Morgunblaðið - 06.02.2000, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2000 43
legu íbúðina ykkar, sem þið voruð
búin að bíða svo lengi eftir.
Elsku amma, þú varst alltaf til
staðar, þegar ég þurfti á þér að halda
og ég þakka þér fyrir allar góðu
stundirnar.
Elsku afi, megi guð gefa þér styrk
í þinni miklu sorg og vera með þér í
framtíðinni.
Sara Björk Sigurgísladóttir.
Nú er sú stund runnin upp að hún
Sigríður amma mín, eða Sigga
amma, eins og ég kallaði hana frá því
ég man eftir mér, er dáin. Hún átti
svo mikið eftir. Hún var alltaf svo
ungleg og skemmtileg. En svona eru
slysin. Þau gera ekki boð á undan
sér. Maður verður lengi að átta sig á
því að Sigga amma sé ekki lengur hjá
okkur. Það er furðulegt að fara í
Kópavoginn til að hitta fjölskylduna
og hitta enga ömmu, en samt veit ég
og finn að hún er alltaf hjá mér. Ég
verð að segja frá því að sem betur fer
flutti ég til hennar í sex mánuði í
fyrra og sá tími var mér ómetanleg-
ur. Mér fannst alltaf svolítið skrítið
að þegar ég var að fara í vinnuna á
morgnana rauk hún oft á fætur og
fram í eldhús og sagði að ég yrði að
borða áður en ég færi í vinnuna. Ég
fór alltaf mjög snemma, þannig að ég
skildi þetta aldrei, en svona var hún
alveg æðisleg. Hún gerði allt sem
hún mögulega gat fyrir mig og
stundum meira en það. Maður reynir
að lifa með þessu þótt það sé erfitt
því ég veit að hún hefði viljað það. Afi
og amma komu á þorrablót norður á
Hofsós um síðustu helgi og það var
yndislegt. Þau skemmtu sér mjögvel
og ég líka, enda var hún amma mín
með þeim síðustu sem fóru að sofa.
Þetta var mjög dýrmæt helgi að geta
séð hana og verið með henni, en því
miður endaði helgin með þessu
hörmulega slysi.
Guð veri með þér, afi minn.
Sindri Freyr.
Elsku Sigga amma! Okkur þykir
leitt að þú hafir farið frá okkur. Þeg-
ar við komum heim til Gestnýjar var
allt svo tómlegt, því að það vantaði
þig. Við munum vel eftir því þegar þú
varst með okkur í berjamó í sumar.
Það var alltaf svo gaman að sjá þig
brosa. Við systurnar söknum þín svo
mikið. Og við elskum þig allar og þú
verður alltaf í brjósti okkar allra. Við
skiljum ekki af hverju þú þurftir að
fai'a frá okkur. Amma, Guð og Jesú,
viljið þið passa afa eins vel og þið get-
ið fyrir okkur öll. Viltu passa afa fyrir
okkur öll, að hann lendi ekki í slysi
eða veikist. Okkur þykir svo vænt um
hann. Og þakka þér fyrir, kæri Guð,
að leyfa afa að lifa. Við værum mjög
mjög þakklát, ef amma hefði sloppið
eins og afi. Við gleymum aldrei öllum
góðu stundunum sem við áttum sam-
an. Elsku amma, vonandi líður þér
vel. Það var svo gaman að fá þig og
afa í heimsókn í sveitina til okkar. Þú
varst alltaf svo kát og glöð og nenntir
að gera allt með okkur. Við söknum
þín svo mikið, amma mín. Við sökn-
um þess að þú segir okkur ekki fleiri
sögur eins og þú sagðir okkur svo oft.
Vertu guð faðir faðir minn
ífrelsaransJesúnafni
hönd þín leiðir mig út og inn
svo allri synd ég hafni.:
Drottinn blessi þig, elsku amma.
Sigríður, Sunna, Bjarnveig,
Lilja og Stella.
Elsku amma Það var þungt og erf-
itt högg sem við bræðurnir fengum
þegar pabbi tilkynnti okkur það, að
þú værir látin. Það tók okkur langan
tíma að trúa því að þú værir farin frá
okkur. Þó að þú yrðir alltaf eldri og
eldri var ekki hægt að sjá það, þar
sem þú varst alltaf svo hress og ung-
leg. Þú varst okkur alltaf svo góð og
skemmtileg amma og vildir alltaf
gera okkur gott. Ailtaf þegar við
komum suður til þín beiðst þú okkar
með eftirvæntingu. Þegar við vorum
að fara að sofa heima hjá þér komst
þú alltaf og klóraðir okkur á bakinu
og við fónim með faðirvorið saman.
