Morgunblaðið - 27.01.2000, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 27.01.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR PIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2000 53 annars í öllu sem þeir tóku sér íyrir hendur. A þessum árum fékk fjöl- skylda mín tækifæri til að kynnast Ölla og fyrir það erum við ævinlega þakklát. Það var aðeins fyrir nokki’- um dögum að við sátum saman í flug- vél vestur á ísafjörð og spjölluðum saman. Við töluðum um hvað hann ætlaði að gera í sumar og hvað fram- tíðin bæri í skauti sínu, það væru svo mörg spennandi verkefni íramundan fyrir hann á næstu árum. Einnig tal- aði Ölli um hvað það væri gott að vera kominn aftur til afa og ömmu í Lág- móann, því þar væri svo gott að vera. Þegar svona dynur yflr finnum við hvað Njarðvíkurhjartað slær sterkt í bijóstum okkar og hversu mikils virði við erum hvert fyrir annað. Við í stjóm körfuknattleiksdeildar- innar, leikmenn meistaraflokka og yngri flokka deildarinnar kveðjum vin okkar í hinsta sinn með söknuð og trega í hjarta og biðjum að algóður Guð blessi hann og varðveiti. Við sendum ykkur, foreldrum, systkinum og öðrum ættingjum, innilegustu kveðjur okkar og höfum ykkur í bæn- um okkar. Hvfldu í örmum Guðs, elsku vinur. Gurinar Þorvarðarson, formaður körfuknattleiks- deildar Ungmennafélags Njarðvfkur. Elsku Ölli minn, það er svo erfitt aðskilja af hverju þú varst hrifinn svo skyndilega á brott í blóma lífsins. Og þvívarð allt svo hljóttvið helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. (TómasGuðmundsson.) Þú varst bara smápolli þegar ég sá þig fyrst og varst þá þegar farinn að venja komur þínar í íþróttahúsið í Njarðvík. Mjög fljótlega kom í Ijós fæmi þín í körfubolta. Þú hafðir yfir að ráða afburða boltatækni sem og góðri líkamsstjóm. Leiðir okkar, sem þjálfari og leikmaður, lágu fyrst sam- an þegar þú varst í 7. flokki og spilað- ir upp fyrir þig sem kallað er með 8. flokki en þann flokk þjálfaði ég. Þú, ásamt félaga þínum og vini, Loga Gunnarssyni, settir mark þitt á þann flokk, og þótti sýnt að þar fæm fram- tíðarefni í íslensku íþróttalífi. Næstu þrjú árin þjálfaði ég í Grindavík og fylgdist með þér úr fjarlægð hvað varðaði körfuboltann en hitti þig þó á hveijum degi þar sem ég vann í Njarðvfloirskóla. Þú varst vinsæll mjög og naust mikillar virðingar hjá bekkjarsystkinum þínum sem og öðr- um nemendum. Mér er minnisstætt þegar hópur af eldri bekkingum var að stríða einum nemandanum og þú sagðir við þá að þú tækir til þinna ráða ef þeir hættu ekki og það strax. Þetta lýsir því í hnotskum hvemig þú varst því þú máttir ekkert aumt sjá. Árið 1997 lágu leiðir okkar aftur saman hjá U.M.F.N. Tveir ungir pilt- ar, nýútskrifaðir úr 10. bekk gmnn- skóla, hófu æfingar með Mfl. U.M.F.N. Þetta vomð þið Logi og áttuð þið eftir að koma mikið við sögu þennan veturinn. Fyrsti leikurinn þinn með meistaraflokki er mjög minnisstæður en hann var uppi á Akranesi 7. desember 1997. Þú varst í byrjunarliðinu og gegndir þar lykil- hlutverki sem leikstjómandi en það er með erfiðustu hlutverkum í körfu- bolta. Þennan leik spilaðir þú af svo miklu öryggi að það var eins og þú hefðir aldrei gert neitt annað. Þó að leikurinn tapaðist léstu það ekki á þig fá, heldur efldist við hverja raun og þú áttir eftir að sýna styrk þinn svo um munaði. Eftir þetta áttirðu hvem stórleikinn á fætur öðmm eins og svo margir muna og áttir þú ekki svo lít- inn þátt í því að 19. apríl 1998 hömp- uðum við eftirsóttasta titlinum í körfubolta, íslandsmeistaratitlinum. Veturinn næsta hélstu svo til Bandaríkjanna til að fara í skóla og spila körfii með skólanum