Morgunblaðið - 06.02.2000, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2000 29
Bandaríkin vegna Lockerby-
flugslyssins og engin leið að tala við
þá,“ segir Björn, sem fór þangað
með nokkra af sínum mönnum. Þeir
kváðust í fyrstu ráða við þetta sjálf-
ir, vildu ekkert hafa með okkur að
gera.
Leiddu saman
Bush og Gaddafí
Svo fer þetta sívaxandi og þeir
biðja okkur í guðs lifandi bænum
um að koma til hjálpar. Eina
verksmiðjan í gangi var í Mexíkó og
í eigu Bandaríkjamanna. Bush stóð
öðrum megin borðsins og Gaddafí
hinum megin. En málið var svo al-
varlegt og svo mikið í húfi að Bush
fékk samþykki þingsins til að mega
hjálpa Líbýumönnum, því ef þessi
fluga breiddist út til Túnis, Alsír og
Egyptalands eða jafnvel suður yfir
Sahara þá mundi að minnsta kosti
þriðjungurinn af villidýrum Afríku
farast. Fyrir utan það sem það gæti
gert mannfólkinu. Samið var við
Bandaríkjamenn um leyfi og við
sömdum við Mexíkana um að selja
okkur flugur og við Lufthansa um
að flytja þær. Við urðum að safna
peningum alls staðar að og fengum
loforð fyrir 110 milljón dollurum til
að gera þetta,“ segir Björn, sem þá
var forstjóri stofnunarinnar í Vrn-
arborg. „Eg sendi yfirmanninn í
skordýradeildinni hjá mér til Líbýu.
Hann er Ameríkani og það tók lang-
an tíma að fá þá til að samþykkja að
taka við honum og Bandaríkjamenn
til að samþykkja að hann mætti
vinna þar.“
Loks var farið að fljúga. 2.000
flugum var pakkað í kassa og 40
milljón flugur fóru í hverja súper-
þotu til Trípolí, þar sem biðu 10
flugvélar, sem tóku við nokkur
hundruð þúsund flugurn hver til
dreifingar og höfðu kæligáma til að
flugurnar væru sæmilega rólegar.
Flogið var skipulega eftir línum á
landakorti til að dreifa flugunum.
Komið var fram í desember 1991 og
höfðu verið skráð 2.800 tilfelli á
stóru svæði í Norður-Líbýu. Níutíu
jeppar með dýralæknum fóru um
landið til kanna ástandið og líta eft-
ir. í janúar fundust tilfelli á fímm
svæðum og í aprfl voru þau komin
niður í eitt. Þá fannst síðasta flug-
an, en dreift var út árið til öryggis.
„Nú er komið árið 2000 og þessi
fluga hefur ekki sést síðan. Þetta er
talið vera besta dæmið um árang-
ursríkt verkefni hjá Sameinuðu
þjóðunum. Allt var gert sem hægt
var og það tókst. Þetta var sam-
vinnuverkefni, en þar sem ég var
forstjórinn sem bar ábyrgðá verk-
efninu, fékk ég
heilmikinn skjöld sem Gaddafi
veitti mér íþakklætisskyni til mín
og samstarfsmannanna.“
Tsetse-flugan næst
[ Byrjað er að nota þessa sömu að-
ferð til að freista þess að útrýma
tsetse-flugunni. Mikið hefur verið
gert í að rannsaka þessa flugu, sem
jifir á blóði, og var byrjað á því
(öngu áður en Björn hætti í Vínar-
borg. „Við byrjuðum í Nígeríu og
vorum búnir að eyða flugunni á ris-
astórum svæðum þar. Nígeríumenn
áttu svo að taka við verkefninu, en
spillingin er þar svo mikil að öllu
var stolið, meira að segja bensíninu
af bflunum, svo lítið var hægt að
gera. Annars staðar hefur gengið
betur. Búið er að útrýma flugunni á
Zanzibar-eyju og þykir með ólíkind-
um hvernig landbúnaðurinn hefur
blómstrað þar án tsetse-flugunnar.
