Morgunblaðið - 27.01.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 27.01.2000, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR HÖRÐUR INGÓLFSSON + Hörður Ingólfs- son fæddist á fsa- fírði 30. júní 1932. Hann lést á heimili sínu Hólabraut 7, Hafnarfírði 17. jan- úar siðastliðinn. For- eldrar hans voru Ingólfur Lárusson, f. 18. september 1904, d. 3. febrúar 1989, og Guðbjörg Kristín Guðnadóttir, fædd 27. júní 1910, d. 21. mars 1938. Stjúp- móðir Harðar var Fanney Júdit Jónas- dóttir, f. 6. maí 1913 og býr á Dvalarheimilinu Hlíf á ísafirði. Hörður kvæntist 26. desember 1956 eiginkonu sinni Kristjönu G. Valdimarsdóttur, f. 29. septem- ber 1939. Foreldrar hennar voru Valdimar Breiðfjörð Finnboga- son, f. 29. júní 1920, d. 8. október 1942, og Rakel Sigríður Vetur- liðadóttir, f. 30. október 1918, d. 10. maí 1984. Systkini Harðar eru Erling Guðmundur, f. 27. október 1933, d. 3. janúar 1936, og Inga Guðbjörg, f. 15. júlí 1935, gift Hauk Ólafssyni, f. 5. júní 1928, og búa þau á Bolungarvík. Börn Harðar og Kristjönu eru: 1) Guðbjörg, f. 14. júní 1956, gift Helga Sæmundssyni, f. 14. febr- úar 1951. Börn þeirra eru Hörður Guðni, f. 14. ágúst 1974, Sæmundur Breiðfjörð, f. 25. mars 1978, og Eva Dögg, f. 12. ágúst 1980. 2) Erlingur, f. 2. mars 1959, kvænt- ur Arnfríði Arnar- dóttur, f. 2. janúar 1961. Börn þeirra eru Valdemar Örn, f. 29. desember 1985, og Aldís Dagmar, f. 9. júlí 1991. 3) Linda Björk, f. 30. október 1966, gift Finnbirni Birgissyni, f. 10. september 1961. Synir þeirra eru Stefán Örn, f. 21. október 1985, Birgir Steinn, f. 27. ágúst 1988, og Natan Elí, f. 18. apríl 1997. Hörður lauk barnaskóla 1946 og gagnfræðaskóla 1949 á ísa- firði og tók minna mótorvél- stjórapróf á Isafirði 1952. Hann var vélstjóri á bátum frá ísafirði frá 1952-1954 en slasaðist þá um borð í Víkingi IS og varð að hætta sjómennsku. Um skeið vann hann hjá Júh'usi Helgasyni í verslun hans á ísafirði og tók siðan að stunda vörubflaakstur og krana- vinnu, sem varð hans ævistarf. títför Harðar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku Hörður minn. Eg veit ekki hvað ég get sagt í fáum orðum, mig langar bara að þakka þér fyrir öll yndislegu árin okkar saman, allan styrkinn sem þú hefur veitt okkur, mér og böm- unum okkar. Þína miklu þolin- piæði, þegar á móti blés, þú varst -V alltaf til taks. A síðustu mánuðum töluðum við mikið saman um sjúkdóminn sem þú barðist svo hetjulega við, og það er þér að þakka hvernig ég og börnin stöndum okkur í dag. Þú kvartaðir aldrei, aldrei sáust svipbrigði á þér, sama hversu veik- ur þú varst. Þú varst ekki bara eiginmaður minn heldur einnig albesti og tryggasti vinurinn sem ég hef eign- ast og mun eiga. Eg gæti endalaust haldið áfram en ég ætla að stoppa núna og þakka þér fyrir allt okkar yndislega líf með bæninni sem ég bauð þér góða nótt með á hverju kvöldi og við ein kunnum. I lokin vil ég senda frá mér og fjölskyldunni sérstakar þakkir til Tómasar Jónssonar læknis sem reyndist þér afar vel í veikindum þínum og þú talaðir síðast við í síma viku fyrir andlát þitt. Einnig vil ég þakka sérstaklega hinu frá- bæra fólki hjá heimahlynningu Krabbameinsfélagsins og einnig Valgerði Sigurðardóttur lækni, sem var hjá okkur á lokastundu og veitti okkur ómældan styrk, ásamt Þórunni hjúkrunarfræðingi. Guð gefi þér góða nótt, elsku Hörður minn, takk fyrir daginn og láttu þér líða vel á morgun. Mundu að ég elska þig mikið, mikið. Ég ætla að standa við það sem ég lof- aði þér með þinni hjálp. Þín eiginkona. Elsku pabbi minn, ég veit ekki hvar og hvernig ég á að byrja á svona kveðju til þín. En það sem er efst í huga mínum er hinn ómældi styrkur sem þú veittir okkur öllum. Þegar þú greindist með þennan illvíga sjúkdóm sem hafði svo yfir- höndina þá settist þú niður með okkur og vildir tala hreint um