þínum og þar stóðstu þig einnig mjög vel og þroskaðist mildð. Sumarið 1999 fékk ég aftur þann heiður að fá að starfa með þér þar sem ég þjálfaði bæði unglingalandsliðið og U-20 ára landsliðið. Þú varst lykilmaður í báð- um liðum og stóðst þig frábærlega vel. Þú ákvaðst svo að vera um vetur- inn heima á íslandi og kom þá ekkert annað til greina hjá þér en að spila með Njarðvík. Það sem af er tímabil- inu varst þú, að öllum öðmm ólöstuð- um, einn besti leikmaður Islands- mótsins og það aðeins 18 ára gamall. Enda kom það fáum á óvart að þú varst valinn í A-landsliðið og spilaðir þú þrjá landsleiki í nóvember og des- ember sl. Lokaleikur þinn var svo 15. janúar sl. en það var Stjömuleikur KKÍ og varst þú valinn fyrstur ís- lendinganna til að spila. En nú er komið að vinum að skilj- ast. Það er með harm í hjarta sem ég kveð þig, Ölli minn. Ég mun aldrei gleyma þér og þeim tíma sem við átt- um saman. Ég er þakklátur Guði fyr- ir að hafa fengið tækifæri til að kynn- ast þér og starfa með þér. Það verður alltaf hluti af þér í hjarta mínu og þú munt eiga þar vissan stað. Nú eiga mamma þín og pabbi og allir ættingj- ar þínir um sárt að binda. Elsku Sæ- rún, Sturla og Elvar Þór, ég votta ykkur og fjölskyldum ykkar mína dýpstu samúð og megi algóður Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Og skín ei ljúfast ævi þeirri yfir, sem ung á morgni lífsins staðar nemur, og eilíflega, óháð því sem kemur, í æsku sinnar tignu fegurð lifir? Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um lífsins perlu í gullnu augnabliki - (Tómas Guðmundsson.) Að leiðarlokum vil ég segja þetta við þig, Ölli minn - þá er þessum leik lokið, kæri vinur, og þú stóðst þig vel. Næsti leikur verður á öðrum stað, á öðrum tíma og ég veit að þú stendur þig vel þar líka. Mundu bara þegar þú keyrir inn í vömina að þá ferðu til að skora eða til að skapa öðrum tæki- færi á að skora. Vertu sæll að sinni, við hittumst síðar. Friðrik Ingi Rúnarsson. Kveðja frá Körfuknatt- leikssambandi íslands Það var harmafregn í byrjun vik- unnar að fá símtal þess efnis að einn af efnilegustu leikmönnum íslensks körfuknattleiks væri allur, einungis 18 ára að aldri. Aðeins tveimui’ dög- um áður átti ég við hann ánægjulegt spjall í hádegisverðarboði fyrir árleg- an stjömuleik Körfuknattleikssam- bands íslands, þar sem Örlygur hafði verið valinn einn af þátttakendum í hópi bestu leikmanna landsins. Órlygur Sturluson vakti athygli á hæfileikum sínum með eftirminnileg- um hætti þegar hann sextán ára gam- all átti stóranþátt í að tryggja Njarð- víkingum Islandsmeistaratitil í körfuknattleik vorið 1998. Það fór ekki framhjá neinum að þarna var stórefni á ferð, og ekki dró þekktur frændgarðurinn úr því að þama þótt- ust körfuknattleiksáhugamenn sjá fyrir sér næstu stórstjömu í íslensk- um körfuknattleik. Eftir ársdvöl í skóla í Bandaríkjun- um sneri Örlygur aftur til íslands og hefur leikið með liði Njarðvfldnga á yfirstandandi keppnistímabili. Sá þroski sem hann hafði náð í íþróttmni endurspeglaði á engan hátt reynslu 18 ára gamals unglings, en leikstfll hans, reisn og sjálfstraust sem leik- stjórnanda bám merki þess að þar færi þaulreyndur keppnismaður. Örlygur þreytti frumraun sína með landsliðinu nú í vetur, ekki í æfinga- leik eða vináttulandsleik heldur í einu erfiðasta verkefni sem landsliðið hef- ur tekið þátt í. Stóð Örlygur sig þar með mikilli piýði, langyngstur leik- manna, og féll vel inn í þann hóp sem myndar landslið íslands í körfuknatt- leik. Átti undirritaður þess kost að kynnast Örlygi persónulega í ferð landsliðsins til Ukraínu nú í nóvem- ber sl., og vora þau kynni ánægjuleg