Morgunblaðið - 06.02.2000, Page 36
36 SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
s
Ovinsælar
hugmyndir
„Fólk erfast íþessari hugmynd um að
mannslífsé heilagt. Eg efast um það.
Þessi hugmynd ersíðan á miðöldum,
frá þvífyrir Upþlýsinguna. “
Peter Singer, heimspekingur.
H
ugmyndir hafa af-
leiðingar ef þeim
er sleppt lausum í
mannheimum.
Sagan hefur sýnt
oftar en einu sinni að það sem er
fagurt og fínt í huga manns, rök-
rétt, samfellt öllum til hagsbóta,
reynist oft, er því er hrint í fram-
kvæmd, óvinnandi, óvinsælt og
jafnvel ómannúðlegt.
En menn eru samt ennþá að fá
hugmyndir og þær ekki allar
venjulegar. Heimspekingurinn
Peter Singer er einn þessara
manna sem hafa fengið hugmynd-
ir sem ekki eru í samræmi við
hefðbundinn þankagang. Ein
kenninga hans er sú, að það sé
siðferðislega réttlætanlegt að
deyða fötluð börn við eða
skömmu eft-
VIÐHORF
Eftir Kristján G.
Arngrímsson
ir fæðingu.
Helstu
rök hans
fyrir þessari
hugmynd eru þau, að þessi börn
hafi ekki nægilega miklar and-
legar gáfur til að geta talist skyni
gæddar verur. Því sé betra að
barn, sem fæðist alvarlega fatlað,
deyi frekar en að lifa ömurlegu
lífi, jafnvel fullkomlega án vitund-
ar, foreldrum sínum og samfélag-
inu til byrði.
í Ijósi þessa þarf varla að taka
fram að Singer er fylgjandi frjáls-
um fóstureyðingum, tilraunum
með fósturvísa og líknardrápum á
þeim sem það vilja sjálfir. „Fólk
er fast í þessari hugmynd um að
mannslíf sé heilagt. Ég efast um
það. Þessi hugmynd er síðan á
miðöldum, frá því fyrir Upp-
lýsinguna," sagði Singer í viðtali
við kanadíska blaðið National
Post nýverið.
Það er ekki ólíklegt að ein-
hverjum detti í hug að það sé al-
veg spuming hvort það sé sið-
ferðislega réttlætanlegt að fá
svona hugmyndir, hvað þá að
bera þær á borð fyrir fólk og ætl-
ast til að það taki eitthvert mark
á manni.
Singer er sérfræðingur í lífsið-
fræði við Prineetonháskóla í
Bandaríkjunum, og má reikna
með að hann kenni nemendum
sínum þessar hugmyndir. Er
maðurinn þá ekki hættulegur?
Nógu mörgum hefur fundist það,
og hann hefur verið uppnefndur
prófessor Dauði. Póstsendingar
til hans eru gegnumlýstar ef ske
kynni að einhver yrði sannfærður
um að Singer væri það hættuleg-
ur að réttlætanlegt væri að senda
honum drápspóst.
Hann er nýlega byrjaður að
kenna í Bandaríkjunum, þar sem
frægir prófessorar geta fengið
svimandi há laun. Singer er Astr-
ali og starfaði lengst af við há-
skóla í heimaborg sinni, Mel-
bourne. Hann er fyrir löngu
þekktur innan fræðigreinarinnar
fyrir hugmyndir sínar, en það var
ekki fyrr en hann kom til Banda-
ríkjanna að ýmis samtök fóru að
láta í sér heyra og mótmæla.
Jafnvel með aðgerðum.
„Þetta er mjög hættulegur
maður,“ var haft eftir formanni
samtakanna Ekki dauðir enn,
sem eru hagsmunasamtök fatl-
aðra. En það er lítil hætta á að
Singer missi vinnuna, því hann er
æviráðinn, eins og algengt er með
háskólaprófessora. Það er meira
að segja beinlínis tilgangur ævi-
ráðningarinnar að koma í veg fyr-
ir að hægt sé að reka þá þótt hug-
myndir þeirra séu óvinsælar.
Kannski eru menn minnugir þess
hvernig fór fyrir erkiheimspek-
ingnum Sókratesi, sem var talinn
hafa og kenna svo hættulegar
hugmyndir að hann var tekinn af
lífi.