Þú passaðir alltaf upp á það, að við
værum ekki svangir þegar við kom-
um til þín eða þegar við fórum heim.
Okkur var fagnað með pönnukökum
og kvaddir með lambasteik. Við
hlökkuðum mjög mikið til að koma
næst suður og hjálpa ykkur að flytja í
nýja húsið, sem þú varst að fara að
flytja í. Okkur þykir gaman hvað þú
skemmtir þér vel hérna fyrir norðan,
þar sem þú hittir börnin og barna-
bömin þín og skemmtir þér mjög vel
á þorrablótinu með okkur. Elsku
amma, við vitum að þér líðm- vel í
örmum guðs. Hann passar þig og við
vitum að þú passar og fylgist með
okkur öllum og Þóri afa.
Bræðumir,
Vilhjálmur og Jóel Þór.
Elsku Sigga amma mín, þú varst
alltaf aðalskvísan á háu hælunum og
þrönga pilsinu. Það var alltaf svo
gaman þegar ég var lítil, þá var ég
alltaf að máta skóna þína. Þú áttir
svo mikið af skóm, allskonar skó
græna, bleika og jafnvel silfurlitaða.
Svo var líka svo gott að koma til þín
því þú varst sannkallað 1000 stjömu
hótel. Alltaf fékk maður gistingu hjá
þér og nóg að borða. Það var sama
hvað maður borðaði mikið þú varst
alltaf að bjóða mér meir af allskonar
góðgæti og alltaf þótti mér kjötsúpan
jafn yndislega góð. Það var sama
hvemig stóð á þú varst alltaf til með
kjötsúpu.
Þegar ég var yngri þá fannst mér
svo gott að lúlla hjá þér og afa.
Elsku amma, þú varst og verður
alltaf í minningunni yndisleg og ég á
eftir að sakna þín.
Þín ömmustelpa,
Sandra.
Þegar ég kveð Siggu mína eftir 38
ára vinskap er mér efst í huga hvað
hún var alltaf hress, kát og tilfinn-
ingarík. Það er margt að minnast á
þessum tíma og eins t.d. allra ferða-
laganna sem við fóram í ásamt böm-
um okkar og mökum. Af okkur sem
vomm saman í spilaklúbb em þrír
fallnir frá, Sigurður, Hermann og
Sigga. Þegar við fómm eitt sumar í
Hrafnadalinn um helgi rigndi allan
tímann. Þótt ég hefði ekki verið par
hrifin af veðrinu lét Sigga það ekki á
sig fá og gerði gott úr öllu með sinni
kímni. Það var dæmigert fyrir Siggu
að sjá björtu hliðamar á öllum mál-
um og lífinu yfirleitt. Hún átti miklu
barnaláni að fagna og þótt því hefði
fylgt mikið annríki var hún alltaf
hress og hafði alltaf tíma aflögu fyrir
aðra. Það er því margs að minnast
eins og t.d. allra ættarmótanna á
Suðureyri við Tálknafjörð og allra
árshátíðanna hjá Barðstrendingafé-
laginu. Við vomm t.d. stofnfélagar í
Klúbb 44 fyrir 24 ámm en það er fé-
lagsskapur eiginkvenna pípulagn-
ingamanna. Á síðasta fundi okkar
nokkmm dögum áður en hún fór í
sína hinstu ferð keyrði ég hana heim.
Það var í síðasta sinn sem ég sá
Siggu þar sem ég kvaddi hana við
heimili hennar í Kópavoginum. Þá
óraði mig ekki fyrir því að þetta væri
okkar síðasta samvemstund. Ég bið
Guð að styrkja Þóri mág minn og
börn í sorg þeirra við fráfall eigin-
konu og móður.
Þín vinkona
Ruth.
Sunnudaginn 30. janúar barst okk-
ur sú sorgarfregn að Sigga vinkona
okkar og samstarfskona hefði látist
af slysfömm þann sama dag. Okkur
setti hljóð og hugur og hjarta fylltist
djúpri sorg.
Kynnin við Siggu hófust í ferð með
skólahljómsveit Kópavogs þar sem
hún var fararstjóri ásamt undirrit-
aðri, en nánari kynni hófust svo síðar
KRISTBJORG
SVEINSDÓTTIR
+ Kristbjörg
Sveinsdóttir
fæddist á Barðsnesi í
Norðfirði 29. júlí
1922. Hún lést á
Dvaiarheimilinu
Víðihlíð í Grindavík
29. janúar síðastlið-
inn. Heimili hennar
var í Innri-Njarðvík
frá 16 ára aldri.