í alla staði. Prúðmennska, hógværð og vilji til að gera sitt besta í þágu landsliðsins lýsa best þeirri hlið sem undirritaður kynntist á Örlygi utan vallar. Hann bar íslenska fánann á brjóstinu með miklu stolti. Ekki leikur vafi á að íslenskur körfuknattleikur hefur nú tapað ein- um sinna efnilegustu sona. Margir munu sakna snillinnar á leikvellinum, og samleiks frændanna í Njarðvíkur- liðinu. Á hinn bóginn er hugur körf- uknattleiksfólks hjá aðstandendum Örlygs, en erfitt er að ímynda sér meiri sorg en foreldra sem misst hafa bam sitt áður en það kemst til full- orðinsára. Faðir Örlygs, Sturla, er fyrrverandi landsliðsmaður og þekktur leikmaður á íslandi í mörg ár, og stendur sorg hans og fjölskyld- unnar körfuknattleikshreyfingunni nærri. Vil ég senda Sturlu og öflum aðstandendum samúðarkveðjur f.h. KKÍ. Ólafur Rafnsson, formaður KKI. Margseraðminnast, margterhéraðþakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margseraðminnast, margseraðsakna. Guð þeirri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku Öriygur, þegar ég frétti af andláti þínu varð ég harmi slegin. Ég sá þig síðast um áramótin og við ósk- uðum hvort öðra gleðilegs nýs árs. Það er erfitt að tráa því að þú, þessi ungi fallegi strákur í blóma lífs- ins, sért látinn, og eftir situr aðeins sorgin og minningamar um þig. Við þekktumst ekki mikið en væntum- þykja mín í þinn garð var svo sannar- lega og verður alltaf mikil. Þú varst svo góður við alla og allir Utu upp til þín. Bros þitt var eins og tunglið, það lýsti upp allt í kringum þig og fólkið sem var nálægt þér. Ég mun aldrei gleyma þér, Ölli. Guð geymi þig og blessi fjölskyldu þína, Guðnýju Ólöfu og alla nána vini þína. „Drottinn Guð faðir, veit okkur þá náð að elska hvem þann sem á vegi okkar verður. Við áköllum miskunn þína og biðjum fyrir öllum, sérstak- lega þeim, sem þú hefur gefið okkur til samfylgdar í lífinu. Gef þeim, Drottinn, langt umfram allt sem við kunnum að biðja eða hugsa. Lát þau ávallt vera í vernd þinni og hand- leiðslu. Hjálpa þeim að elska þig og lát þau að lokum eignast lífið eilífa, óforgengilega. Þér sé dýrð að eilífu. Amen.“ (Anselm.) Pálína Ósk. Kæri Ölli. Við vfljum þakka þér fyrir allar ánægjustundimar sem við höfum átt saman. Þín verður ávallt minnst sem hressa og ánægða stráks- ins sem aldrei lét neitt á sig fá. Stórt skarð hefur verið höggvið í vinahóp okkar, sem aldrei mun fyllast. Mun þín ávallt verða saknað. Megi guð geyma þig. Kalliðerkomið, kommernústundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimirkveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Fjölskyldu og ættingjum vottum við okkar dýpstu samúð. Vinarkveðja, Oddur Jónasson og Vilhjálmur Vilhjálmsson. Elsku besti Ölli. Það er á stundum sem þessari sem við förum að hugsa hve lífið er dýrmætt og hversu ósann- gjamt það er. Það er mjög sárt að líta yfir farinn veg og vita til þess að við eigum aldrei aftur eftir að hafa tæki- færi til þess að hlæja og skemmta okkur saman. En hann Ölli eins og hann var alltaf kallaður var mikill keppnismaður og lagði sig alltaf hundi’að prósent fram í körfuboltanum. Ég man alltaf eftir því þegar hann byrjaði að æfa með okkur í meistaraflokki karla í Njarð- vík. Þá hugsaði maður með sér: Þess- ir litlu guttar hafa gott af því að prófa að æfa með okkur. En áður en maður vissi af var Ölli kominn í liðið og far- inn að vinna leild fyrir okkur. Það var unun að horfa á hann spila því körfu- boltinn var hans líf og yndi og spilaði hann alltaf með hjartanu. Við munum alltaf eftir því þegar við fóram í liðspartýið til Geira og Ollu á Þórustíginn þar sem mamma þín og þið bræðumir bjugguð. Þú gekkst inn í stofuna brosandi og kát- ur hlammaðir þér í sófann og sagðir: „Ég er kominn heim.