lífið framund- an og allir vegir opnir tfl að bæta getu sína á körfuknattleikssviðinu enn frekar og heija á önnur og stærri lönd í atvinnumennsku í íþróttinni. Víst er að Örlygs verður sárt sakn- að í framtíðaruppbyggingu körfukn- attleikslandsliðsins. Þó geri ég mér grein fyrir að harmur fjölskyldu hans og náinna vina er mestur og sendi ég þeim minar innilegustu samúðar- kveðjur á þessum erfiðu tímum. Guðmundur Bragason. • Fleiri minningargreinar um ÖrlygAron Sturluson bíða birtingar og munu birtast í blað- inu næstu daga. MARIA BENEDIKTSDÓTTIR + María Benedikts- dóttir fæddist í Skálholtsvík í Strandasýslu 12. maí 1919. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 14. janúar síð- astliðinn og fór útfór hennar fram frá Digraneskirkju 21. janúar. Elskuleg tengda- móðir mín María Benediktsdóttir er lát- in. Það er margt sem kemur upp í hugann á skilnaðarstund, allt era það góðar minningar, um þitt hlýja og ljúfa viðmót. Því kynntist ég í minni fyrstu heimsókn á heimili þeirra Maríu og Jóhanns að Ljósalandi, með Snorra syni ykkar, fyrir rám- um þrjátíu árum. Þú fórst með mig inn í stofu, sýndir mér fjölskyldual- búmið og útskýrðir myndirnar, þá kynntist ég þínum góða húmor, því útskýringarnar vora allar á léttum nótum. Það er ég viss um að þú hef- ur séð hvernig þessari stelpu leið, sem var að koma í fyrsta skipti til tilvonandi tengdaforeldra. Þú varst einstaklega næm á til- finningar. Þú varst skipulögð í allri þinni vinnu, það hefur komið til af því að í mörg hom var að líta á stóra heimili. Stuttu fyrir jól voram við að tala um verkaskiptingu á heimilinu, þá var þeirri spurningu varpað fram, hvort þú hefðir fengið ein- hverja aðstoð frá strákunum, svarið var, „nei það vora meiri not fyrir þá úti“. Þarna var þér rétt lýst, þú hugsaðir fyrst um aðra svo komst þú í þriðja eða fjórða sæti eða enn aftar. Þú varst vakin og sofin yfir vel- ferð fjölskyldu þinnar. Þegar dóttir okkar greindist með alvarlegan sjúkdóm þurftum við oft að dvelja langtímum í Reykjavík. Alltaf stóð heimfli ykkar opið fyrir okkur og þú varst búin að kaupa það sem nöfnu þinni fannst best. Það var stjanað við okkur og ekkert var nógu gott. Þetta tímabil var þér, sem og öðr- um, mjög erfitt, þá kom þinn sterki vilji og staðfesta hvað best í ljós. Það veit ég að bænir þínar vora heitar á þessum tíma og þú varst bænheyrð. Þegar þú kvaddir mig tókstu allt- af með báðum höndum um höfuð mitt, kysstir á báðar kinnar, og baðst guð að blessa mig. Þessarar kveðju á ég eftir að sakna og allrar þinnar hlýju, elsku María mín. Guð blessi þig og varðveiti. Hvíl þú í friði og hafðu þökk fyrir allt. Stefanía Sigfúsdóttir. Þá ertu komin til hins æðsta og þín verð- ur sárt saknað og meira en það því held ég að engin sé jafn yndisleg og frábær eins og þú varst og ert enn því ég veit að þú ert til staðar þó ég sjái þig ekki og átt eftir að vera hjá mér alla tíð og munt alltaf gæta mín. Hvað sem gekk á varst þú alltaf til staðar með réttu svörinn, sama um hvað málið snérist þú skildir mig alltaf. Ég gat alltaf leitað til þín ef ég þurfti á að halda og var alltaf vel- komin og allt virtist fullkomið þegar ég sá þig taka á móti mér með bros á vör. Ég veit að það er sárt að missa en ég hef þig enn hjá mér og einnig fullt af góðum minningum