Morgunblaðið - 06.02.2000, Síða 37

Morgunblaðið - 06.02.2000, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ _____________________________SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2000 37 MINNINGAR Við áttum t.d. alveg yndislegt að- fangadagskvöld saman hér í Mos- fellsbæ. Þá var hann orðinn helsjúk- ur en hann bar sig samt mjög vel, miklu betm- en heilsa hans leyfði. Hann var þannig gerður. Daginn eft- ir, á jóladag, var hann kominn á sjúkrahús og átti ekki afturkvæmt þaðan utan tveggja skipta sem hann fékk að heimsækja dætur sínar hluta úr degi. í seinna skiptið var hann hér hjá okkur að horfa á knattspymuleik í sjónvarpinu - en það var eitt af því skemmtilegasta sem hann gerði. í erfiðum veikindum Þórarins stóð Sigríður eins og klettur við hlið hans og dáðust allir að dugnaði hennar og atorku. Hún var honum alla tíð einkar kærleiksríkur lífsförunautur - og veitti honum ómetanlegan styrk þegar sporin tóku að þyngjast. Vörp- uðu þau hjónin mörgum sólargeisl- um hvort á annars vegferð á langri ævileið og lifðu í íyrirmyndarhjóna- bandi. En nú er ævisól hnigin og Þórarinn hefm’ hlýtt hinsta kalli. Við sem eftir stöndum þökkum góðum Guði af öllu hjarta fyrir að hafa átt hann að í sldni og skuggum þessa lífs. Allar þær björtu og hlýju minningar sem þessi góði drengur skdlur eftir sig munu varðveitast í huga okkar og hjarta um ókomna tíð. Að síðustu vil ég segja þetta: Elsku Þórarinn! Við munum líta til með elskunni þinni. Minning þín mun lifa! Þakka þér fyrir yndislega sam- fylgd í öU þessi ár, hjartkæri vinur. Far þú í Guðs friði! Eggert Þór Sveinbjömsson. Elskulegur tengdafaðir minn, Þórarinn Jónsson, er allur. Á rúmum 20 árum hafa samskipti okkar verið hnökralaus og einkennst af gagn- kvæmri virðingu og hlýhug. Þórarinn var einn af stofnendum Borgarbílastöðvarinnar og starfaði þar nánast til æviloka í nær hálfa öld. Þar var hann fremstur meðal jafn- ingja, en hann var í forsvari fyrir stöð- ina um margra ára skeið. Oft hefur maður átt leið um Hafnarstrætið framhjá Borgarbílastöðinni; þá var hendi veifað í erli dagsins og stundum litið inn og þáður kaffisopi. Tengdafaðir minn var kærleiksrík- ur fjölskyldufaðir, sífellt vakandi yfir högum fjölskyldu sinnar; bömum, tengdabömum, afa- og langafaböm- um. Margar góðar minningar em úr fjölskylduferðalögunum; s.s. hjól- reiðaferðum um flatlendi Hollands, siglingu um fljótin Rín og Mosel, æv- intýraferð um hótel og stræti Parísar svo og írá mörgum ferðalögum um okkar eigið land, þá oft með viðkomu og dvöl hjá Maggý og Guðmundi á Húsavík. Aldrei náði ég þó því að vera í tjaldútilegu með honum tengda- pabba. Þar missti ég af miklu, er mér sagt. Yfir tengdaföður mínum var mikil reisn og notaleg var hans nærvera öll- um stundum. Hann var reglumaður á alla hluti og vildi að menn stæðu við orð sín ogmeiningar. Fyrir um tveimur árum kenndi Þórarinn sér þess sjúkdóms sem nú hefur lagt hann að velli. Æðrulaus mætti hann raunum sínum til hinstu stundar. Miður þótti mér að hann komst ekki í fjölskyldujólaboðið til okkar Sonju sem hann og Sigríður tengdamamma höfðu boðið til, en þann dag, jóladag, lagðist hann inn á spítala þar sem hann lést rúmum mánuði síðar. Þann tíma og áður var hann umvafin einstakri umhyggju eiginkonu sinnar og barna. Með skömmu millibili er ég búinn að missa tvo af mínum reyndustu vin- um; pabba minn og nú tengdaföður minn. Góðvild þeirra