Morgunblaðið - 06.02.2000, Page 14

Morgunblaðið - 06.02.2000, Page 14
14 SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ flest tímarit farið út í að birta allt á vefnum jafnóðum. Allir erlendir rannsóknarháskólar og stofnanir hafa áskriftir að vefsíðum flestra þeirra tímarita sem skipta máli og geta þá starfsmenn náð í greinar beint á tölvuna sína. Það er ótrúlegur tími og fé sem sparast við þetta. Því miður hafa bókasöfnin hér ekki bol- magn til að kaupa slíkar áskriftir. Við hér heima verðum því að fylla út millisafnaláns- eyðublöð og bíða eftir því að greinarnar finnist og séu sendar milli safna eða landa. Oft eru þær faxað- ar og þá tapast upplýsingar úr myndum og öðru fylgiefni. Hér sýn- ist mér vera verk- efni fyrir mennta- málaráðuneytið að bæta úr hið fyrsta með myndarlegu átaki. í fjórða og síð- asta lagi þyrfti að útbúa kerfi sem tryggði stofnunum og starfsmönnum þeirra fjárhagsleg- an ávinning upp- götvana. Þetta er besta leiðin til að tryggja að menn sæki um einkaleyfi og er einmitt sú að- ferð sem Bandaríkjamenn völdu þegar þeir samþykktu Bayh-Dole lögin fyrir um 15-20 ár- um. Aðferð þessi hefur gefist afar vel þar.“ Eiríkur segir að þegar þessi fjögur atriði hafa verið lagfærð sjái hann ekki betur en sam- keppnisaðstaða rannsókna í læknisfræði hér á landi verði fyllilega samkeppnisfær við það sem gerist annars staðar. Of þröngur skilningur Elías Ólafsson, prófessor og yfirlæknir taugalækningadeildar Landspítalans, segir að vísindarannsóknir við Læknadeild hafi það hlutverk fyrst og fremst að tryggja góða þjálf- un læknanema og símenntun lækna. I vísinda- rannsóknum sé fólgin þjálfun í þekkingaröflun sem er nauðsynleg til að túlka rannsóknir ann- arra, en á því byggist framfarir í læknisfræði. Sá skilningur sumra að vísindin eigi alltaf að skila hagnýtum niðurstöðum, sem helst verði strax ábátasöm söluvara, sé of þröngur. „Velgengni stórra erlendra háskóla felst m.a. í miklum mannafla með fjöl- breytilegan rann- sóknaáhuga og margvíslega sér- þekkingu auk greiðari aðgangs að fjármagni, en hér gerist. Þrátt fyrir fámenni og fjárskort er stund- uð við Læknadeild vfsindavinna sem hefur vakið mikla athygli, en betur má ef duga skal. Mikilvægt er að efla samvinnu við einkafyrirtæki um ákveðin verkefni, en ekki er hægt að ætlast til að þau fjármagni allar nauðsynlegar rannsóknir, frekar en að hægt ér að treysta eingöngu á einkafyrirtæki við fjármögnun menntakerfisins," segir Elías og telur nauðsynlegt að ríldð tryggi nægilegt fjármagn til vísindarannsókna á hverjum tíma. „Læknadeild Háskólans verður ekki rekin án öflugra vísindarannsókna. Miklar framfarir hafa orðið í rannsóknum við deildina á síðustu áratugum og nauðsynlegt er að þær haldi áfram. Flestar rannsóknir fara fram á tiltölu- lega þröngu fræðasviði og fáir fást við hvert vandamál um sig hér á landi. Því er mikil og virk samvinna við erlenda vísindamenn nauð- synleg við frekari uppbyggingu rannsókna," segir Ehas. Rannsóknir mjög margvíslegar Hannes Petersen, dósent og yfirlæknir á háls-, nef og eymadeild SR, leggur áherslu á hversu