Þetta er eina svæðið sunnan Sahara
sem er laust við þennan vágest, sem
skiptir þá líka miklu máli vegna
ferðamanna. Að losna við fluguna
var gífurlega mikið verk og erfitt
við að eiga. Flugan er svo sérstök,
hún verpir ekki eggjum heldur á
hún fáa lifandi unga. Aðferðafræð-
in, að rækta flugurnar í blóði og búa
til nauðsynlega þunna himnu, var
þróuð á rannsóknarstofunni á stofn-
uninni hjá okkur."
Verksmiðjan er uppi á megin-
landinu í Tazaníu og flogið með óf-
rjóu flugurnar þaðan. Afríkuríkin
eru nú óskaplega spennt fyrir
þessu. En Afríka er gífurlega stórt
svæði. Þó telur Björn að þessu verk-
efni verði áreiðanlega haldið áfram
úr því svona vel tókst til á Zanzibar.
Það er svo mikið í húfi.
Á rannsóknastofunni í Vínarborg, þar sem verið er að rannsaka áhrif
geislunar í jurtakynbótum. Með Bimi og samstarfsmönnum hans er dr.
DeHen, yfirmaður landbúnaðardeildar FAO.
Björn og kona hans Helga Pálsdóttir við sumarhúsið á Kiðafelli í Kjós,
sem þau áttu að athvarfi öll útivistarárin þegar þau komu heim.
Þá skildu nágrannarnir í þorpunum
í kring ekkert í því af hverju þorps-
búar voru farnir að setja upp sjón-
varpsmöstur og fá sér heimilistæki,
og komnir bflar í þetta eina þorp.
Það sem FAO, sá góði maður Borlaug
og margir aðrir halda fram og kom
fram á toppfundinum í Róm 1996 er
að ef þú ekki notar þessa erfðatækni
þá tekst ekki að tvöfalda matvæla-
framleiðsluna með núverandi aðferð-
um. Það er bara staðreynd,“ bætir
Björn við.
Engin framfór
siðan 1970
„Við vorum að ræða þetta í WH AT,
World Human Action Trust, þessari
alþjóðanefnd sem ég er í. Þar eru
þrjár nefndir, ein er um fiskveiðar,
önnur um tært vatn og sú þriðja um
erfðabreytileika í jurtum og öðrum
lífverum, sem við Swaminathan erum
báðir í. Við erum búnir að halda
marga fundi, nú síðast í London. Þar
kom fram að afbrigðið sem kom fram
í grænu byltingunni, afbrigðið frá
Taívan og þessi stökkbreyttu gen
sem voru notuð í Kína, þau margföld-
uðu uppskeruna. En það hefur engin
framför orðið síðan 1970. Til dæmis
hafa engin afbrigði komið fram sem
hafa aukið afraksturinn á hrísgijón-
um. Menn eru komnir í strand og
enginn veit af hveiju. Stórar stofnan-
ir eru samt á fullu við rannsóknir.
Það er ekki glæsilegt á 30 árum.
Þetta vita þeir sem eru í jurtakynbót-
um og líftækni. Þýðir ekkert að
blekkja sig.
Ég álít því að við getum ekki horft
bara til næstu fimm ára, enda býst ég
við að við reiknum með að bamaböm
og barnabarnabörn okkar verði lif-
andi um miðja næstu öld. Og ég tel að
ekki sé hægt að tvöfalda matvæla-
framleiðsluna án þess að nota þessar
aðferðir, svo einfalt er það. Það verði
þó að ganga úr skugga um að það sé
ekki skaðlegt. Ýmsar aðrar aðferðir
mætti nota, en ég tel að ekki sé hægt
að ganga fram hjá þessari.
Við höldum áfram að ræða þetta.
Björn víkur talinu að toppfundinum
um matvæli og öryggi sem FAO efndi
til 1996 í Róm með 150 þjóðarleiðtog-
um, þar á meðal Castro og Davíð
Oddssyni. Þeir vora að gh'ma við
þann vanda að 800 milljónir manna
líða nú þegar hungur í heiminum,
flestir í Asíu en hæsta prósentan í
Afríku. Og að ekkert hefur þar breyst
á mörgum árum.“ Hvaða niðurstöðu
heldurðu að þessi æðstu menn heims-
ins hafi komist að og sett sem
markmið? Arið 2015 stefna þeir að
því að þessi tala verði komin niður í
400 milljónir. Það er allur metnaður-
inn. En þeir ráða ekki við meira.