hlut- ina, ekki að við færum í kringum þá, heldur opinskátt. Það er kannski það sem hjálpaði okkur að takast á við þennan erfiða tíma sem framundan var. Eftir að þú varðst veikari vildirðu tala við börnin mín, vildir fá þau eitt í einu og gefa þeim góðan tíma til að skýra út fyrir þeim hvernig komið var, og enginn hefði getað þetta betur en þú. Þeirra stunda munu þau ávallt minnast og geyma í hjarta sínu, hvernig þú útskýrðir hluti sem ekkert okkar vildi sætta sig við og gat skýrt eins vel og þú. Fram á síðasta dag varst það þú Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvem látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða Ijóð takmarkast við eitt til þijú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins em birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar em birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali era nefndar DOS-textaskrár. Þá em ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. sem sást fyrir því að gera okkur þetta allt eins auðvelt og hægt var, baðst okkur um loforð sem við munum reyna að standa við, það að vera sterk, standa saman og halda utan um mömmu og það munum við gera, því þú hafðir svo miklar áhyggjur af henni. Það var alveg sama hvað það var, þú varst alltaf höfuðið í fjöl- skyldunni. Ef eitthvað var þá var það borið undir pabba og afa, hvort sem það vom erfiðleikar, gleði eða bara eins og þegar þrjú elstu barnabömin þín vom að taka ákvörðun um framtíðina, því hvergi var hægt að fá betri ráð og hvatn- ingu. Umhyggja þín fyrir okkur, börn- unum þínum, var alltaf svo mikil, og þegar barnabörnin komu hafð- irðu vakandi auga með þeim og að þeim liði vel, þú varst alltaf svo stoltur af fjölskyldu þinni. Aldrei man ég eftir að hafa heyrt þig draga úr mörgum þeim hugdettum og vitleysu sem mér datt í hug, hvaða aldri sem ég var á. Alltaf ræddum við málin og alltaf vildir þú að ég reyndi og áhugi þinn fyrir öllu því sem við gerðum var mikill. Manstu til dæmis þegar ég fór að grúska í ættfræði, þá sagðir þú mér að sækja námskeið svo ég vissi hvað ég væri að gera. Þetta varð svo sameiginlegt áhugamál okkar, ég leitaði til þín og þú til mín ef vantaði eitthvað inn í þessa og hina fjölskylduna, þú vildir vera í nútíðinni en ég hélt mig meira í fortíðinni, svona gátum við fléttað þetta saman. Hvað sem þú tókst þér fyrir hendur þá kláraðir þú málið, það sýndi sig núna síðustu vikur. Þá fannstu þörf hjá þér fyrir að setjast og læra á tölvu því þú kunnir ekkert á hana og þú vildir læra, þú fikraðir þig áfram, hringd- ir í mig eða ég kom til þín. Ég reyndi að leiðbeina þér eins og þú hefðir gert við mig, og við öll dáð- umst að því hvað þú varst orðinn sjálfstæður þegar þú sast stutta stund í einu við tölvuna svona veik- ur, skrifaðir og teiknaðir mikið, fórst út á Netið og sagðir mér að þú værir búinn að skoða allt á Net- inu og við hlógum öll að þessu. Elsku pabbi minn, eitt af því sem þú baðst mig um var að hafa þetta ekki langt, því þú vissir að ég myndi skrifa þér kveðju, en það er svo óendanlega mikið sem ég gæti sagt og þakkað þér, meira að segja stundirnar sem við gátum setið saman síðustu vikurnar og bara þagað. Bara að vera í kringum þig, eins og síðustu vikuna þína, það var yndislegt að geta setið og hald- ið í höndina þína og látið þig vita að við værum hjá þér, bara það var svo hjartnæmt, en það var það eina sem við gátum gert. Ég ætla að efna það loforð að hafa þetta ekki lengra og bið góðan guð að vaka yfir þér því ég veit að það var tekið sérstaklega vel á móti þér því þú varst góður og traustur maður hvar sem þú varst og komst. Elsku pabbi minn, þakka þér fyrir öll yndislegu árin okkar. Elsku mamma mín, ég bið guð að styrkja þig og þakka þér fyrir þá albestu umönnun sem pabbi gat fengið og gerði honum kleift að fá að vera heima eins og