“ Þetta er aðeins brot af minningum um þennan indæla og ljúfa vin sem við munum ávallt geyma í hjarta okk- ar. Biðjum góðan Guð að styrkja Stulla og fjölskyldu og Særánu og fjölskyldu. Hinsta kveðja. Þínir vinir, Páll og Pálína. 16. janúar árið 2000 er dagur sem margir eiga eftir að minnast með sorg í hjarta, þegar hann Örlygur vinur okkar kvaddi þennan heim allt, allt of fljótt. Öll eigum við eftir að muna hina ungu stjömu Njarðvíkurliðsins, sem þeyttist um víðan völl og lét ekkert stoppa sig. Það er mjög erfitt að hugsa til þess að eiga aldrei eftir að sjá hann í þessari veröld. Við sem bekkjarfélagar eigum margar góðar minningar um elsku- lega Ölla okkar. Hann var alltaf svo hress og kátur, og ef það var einhver sem gat slegið á létta strengi, þá var það hann. Það má með sanni segja að það hafi geislað af honum lífskraftur- inn og leikgleðin. Það hugsa eflaust margir: Af hverju hann? Hann sem var aðeins 18 ára og í blóma lífsins. Honum hefur eflaust verið ætlað annað hlutverk á öðram stað. Þeir deyja ungir sem guðimir elska. En hann Ölli okkar mun halda áfram að lifa í hjörtum okkar, í græna búningnum með íslandsbikarinn á lofti. Við biðjum góðan Guð að styrkja nánustu ættingja, vini og aðra aðstandendur. Fyrir hönd árgangs ’81 í Njarðvík- urskóla. Flóra Hlín Ólafsdóttir. Engill er fallinn frá. Hann er far- inn þangað, þaðan sem hann kom. Engill sem kom og fór. Þegar mér bárast þær fregnir að Ölli væri dáinn þá fannst mér það sárt. Hann svoria ungur og lífið lék í lyndi. En þegar Guð kallar þá verðum við að virða kallið, þótt það sé erfitt. Líf og starf ÖUa kenndi okkur öllum svo margt sem kynntumst honum. Hann skilur fallegar minningar eftir sig. Mér varð hugsað til þess tíma þeg- ar ég var beðin að leysa kennara hans af í heilan mánuð árið 1990. Þá var Ölli aðeins níu ára gamall, feiminn og fallegur drengur. Hann var metnaðargjarn bæði inni í kennslustofu og úti á leikvelli. I körfu. Auðvitað í körfu því hann var kominn af þekktum körfiiboltamönn- um. Þetta sport fékk hann í vöggugjöf. Ég var nýútskrifaður kennari með bam undir belti, komin sjö mánuði á leið. Ölli og krakkarnir í bekknum vora mér svo ljúf og umhyggjusöm. Eftir fæðinguna komu þau öll á fæðingardeildina með gjöf til bams- ins og risastórt kort sem þau höfðu skrifað á. Mér þótti mjög vænt um þetta. Örlygur Aron Sturluson var ein- stakur. Ég sé hann ljóslifandi fyrir mér með bjarta brosið sitt. Mér hlotnaðist að fá að fylgjast með hon- um vaxa úr grasi því náin vinátta er með mér og móður hans. Ósjaldan varð ég vitni að einstakri umhyggju sem Ölli sýndi mömmu sinni. Þegar frægðarsólin hans tók að rísa í körfú- boltanum og fjölmiðlarnir áttu við hann viðtal hrósaði hann mömmu sinni svo fallega. Mitt í allri athygl- inni vildi hann segja frá henni og hvað hún hafði gert fyrir hann. Hann fór aldrei á flug með frægð- inni heldur var hann alltaf með báða fætur á jörðinni. Svona var Ölli. Særán og Stulli eignuðust tvo gull- mola, Örlyg og Elvar. Ólíkir bræður en samt ekki. Báðir mjög sterldr persónuleikar, hvor á sinn hátt. Örlygur blómstraði í körfunni en Elvar fann sig ekki í sportinu. Þó segja mér kunnugir að hann sé mjög góður spilari þegar hann tekur í bolt- ann. Elvar hefur allt aðra mannkosti til að bera en bróðir hans. Elvari kynntist ég vel þegar ég vann með honum að leiksýningu sem unglingar í Reykjanesbæ settu upp fyrir tveimur áram. Hann lék stórt hlutverk og gerði það með glans. Elv- ar á efth’ að blómstra á þeirri hillu sem hann velur