og hvatning verður það veganesti sem ég og fjöl- skylda mín munum hafa frá þeim á lífsleiðinni. Björt er minning Þórarins Jóns- sonar. Pétur Kristinsson. Við systumar höfum verið svo lánsamar að eiga tvo góða afa sem báðir hafa fyllt lif okkar hamingju og gleði. Það eru aðeins nokkrir mánuðir síðan við kvöddum Kristin, afa okkar, og nú er Þóraiinn afi líka farinn. Það er eins og tilveran verði allt í einu öll önnur og tómleikinn heltekur okkur. Minningar frá liðinni tíð hrannast upp. Það var alltaf gaman að gera sér ferð á hendur á Borgarbflastöðina til afa þar sem hann var iðulega hrókur alls fagnaðar, bæði gamansamur og glettinn. Það var heldur aldrei langt í hans góðlátlegu stríðni. Við stungum okkur gjaman út og löbbuðum þá út í Bæjarins bestu þar sem við gæddum okkur á pylsu og kóki. Áður en við kvöddumst hafði afi laumað aur í vas- ann - aldrei fór maður tómhentur frá honum. Við eigum góðar minningar frá skemmtilegum dögum þegar afi og amma bjuggu heima hjá okkur meðan foreldrai' okkar vom í útlönd- um. Afi tók ekki annað í mál en keyra okkur í skólann og ævinlega lagði hann á það áherslu að við fengjum að ráða hvað yrði í matinn síðasta daginn sem þau vora heima og þá var valin pítsa. Þegar afi og amma komu í heimsókn til okkar kom hann afltaf með kók og appelsín í poka og í mat- arboðum passaði hann vel upp á að við fengjum nóg að borða. Afi kom ekki öðravísi í heimsókn en að leggja fyrir okkur systumar sína frægu spilag- aldra. Þeir vora stundum ansi erfiðir en hann skemmti sér konunglega þegar hann sá okkur velta vöngum yf- ir göldrum sínum. Aldrei vildi hann samt segja okkur í hveiju galdurinn fólst. Við munum geyma þessar skemmtilegu stundir okkar í minn- ingunni og halda áfram að velta vöng- um yfir göldranum hans afa. Hann elsku afi okkai' hefur nú fengið hvfld- ina en gamansemi hans og léttleiki munu áfram lifa í huga okkar. Kannski englamir hjá guði fái galdra til að glíma við eins og við, englamir hans í hinu jarðneska lífi. Við ætlum að kveðja Þórarin afa með ljóði eftir Kristin afa með von um að honum líði vel núna. í þessum reit er þögnin himindjúp en þýðum geislum stafar á foldarsár og fáein kistublóm sem fylgdu þér til grafar. Og bráðum lúta blómin reku hans erbýsttilþessaðmoka. Og moldin breiðir myrkur yfir þig og mig sem hjá þér doka. En sem þú hefur söknuður til fulls mérsorgarklæðiskorið þá ljómar inn í lokrekkju til mín af jjósi í dökkvann borið: við sáluhliðið syngur lítill fugl umsólskiniðogvorið. Sigríður og Margrét Jústa Pétursdætur. Mig langar tfl þess að minnast afa míns í örfáum orðum. Ég var ætíð stoltur að eiga hann Þóraiin fyrir afa eða Dodda afa eins og við vorum vön að kalla kann í fjölskyldunni. Hann gladdist alltaf yfir velferð okkar bamabamanna, við áttum að verða eitthvað þegar við yrðum stór. Sjálfur átti hann sér draum um að verða flug- maður. Það vora ófáir hlutimir og gjafimar sem hann rétti okkur og brýndi þá gjaman fyrir okkur að passa þá vel, afi var nefnilega svo mikill „prinsip“maður. Honum varð oft um og ó þegar hann kom inn í mín- ar vistarverur. Hafði ég því gaman af því að kalla á hann og koma að sjá þegar ég var nýbúinn að taka allt í gegn, þá ljómaði Doddi afi og skildi ekkert í því af hverju ég gæti nú ekki haldið þessu svona. Eg man oft í kirkju á aðfangadagskvöld þegar við afi hittumst við messu og maður var nýklipptur, pressaður og strokinn, þá sá