hann vildi, en það er þér að þakka því þú varst svo sterk og umhyggjusöm. Einnig vil ég þakka Heimahlynn- ingu Krabbameinsfélagsins, því yndislega fólki, fyrir allt það sem þetta góða fólk gerði, bæði fyrir pabba og okkur öll í fjölskyldunni. Hvíl í friði. þín dóttir Guðbjörg. Elsku pabbi minn, nú ert þú dá- inn. Ég trúi því að nú líði þér vel, hjá öðram ástvinum en okkur hér á jörðinni. Að nú sért þú frískur og verkjalaus. Þú sem barðist svo hetjulega við þennan illvíga sjúk- dóm sem engin lækning var til við. Það varst þú sem stappaðir í okkur stálinu í veikindum þínum og undirbjóst alla fyrir það sem koma skyldi. Hugsaðir fyrir öllum hlutum eins og ævinlega. Þú tókst af okkur loforð um að við lifðum lífinu áfram eftir þinn dag, og það loforð ætla ég að reyna að efna eftir bestu getu. Ég trúi því að þú vakir yfir okk- ur og verðir til taks þegar við hverfum sjálf af þessari jörð. í þessum fátæklegu orðum kveð ég þig pabbi minn og bið Guð að geyma þig. I lokin vil ég koma kærri þakk- lætiskveðju til Valgerðar Sigurðar- dóttur læknis og fólksins hjá heimahlynningu Krabbameinsfé- lagsins, sem gerði þér kleift ásamt mömmu að vera heima í veikindum þínum, og til læknisins þíns, hans Tómasar Jónssonar, sem reyndist þér svo-vel. Ástarkveðja pabbi minn. Þín Linda Björk. Ég vil í örfáum orðum fá að kveðja tengdaföður minn, Hörð Ingólfsson, sem ég kynntist fyrir nær 30 árum. Hann var einn heilsteyptasti maður sem ég hef kynnst, bæði í orði og verki, fáorður en gagnorð- ur, jákvæður og framsýnn. Hann var einstaklega laginn í höndunum hvort sem var á járn eða tré, sannur vinur sem alltaf var tilbúinn að ljá hönd ef þörf var á. Hann tókst á við lífið af æðru- leysi, allt fram í andlátið, sem sést best á því að þegar hann greindist með þennan erfiða sjúkdóm var það hann sem styrkti fjölskylduna mest. Ég bið guð að blessa þig og vera eftirlifandi eiginkonu þinni, börnum og barnabörnum styrkur í sorginni. Kveðja, þinn tengdasonur Helgi Sæmundsson. Með örfáum orðum langar mig að minnast tengdaföður míns sem nú er látinn eftir erfiða sjúkdóms- legu. Með söknuði en þakklæti í huga kveðjum við þennan mann sem gegndi svo stóru hlutverki í lífi okkar allra. Hann studdi okkur í erfiðleikum, hvatti okkur til dáða og hjá honum fengum við þá að- stoð og leiðbeiningar sem við þurftum á að halda. Ekkert var honum mikilvægara en velferð fjölskyldunnar og fátt gladdi hann meira en ef vel gekk hjá barna- börnunum, sem hann fylgdist með af áhuga og ræddi við um mikil- vægi þess að vanda vel til verka, athuga öll mál af kostgæfni og gera aldrei neitt sem gæti skaðað þau eða aðra. Líf hans einkenndist af mikilli nákvæmni og reglusemi og hann tók á sjúkdómi sínum eins og öllu öðru í lífinu, af still- ingu og styrk. Nú er komið að því að leiðir skilji um sinn. Vil ég þakka honum samfylgdina og alla hans ást og umhyggju. Megi hann hvíla í friði. Arnfríður Arnardóttir. Elsku afi minn. Nú þegar þú ert farinn og ég sest niður til að setja nokkur orð um þig á blað finnst mér það varla hægt, því minning- arnar sem ég á um þig eru ótal- margar. Allar stundirnar okkar þegar við sátum við eldhúsborðið og spjölluðum um peningamarkað- inn, sem þú hafðir dálæti á, þú vildir ólmur kenna mér að nota markaðinn. Út frá því fórum við að tala um skólann, vinnuna og bara lífið sjálft. Svo ég tali nú ekki um allar hugmyndirnar þínar sem þú sagðir mér frá og hneykslaðist oft yfir því hvers vegna einhverjir kallar úti í bæ væru ekki búnir að finna þennan og þennan hlutinn upp, þetta væra nú svo auðveldar hugmyndir. Ég held að þú hafir bara verið á undan þinni samtíð. Þegar við töluðum um skólann varstu alltaf svo áhugasamur því þú vildir það sem væri mér fyrir bestu. Þú reyndir að koma mér í skilning um að það borgar sig að læra og loksins skildi ég það núna rétt fyrir jólin og ákvað að skrá mig í skólann á ný. Mikið varstu ánægður, ég mun aldrei gleyma því hvað þú ljómaðir þegar ég sagði þér að ég færi í skóla eftir áramót. Svo þegar ég byrjaði í skólanum varstu alltaf að spyrja mig hvort ég væri búin að læra eða hvernig mér gengi, og hvort ég skildi þetta vel. Þú sagðir mér líka að ég þyrfti að vera þrjósk ef ég vildi fá eitt- hvað mikið í framtíðinni. Orð þín við mig voru: „Vertu ákveðin við alla, en sérstaklega við sjálfa þig, þá kemstu eitthvað áfram í líf- inu.