rannsóknir í læknisfræði geti verið margvíslegar, miklu skipti hverjir eigi í hlut hverju sinni. Mikilvægt sé þó að hafa í huga að læknar hafa ekki einkaleyfi á rannsóknum í læknisfræði og að sjúkhngar séu ekki eini efni- viðurinn. „Ótal margir geta tekið þátt í rannsóknum í læknisfræði, t.d. sérfræðingar, unglæknar eða læknanemar auk annarra, svo sem hffræðinga, lyfjafræðinga og margra annarra. Viðfangsefn- in eru einnig afar margvísleg, t.d. sjúkt fólk eða fullfrískt og algengur miksskilningur er að rannsóknir í læknisfræði fari aðeins fram á sjúku fólki. Það er alls ekki rétt og raunar held ég megi fullyrða að stærri hluti rann- sókna fari fram á heilbrigðu fólki, frumum eða bakt- eríum en beinlínis sjúkhngum á heil- brigðisstofnun- um,“ segir hann og nefnir að auki til aðrar tegundir rannsókna, t.d. mat lækna á gæð- um eigin vinnu og tilraunir á nýjum tegundum lyfja í samstarfi við lyfja- iyrirtæki séu fyrirferðarmiklar. Hannes bendir á að allar rannsóknir séu í eðli sínu hagnýtar, þótt notagildi þeirra komi misfljótt í ijós. Hann segir þess vegna ágætt að annars vegar sé hægt að sækja styrki í sjóði sem ekki gera kröfu um beinan hagnað og hins vegar til fyrirtækja um samstarf við rannsókn- ir sem þá oftar en ekki gera kröfur um hagnað. Slíkar mismunandi fjáröflunarleiðir myndu fryggja að bæði yrði unnt að vinna að s.k. hagnýtum rannsóknum og grunnrannsóknum. „Við verðum að leggja mun meiri áherslu á grunnrannsóknir en gert hefur verið. Vissu- lega hafa margar þeirra ekki augíjóst notagildi meðan á þeim stendur, en þegar niðurstöður þeirra og margra annarra eru teknar saman má segja að grundvöllur að öllum öðrum rann- sóknum sé markaður. Mjög mikilvægt er að stjórnvöld geri sér grein fyrir þessu. Ekki síst þar sem gróðinn verði mjög áþreifanlegur til lengri tíma litið þótt hann verði ekki skjótfeng- inn.“ Hannes bendir á hlutverk Háskólans í þess- um efnum. Hann sé eins og kónguló í netinu; óháður með það markmið að standa vörð um aðferðafræðina, hin vísindalegu vinnubrögð og akademíska kennslu. I tilfelli Læknadeildar Háskólans sé starfandi Rannsóknamámsnefnd sem hafi með rannsóknatengt framhaldsnám að gera, standi fyrir námskeiðum um að- ferðafræðina, tölfræði og vísindasiðfræði, svo eitthvað sé nefnt. Nám upp á gamla móðinn „Hvað varðar akademíska námið í Lækna- deild þá hefur það verið svolítið upp á gamla móðinn, byggt upp á mata stúdenta af stað- reyndum. Hins vegar er þróunin sú að tengja námið við úrlausnir vandamála. Algeng vanda- mál lækna í dag hafa þekktar úrlausnir og því er mikilvægt að kenna læknanemum hvar má nálgast þær. Séu úrlausnimar ekki þekktar, þarf að kenna hvemig setja megi upp rannsókn er veitir svör við vandamálinu. Þannig eigum við eftir að sjá enn meiri aukningu í rannsókn- um í læknisfræði í framtíðinni," segir Hannes Petersen. Grunnrannsóknir afskiptar Magnús Jóhannsson, prófessor og for- stöðumaður Rannsóknastofu lyfja- og eitur- efnafræða, telur að þrátt fyrir fjárskort og að- stöðuleysi séu rannsóknir í læknisfræði á ýmsan hátt öflugar hér á landi, þótt Ijóst sé að