Morgunblaðið - 27.01.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 27.01.2000, Blaðsíða 51
f MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2000 51 MINNINGAR ' MARGRET ÞORSTEINSDÓTTIR + Margrét Þor- steinsdóttir fæddist í Reykjavík 17. ágúst 1925. Hún lést á Landspítalan- um 19. janúar síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Jónína Dagný Albertsdóttir, f. 16. okt.1904, d. 18. ág. 1973, og Þor- steinn Þorvarðarson, f. 12. júní 1899, d. 29. ág. 1934. Systkini hennar eru Steinunn Henritte, búsett í Bandaríkjunum, og Þórir, búsettur í Reykjavík. Hinn 16. nóvember 1946 giftist Margrét eftirlifandi eiginmanni sínum, Jóni G. Halldórssyni bif- reiðasmiði, f. 31. júlí 1925, og eignuðust þau þijú börn. Þau eru: Guðríður, f. 17. sept 1947, gift Gunn- ari Kr. Sigurðsyni, f. 29. júlí 1945; Dagný, f. 28. júní 1950, gift Svavari Guðmunds- syni, f. 1. nóvember 1946; og Þorsteinn, f. 11. apríl 1954, kvæntur Hjördísi Guðmundsdóttur, f. 2. desember 1956. Barnabörn eru átta og barnabarnabörn- in sex. Útfór Margrétar fór fram í kyrrþey að hennar ósk. Sjáðu á himni hátt yfír fjöllin rísandi roða. Ljós og litir leikaumskýin, birtingu boða. Maðurinn sínum sorgum gleymir ogsefastlætur, er dagsbrún dreifir döprum skuggum dimmrar nætur. Mönnum er fjarlægt í morgunsins veldi myrkrið að kveldi. (Á.G. Finnsson.) Á kveðjustund leitar hugurinn gjarnan til baka til þess sem löngu er liðið. Þannig fer fyrir mér, er ég kveð mágkonu mína, Margréti Þor- steinsdóttur. Minningar um ánægjulegar sam- verustundir birtast ein af annarri. Fyrstu búskaparár okkar Þóris vorum við leigjendur hjá Möggu og Jóni. Það var hvorki hátt til lofts né vítt til veggja í risinu í Langagerðinu. En okkur leið vel þar og það var ekki síst Möggu að þakka. Hún var glaðlynd og jákvæð, alltaf tilbúin að rétta hjálparhönd en gerði ekki kröfur sjálfri sér tii handa. Dætur mínar voru fljótar að átta sig á því, þegar þær komust á legg, að það var gott að skreppa niður til Möggu frænku. Þar var þeim alltaf tekið opnum örmum enda var hún einstaklega barngóð. Margrét var heimakær og fjöl- skyldan, heimilið og fallegi garður- inn var hennar heimur. Hvergi undi hún sér betur. Nokkur ár vann hún þó utan heimilisins. En þegar langömmu- börnin komu til sögunnar gerðist hún dagmamma fyrir þau og gætti þeirra meðan heilsan leyfði. Síðastliðið ár var Möggu erfitt. En hún stóð ekki ein. Fjölskyldan öll gerði það sem í hennar valdi stóð til að létta henni lífið. Jón hætti að vinna þegar hún veiktist og annaðist hana af einstakri nærgætni og um- hyggju- En það komu góðir tímar á milli og þá fylltumst við bjartsýni og von- uðum öll að hún fengi lengri frest. Ég kveð Möggu með söknuði og þakklæti og bið Guð að geyma og styðja fjölskylduna hennar Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína, sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðm.) Blessuð sé minning Margrétar Þorsteinsdóttur. Anna Jóna Óskarsdóttir. Elsku amma, nú ertu farin frá okkur. Þegar við minnumst þín koma alltaf góðu stundirnar upp í hugann, því við áttum svo margar saman. Þú varst alltaf svo góð við okkur barna- börnin og barnabarnabörnin. Okkur fannst þú alltaf vera í svo góðu skapi. Og það var alltaf gott að koma í heimsókn til þín í Langagerðið, þú varst alltaf komin á harðahlaupum með eitthvað gott með kaffinu hvort sem það voru smurðar brauðsneið- ar, jólakaka eða pönnsurnar þínar. Og þegar við komum þangað á mið- vikudaginn fannst okkur vanta mik- ið og hann Alexander leitaði mikið að þér. Hann er búinn að hlæja mik- ið í návist þinni og það sást alltaf að honum leið vel þegar hann kom í heimsókn, þótt hann sé ennþá mjög ungur. Það var alltaf svo gott að vera með þér. Þegar mér var tilkynnt að þú værir farin þá stífnaði ég allur upp, þú varst svo hress þegar ég heim- sótti þig á spítalann kvöldið áður, þú sagðist vera á leiðinni heim. Og ég trúði því alveg vegna þess að ég sá að þér leið vel. Þú varst alltaf til staðar þegar við þurftum á þér að halda. Þegar við vorum veik varst þú alltaf tilbúin að leyfa okkur að verahjáþér. Þegar við Ágústa systir komum til þín eftir skóla varstu alltaf til í að fara eitthvað með okkur og litlu Gurrý .