Morgunblaðið - 27.01.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.01.2000, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Barak bjartsýnn á nýjar viðræður Jerúsalem. AP, AFP, Reuters. FRIÐARVIÐLEITNI ísraela og Sýrlendinga beið hnekki í gær er báðir aðilar tilkynntu að þeir hygð- ust ekki senda séfræðinga til samn- ingaviðræðna í Washington í næstu viku eins og ráð var fyrir gert. Á sama tíma sagði Ehud Barak á fréttamannafundi í Stokkhólmi, þar sem hann var staddur á alþjóðlegri ráðstefnu um helförina, að hann væri bjartsýnn á að viðræður mundu hefjast á næstu vikum. Sýrlendingar krefjast þess enn að ísraelar fallist á að skila þeim aftur Gólanhæðum óskiptum, sem ísrael- ar náðu á sitt vald árið 1967. Stjórn- völd í Sýrlandi neita að ræða aðra þætti í hugsanlegu fnðarsamkomu- lagi ríkjanna fyrr en ísraelar fallast á þetta. Ehud Barak, forsætisráð- herra Israels, hefur sagt að hann sé reiðubúinn að afhenda Sýrlending- um mestan hluta hæðanna en ein- ungis eftir að samið hafí verið um öryggis- og varnarmál. Stefnt var að því að sérfræðingar ríkjanna færu til Washington í næstu viku til að ræða vinnuplagg sem bandarísk stjómvöld tóku saman í upphafi mánaðarins þegar vikulöngum frið- arviðræðum ríkjanna lauk án telj- andi árangurs. Vonast hafði verið til þess að vinnuplaggið gæti orðið grundvöllur frekari viðræðna. Ehud Barak sagðist í gær vera þess fullviss að friðarviðræður gætu hafist að nýju innan nokkurra vikna. „Ég held að viðræður muni hefjast á næstu vikum. Ég veit ekki hvenær, e.t.v. eftir þrjár eða fjórar vikur,“ sagði Barak. „Ég er enn fullviss um að Assad er sterkur og áreiðanlegur leiðtogi," bætti hann við og átti þar við Hafez al-Assad Sýrlandsforseta. Friðarviðræður ríkjanna hófust að nýju eftir fjögurra ára hlé í des- ember á síðasta ári. Ríkin hafa formlega verið í stríði allt frá stofn- un ísraelsríkis árið 1948. Krefst þess að Sýrlendingar stöðvi árásir í Líbanon Aðstoðarvarnarmálaráðherra ísraels, Ephraim Sneh, krafðist þess í gær að Sýrlendingar beittu áhrifum sínum til þess að stöðva ár- ásir Hezbollah-skæruliða á stöðvar ísraelska hersins í Líbanon. ísraelar halda því fram að Sýrlendingar geti í krafti stöðu sinnar í Líbanon knúið skæruliða til að hætta árásum. „Ef Sýrlendingum er alvara með friðar- viðræðunum, er ekki nema eðlilegt að við ætlumst til þess að þeir stöðvi árásirnar,“ sagði Sneh í samtali við útvarpsstöð ísraelska hersins. Einn ísrelskur hermaður lést í átökum við Hezbollah í Líbanon á þriðjudag. Palestínumenn sagðir leggja fram tillögur Fjölmiðlar í ísrael skýrðu frá því að aðalsamningamenn Israela og Palestínumanna hefðu komið saman í Jerúsalem í gær. Áður hafði ísraelskt dagblað sagt að Palestínumenn hefðu lagt fram tillögur um endanlegt friðarsam- komulag við ísraela sem gengju út það að Israel fengi þau svæði á vest- urbakka Jórdanár þar sem gyðingar hafa tekið sér búsetu. Blaðið Haaretz sagði að tillögurnar hefðu verið kynntar á fundi leiðtoga Pal- estínumanna, Yassers Arafats, og Bills Clintons Bandaríkjaforseta í Washington í síðustu viku. Náinn aðstoðarmaður Arafats neitaði því í gær að nokkuð væri hæft í fréttinni, en bandarískir emb- ættismenn, sem ekki vildu láta nafna sinna getið, sögðu fréttina að hluta til sanna. Samkvæmt frétt blaðsins vilja Palestínumenn að