grunnrannsóknir séu afskiptar. Miklu bjargi að nóg sé af vel menntuðu og færu fólki sem sinni rannsóknarvinnu af brennandi áhuga og fórnfysi. „Það sem gerir stöðuna hins vegar svo erfiða er léleg aðstaða, lág laun og magrir rann- sóknarsjóðir,“ seg- ir hann og bendir á að rannsóknar- stofnanir séu dreifðar um borg- ina, skortur sé á grannaðstöðu og grannfjárveiting- um til kennara. Þeir hafi lág laun, mun lægri en ger- ist meðal háskóla- manna í nágranna- löndunum og það geri það að verkum að mikill tími fari í brauð- strit. „Háskóli Islands fær litlar sem engar fjár- veitingar til rannsókna og Rannsóknasjóður Háskólans hefur allt of litla fjármuni til ráð- stöfunar, Vísindasjóður Rannís hefur árlega til úthlutunar um 150 milljónir kr. en þessi upp- hæð þyrfti að vera a.m.k. 400 milljónir ef eitt- hvert gagn ætti að vera að þessum sjóði. Sumir vísindamenn hafa nefnilega ekki í aðra sjóði að venda,“ segir Magnús og bætir því við að aðrir innlendir sjóðir séu mjög litlir. Þá sé erfitt að sækja um styrki úr sjóðum Evrópusambands- ins, einkum til grannrannsókna. Byggingarmál Háskólans í hnút Að sögn Magnúsar era byggingarmál Há- skólans í hnút og hafa verið lengi. Máli sínu til stuðnings bendir hann á Læknagarð, sem hafi verið í byggingu í meira en tuttugu ár og tals- vert skorti enn á að húsið allt hafi verið klárað og tekið í notkun vegna fjárskorts. Þá sé bygg- ing nýs Náttúrufræðihúss þegar komið langt aftur úr áætlun. „Á meðan era margar stofnanir í leiguhús- næði hér og þar í borginni og af því skapast mikið óhagræði,“ segir Magnús og telur brýnt að úr þessu verði bætt sem fyrst. Um leið þurfi laun kennara og annars starfsfólks að hækka og hverri kennarastöðu þurfi að fylgja fjárveit- ing til rannsókna. Síðast en ekki síst þurfi að efla veralega opinbera sjóði og veita þannig meira fé tii rannsókna, ekki síst grunnrann- sókna. Grunnrannsóknum ekki nægilega sinnt Astæður þess að grannrannsóknum; grand- velli framfara í vísindum, er ekki nægilega sinnt hér á landi era lítið fjármagn, bágborin aðstaða og aukin samkeppni um vinnuafl. Þetta segir Karl G. Kristinsson, dósent og yfirlæknir á sýklafræðideild Landspítalans. Karl segir að skipta megi því upp í tvo þætti hvemig efla megi rannsóknir í læknisíræði hér á landi. Annars vegar verði að bæta starfsskil- yrði vísindamanna og hins vegar að auðvelda fjármögnun rannsókna, með auknum styrkjum eða á annan hátt. „Prófessoram við Háskólann þarf að skapa viðunandi starfsskilyrði svo þeir þurfi ekki að sinna of mörgum verkefnum sam- tímis. Á þetta hef- ur skort innan læknadeildar. Prófessorar þurfa oft að verja of stórum hluta sinn- ar vinnu við ýmis þjónustuhlutverk á kostnað rann- sókna, stjórnunar og kennslu,11 segir Karl og bendir á að þetta stafi ann- ars vegar af mikl- um sparnaði í heil- brigðiskerfinu á umliðnum áram og hins vegar af mann- fæð hér á landi. Þá þurfi laun prófessora að vera samkeppnisfær við það sem gerist í einka- geiranum. „Sú rannsóknaraðstaða sem er fyrir hendi er ekki fullnægjandi. í læknadeild er hún aðallega staðsett á sjúkrahúsum eða í húsum