En Singer er ekki hættulegur,
frekar en aðrir sem hugsa í skjóli
háskólaveggja. Auðvitað má
halda því fram að hugmyndir
þeirra rati út fyrir þessa veggi
þar eð nemendur gleypa þær í sig
og bera þær út. En þá er því til að
svara, að flestir þessara nemenda
gera sér þess fulla grein, að það
sem þeir heyra í fyrirlestrarsöl-
um er líkast viðkvæmri gróður-
húsajurt sem fölnar og deyr ef
hún er borin út í kuldann.
Aðrir háskólamenn eru yfir sig
hrifnir af Singer. Haft var eftir
heimspekiprófessor við New
York-háskóla að Singer væri
„virtasti prófessor" sem komið
hefði frá Astralíu. En það sama á
ekki við annan háskólamann með
undarlegar hugmyndir, kanad-
íska sálfræðinginn Philippe Rus-
hton. Hann hefur nýlega gefið út
stytta útgáfu af bók, sem hann
gaf fyrst út fyrir fimm árum, þar
sem hann heldur því fram að
tengsl séu á milli kynþáttar og
heilastærðar, gáfnafars, glæpa-
tíðni, mökunartíðni og getnaðar-
limsstærðar. Segir hann fólk af
asískum uppruna hafa stærsta
heilann og mestu gáfurnar, en
fólk af afrískum uppruna er á hin-
um endanum. Hvítt fólk er þarna
á milli, samkvæmt kenningunni.
Rushton hefur verið sakaður
um kynþáttahatur, ekki bara af
fólki utan veggja háskólans, held-
ur einnig af kollegum sínum bæði
í Bandaríkjunum og Kanada.
Segja þeir vísindi hans kynda
undir hatri og hefur meira að
segja verið veist að útgefandan-
um. Rushton sjálfur segir við-
brögðin til marks um hversu
langt pólitísk rétthugsun sé geng-
in.
Líkt og Singer er Rushton ævi-
ráðinn og verður ekki rekinn þótt
hugmyndir hans séu ekki vinsæl-
ar. Og hann er varla hættulegur
frekar en Singer, því ekki er lík-
legt að kenning hans muni verða
meira en orð á bók. Það er samt
ekki nema von að manni verði á
að spyrja sem svo, hvað komi
mönnunum til að halda svona
hugmyndum fram.
Kannski eru þeir bara fastir í
neti háskólaveraldarinnar, þar
sem menn verða að hafa ákveðnar
hugmyndir og helst einhliða til að
eftir þeim sé tekið og bækurnar
þeirra seljist. Svona eins og menn
verða að geta haldið háa e-inu
þegar kemur á óperusviðið. En
fyrir utan óperuhúsið vill fólk aft-
ur á móti síður heyra þann tón.
Það væri því ekki alveg út í
hött að halda því fram, að það
sem reki virðulega háskóla-
prófessora til að viðra langsóttar
hugmyndir af mikilli alvöru sé að-
allega athyglisþörf, fremur en að
þeir telji þessar hugmyndir raun-
hæfar.
ÞÓRARINN
JÓNSSON
+ Þórarinn Jóns-
son fæddist í
Andrésfjósum á
Skeiðum 27. mars
1923. Hann lést á
líknardeild Land-
spítalans laugardag-
inn 29. janúar síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Soffía
Ingimundardóttir, f.
18.9. 1900, d. 6.6.
1964. Faðir hans var
Jón Erlendsson, f.
16.4. 1903, d. 30.5.
1980. Eiginmaður
Soffíu var Siguijón
Jónsson, f. 1.6. 1894, d. 29.9. 1982.
Hálfsystur Þórarins, dætur Sigur-
jóns: Siguijóna. f. 26.7. 1934, d.
14.8. 1999; Inga, f. 11.7. 1937; Elín,
f. 19.3. 1936; Ágústa, f. 6.10. 1941,
og Bergþóra, f. 26.1. 1944. Hálf-
systur, dætur Jóns: Margrét Halla,
f. 28.10. 1930, og Elín Áróra, f.
18.7.1932.
Sonur Þórarins frá fyrri sambúð
með Öldu Jensdóttur var Jens
Gamalt indverskt máltæki er eitt-
hvað á þessa leið: Heilbrigður maður
á sér margar óskir en sjúkur maður
aðeins eina.