maður alltaf útundan sér hvemig afi horfði á nafna sinn stoltur, svona vildi hann auðvitað alltaf hafa mann. Annað dálítið fyndið með afa var sú „prinsip“regla að jakkaföt skyldu hengd upp á góð viðarherðatré en ekki jám, þetta athugaði Doddi afi reglulega. Eins hafði hann gaman af að fylgjast með stelpumálunum og þegar ég keypti mér nýja bflinn þá var Doddi afi sko tekinn fyrstur í prafutúr og græjumar þandar í botn. Afi þekkti þetta allt saman og vissi um hvað þetta allt snerist. Það verður svo sannarlega tómlegt án þín, afi minn, en lífið heldur áfram og ég er ákveðinn í því að standa mig svo þú getir verið stoltur af mér, því ég trúi því að einhverstaðar þama uppi sért þú og fylgist með mér. Elsku afi minn, takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig í orði og verki. Guð blessi minningu þína. Þdrarinn Eggertsson. Okkar ástkæri afi, Þórarinn Jóns- son, er faflinn frá og söknuður okkar systkinanna er mikill. Á svona stundu er ekki laust við að hugurinn reild til baka til þeirra góðu stunda sem við áttum með honum. Ferðirnar vora ófáar sem hann kom ásamt ömmu til Húsavíkur. í okkar minningu var alltaf sól og blíða þegar þau vora hjá okkur, á slíkum góðviðrisdögum, þegar legið var úti á sólpalli, var ekki óalgengt að hann hyrfi og birtist svo aftur með ís úr vél handa öllu liðinu sem þar var. Tilvalið var að plata afa með sér í Kaupfélagið og varð maður þá yfir- leitt einhverju dóti ríkari, fékk hann því fijótlega viðumefnið Doddi dóta- afi. Þegar aldur færðist yfir tókst for- eldram okkar að venja okkur af þess- um ósið, en þá leiddist afa þessar ferðir ekki meir en svo, að þegar við komum suður tii Reykjavíkur var það yfirleitt það fyrsta sem hann gerði, þegar maður var einn með honum, að bjóða manni í dótadeild Hagkaups. Afi vann mjög mikið og var því oft farið í heimsókn til hans á Borgar- bílastöðina. Bauð hann þá oftast upp á Bæjarinns bestu og lét okkur kaupa eina pylsu handa sér, með tómat og sinnep undir pylsunni. Ástæðan fyrir þessu var sú, að ekki mátti fara sósa út um allt, því hann var mikill snyrti- pinni. Afi var af gamla skólanum og var hann húsbóndi á sínu heimili. Á því heimili var ekki þetta eilífa vesen um að allir gerðu allt jafnt, húsmóðirin sá um heimilishaldið og hann vann úti. Þetta sá maður vel í jólaboðunum þegar afi sat hjá okkur og amma sá um allt umstangið. Þegar árin liðu og bamabörnunum fjölgaði fóra bömin hans að hafa orð á því að þetta gengi ekki að láta ömmu um allt eina, fór hann þá að hugsa sinn gang og sá maður greinilega breytingu á honum á jólunum þar á eftir, því þá sat hann ekki lengur til borðs með okkur, held- ur stóð yfir okkur og þegar eitthvað vantaði á kræsingamar var hann boð- inn og búinn að kalla á ömmu fram í eldhús til að hún gæti komið með það sem vantaði. Elsku amma, mamma, Soffía, Sonja og Gísli, hugur okkar er hjá ykkur og megi Guð vera með ykkur á þessum erfiðu tímum. Tryggvi Þór, Katrín og Guðjón Amar. Skyndileg veikindi Þórarins komu okkur samstarfsmönnum hans mjög á óvart. Þórarinn var einn af stofnend- um Borgarbflastöðvarinnar fyrir tæpum 50 áram og starfaði þar til æviloka. Þórarinn þótti með afbrigðum góð- ur ökumaður og var til þess tekið hvað bflar hans væra áberandi vel hirtir jafnt að utan sem innan enda maðurinn sérstakt snyrtimenni. Þórarinn bar hag stöðvarinnar mjög fyrir bijósti og ef eitthvað þurfti að lagfæra innan stöðvarinnar