Morgunblaðið - 27.01.2000, Side 38

Morgunblaðið - 27.01.2000, Side 38
38 FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Málverkínu miðlað Morgunblaðið/Júlíus Tolli og hundurinn Alex við verkið sem boðið verður upp í Netgalleríi landsbref.is.Fæðing blámans. Henrik Nord- brandt hlýtur bók menntaverðlaun N or ðurlandaráðs Yfírlitssýning á mál- verkum eftir Tolla verð- ur opnuð í Netgalleríi Landsbréfa, lands- bref.is, í dag kl. 18. A sama tíma hefst uppboð á einu verka listamanns- ins. Orri Páll Ormars- son ræddi við Tolla sem telur Netið tilvalinn vettvang fyrir sýningu af þessu tagi. NETIÐ er nútíminn. Þar eru allir vegir færir. Eðli málsins samkvæmt leita listamenn, í sínu sífellda land- námi, inn á þann vettvang tO að viðra sköpun sína og efla tengsl við al- menning. Listmálarar eru þar engin undantekning, jafnvel þótt tölvur og trönur séu tákngervingar tveggja heima. Tolli er til vitnis - í dag hleypir hann af stokkunum yfirlitssýningu á verkum sínum síðastliðin sautján ár á Netgalleríi Landsbréfa, landsbref.is. Málverkið skal út þanið. Netgallerí Landsbréfa er nýtt af nálinni og segir Tolli, sem sýnir þar fyrstur manna, markmiðið að byggja það íyrst og fremst upp í kringum myndlist, þó það komi til með að geta hýst aðrar listgreinar ef verkast vill. Sérlegur ráðgjafi gallerísins er Aðal- steinn Ingólfsson listfræðingur. „Við vitum að fjármálafyrirtæki og -stofnanir hafa áður styrkt menningu og listir, nærtækasta dæmið eru máttarstólpar menningarborgarinn- ar. Þar er aftur á móti um tímabundið verkefni að ræða en í þessu tilviki sjá- um við nýja menningarslóð sem kem- ur til með að verða varanleg. Segja má að blað sé brotið í íslenskri lista- sögu,“ segir Tolli. Hann viðurkennir að íslenskir myndlistarmenn hafi margir hverjir verið duglegir að koma verkum sín- um á framfæri á Netinu hin síðari misseri, og nefnir íslensku menning- arsamsteypuna art.is sérstaklega í því sambandi. Honum þykir á hinn bóginn oft vanta að síðumar séu end- urnýjaðar, sem þurfi til að viðhalda forvitni almennings. „Mér finnst gagnvirknin heldur ekki nógu mikil. Samskipti listamanna og listunnenda verða að eiga sér stað. A þessu er að vísu mjög eðlileg skýring, listamenn hafa ekki tíma til að sinna þessu af fullum þunga.“ Fjölbreytni í fyrirrúmi Nú er hins vegar kominn fram á sjónarsviðið aðili, Netgallerí Lands- bréfa, sem hyggst helga sig þessu. „Fyrir vikið sé ég fyrir mér að fleiri Níu sækja um stöðu leikhús- stjóra LR NIU sækja um stöðu leikhús- stjóra Leikfélags Reykjavíkur en staðan var auglýst laus til næstu fjögurra ára 19. desem- ber síðastliðinn. Umsækjendur eru Guðjón Pedersen, Hafliði Arngríms- son, Halldór E. Laxness, Hávar Sigurjónsson, Hlín Agnarsdótt- ir, Jón Viðar Jónsson, Páll Baldvin Baldvinsson og Þór- hildur Þorleifsdóttir sem gegnt hefur starfinu síðan árið 1996. Einn umsækjandi óskaði nafn- leyndar. Ellert Ingimundarson, vara- formaður leikhúsráðs LR, sagði í samtali við Morgunblað- ið að viðtöl yrðu höfð við hvern og einn umsækjanda og niður- stöðu um hver þeirra hlyti stöð- una yrði að vænta í seinni hluta febrúarmánaðar. Iistamenn tengist þessari slóð með einum eða öðrum hætti. Auðvitað er stefnt að því að hafa fjölbreytnina í fyrirrúmi og þegar fram líða stundir mun myndast þama mikill gagna- grunnur.“ Tolli kveðst hafa lagt mikla vinnu í yfirlitssýninguna, hún hafi verið ár í undirbúningi. „Ég hef alla tíð látið ljósmynda málverk mín og það kem- ur sér vel núna. Elsta verkið á sýn- ingunni er frá árinu 1983 og málning- in á því nýjasta er rétt þornuð." Að sögn Tolla verður sýningin bor- in uppi af fjörutíu myndum sem skiptast í þijú tímabil. Hveiju tíma- bUi heyra tíl undirflokkar og í það heUa má beija um 400 hundruð verk eftir listamanninn augum á vefslóð- inni. „Þetta er ágæt málamiðlun. Það er ekki hægt að ætlast tU þess að menn nenni að skoða 400 málverk en fyrir þá sem vilja kafa dýpra, skoða fleiri verk en þessi fjörutíu, er sá möguleiki fyrir hendi.