Hjartkær faðir minn er nú látinn
eftir erfið veikindi. Hans er sárt sakn-
að af fjölskyldu og vinum sem nú eiga
um sárt að binda þó vitað hafi verið að
hverju stefndi. Hann greindist með
sjúkdóm fyrir hartnær tveimur árum
og var það mikið áfall fyrir fjölskyld-
una alla. Reynt var að láta sjúkdóm-
inn ekki trufla daglegt líf meira en
þörf krefði og stundaði hann vinnu
sína á Borgarbílastöðinni fram að jól-
um. Það gerði honum mikið gott að
vera í þeim vinahópi sem hann á þar.
Pabbi var einstakur maður og mikið
í hann spunnið, eins og þeir vita sem
kynntust honum, skemmtilegui-, glett-
inn og snöggur að finna spaugilegu
hliðina á hlutunum. Hann hafði neista í
augunum eins og Danimir segja. Hann
var vinsæll félagi og átti marga góða
kunningja og einstakan vinahóp.
Hann var einnig einstakt ljúf-
menni, blíður og góður maður eins og
við systkinin, mágar og bamaböm
fengum að kynnast. Við voram ofar
öllum hans óskum og velferð okkar
skipti hann miklu máli. Hann var ekki
að gagnrýna aðra eða upphefja sjálf-
an sig á kostnað annarra. Hann var
sáttasernjari í eðli sínu og var það stór
í sér að geta gefið eftir í samskiptum
við aðra. Hann var næmur á sársauka
annarra eins og margir sem líða sjálf-
ir, nærgætinn og viðkvæmur þó hann
reyndi að bera sig vel.
Mamma hjúkraði honum af skilyrð-
islausri ást og gerði honum lífið létt-
bærara síðustu mánuði hans. Enginn
er einn sem þiggur slíka ást. Ég á föð-
ur mínum mikið að þakka. Æska mín
var hamingjurík og það var ekki síst
vegna blíðu hans, þolinmæði og um-
hyggju í minn garð. Hann lék við mig,
kenndi mér ótalmargt og huggaði mig
manna best þegar sorg bar að hönd-
um. Hann var líka mín fyrirmynd að
mörgu leyti.
Þegar einstaklingur missir heils-
una, flytur hann gegn vilja sínum í
sérstaka veröld samhliða en fullkom-
lega aðskilda frá veröld hinna heil-
brigðu. Hinn sjúki dæmist úr leik og
er ofurseldur öðmm, oftast ókunnugu
fólki og stofnunum.
Þessi aðskilnaður frá heimi okkar
hinna er nánast óbærilegur, sérstak-
lega ef vitað er hvert vegurinn liggur.
Sjálfsvirðing, stolt og sjálfstæði, allt
verður undan að láta. Enginn sem
hefur reynt, getur gert sér í hugar-
lund hvemig Mðan hins sjúka er,
hvaða hugsanir þjóta í gegnum hug-
ann á svefnlausum nóttum. Við horfð-
um hjálparvana á hvemig heOsu
pabba hrakaði, úrræðaleysi og van-
máttur okkar var sárari en támm
taki.
Við reyndum að gera honum lífið
léttbærara í alla staði, en gátum ekk-
ert gert í því sem raunverulega skipt-
ir máli. Við gátum hvorki læknað
hann, deyft sársaukann né minnkað
hræðsluna við hið óumflýjanlega.
Guðni Arnar, f. 9.1.
1945, d. 16.9.1966.
Árið 1952 kvæntist
Þórarinn Sigríði
Magnúsdóttur, f. 21.6.
1926. Foreldrar henn-
ar voru Magnús Eir-
íksson frá Votumýri á
Skeiðum og Ingibjörg
Gísladóttir frá Kluft-
um í Hrunamanna-
hreppi, þau bjuggu
lengst af á skúfslæk í
Villingaholtshreppi.
Börn Þórarins og
Sigríðar: 1) Magnea
Ingibjörg, hjúkrunar-
fræðingur, f. 4.2.1952, maki henn-
ar Guðmundur Guðjónsson, kerfis-
fræðingur, f. 7.3. 1952. Börn
þeirra: Tryggvi Þór, vélfræðing-
ur, f. 6.8. 1971, sambýliskona hans
er Þóra Þórsdóttir, nemi í hjúkr-
unarfræði við Háskóla íslands, f.
16.4. 1971. Sonur þeirra Borgþór
Vífíll f. 3.2.1994. Katrín stúdent, f.