ísraelar fallist formlega á að þúsundum palest- ínskra flóttamanna, sem búa í nágrannaríkjum ísraels, verði leyft að snúa aftur heim. Einnig segir blaðið að tillögurnar geri ráð fyrir að Jerúsalem verði skipt og að Pal- estínumenn fái yfirráð yfir austur- hlutanum, þar sem þeir eru í meiri- hluta. Samkvæmt áætlun sem samþykkt var síðastliðið haust áttu drög að endanlegu friðarsamkomulagi þjóð- anna að vera tilbúin 13. febrúar á þessu ári. Undanfarna daga hafa þó margir dregið í efa að það markmið muni nást. Mikill öryggisviðbúnaður var í Stokkhólmi í gær þegar ráðstefnan um helförina var sett í borginni. 600 manns sitja Helfararráðstefnu í Stokkhólmi Fortíðar minnst með augun á nútímanum Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. DAVIÐ Oddsson forsætisráðherra, norrænir starfsbræður hans og um fimmtán aðrir þjóðarleiðtogar voru í gær viðstaddir setningu ráðstefnu sænsku stjómarinnar um helförina. Ráðstefnan er sprottin af átaki stjórnarinnar til að minnast helfar- arinnar. Hvorki Bill Clinton Bandaríkja- forseti né Tony Blair, forsætisráð- herra Breta, mæta, en meðal gesta eru Ehud Barak, forsætisráðherra Israels, Massimo D’AIema, forsæt- isráðherra Italíu, Lionel Jospin, forsætisráðherra Frakklands, Ger- hard Schröder, kanslari Þýska- lands, og Vaclav Havel, forseti Tékklands. Mikill viðbúnaður er í Stokkhólmi vegna ráðstefnunnar, þar sem koma saman fulltrúar frá 47 löndum, bæði stjórnmálamenn, embættismenn, fulltrúar félagasamtaka og fræði- Þingflokkur Samfylkingarínnar á ferð um Suðurland í daq verða þingmenn Samfylkinqarinnar á ferð um Suðurland Fyrir hádegi verða þeir í Búrfellsvirkjun og á Flúðum. 12.30-13.30 Hádegisverður á Hótel Selfossi þar sem fólki gefst kostur á að hitta þingmennina að máli. Síðdegis verður farið í fyrirtæki á Selfossi og Þorlákshöfn, m.a. Set, Mjólkurbú Flóamanna, Sjúkrahús Suðurlands og Árnes í Þorlákshöfn. 17.00 Opinn þingflokksfundur á Hótel Ork um stjórnmálaviðhorfið. Samfylkingarfólk velkomið. Þingflokkur Samfylkingarinnar. C Samfylkingin menn, alls um 600 manns. í sendi- nefndum flestra landanna eru einn- ig fulltrúar gyðinga í viðkomandi löndum. Um 800 blaðamenn eru skráðir á ráðstefnuna. Auk 4.000 lögreglumanna, sem gæta gestanna, hafa sænsk yfirvöld í fyrsta skiptið leyft erlendum lög- reglumönnum að athafna sig á sænskri grund. Undanþágan var veitt, þar sem ýmsar sendinefndir, meðal annars sú ísraelska setti það sem skilyrði að eigin lífverðir kæmu með. Það eru því vopnaðir, erlendir lögreglumenn á götum Stokkhólms þá þrjá daga, sem ráðstefnan stend- ur. Henni lýkur á föstudag. Sögulegur sess Perssons „dýrðlegur" „Ég veit ekki hvern sess þú munt skipa í sænskri sögu, en ég vona að hann verði veglegur. En ég get sagt þér forsætisráðherra að þinn sess í sögu gyðinga verður dýrðlegur," sagði Élie Wiesel, þegar hann ávarpaði Göran Persson, forsætis- ráðherra Svía, og aðra gesti á þriðjudagskvöldið á aðfarasam- komu ráðstefnunnar í sýnagógunni, samkunduhúsi gyðinga, í Stokk- hólmi. Persson er almennt þökkuð ráðstefnan, ekki aðeins vegna þess að hann er húsbóndinn, heldur af því hann hefur unnið markvisst að því að helförin og lærdómur hennar gleymdist ekki. Það var þó ekki aðeins fjallað um sögulegt efni í upphafi ráðstefnunn- ar. Michael Melchior, ráðherra frá ísrael, gerði