“ Liður í sýningunni verður sam- skiptasíða á Netgalleríinu, þar sem almenningi gefst tækifæri til að skipt- ast á skoðunum við listamanninn. „Þetta er hugsað sem gagnvirkur umræðuvettvangur. Fólk spyr og ég hamra á móti. Einskonar Ping Pong við heiminn.“ Um leið og sýningunni verður hleypt af stokkunum, kl. 18 í dag, hefst uppboð á nýju málverki eftir Tolla, Fæðingu blámans. Fer það vitaskuld fram á Netinu og stendur til föstudagsins 4. febrúar. Það sem inn kemur fyrir myndina rennur óskipt til vökudeildar Barnaspítala Hrings- ins. Myndin verður til sýnis í húsa- kynnum Landsbréfa á Suðurlands- braut meðan á uppboðinu stendur. Sýningunni verður fylgt eftir með skrifum Einars Más Guðmundssonar rithöfundar og Aðalsteins Ingólfsson- ar listfræðings, þar sem list Tolla og lífshlaup eru í brennidepli. Verða þeir textar á vefslóðinni ásamt formála Bjöms Bjamasonar menntamálaráð- herra. „Það var við hæfi að fá Björn til að koma að þessu en hann hefur verið leiðandi sem embættismaður í Netvæðingu þjóðarinnar.“ Textamir hafa allir verið þýddir á ensku, til að auka „hnattvirkni" þeiira, eins og Tolli kemst að orði. Á slóðinni er aukinheldur að finna tónlist sem Tolli skóp á sínum tíma með gúanópönksveitinni Ikarus. „Þar sem þetta er allsheijar úttekt á lista- mannsferli mínum var ekki forsvar- anlegt að sleppa þessu,“ segir Tolli og brosir í kampinn. Umsjón með tæknihlið sýningar- innar hafði ACO. Tolli segir Netið tilvalinn vettvang fyrir sýningu af þessu tagi. Auðvitað jafnist það að skoða mynd á tölvuskjá aldrei á við að standa andspænis frummyndinni en margir aðrir kostir vegi þar upp á móti. „Dreifing þessar- ar sýningar er stafræn og þar af leið- andi allur heimurinn lagður undir. Þar við bætist að listir snúast um samskipti og Netið er að verða einn öflugasti samsldptavettvangur fólks í dag. Netið gerir listamönnum kleift að fara út á meðal fólksins, hvar sem það kann að vera í heiminum." Með Netvæðingunni kveðst Tolli jafnframt losna við ýmsa óþarfa milli- liði og afætur. „Netið styttir leiðina frá listamanninum að list- unnandanum til muna en eins og Þor- geir Þorgeirson hefur bent á: í fyrsta sinn í veraldarsögunni hefur maður- inn eignast alfijálsan miðil. Ekki svo að skilja að galleríin verði leyst af hólmi, það mun aldrei gerast, þau munu áfram miðla sjónlistum, einmitt vegna þess sem ég sagði áðan um frummyndina, en Netið verður ótví- ræður valkostur." Bjartsýnn á framtíðina Tolli er með öðrum orðum bjartsýnn á framtíð íslenskrar mynd- listar á Netinu. „Gott betur. Ég er bjartsýnn á framtíð íslenski’ar mynd- listar yfir höfuð. Þunglyndið sem fylgdi fölsunartímabilinu er að hverfa. Umræðan er að færast yfir á annað stig, ekki síst fyrir tilstuðlan Netgallerísins. Þessi hryðjuverk sköðuðu ímynd myndlistarinnar í landinu og um leið þjóðarinnar en menn eru, að mér virðist, að rífa sig upp úr lægðinni sem kom í kjölfarið." Hann kveðst líka vera farinn að sjá breytt hegðunarmynstur hvað varðar verslun með sjónlistir. „Gömlu meist- aramir hafa löngum átt mest upp á pallborðið en ég hef orðið var við það að undanfömu að listamenn af minni kynslóð þykja ekki síður gjaldgengir þegar fólk er að fjárfesta í myndlist. Fyrir sumum er Kjarval ekki valkost- ur. Það þarf ekki að koma á óvart, menn hneigjast til að velja sér lista- verk sem standa nær sjálfsmynd þeirra og rótum.