Það voru skemmtilegar stundir þótt við löbbuðum bara nið- ur í Hagkaup. Ég á eftir að sakna þessara stunda með þér. Bjarni, Margrét, Ágústa, Aðalheiður og Alexander. Við viljum í nokkrum línum kveðja vinkonu okkar og góðan granna, Margréti Þorsteinsdóttur. Það er sannarlega mikill kostur að búa í nábýli við gott fólk og þar sem við þekktum Möggu og Nonna áður en til flutnings í Langagerði 2 kom vissum við að þarna myndi okkur líða vel. Margrét var lánsöm í sínu lífi er hún gekk að eiga sæmdar- manninn Jón Halldórsson bifreiða- smið. Saman byggðu þau afar smekklegt heimili í Langagerði 4, sem alla tíð hefur vakið aðdáun fyrir snyrtimennsku, og ræktuðu svo vel garðinn sinn í orðsins fyllstu merk- ingu að þau hlutu opinberar viður- kenningar fyrir. Fyrir fólk sem sinnir þvi svo vel að rækta umhverfi sitt er tíminn sem nú fer í hönd með hækkandi sól einkar velkominn. Nonni mun nú verða að sjá einn um vorverkin en Magga verður með honum í anda og hvetur hann áfram. Hún Magga var hress og skemmtileg kona, jafnframt því sem hún var hrein og bein, ekkert til þess að lesa á milli línanna. Það var aldrei neitt mál þótt kvabba þyrfti örlítið stundum, fá lánað þetta eða hitt, ó, nei, alltaf vorum við velkom- in. Þau hjónin hafa verið afar sam- rýnd og lánsöm í hjónabandi sínu og eignuðust þrjú mannvænleg börn, Þorstein sem lengst af hefur starfað með föður sínum í vélsmiðju þeirra feðga, Dagnýju og Guðríði. Barna- börnin eru átta talsins og barna- barnabörnin sex. Það er lán að eiga slíka samferða- menn og minningin um Möggu mun lifa með okkur. Veikindi hrjáðu hana um nokkurt skeið, en svo bráði af á milli og þær stundir notuðu þau hjónin svo vel sem auðið var. Við viljum þakka þér, Magga, fyr- ir þitt jákvæða hugarfar á okkar samferð, um leið og við sendum þér, elsku Nonni, og öllum ættingjum og vinum okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Þessar línur verða ekki að neinum langhundi, það væri ekki þinn stíll, og því setjum við punktinn fljótlega. Þessi viðvera okkar á jörðu er mislöng en síðan hittumst við öll á efri stigum. Esther, Halldór, Bergþóra og Einar Bjarni. t Innilegar þakkir sendum við þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför hjartkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður og ömmu, HILDAR GUÐNÝJAR ÁSVALDSDÓTTUR, Gautlöndum, Mývatnssveit. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunarinnar Húsavík sem annaðist hana af alúð og hlýju. Böðvar Jónsson, Ásgeir Böðvarsson, Ólöf Ásta Ólafsdóttir, Jóhann Böðvarsson, Ingigerður Arnljótsdóttir, Jón Gauti Böðvarsson, Þórdis Jónsdóttir, Sigurður Guðni Böðvarsson, Margrét Hólm Valsdóttir, Björn Böðvarsson og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, SIGRÍÐAR ÞORSTEINSDÓTTUR, frá Hrauni, Tálknafirði, Grófarseli 20, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Auðlín Hanna Hannesdóttir, Ólafur Gunnar Vigfússon, Ólafía Kristín Hannesdóttir, Þorsteinn Óli Hannesson, Ágústa Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN GUÐGEIRSDÓTTIR, sem lést miðvikudaginn 19. janúar, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 28. janúar, kl. 13.30. Katrín Eyjólfsdóttir, Ármann Gunnlaugsson, Vigdís Eyjólfsdóttir, Guðjón Elíasson, Brynjólfur Eyjólfsson, Guðgeir Eyjólfsson, Kristín I. Geirsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, MAGNÚSAR DANÍELSSONAR húsgagnasmíðameistara, Sólheimum 23, fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 28. janúar kl. 10.30. Margrét Kristinsdóttir, Ólöf Guðrún Magnúsdóttir, Örlygur Þórðarson, Katrín Arnbjörg Magnúsdóttir, Bragi Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖNNU JÓNSDÓTTUR frá Kaldárbakka, Stigahlíð 12, Reykjavík. Ólafur Erlendsson, Helen Hannesdóttir, Halla G. Eriendsdóttir, Trausti Kristinsson, Pétur Erlendsson, Áslaug Andrésdóttir, Agatha H. Erlendsdóttir og fjölskyldur. t Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, MAGNÚSAR ÁRNASONAR bakarameistara, Björnsbakaríi. Sigríður Guðmundsdóttir, Kristjana Elínborg Magnúsdóttir, Margrét M. Ragnars, Ragnar Ragnars, Árni Kristinn Magnússon, Margrét Jónsdóttir, Guðrún Björg Magnúsdóttir, Árni Sverrisson, Anna Sigríður Magnúsdóttir, Halldór Ragnar Halldórsson og barnabörn. t Innilegar þakkir til ykkar allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs sonar míns og bróður okkar, GUNNARS BRAGASONAR, Fannafold 178, Reykjavík. i f- Sigríður Jóhannesdóttir, Guðrún Bragadóttir, Ragnheiður Bragadóttir, Jóhannes Karlsson, Guðmundur Bragason, Anna María Karlsdóttir, Dagur Bragason, Unnur Bragadóttir og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.