“ Ég hef spáð í þessi orð að undanförnu og ég sé að þetta hafa verið þín einkunnarorð í lífinu. Þú varst nefnilega maður sem allir gátu litið upp til, þú varst svo duglegur og lést aldrei aðra gera það sem þú vildir að yrði vel gert, frekar gerðirðu það sjálfur. Þú varst þrjóskur og stóðst oft fast á þínu og þú varst ótrúlega dugleg- ur, sama hvað þú tókst þér fyrir hendur. Ég mun ávallt muna stundirnar okkar í eldhúsinu og þegar við vorum búin að tala sam- an klukkustundum saman kom alltaf hjá þér þessi setning sem mun seint gleymast hjá mér: „Er afi orðinn leiðinlegur við þig, ertu orðin svolítið þreytt á kallinum?" En aldrei varð ég leið á þessu, annars hefði ég ekki komið alltaf beint inn í eldhús til þín og talað við þig þegar við komum í heim- sókn til þín og ömmu. Þú baðst mig einnar sérstakrar bónar þeg- ar þú varst orðinn mikið veikur og ég lofaði þér að ég skyldi efna hana eins vel og ég gæti, og ég mun gera það. Við vitum bæði hver bón þín var og þér var létt þegar ég sagði þér að ég skyldi efna hana. Ég veit að við hittumst aftur seinna, því þú sagðir að þú værir að fara til að gera tilbúið fyrir okkur hin, og því trúi ég. Þangað til veit ég að þú lítur eftir okkur og passar að við förum ekki ranga leið. En þangað til, elsku afi minn, kveð ég þig með miklum söknuði. Bless afi minn. Þín Eva Dögg. Elsku bróðir. Ótal minningar koma nú upp í hugann þegar þú ert horfinn á braut. Ég hef alltaf verið stolt af þér og margs er að minnast. Þrátt fyrir að við höfum ekki alist upp saman, vegna veikinda og síðar andláts móður okkar, þá var alltaf ljúft og gott samband okkar á milli. Foreldrar okkar bjuggu á Isafirði og börnin orðin þrjú. Þetta var árið 1935 og þú á fjórða ári, þá þurfti að koma okkur í fóstur, þar sem faðir okkar var ávallt á sjónum. Þú fórst til móð- urforeldra okkar í Bolungarvík, Evlalíu og Guðna, en hjá þeim varstu þar til amma lést árið 1940. Þá kom afi þér fyrir um tíma á fjölmennu heimili vinafólks síns, Maríu og Ólafs í Tröð, Bolungar- vík, þar sem þú varst á annað ár. Níu ára fórst þú síðan til ísafjarð- ar þar sem þú ólst upp hjá föður okkar og stjúpu, henni Fanneyju sem alltaf reyndist þér svo vel. Allt þetta rót hefur haft áhrif á ungan dreng, þó að allir hafi sýnt þér afar gott atlæti. Mér er minnisstætt þegar ég kom í heimsókn til ykkar sem barn og þú tókst mig með í göng- utúr út í búð. Hvað mér þótti gam- an að fá að fara með þér. Við fór- um í heimsókn til Margrétar ömmu sem bjó á Læk á ísafirði. Amma sagði alltaf svo margt við okkur sem við höfðum að leiðar- ljósi í lífinu, ræddi við okkur eins og fullorðið fólk. Eftir að þú varst orðinn fullorð- inn og kominn með bíl komst þú stundum í heimsókn til Bolungar- víkur og fórst þá sérstaklega til Guðna afa því mikil og sterk tengsl voru á milli ykkar. Þú varst góður námsmaður, gekk alltaf vel í skóla og útskrif- aðist sem vélstjóri. Þú vannst við það bæði á sjó og landi þar til þú slasaðist illa á fæti um borð og áttir í langri sjúkrahúsvist og að- gerðum vegna þess. Það kom ekki á óvart að þú skyldir verða sjálf- stæður atvinnurekandi því þannig maður varst þú, vildir ráða þér sjálfur. Vörubíllinn varð þinn starfsvettvangur og það eru mörg verk sem þú skilur eftir þig. Þú
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.