sér í framtíðinni. Þeir era svona þessir bræður. Hundrað prósent menn í því sem þeir hafa áhuga á að taka sér fyrir hendur. ^ Nú setur mig hljóða þegar ég hugsa til elsku vinkonu minnar, Sæ- ránar. Þessi elska er búin að reyna margt. Sorgin hefur knúið svo oft dyra hjá henni. Það er harður skóli að fara í gegnum sorgina en Særán ger- ir það á fallegan hátt. Það var ein- stakt að hlusta á hana um daginn. Ró- leg og yfirveguð rifjaði hún upp allt það góða sem Ölli sldlur eftir sig. Við eigum minningarnar um hann í hjarta okkar og sendum honum hlýj- ar hugsanir. Elsku vinir, ég votta ykkur mína dýpstu samúð á þessari sorgar- stundu. Ég bið algóðan Guð að um- vefja Ölla og okkur öll með elsku sinni. Næst þegar ég horfi til stjam- anna þá mun stærsta stjarnan á himninum vera tileinkuð minningu Ölla. Yndislegs vinar. Guð geymi hann og verndi. Marta Eiríksdóttir. Eitt lítið blóm er rifið upp með rót- um, liggur á jörðinni og deyr, hin öll í hnapp eftir standa, drápa höfði og fella tár - þau skilja þetta ekki, frek- ar en við - af hverju þetta blóm - eng- inn skilur það nema Guð. Þannig er þetta einnig þegar mað-, ur sest niður til að kveðja Órlyg Ar- * ’ on, ungan pilt í blóma lífsins, með bjarta framtíð. Enginn skilur það nema Guð. Ölli var sem einn af okkur, mikil fjölskyldutengsl höfðu myndast á milli okkar, við afarnir vorum vinnu- félagar frá 1949, bjuggum sem nágrannar í Grænási þar sem bömin m-ðu vinir og félagar, Óli Gunnar og Sturla, Ástþór og Teitur og síðan barnabömin Ölli og Atli. Það er ekki erfitt að rifja upp eða bera niður einhversstaðar á uppvaxfy^ aráram Ölla því alltaf kemur aftur og^* aftur - íþróttir - og þá sérstaklega körfubolti, en þær voru ekki fáar heimsóknir hans til okkar á Hóla- götu, þær vora ánægjulegar, þar sá maður vinina vaxa og dafna við leik og ærsl, hvert árið varð maður að hækka körfuna því framfarir urðu miklar - ég hélt og kannski vonaði að ég gæti eitthvað leiðbeint - en svo var ekki, hann kunni og gat miklu meira en ég, en það gladdi okkur mikið - þegar þeir Atli og Ölli vora í boltaleik á baklóðinni eftir fjölda glasa af mjólk og stórar pönnukökur að ógleymdum súkkulaðikökum, og þeim leiddist heldur ekki þegar Óli og Ástþór tóku þátt í leiknum - með sín sérstöku „sveiflu- og stökkskot". * Síðan var komið inn, allt klárað yfir upprifjun á leiknum, síðan umræður um alla kappana í NBA. Þar vora þeir betri en í sögubókum. Ölli átti sinn uppáhaldsleikmann sem hann vildi h'kjast og það fór ekki á milli mála, Ölli varð okkar Jordan. Hann fór í skóla til Bandaríkjanna því hann vildi læra og vera þar sem mekka körfuboltans er, stóð sig vel, gat auðveldlega haldið áfram og orðið einn af þeim fremstu, en heimþráin varð yfirsterkari, svo hann sneri heim aftur og tók upp þráðinn með úrvalsliði Njarðvíkur, með frábæram leik og hleypti nýju lífi í leik liðsins. Það var oft unun að sjá hvemig hann fór með mótherjana. ** Það er stutt síðan við Atli sátum saman og ræddum um Ölla og þá kom fram að við sáum alltaf bjarta framtíð hjá honum og að það yrði ekld langt þangað til hann héldi út aftur - og þá beint í atvinnumennskuna, en enginn veit örlög sín. Við eigum góðar endurminningar um góðan dreng og þó söknuður okk- ar sé mikill þá vitum við að söknuður fjölskyldu hans er meiri en orð fá lýst. Og með þessum fátæklegu línum viljum við kveðja góðan vin um leið oj^a við sendum ástvinum hans okkaP’ innilegustu samúðarkveðjur - en eitt vitum við að þar sem sál hans Örlygs Arons er - er verið að spila körfu- bolta. Ingi Gunnarsson og fjölskylda. SJÁNÆSTUSÍÐU'**
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.