“ Segir Tolli þetta skynsamlega þró- un enda spegli myndlist á hveijum tíma væntingar manna almennt. „Við höfum farið í gegnum öld rökvísinnar og komist að því að andinn var skilinn eftir. Og andlaust líf er ekkert líf. Það er því ánægjulegt að myndlistarmenn séu famir að opna hjartalokumar meira, láta tilfinningalega upplifun hafavægi." Tolli mun halda upp á opnun sýn- ingarinnar á skemmtistaðnum Rex, meðal annars með því varpa síðunni upp á þar til gerða dúka. Sýningin mun standa í þijá mánuði. Kaupmannahöfn. Morgunblaðiö. í fjórðu tilraun tókst það. í fjórða skiptið, sem bók eftir danska skáldið Henrik Nordbrandt var tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlanda- ráðs, hlaut hann verðlaunin, sem nema 350 þúsund dönskum krónum, um fjóram milljónum íslenskra króna. Skáld- ið með blendnar tilfinn- ingar til fósturjarðar- innar dvelst nú á Malaga á Spáni og hef- ur búið í Suður-Evrópu um árabil, en kemur ósjaldan í heimsökn heim. í gær hafði hann greinilega slökkt á fars- ímanum sínum, því danskir fjölmiðlar náðu ekki í hann. Þetta er í níunda skiptið, sem verðlaunin falla dönskum rithöf- undi í skaut, en í 39. skiptið, sem þau era veitt. I fyrra hlaut danska skáldkonan Pia Tafdrap verðlaunin. Verðlaunin verða afhent á ráðstefnu Norðurlandaráðs í Kaup- mannahöfn 6. mars. Heimkoma og brottför Verðlaunin era veitt fyrir nýjustu bók Nordbrandts, Dr0mmebroer, Draumabrýr, en hann hefur áður gef- ið út um tuttugu ljóðabækur, auk tveggja ritgerðarsafna, tveggja barnabóka, dagbókar frá Tyrklandi og matreiðslubókar. Ein þekktasta bókin hans heitir Opbrud og ankom- ster, sem að mörgu leyti er einnig góð lýsing á viðfangsefnum hans. Fyrsta bókin hans kom út 1966. Skáldið hefur hlotið flest þau verð- laun heima fyrir, sem þar er að hafa, svo sem verðlaun dönsku akadem- íunnar 1967, Gullna lárviðinn 1995, sem era verðlaun danskra bóksala, en auk þess norrænu verðlaun sænsku akademíunnar 1990. Hann er á ævilaunum hjá listasjóði danska ríkisins og hefur verið það síðan 1980. LEIKHÚSKJALLARINN, Fjöl- listahópurinn HEY og félagar úr Tízkukórnum framsýna skemmti- dagskrána Það sem ekki má annað kvöld kl 22.30. í kynningu segir: „Eins og nafnið gefur til kynna er tekist á um boð og bönn fyrr og nú en einnig er boðið upp á námskeið í makavali og því að þræða öngstigu skemmtanalífsins. Tónlist frá ýmsum stöðum og tímum setur mikinn svip á dagskrána og er öruggt að fólk á öllum aldri finnur í samtali við danska útvarpið í gær sagði Erik Skyum-Nielsen gagnrýn- andi á Information og fyrram sendi- kennari á íslandi að Nordbrandt væri meira en vel að verðlaununum kominn. Brottför og heimkoma, að missa og fá, væri ein- kennandi efni fyrir Nordbrandt. Yfir ljóð- um hans væri léttleiki, sem þó væri ekki allur þar sem hann væri séð- ur. Ljóð hans væra flókinn vefur í ætt við drauma, þar sem eitt leiddi af öðra. Danska skáldið Thomas Borberg, sem einnig var tilnefndur til verðlaunanna, sagði í útvarpsviðtali í gær að Nordbrandt hefði haft mikil áhrif á yngri skáld. Honum færist létt úr hendi að skapa mikil og falleg ljóð með sterkum hljóm, en hefði einnig skop- skyn. Þó efni hans væri ekki auðráðið hefðu þessir hæfileikar hans aflað honum maklegra vinsælda. Skáldið sem helst vill vera að heiman Henrik Nordbrandt er 54 ára og hefur dvalið langdvölum erlendis. Hann hefur verið búsettur á Spáni, Ítalíu, í Grikklandi og Tyrklandi og þessara fósturlanda hans sér gjaman stað í verkum hans. En hann bregður sér oft heim nú orðið og er vinsæll gestur heima fyrir. Blaðamaður Morgunblaðsins heyrði Nordbrandt lesa upp úr verk- um sínum og ræða þau á bókamess- unni dönsku fyrir nokkrum áram. Maðurinn lætur ekki mikið yfir sér, en kemur ljóðum sínum skemmtilega frá sér. Og hann er ekki fyrr farinn að tala en glettnisglampa bregður fyrir í augum hans, án þess hann sé á nokkum hátt að reyna að vera skemmtilegur. eitthvað við sitt hæfi. Starfsfólk Sið- gæðiseftirlitsins hefur yfii-umsjón með dagskránni ásamt þeim áhor- fengum sem standast siðgæðismat. Siðgæðiseftii’litið skipa þau Bryn- hildur Björnsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Margrét Pétursdótt- ir og Skúli Gautason. Leikhúskjallarinn býður starfs- mannafélögum upp á að annast ár- shátíðina þeirra með þríréttuðum matseðli, skemmtiatriðum og dans- leik í lokin.“ Henrik Nordbrandt Tekist er á um boð og bönn í nýrri skenimtidagskrá sem frumsýnd verður í Leikhúskjallaranum annað kvöld. Skemmtidag’skráin Það sem ekki má

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.