7.7.1979, unnusti Eiður Pétursson,
vélstjóranemi, f. 4.2. 1978. Guðjón
Oft er talað um nokkur stig á sorgar-
ferlinu. Afneitun og reiði yfir því sem
maður ræðin- ekki við, nú er þetta allt
yfirstaðið. Nú er sorgin ein eftir. Sorg-
in yfir því að missa hann. Vonandi finn-
um við styrk til að gleyma þjáningum
hans og minnast hans þegar hann var
brosandi, glaður og fijáls. Og hann er
það núna, en brosið og neistinn em tíl í
minningunni.
Við þökkum öUum sem reyndu að
gera líf föður míns léttbærara í veik-
indum hans, traustum vinum hans af
Borgarbflastöðinni, læknum og
hjúkmnarfólki á Landspítalanum.
Hvfldu í friði, elsku pabbi minn.
Þinn sonur,
Gísli Grétar.
Kynni okkar Þórarins Jónssonar,
Dodda, eins og hann var yftrleitt kall-
aður, hófust er ég fór að fara á fjör-
umar við elstu dóttur hans fyrir um
30 ámm. Hann tók mér í fyrstu fá-
lega. Ekki tflbúinn að sætta sig við
það að þessi sláni sem ég var, færi á
stefnumót með dóttur hans. Hann
ætlaði ekki að láta hana af hendi bar-
áttulaust, en sú barátta varð ekki
löng.
Það er kunnugum ljóst að hann
hugsaði vel um þá bfla sem hann átti
gegnum tíðina, því var það mikil upp-
hefð þegar hann lánaði mér bflinn
sinn fyrsta rúntinn. Þetta var mikil
viðurkenning og ég yfir mig stoltur af
upphefðinni. Síðan höfum við verið
sem bestu vinir og hefur sú vinátta
eflst með ámnum. Þegar við Maggý
fluttum út á land var hann boðinn og
búinn að rétta okkur hjálparhönd við
húsbyggingu ásamt föður mínum og
em það dýrmætar minningar hversu
gaman þeir höfðu af því að vera hér á
Húsavík.
Einkennandi fyrir Dodda var
hversu einlægur og nærgætinn hann
var. Hann mátti ekkert aumt sjá og
velferð bama hans og tengdabama
var honum mjög hugleikin.
I mörg ár höfum við farið saman til
sólarlanda og þá yfirleitt tíl Kanarí-
eyja. í þeim ferðum hefur mér gefist
góður tími til að kynnast Dodda frek-
ar. Samferðamenn okkar vom öllu
meira fyrir sólina, en við vOdum held-
m- draga okkur undir sólarhMf eða líta
á mannlífið. Margt gerðum við saman
og þá var ekkert kynslóðabil ríkjandi.
Ékki verður hjá því komist að
minnast á brennandi áhuga hans á öll-
um íþróttaviðburðum og þefuðum við
uppi allar slíkar skemmtanir í þessum
ferðum okkar. Meðal annars fómm
við eins og smástrákar í keflu og var
keppnisskap Dodda mikið og átti
hann erfitt með að sætta sig við tap í
þeim leik. Ég tala nú ekki um þegar
setið var við taflborð.
Við félagamir vomm frekar latir að
fara í búðarrölt með konum okkar.
Minnisstætt er mér þegar við upp-
götvuðum sýningu niður í kjallara á
verslunarstaðnum Cita. Við bragðum
okkur niður nokkur kvöld, tfl þess að
horfa á fallegar konur koma fram og
syngja og dansa. Eftir tvö, þrjú skipti,
Arnar, nemi, f. 29.3. 1982. 2) Soffía
Dagmai’, leikskólakennari f. 24.11.
1955, maki Eggert Þór Svein-
bjömsson, bifreiðasali, f. 23.5.
1955. Synir þeirra: Þórarinn, mat-
reiðslunemi, f. 17.7. 1979, Svein-
bjöm Benedikt, f. 30.5. 1993. 3)
Sonja, tanntæknir, f. 11.2. 1957,
maki Pétur Kristinsson, forstjóri, f.
18.4. 1948. Börn þeirra Sigríður,
nemi, f. 21.11. 1978, unnusti Jóel
Lúðvíksson, framreiðslunemi, f.
19.2. 1972, Margrét Jústa, f. 17.4.
1986. 4) Gísli Grétar, húsasmiður f.
26.7. 1961, sambýliskona Kristín
Helgadóttir, leikskólakennari, f.