Samt er þar gert ráð fyrir að verði
notaðar allar þessar ofannefndu að-
ferðir, enda ekki hægt öðra vísi.“
I samtali okkar hefur Björn sagt
mér nokkrar skemmtilegar sögur um
hvað hægt er að gera með þessum að-
ferðum og sem hann hafði sjálfur
komið að, sem leiddu m.a. til Gaddafis
í Líbýu og til þess að þjóðimar fyrir
botni Miðjarðarhafsins snerast sem
elsku vinir gegn sameiginlegum
óvini. Þær frásagnir era í sérstökum
ramma með þessu viðtali.
Upphaf fræræktar
á Islandi
Það hljóta að hafa verið mikil við-
brigði að koma heim 1974 og taka við
RALA, svo miklu minni og vanbúnari
stofnun en hann átti að venjast? „
RALA var tiltölulega ný stofnun, sett
á laggimar um 1965 og flutti inn á
Keldnaholti um 1970. Þar var sem
sagt allt í mótun og tækifæri til að
byggja upp. Mér fannst þetta óskap-
lega spennandi. Þá var á árinu 1974
samþykkt þjóðargjöfin svonefnda til
þess að vinna að endurheimt land-
gæða á 1.100 afmæli byggðar í land-
inu. Milljarður var mikið á þeim
tíma. Við á RALA unnum með
Búnaðarfélaginu Halldóri Pálssyni,
Landgræðslunni Sveini Runólfs-
syni, og Sigurði Blöndal í Skógrækt-
inni. Þetta var óskaplega skemmti-
legt verkefni, því RALA fékk
rannsóknaþáttinn. Með fullri virð-
ingu fyrir öllu sem gert var í skóg-
rækt og landgræðslu á tímum þjóðar-
gjafarinnar, þá held ég að það sem
mest stendur uppi hafi orðið árangur
af rannsóknum á RALA í samvinnu
viðþessar stofnanir.
Eg ætla aðeins að nefna eitt dæmi,
upphaf fræræktar á Islandi, sem ekki
var til áður. Og við fengum styrki frá
Sameinuðu þjóðunum. Voram þá
ennþá þróunarland. Gegnum Sam-
einuðu þjóðimar og af þjóðargjöfinni
fengum við mikið af tækjum. Þá lét
ég setja upp fræræktarrannsókna-
stöð á Sámsstöðum til að rækta gras-
fræ, mel og fleira. Þarna var komið
upp tilraunaframleiðslu. Rannsakað
hvort við gætum búið til fræ, gæði
fræsins o.s.frv. Árangurinn var svo
mikill að ég held að hann einn mundi
borga alla þjóðargjöfina. Nú fram-
leiðum við nægt melfræ í alla land-
græðslu, sem var ekki hægt áður,
lúpínufræ og beringspuntinn, sem er
mikil landgræðslujurt. Meira að
segja sendum við beringsfræ til Al-
aska, því þeir kunna ekki að rækta
það
Þegar þessum rannsóknaþætti var
lokið var sett á laggirnar í Gunnars-
holti stór og fullkomin fræræktar-
stöð. Þar rækta þeir fræið, hreinsa,
þurrka það og selja. Þessi fræfram-
leiðsla kom í kjölfar rannsóknanna.
Auðvitað var öll þessi tækni að
þróast. Þegar ég var að basla þetta
var hvorki hægt að stunda jurtakyn-
bætur á komi, grastegundum eða
neinu öðra. Það vantaði aðstöðu til að
framleiða fræið. En nú er hún orðin
eins fullkomin og gerist hvar sem er í
heiminum. Þetta byrjaði 1974.
Þegar ég kom heim og til RALA
var aðeins helmingm-inn af húsinu á
Keldnaholti í notkun, hitt var bara
fokhelt. Þá var mjög erfitt að fá fé
innanlands. En ég var svo heppinn að
ná sambandi við Kellogg’s-stofnun-
ina. Bauð þeim hingað heim í heim-
sókn og fékk eina milljón dollara fyrir
RALA, sem var mikið fé á þeim tíma.