eða utan var hann afltaf fyrstur til. Þórarinn var mikiU áhugamaður um handknattleik og knattspymu og þeg- ar farið var á vöflinn var hann alltaf fremstur í flokki hvort sem það var hér heima eða erlendis og þá naut hann sín vel með viðeigandi hávaða og látum. Þegar BBS tók þátt í firmakeppni í skák var Þórarinn sjálfsagður skák- stjóri. Þá hafði hann mjög gaman af því að spila og þegar vel gekk mátti heyra rokumar langt út fyrir veggi stöðvarinnar og það vitum við að ef tekið er í spil hinumegin, þá er Þórar- inn þegar sestur við borðið og byijað- ur að sleikja puttann. Þórarinn var sérstaklega bóngóður maður og vildi allt fyrir þá gera sem til hans leituðu. Þórami var mjög annt um sína góðu fjölskyldu og naut hann þess mjög að vera með sínum nánustu og að vera með í heimsóknum til Guð- mundar míns svo og ferðum erlendis með fjölskyldunni sem hann hafði sér- staka ánægju af og talaði mikið um. Að lokum þökkum við fyrir áratuga ánægjulega samleið, kæri félagi. Aðstandendum hans vottum við einlæga samúð. Samstarfsmenn á BBS. + Gísli Stefánsson fæddist á ísafirði 8. september 1922. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur í Fossvogi 26. janúar síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Stefán Janus Bjömsson, um- sjónarmaður verka- mannabústaða í Reykjavík og inn- heimtumaður hjá Reykjavíkurborg, f. 25. janúar 1888, d. 10. ndvember 1949, og kona hans Ragn- heiður Brynjólfsddttir, húsfreyja og saumakona í Reykjavík, f. 21. apríl 1884, d. 10. ndvember 1959. Systir hans er Kristjana Stefáns- ddttir, f. 10. mars 1921, húsmdðir í Reykjavík og lengi starfsmaður á Hrafnistu í Reykjavík. Hennar maður var Páll Június Pálsson, f. 21. mars 1920, látinn. Bömþeirra eru Júníus, f. 24. ndvember 1942, Grétar, f. 28. mars 1945, Þdrdís, f. 9. október 1948, og Stefanía, f. 14. ndvember 1951. Barnsmdðir Gísla er Margrét Sæmundsdóttir, f. 26. oktdber 1924. Þau slitu samvistir. Ddttir þeirra er Ragnheiður Gísladdttir, f. 14. mars 1951, var gift Hannesi Einarssyni, f. 11. oktdber 1950, en þau slitu samvistir. Þeirra synir eru Einar, lögffræðingur, f. 16. janúar 1971, og Grétar, lögfræð- ingur, f. 10. júní 1972. Gísli kvæntist Sigríði Sigurðar- ddttir, húsfreyju í Reykjavík, f. á Vopnafirði 31. október 1923. Þau kynntust í febrúar 1953 og gengu Föstudaginn 4. febrúar var borinn til grafar Gísli Stefánsson, faðir besta vinar okkar, Sigurðar Gísla. Fráfall Gísla er okkur mikið harm- sefni enda reyndist hann okkur ein- staklega vel í gegnum súrt og sætt. Við félagarnir voram nær daglegir gestir á heimili Gísla um margra ára skeið, ekki síst í kringum efri bekki grannskóla og menntaskólaárin. Gestrisni Gísla og Sigríðar var takm- arkalaus og alltaf fengum við ein- staklega hlýlegar móttökur í hvert sinn sem við litum inn. Þótt heim- sóknir okkar hafi verið orðnar fátíð- ari hin síðari ár staldraði hugur okk- ar beggja samt oft við í Mávahlíðinni. Þegar við vorum smápollar og komum fyrst í heimsókn fundum við strax hversu velkomnir við vorum og það átti aldrei eftir að breytast. Ef Gísli yngri var ekki heima voram við samt alltaf velkomnir inn til að bíða eftir honum og þiggja kaffi og klein- ur. Við hljótum stundum að hafa ver- ið orðnir ansi þreytandi enda minnti heimili þeirra hjóna oft og tíðum á félagsmiðstöð, slíkur var ágangur okkar. Gísli var einstaklega vel lesinn og gat rætt um flest milli himins og