framgang Jörg Haid- ers í Austurríki að umræðuefni nú þegar horfir í að flokkur Haiders setjist í ríkisstjórn. „Þessi maður og kenningar hans eru móðgun við mannlega siðferðistilfinningu,“ sagði Melchior skjálfandi röddu. A blaðamannafundi Göran Pers- sons og Barak í gærmorgun spurði fréttamaður ísraelska sjónvarpsins Persson hvað hann hygðist segja er hann hitti Viktor Klima, kanslara Austumkis, einn gestanna á ráð- stefnunni. Persson sagði að enn væri óljóst hvernig færi með stjórn- armyndunina í Austurríki, en stefnuskrá flokks Haider væri vissulega ekki í samræmi við stefn- umið Evrópusambandsins um um- burðarlyndi og mannréttindi. Ábyrgð austurríska Ihaldsflokks- ins, sem hugleiðir stjórnarsamstarf við Haider, væri mikil. Á blaða- mannafundi forsætisráðherranna tveggja sagðist Barak bjartsýnn á yfirstandandi friðarviðræður, bæði vul Sýrlendinga og Palestínumenn. í ávarpi Edgar Bronfmans, for- manns Álþjóðasambands gyðinga, hnykkti hann á að ekki ætti aðeins að muna helförina, heldur beina kröftunum að því að hindra atburði eins og í Rúanda, Bosníu og Kamb- ódíu. Auk fundarhalda eru haldnar ýmsar sýningar tengdar helförinni, meðal annars minningarsýning um Raoul Wallenberg, starfsmann sænsku utanríkisþjónustunnar, sem bjargaði fjölda gyðinga frá útrým- ingarbúðum Þjóðverja áður en hann var handtekinn af Rússum. Örlög hans hafa aldrei verið fullskýrð. Athyglin beinist að samstarfí Svía og Þjóðveija Ráðstefnan og aðdragandi henn- ar hefur ekki aðeins rifjað upp hel- förina, heldur vakið upp miklar um- ræður í Svíþjóð um tengsl Svía og Þjóðverja í seinni heimstyrjöldinni. Fyrr í þessum mánuði sýndi sænska sjónvarpið heimildamynd um Svía, sem störfuðu fyrir þýska herinn á stríðsárunum. Meðal ann- ars var rætt við aldraðan Svía, sem sagði frá starfi sínu sem fangelsis- vörður í Treblinka-útrýmingarbúð- unum, þar sem um 900 þúsund gyð- ingar voru myrtir. I þættinum sagði gamli maðurinn að hann hefði aðeins átt að sjá til þess að fangarnir strykju ekki og lægju ekki aðgerðarlausir. Myndin vakti mikla athygli, því eftir stríðið var enginn gaumur gefinn að því í Svíþjóð að töluverður hópur Svia hefði starfað fyrir Þjóðverja. Svíar huguðu ekki að því eftir stríð hvort einhverjir sænskir þegnar hefðu gerst sekir um stríðsglæpi og engin slík réttarhöld voru haldin þar. I kjölfar þessa þáttar hefur Pers- son heitið því að sænskum lögum verði breytt, svo hægt verði að stefna mönnum fyrir stríðsglæpi í síðari heimstyrjöldinni. I ávarpi sínu í sýnagógunni sagði Persson að ráðstefnan gæfi Svíum einnig tilefni til að rifja upp sína sögu, en hann hefur hingað til ekki fjölyrt um þau efni. Það hefur einmitt farið fyrir brjóstið á mörgum Svíum hve mjög Persson hefur lagt áherslu á hetjur eins og Wallenberg í umræðum um sænska helfararátakið. I leiðara í Expressen nýlega sagði að þegar Persson ávarpaði ráðstefnuna ætti hann ekki aðeins að gera sér tíðrætt um sænsku hetjurnar, heldur rifja upp að sænska stjórnin fór fram á það við þýsku stjórnina að hún stimplaði G fyrir gyðinga í vegabréf þeirra og þagði svo lengi þunnu hljóði um helförina. I ljósi þessa hafa margir Svíar spurt undanfarið af hverju sænska stjórnin hafi allt í einu nú svo mik- inn áhuga á helförinni og sögu Svía á stríðsárunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.