Þá var Jón Óttar að koma til landsins
og var að byrja kennslu í Háskólan-
um í matvælafræði, svo við settum
peningana í að stofna matvælafæðu-
deild hjá RALA, samhliða matvæla-
skor HI, og kaupa fullkomin tæki tO
efnagreininga á matvælum, rann-
sókna á kjöti o.s.frv. Öll verkleg
kennsla Háskólans, sem Jón Óttar
stóð fyrir, fór fram á RALA. Við
sköpuðum mjög góða aðstöðu á
RALA til matvælarannsókna og fyrir
þessa nýju skor við Háskóla Islands.
Þar að auki var lokið við að innrétta
vesturálmuna, byggður fundarsalur
og keypt fullkomnustu tölvutæki. Það
var eiginlega eina tölvumiðstöðin á
landinu. Tölvufræðingafélagið notaði
alltaf okkar tölvubúnað. Þama var
því sett upp tölvuúrvinnslumiðstöð
og keypt mjög vönduð efnagreininga-
tæki. Á mjög stuttum tíma komst
RALA í fremstu röð rannsóknastofn-
ana, eins og Vilhjálmur Lúðvíksson,
framkvæmdastjóri Rannsóknaráðs,
sagði á sínum tíma. Það var mjög
gaman að eiga við þetta, ekki síst af
því að maður fékk peninga, sem var
einskær heppni.
Á þeim tíma vora hér fimm til-
raunastöðvar, á Skriðuklaustri,
Möðravöllum, Reykhólum, Hesti og
Sámsstöðum og þar að auki var til-
raunastöðin á Korpu hér í Reykjavík.
Við stofnuðum líka stöð með Búnað-
arsambandi Suðurland á Stóra Ár-
móti í Árnessýslu og byggðum þar til-
raunafjós. Síðan hafa verið lagðar
niður stöðvamar á Skriðuklaustri,
Reykhólum. og Sámsstöðum.
Þetta vora spennandi verkefni og
ég vildi ekkert fara frá þeim. Þegar
ráðherra var beðinn um að lána mig
til FAO í 3 ár, fór hann fram á að ég
færi og fengi leyfi þann tíma. Starfið
úti í Vín eftir þrjú ár var svo spenn-
andi að ég gat heldur ekki farið það-
an. Var í 12 ár. Var því alls 23 ár er-
lendis.
Aftur er spurt af hverju kaus
Bjöm þá aftur að koma heim 1995?
„Ráðuneytisstjórastaðan hér í
landbúnaðarráðuneytinu var auglýst
laus. Ég var í rauninni kominn fram
yfir 62ja ára starfsaldursmörk hjá
Sameinuðu þjóðunum, en yfirmaður
minn bað mig um að vera áfram og
hafði framlengt ráðninguna um tvö ár
í viðbót. Úr því ráðuneytisstjórastað-
an hér losnaði og ég vissi að liði að því
að ég færi heim þá sótti ég um hana,
fékk hana og sagði upp úti þótt ég
mætti vera lengur. Halldór Blöndal
landbúnaðarráðhema vildi gjarnan fá
mig og réði mig.“ Björn kom svo til
íslands 1. febrúar 1995.
Hvemig líkar honum að vera ekki
lengur í rannsóknastörfum? „Ég fylg-
ist auðvitað með okkar rannsókna-
stofnunum og hefi samband við þá
sem þar starfa. Og sem ráðuneytis-
stjóri hefi ég unnið í hópum með þeim
sem eru að vinna að rannsóknum.
Þetta er þó auðvitað allt öðru vísi
starf. Ég er búinn að vera í rannsókn-
um og stjómun rannsókna alla ævi.