jarðar, sérstaklega pólitík og sam- tímasögu. Hann hafði fastmótaðar skoðanir á pólitík og lífinu almennt en virti skoðanir okkar ef við voram á öndverðum meiði, enda sannfærð- ur um að við myndum snúast til skoðana hans þegar við kæmumst til vits og ára. Gísli lagði ekki mikið upp úr veraldlegum gæðum en vildi öllu fremur skapa fjölskyldu sinni öruggt skjól og áhyggjulausa framtíð. Hann þurfti ekki að elta ólar við allar tækninýjungar eða annað í þeim dúr enda vissi hann sem var að hamingj- unnar er að leita innan okkar sjálfra en ekki í nýjungagirni eða stöðu- táknum. Gísli var duglegur við að fara í göngutúra um Hlíðarnar og notaði hvert tækifæri til að skreppa í sund- laugarnar. Hann bjó fjölskyldu sinni öruggt heimili þar sem ekkert skorti enda eram við sannfærðir um að við- skilnaður hans á búinu til eftirlifandi afkomenda er allur til fyrirmyndar. Hann var alltaf mjög stoltur af einkasyninum Sigurði Gísla og náði stoltið sjálfsagt hámarki þegar hann útskrifaðist sem lögfræðingur frá Háskóla íslands vorið 1988. Mátti þá í hjónaband 31. des- ember 1967. Þeirra sonur er Sigurður Gísli Gíslason lög- fræðingur, f. 28. febrúar 1963, sam- býliskona hans er Sólborg Ósk Val- geirsddttir, skrif- stofumaður, f. 22. ndvember 1975, syn- ir hennar eru Agnar Freyr og Eyþdr Ingi Kristjánssynir. Gísli fluttist til Reykjavíkur með foreldrum sínum þegar hann var eins árs og bjd í Reykjavík alla tíð siðan. Hann dlst upp hjá einstæðri mdður sinni, en foreldrar hans skildu þegar hann var bam. Hann bjd hjá mdður sinni uns hún lést, og hdf þá sam- búð með eftirlifandi konu sinni. Gísli var í Miðbæjarbarnaskdl- anum og lauk þar skyldunámi. Var siðan í skdla Ingimars Jóns- sonar og lauk þaðan gagnfræða- prófi. Eftir að hann lauk gagn- fræðaprdfi vann hann ýmis verkamannastörf, s.s. í Bretavinn- unni, hjá Efnagerð Reykjavfkur og hjá H. Ben. hf. Gísli innritaðist í Samvinnuskdlann haustið 1950 og lauk tveggja ára námi vorið eftir. Eftir Samvinnuskdlaprdfið vann hann hjá Skrifstofum Reykjavíkurborgar sem skrif- stofumaður og næturvörður uns Gjaldheimtan var stofnuð 1962, en þar vann hann uns hann lét af störfum um miðjan 9. áratuginn. Útför Gísla hefúr farið fram í kyrrþey. vart á milli sjá hvor þeirra Gísla væri stoltari. Með áldrinum hrakaði heilsu Gísla en hann gat þó yfirleitt verið heima við þar sem hann undi sér best. Hann var enn lífsglaður og fylgdist vel með öllu í samfélaginu. Rétt fyrir síðustu jól kom þó að því að Gísli varð það slæmur af veikindum sínum að hann þurfti að leggjast inn á sjúkrahús. Hann sýndi hins vegar mikinn kraft og dugnað og náði sér upp úr erfiðleikunum en því miður aðeins um skamma hríð og allt fór í sama farið aftur. Það læðist að manni sá grunur að Gísli hafi viljað hressast aðeins við til að geta kvatt sína nánustu með virðingu og átt nokkra góða daga undir það síðasta. v Við þökkum Gísla samverana og vonum að hann öðlist frið í nýjum heimi. Um leið vottum við Diddu og Gísla yngri okkar dýpstu samúð og vonum að Guð gefi þeim þann styrk sem þau þurfa á að halda nú þegar Gísli er allur. Grétar og Ágúst. Skilafrest- ur minn- ingar- greina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. I mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir •* að skilafrestur er útranninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. GISLI STEFÁNSSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.