22.11. 1961. Synir þeirra: Hrólfur
Magni, f. 22.8. 1984, Hlynur Freyr,
f. 30.3. 1988, og Hafþór Ari, f.
31.12. 1989. Gísli eignaðist Berg-
lindi, nema, f. 21.7.1982, með Elrnu
Bergsdóttur, garðyrkjufræðingi.
Þórarinn ólst upp í Andrésfjós-
um hjá móðurfólki sínu til ellefu
ára aldurs, upp frá því hjá móður
sinni og stjúpa í Reykjavík. Hann
starfaði við leigubflaakstur og var
einn af stofnendum Borgarbfla-
stöðvarinnar og vann þar samfleytt
til 70 ára aldurs en gegndi síma-
vörslu þar að nokkru upp frá því.
Útför Þórarins verður gerð frá
Háteigskirkju mánudaginn 7. febr-
úar og hefst athöfnin klukkan 13.30.
ákváðum við að kalla á konur okkar til
að njóta þess sama og við höfðum not-
ið. Þær vora hins vegar ekki búnar að
horfa lengi á sýninguna þegar þær
tjáðu okkur að þetta væm karlar. Við
félagamir höfðum ekki verið smá-
munasamir þótt konurnar væra með
smá skeggrót, ætM við höíúm ekki
haldið að útlendar konur væra heldur
grófgerðari en þær íslensku. Þó vai'
Doddi ekki beint ánægður með niður-
stöðuna og skammaði mig fyrii- að
hafa ekki verið athugulh.
Með Dodda er faiinn mikfll vinur og
er ég þakklátur fyrir að hafa átt sam-
leið með honum á Mfsins braut. Blessuð
sé minningin um góðan dreng.
Ég votta tengdamóður minni,
systmm hans, bömum, barnabörn-
um, barnabamabami og öðmm að-
standendum mínum dýpstu samúð.
Guðmundur B. Guðjónsson.
Mig langar til þess að minnast
tengdaföður míns, Þórarins Jónsson-
ar, sem nú hefur lokið sinni Mfsgöngu,
með nokkmm orðum. Hann kvaddi
okkur aUtof fljótt, aðeins 76 ára að
aldri. Nú á dögum þykir það ekki hár
aldur. Hann var Mka síungur í anda og
ótrúlega vel á sig kominn - eða þar tO
hann veiktist af sjúkdómi þeim sem
varð honum að aldurtfla.
Ég komst að því, þegar ég kynntist
konu minni fyrir 25 ánim, að gæfa
mín fólst ekki aðeins í því að eignast
yndislegan Mfsfömnaut heldur tengd-
ist ég um leið einstaklega traustri og
góðri fjölskyldu, - fjölskyldu sem á
ríkidæmi sitt í því að standa þétt sam-
an á hveiju sem dynur - eins og móðir
mín orðaði það réttflega í ræðu sem
hún hélt tengdamóður minni sjötugri
tfl heiðurs. Við höfum öll verið umvaf-
in ástúð og umhyggju þeirra Þórarins
og Sigríðar alla tíð.
Þórarinn var hár vexti, dökkur á
brún og glæsilegur. Hann hafði ekki
mörg orð um hlutina en hann var
tiygglyndur með afbrigðum. Hann
var ekki allra - en þeir sem eignuðust
vináttu hans urðu ríkari en áður.
Hann bar hag annarra, ekki síður en
eiginkonan, mjög fyrir bijósti.
Þórarinn var mjög samviskusamur
og duglegur tO allra starfa og þegar
hann tók tfl hendi gerði hann það af
miklum skörangsskap. Hann var t.d.
einkar laginn og vandvirkur með
málningarpensfl í höndum, hvort
heldur var innanhúss eða utan, og þar
nutum við mörg góðs af. Hann var
mikill smekkmaður á alla hluti, hvort
sem um klæðnað var að ræða eða eitt-
hvað sem snerti heimflið. Hann hafði
sjálfstæðar skoðanir á því hvernig
hlutimir ættu að vera og var ráðholl-
ur.
Þórarinn var, eins og fyrr segir,
ætíð ungur í anda - og hann naut sín
best í hópi unga fólksins. Þá skorti nú
ekki skopskynið og hann var kátastur
allra. Við fráfall hans sakna afabörnin
ekki aðeins góðs afa heldur einnig
góðs vinar og félaga.
Og nú, þegar þessi öðlingur er aU-
ur, leita margar minningar á hugann.