um stundir sem við eyddum saman og veit ég að þú átt eftir að gæta mín alla tíð eins og þú sagðir sjálf og veit ég að það áttu eftir að gera. Ég man þegar þú varst að kenna mér handavinnu og varst að segja að það væri nú meira hvað það væri léleg suma kennsla í skólunum og ég samsinnti því bara. Ég fór með þér þegar þú varst að læra að vefa og þú lést mig ávallt gera eitthvað lítið sjálf og átti vinsamlegast að klára því þetta þyrftu allar konur að kunna þegar þær stofnuðu heimili og fjölskyldu. Svo léstu mig einnig setjast við saumavélina og gera við buxur og fleira og þetta kom af stað miklum áhuga á saumaskap enda vildi maður ólmur líkjast þér. Þú varst ólýsanleg, hafðir svör við öllu og það rétt svör eða það fannst mér og alltaf gott að ræða við þig um hvaða málefni sem var. Þú talaðir meir að segja um það að ég ætti ekki að syrgja þig mikið því þú og afi mynduð alltaf gæta mín en þetta umræðuefni vildi ég ekki ræða fannst það of sárt en vissi samt að það myndi koma að þessu en vildi ekki tráa því, þú varst alltaf til stað- ar og mér fannst það eiga að vera svoleiðis það sem eftir var. En nú er komið að augnablikinu sem ég vildi alls ekki horfast í augu við en verð að gera því ég get ekki breytt því þó ég vildi svo gjarnan. En þú gafst mér einu sinni orð í eyra sem hljómaði svona: Guð gefi mér æðraleysi tfl að sætta mig við það, sem ég fæ ekki breytt. kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Og sagðir að þessu ætti ég að fara eftir og þá myndi ganga betur sem var að sjálfsögðu rétt hjá þér. Þú vart alltaf að sýna mér ljóða- bækur sem hann afi átti og sagðir að þessu hefði ég öragglega gaman af, sem ég hafði og les enn þann dag í dag þegar ég kemst í þær. Þú gafst mér bók með ljóðum sem þú sagðir að afi hefði viljað að ég fengi og er þessi bók mjög mikils virði. Þú hjálpaðir mér mikið í einu og öllu og það mikilvægasta var að það varst þú sem kenndir mér að sætta mig við hluti sem ég fæ ekki breytt. Hjálpaðir mér að áforma framtíðina, sagðir að ég ætti að nýta þá hæfi- leika sem ég hefði sem ég síðar meir gerði og fór að læra hönnun, sem gladdi þig mjög mikið. En ég reyndi alltaf að bera allt undir þig áður en ég tók lokaákvörðun í málinu. Ég sagði þér það sem mig langaði að gera sem var að klára hönnunina og svo fara eitthvað út. En þú vildir samt ekki að ég færi ein út en sagðir samt að það væri ekki hægt að segja neitt við því því ég hefði sömu þrjóskuna og hún og afi og ef þetta væri það sem ég vildi þá ætti ég láta verða af því og sagðir „Sigrán, þú átt að fylgja því sem hjartað segir þér en ekki hvað aðrir segja þér“ og þessi orð sitja alltaf í mér, þú vildir alltaf að ég væri ánægð. Ég leit alltaf upp til þín, þú varst mér ómótstæðileg því verður ekki hægt að lýsa með orðum. Þegar þú fórst frá okkur þá lang- aði mig mest að fara með þér, ég myndi selja líkama og sál til að fá að koma til þín, en svo fór ég að pæla að allt hefur sinn tíma og það mun koma sú stund að við hittumst aftur, þú sagðir að ég ætti að nýta minn tíma. Þú varst og ert alveg einstök, engin er jafn undraverð eins og þú þó víða væri leitað. Engillinn minn, ég elska þig og mun ávallt gera, þú varst ljós lífs míns og það er gott að vita að ég á bæði eftir að hitta þig og afa aftur en bjóst ekki við að þurfa að horfast í augu við biðina strax. En ég veit að þú varst sátt við að fara og það breytti miklu. Það verður oft litið til stjarnanna og hugsað til þín og þú verður alltaf mitt tunglsljós. Sigrún Birna Hjálmarsdóttir. + Guðrún Ólafs- dóttir fæddist í Reykjavík 18. maí 1949. Hún lést á Landspítalanum 6. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaða- kirkju 14. janúar. Desembermánuður kveður og enn einu sinni gengur nýtt ár í garð. Landið okkar skartar glitrandi snæf- eldi en skyndilega verður ásýnd þess önn- ur, breiðurnar taka á sig dökkan lit sorgarinnar því að það hefur misst eina af sínum bestu dætram; Guð- rán Ólafsdóttir er látin. Er hægt að alhæfa og nota efsta stigið um eigin- leika einnar manneskju? Vissulega þegar Guðrán á í hlut. Ef til vill líta menn það misjöfnum augum, hvað felst í orðinu „góður“ en í mínum huga er enginn efi um túlkun þess orðs. Það var það sem Guðrán vin- kona var fulltrúi fyrir. Hún var mannbætir. Hún hafði svo góða nærvera að við sem nutum þess að vera samferðamenn hennar um lengri eða skemmri tíma höfðum það ein- hvern veginn á tilfinn- ingunni að við værum örlítið betri manneskj- ur en ella þegar Guð- rán var nálæg þótt við ef til vill væram aðeins að tileinka okkur brot af góðum eiginleikum hennar. Leiftrandi gáf- ur hennar og atorka birtust ekki einungis í þeim fjölhæfu verkefn- um sem hún tók sér fyrir hendur hverju sinni, heldur einnig því sem er einna mikilsverðast; hæfni í mannlegum samskiptum. Einhvers staðar stendur: „Þú ert það sem þú hugsar að þú sért.“ Guðrún hafði ætíð lag á að laða fram það besta sem í hverjum bjó og auka þar með sjálfsstyrk þeirra. Sjálf geislaði hún af sjálfstrausti og þá á ég ekki við hroka því að það er langur vegur þar á milli. Þótt Guðrán bæri af öðr- um hvað glæsileik snerti, væri rík að veraldlegum og andlegum gæðum hreykti hún sér aldrei yfir aðra. Hún var einfaldlega hún sjálf, full af lífsorku, gleði og mildi. Við Guðrán kynntumst árið 1966 þegar hún var aðeins 17 ára að aldri og þrátt fyrir 12 ára aldursmun tókst með okkur náin vinátta. Um þetta leyti var heilsufar mitt ekki uppá það besta og reyndi ég þá hve stórt og gott hjarta hún hafði. Það var gott að geta leitað til hennar og hún var greiðvikin svo að af bar. Alltaf hafði hún tíma þrátt fyrir miklar annir í vinnu sinni og starfi að félagsmálum ýmiss konar, sem hún var á kafi í. Ég bar virðingu fyr- ir þessari ungu vinkonu minni sem var leiðtogi hvar sem hún fór. Oft var vinnudagur hennar langur og kappið var mikið og hún hlífði sér í engu. Margar góðar stundir áttum við saman, sem gott er að muna og ég þakka af alhug nú er leiðir skilja um sinn. Kær kona er kvödd. Lista- konan Guðrún sem kunni þá kúnst að lifa lífinu lifandi er gengin. Þótt þeir sem hana þekktu standi hnípnir eftir getum við öll verið þakklát fyr- ir að hún var ein þeirra sem fært hafa samfélagið til meiri mannúðar. Landið okkar kveður hana því með þökk og virðingu. Eftirlifandi eiginmanni hennar, Elíasi Gíslasyni, syninum Ólafi og móður hennar Lillý og öðrum vandamönnum sendi ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Minningin um einstæða heiðurskonu ylji þeim á dimmum dögum. Sigríður Benediktsdóttir. GUÐRUN ÓLAFSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.