Morgunblaðið - 27.01.2000, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 27.01.2000, Qupperneq 66
66 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir I KVÖLD SYNUM Vlt): „KÖTTURINN SEM GERÐI STVKKI SIN Á GÓLFID" 1A_______ ________„—rT - ÞAÖEREKKERT í A| CCCCC I HRÆÐILEGT l fAI L LUUL-/ Hundalíf Ljóska SA Y THAT A6AIN 60 BACK TO 51EEP..THERE'5 NO 5CHOOL TODAV.. 60 BACK TO 5LEEP.. THERE'5 NO 5CH00L TOPAV.. Farðu aftur að sofa, það Endurtaktu Farðu aftur að sofa, það Þetta var nokkuð sem er enginn skóli í dag. þetta. er enginn skóli í dag. auðvelt er að fara eftir. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Hjálpum fólki sem er að hætta! Frá Guðjóni Bergmann: ALLT fólk sem er að komast undan einhvers konar fíkn þarf á aðstoð að halda. Þinni aðstoð. Þú mátt ekki dæma það samkvæmt fyrri mistökum. Fólk verður að fá rými til að breytast. I námskeiðahaldi mínu sem tóbaks- varnaráðgjafí hitti ég fjölmarga sem hafa reynt að hætta að reykja en gef- ist upp vegna þess að þeir fá ekkert nema neikvætt áreiti frá umhverf- inu. Hér koma nokkrar algengar setningar sem flokkast undir nei- kvætt áreiti. „Eg gef þér tíu daga.“ „Ég hef enga trú á því að þú náir að hætta.“ „Er þetta ekki erfítt?“ „Þú ert alltaf að hætta. Af hverju ætti það að takast í þetta sinn?“ Neikvætt áreiti er einmitt það sem fólk sem er að komast undan fíkn þarf ekki á að halda, alveg sama hversu oft því hef- ur mistekist áður. Þitt framlag felst í hrósi. Maðurinn er tilfínningavera ogþarf á hrósi að halda. Ollum gengur betur þegar þeim er hrósað. Þú þarft mögulega að sníða hrósið að persónuleika viðkomandi, sjá hvort aðilinn þarf klapp á bakið, faðmlag eða stutta setningu á borð við: „Þetta gengur vel hjá þér.“ Þeir sem ennþá eru fíklar ættu að styðja þá sem vilja komast undan fíkn sinni, jafnvel þótt það fækki i minnihluta- hópunum. Gullna reglan er: Ef þú hefur ekkert fallegt að segja, þegiðu þá! Jafnvel þótt ég sérhæfi mig í því að hjálpa fólki að hætta að reykja á þessi regla við um allar ÍTknir og hegðun almennt. Neikvætt áreiti er mannskemmandi og óþarft. Þeir sem standa fíklunum næst, t.d. makar og börn, ættu að leggja sig harðast fram við að hrósa og skapa þeim já- kvætt umhverfi. Ekki búast við því að fólki mistak- ist ætlunarverk sín. Jákvæði og já- kvæðar væntingar eru það sem við þurfum öll á að halda. Algengasta setningin sem ég heyri frá fólki sem kemur til mín á námskeið er: „Ég hefði ekki trúað að þetta yrði svona auðvelt!" Þar liggur hundurinn grafinn. Okkar eigin sannfæringar og sannfæringar sam- félagsins, oft neikvæðar, hjálpa okk- ur að mynda rangar skoðanir á því hvernig okkur á að ganga að komast undan fíknum. Hvort sem við trúum því að við getum eitthvað eða ekki, höfum við rétt fyrir okkur! Hjálpum þeim sem vilja gera breytingar á eigin lífi - á endanum hefur það jákvæð áhrif á allt og alla í kringum okkur. GUÐJÓN BERGMANN, tóbaksvarnaráðgj afi Brautarholti 8, Reykjavík. Til hvers? Frá Guðnýju Sigríði Bjarnadóttur: í MORGUN, 12. janúar, var ég að lesa Morgunblaðið er ég rek augun í grein frá Þóru þar sem hún tjáir sín- ar skoðanir á íslenskum unglingum og þeirra ökuháttum. Já, það má vel vera að 26% bílslysa verði hjá 17 til 20 ára ungmennum. Er ekki fullhart að dæma þar með alla unglinga? Af einni skoðanakönn- un finnst Þóru að ungmenni eigi ekki að taka bílpróf undir 20 ára aldri. Ég játa það að það eru ekki öll 17 ára ungmenni tilbúin að keyra bíl, en þar með er ég að segja að margir eru til- búnir. Það er ekki hægt að binda þroska við einhvem ákveðinn aldur, heldur er hann einstaklingsbundinn. Það er rangt að halda að ungmenni kunni ekki að keyra bíl og hafi ein- staka ánægju af að setja sjálfa sig og aðra í hættu. Auðvitað eru einstaka tilfelli. Gætið að hverjir eru fyrir- myndin. Að keyra bíl er mikil ábyrgð og mér finnst það einungis vera í höndum þess sem er að keyra hvort hann sé tilbúinn til að takast á við það. Það er foreldranna að setja gott fordæmi og vara við hættunni sem fylgir því að keyra bíl. Þóra spyr hvort við þurfum alla þessa bila og hvort við ættum ekki að hreyfa okkur meira. Þóra, ég er 18 ára og hefði því átt að fá bflprófið mitt fyrir rúmu ári. Ég kaus heldur að nota almenningsvagna, því mér liggur ekkert á að „leika mér“ að keyra og bíða eftir þínu dramatísku „leikslokum". Mér er stundum skutl- að þangað sem ég þarf nauðsynlega að fara, en mér finnst það ekki ýta undir hreyfingarleysi. Ef þér líður illa með að skutla börnunum þínum eitthvað, hættu því þá! Ef þú hefur áhyggjur af því að börn þín fitni, settu þá takmörk fyrir sjónvarps- og tölvunotkun! Þetta er ekki vandamál íslenskra ungmenna, heldur ein- hverra sem einungis þú sérð. Mér leikur forvitni á að vita hvar þú fékkst þær upplýsingar að íslensk börn væru orðin feitari en börn í Bandaríkjunum (Ameríka er heims- álfa). Þú tengir þá skoðun við hreyf- ingarleysi, þegar ég er viss um að skoðunin er mynduð án þess að hugsa út í þá sem geta ekkert gert að sinni líkamsstarfssemi. Við erum öll mismunandi. Þessi skoðanakönnun er fyrir þá sem eru trúgjarnir í stað þess að líta í kring um sig. Ég sé hreyfingarleysi alls ekki sem vanda- mál hér á landi, enda skiptir hvernig fólk er í laginu fólk ekki máli ef því finnst það ekki skipta máli, ekki satt? „Bflar og símar, þetta á ekki saman,“ þetta eru þín orð. Að tala í símann þegar verið er að keyra, skerðir einbeitningu. Þetta vita allir. Þeir sem kjósa að tala í símann á meðan þeir keyra, vita að skert ein- beitning getur haft slæmar afleiðing- ar í för með sér. Það sem ökumenn vita einnig, er að nú er boðið upp á þjónustu til að draga úr þessu að hluta til. Handfrjáls búnaður. Slíkur búnaður gerir fólki kleift að tala í símann sinn að vild með báðar hend- ur á stýri. Þeir sem kjósa að nýta sér ekki þessa þjónustu taka þá bara af- leiðungunum. Hvor okkar er fyrirmynd minnar kynslóðar? GUÐNÝ SIGRÍÐUR BJARNADÓTTIR, Hnjúkaseli 4, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.