Og auðvitað nýtist það að hafa stjóm-
að stóram stofnunum og kunna að
stjórna. Úti er þetta svolítið frá-
brugðið, því úti í Vín vora á rann-
sóknarstofunni sex deildir með 140
manns af 40 þjóðernum. Mestu við-
brigðin að koma hingað í íslenska
stjórnsýslu og tekur tíma að venjast,
er hve allt er smátt og hugsunarhátt-
ur nokkuð öðra vísi. Minnir mig
stundum á Kýpur. Þetta er einhvers
konar eyjaskeggjahugsunarháttur
sem þarf að venjast. Svo verður mað-
ur að átta sig á þvi að fjöldi vanda-
mála og tegund vandamála, sem ráð-
uneytið þarf að glíma við, era
eiginlega alveg eins hvort sem maður
er með 5.000 bændur, 50.000 bændur
eða jafnvel 500.000. Það tekur jafn
langan tíma að búa til reglugerð til að
þjóna 5.000 bændum. Stjórnsýslan á
Islandi er auðvitað hér sem í öðram
ráðuneytum mjög vanmönnuð. Fé-
lagar mínir segja stundum að maður
verði að nota íslensku aðferðina, að
fara ekld of mildð út í öll horn heldur
á hundavaði til að hafa undan.“
Bjöm skýrir þetta með dæmi:
„Þegar aðfangaeftiriitið kemur til
Brussel til að ræða um fóður, fræ og
áburð, þá mætir frá Islandi allt eftii--
litið, einn maður, en hinu megin við
borðið sitja kannski 10 Norðmenn,
sem era aðeins hluti af þeirra starf-
semi heima. Þegar deildarstjóri í ís-
lensku ráðuneyti er spurður hvað
vinna margir í þinni deild er svarið oft-
ast: Ég hefi aðgang að ritara. í Dan-
mörku vinna í eftfrlitsdeildinni 450
manns. Það er auðvitað alveg merki-
legt að við skulum yfirleitt geta funk-
erað. Það era hrein undur og stór-
merki að íslensk stjómsýsla skuli vera
jafn góð og hún er miðað við fámennið
í ráðuneytunum. Mér finnst oft að við
stöndum hér með slökkvitækið í hend-
inni til að slökkva elda í stað þess að
skipuleggja brunavamir."
Og Björn heldur áfram: „Munur-
inn á því að starfa við landbúnað frá
því ég vann á RALA á 8. áratugnum
og að vinna við landbúnað á síðustu
fimm áram þessarar aldar er sá að á
fyrra tímabilinu var landbúnaður í
miklum uppgangi, stefnt að því að
auka framleiðni og framleiðslu. En á
þessu seinna tímabili er aðallega
glímt við hvemig á að bregðast við
áhrifum af aukinni framleiðni, þ.e.a.s.
að fækka framleiðendum og minnka
framleiðsluna, en viðhalda jafnframt
byggð úti um landið."
En ef litið er til framtíðarinnar,
fram á miðja næstu öld eins og við
voram að tala um hér fyrr? „Þá býst
ég við að leggja þurfi mesta áherslu í
heiminum á að auka landbúnaðar-
framleiðsluna og sú þörf er miklu
meiri heldur en að bæta við nýju hug-
búnaðarkerfi, nýrri samgöngutækni
eða einhverju slíku, vegna þess að
sveltandi maður hugsar hvorki né
breytir rétt.“
Eigum við þá að auka framleiðsl-
una á íslandi? Nei, svarar Björn að
bragði. „Það sem er einna skemmti-
legast við að koma heim, eins og þú
varst að spyrja um, það er raunar að
geta keypt þessa úrvals matvöra af
öllu tagi, fisk, kjöt, mjólkurafurðir og
grænmeti. Það fær maður ekki alls
staðar í heiminum. Og auðvitað kost-
ar það meira.
Það er dýrt að borða góðan mat.“
Úr því við framleiðum dýran mat
hjálpum við þá nokkuð upp á matar-
skortinn í heiminum? „Nei, það held
ég sé útilokað. Þau gæði era bara fyr-
ir okkur.“
í þessu langa viðtali höfum við ekki
nefnt fjölskyldu Björns. Kona hans
Helga Pálsdóttir er þó búin að fylgja
honum og styðja hann á öllu þessu
flakki í starfi og leik. Og einkadóttir
þeirra, Unnur Steina læknir, sem
fædd er í New York og alin upp í Vín-
arborg skilaði sér heim. Hún er starf-
andi sérfræðingur í ofnæmissjúk-
dómum og býr hér með sinni
fjölskyldu, eiginmanninum Kristni
Hauki Skarphéðinssyni líffræðingi
og tveimur bömum. Svo öll fjölskyld-
an heldur hópinn í sama landi, sem
ekki er gefið við svona aðstæður.
Kom aldrei annað til greina en að við
ætluðum öll heim, segir Björn.