þeim tengdum og þai- glíma menn við eilíft plássleysi og baráttu um fermetra. Nú þegar skortir rými fyrir ýmsar deildir og í slíkum tilvikum er að- staða til grannrannsókna neðarlega í forgangs- röðinni," segir Karl. Nauðsyn nýrra hugmynda Að sögn Karls hefur skort nokkuð á skilning ráðamanna á mikilvægi grunnrannsókna. Þær séu grandvöllur framfara, því sé ekki nóg að sinna hagnýtum rannsóknum eingöngu - sí- felld nauðsyn sé á nýjum hugmyndum sem þróa megi til fullnustu. Aðeins þannig geti ís- lendingar t.d. vænst þess að fá einkaleyfi á mikilsverðum tækninýjungum sem lagt geti grandvöll að enn frekari verðmætasköpun. „Auðvitað háir peningaleysið okkur mjög. Vísindamenn í grannrannsóknum hafa ekki í dag í marga sjóði að sækja styrki. Rannís er stærsti aðilinn en auk má nefna Rannsóknasjóð Háskólans og Vísindasjóð Landspítalans. Þar fyrir utan má nefna nokkra minni sjóði tengda einstökum sjúkdómum, en svo era alls engir til á öðram sviðum. Gallinn við þessa sjóði er smæð þeirra, þeir veita tiltölulega litlar upp- hæðir og því þarf gjarnan að sækjast eftir fé í þá alla og dugir þó ekki til. Að auki er hægt að sækja fé til rannsóknarsjóða Evrópusam- bandsins, en slíkt útheimtir gríðarlega undir- búningsvinnu. Styrkir úr þeirri átt era bundnir skilyrðum um samstarf við önnur lönd og slíkt eykur skiljanlega enn á umfangið. Fyrir að- standendur tiltölulega lítilla verkefna, sem þar að auki era önnum kafnir við hefðbundin þjón- ustuverkefni á sjúkrahúsum, er meira en að segja það að sækjast eftir fé úr þeirri átt,“ út- skýrir Karl. Sem dæmi nefnir hann að Rannís varði í fyrra aðeins 11,7 milljónum króna til nýrra verkefna innan heilbrigðis- og lífvísinda. „Þetta era því allt of litlar upphæðir sem nægja ekki einu sinni til að styrkja allra bestu verkefnin. Á meðan þetta breytist ekki er ekki von á góðu.“ Breytlnga að vænta? Karl segist vænta breytinga á þessu, enda sé slíkt nauðsynlegt og beinlínis grafalvarlegt að halda í horfinu í þessum efnum. „Ég hef séð hugmyndir á blaði um samkomulag mennta- málaráðuneytisins við Háskólann um fjárveit- ingu sem beintengja á við rannsóknir eins og gert er við kennslu. Þetta veit á gott og er í raun alveg bráðnauðsynlegt til að veita for- stöðumönnum fræðasviða svigrúm til að halda grannrannsóknum gangandi." Að auki nefnir hann að samkeppni um vinnu- afl hafi aukist mjög með tilkomu sterkra rann- sóknarfyrirtækja á borið við ÍE og UVS. Um leið skekkist mjög rannsóknarvirkni hér á landi. „Tilkoma þessa íyrirtækja er gríðarleg lyfti- stöng fyrir íslenskt samfélag. Hins vegar era dekkri hliðar einnig á málinu og staðan nú er þannig að ungt fólk sækist fremur eftir störf- um í þessum fyrirtækjum en til annarra rann- sókna. Þessi fyrirtæki era auðvitað gríðarlega sterk fjárhagslega og þeir sem háðir era smá- styrkjum héðan og þaðan eiga erfitt með keppni um vinnuafl. Þess vegna era rannsóknir á öðrum sviðum en erfðafræði ekki samkeppn- isfærar og geta dregist aftur úr,“ segir Karl. _ Elías Ólafsson Hannes Petersen Magnús Jóliannsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.