Kristbjörg var næst-
yngst sjö barna hjón-
anna Sveins Guð-
mundssonar, frá
Parti og Hundruðum
í Sandvík, f. 22. sept-
ember 1883, d. 10. október 1932,
og Oddnýjar Halldórsdóttur frá
Þuríðarstöðum í Eiðaþinghá, f. 5.
september 1892, d. 16. febrúar
1976. Bróðir Kristbjargar er
Sveinn, f. 8. júlí 1932, skipasmiður
í Neskaupstað. Onnur systkini
Kristbjargar eru öll látin, en þau
vom: Guðrún Rósa, f. 5. janúar
1910, búsett í Danmörku; Guð-
mundur, f. 12. mars 1912, d. 3.
desember 1994, bóndi á Geirólfs-
stöðum í Skriðdal; Guðbjörg Hall-
dóra, f. 5. febrúar 1916, d. 14. apr-
íl 1992, síðast búsett í Kópavogi;
Þórarinn, f. 26. október 1917, d.
25. júlí 1996, verkstjóri í Neskaup-
stað; Árni Halldór, f. 5 febrúar
1919, dó á barnsaldri.
Kristbjörg giftist 6. janúar 1945
Ragnari Guðmundssyni mat-
reiðslumanni frá Tjarnarkoti í
Innri-Njarðvík, f. 22. júní 1920.
Móðir hans hét Þóra Steindórs-
dóttir, dóttir Steindórs Steindórs-
sonar á Dalhúsum, landspósts.
Fósturforeldrar hans voru Þor-
kelína Jónsdóttir, f.
7. mars 1888, d. 11.
mars 1968, og Finn-
bogi Guðmundsson,
Tjarnarkoti, Innri-
Njarðvík, f. 1. mars
d. 17. mars
Kristbjörg
eignaðist fimm börn:
1) Oddný Rósa, f. 26.
október 1940, búsett
í Reykjavík, maður
hennar er Stefán
Guðmundsson. Dæt-
ur þeirra em Kristín
og Hrönn. 2) (Stein-
unn) Margrét, f. 21.
júní 1943, búsett í Mosfellsbæ,
maður hennar er Sigurður Hrafn
Þórólfsson. Dætur þeirra era
Hólmfríður Hemmert og Ragn-
hildur. 3) Steinar, f. 23. maí 1944,
búsettur í Sandgerði, kona hans
er Hulda Kragh. Synir þeirra em
Ragnar og Örvar. Sonur Huldu og
uppeldissonur Steinars, Helgi
Birgir, fórst af slysförum árið
1998. Steinar á tvær dætur,
Freyju og Kristbjörgu, með fyrri
eiginkonu sinni. Þær eru búsettar
í Bandaríkjunum. 4) Þorkelína
Ragnheiður, f. 20. apríl 1957, bú-
sett á Akranesi, maður hennar ÓI-
afur Haraldsson. Dætur þeirra
eru Jórunn María og Bergrós
Fríða. 5) Helga Björk, f. 6. júlí
1962, maður hennar er Sigtrygg-
ur Páll Sigtryggsson. Þeirra böm
em Eva Dögg, Daníel Bergmann
og pjalti Freyr.
Utfór Kristbjargar fer fram frá
Innri-Njarðvíkurkirkju mánudag-
inn 7. febrúar og hefst athöfnin
klukkan 14.
Elsku amma. Ég minnist þín með
eftirsjá og þakklæti fyrir allar góðu
minningarnar. Sérstaklega þær frá
því ég var barn, er ég kom í heim-
sókn í gamla húsið ykkar sem var
mér sem ævintýraheimur. Garður-
inn, kirkjan, sjórinn og fjaran.
Æ, virzt mig að þér taka,
méryfirláttuvaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson)
Ragnhildur.
Nú legg ég augun aftur.
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mínverivömínótt.
þegar Sigga réðst til starfa í mötu-
neytinu á Suðurlandsbraut 24. Þar
kynntumst við þeirri hlýju og létt-
lyndu persónu sem Sigga hafði að
geyma. Jafnframt því að spyrja okk-
ur alltaf hvernig okkur liði, hvort all-
ir væm friskir og allt gengi ekki vel
sagði hún okkur frá bömum sínum
og barnabömum sem vom henni ein-
staklega hugleikin. Sigga var félags-
lynd kona. Hún söng með kór SFR
og starfaði með Kvenfélagi Kópa-
vogs, þar var Sigga vel liðin og er
hennar sárt saknað.
Okkur fjölskylduna langar að
þakka Siggu samfylgdina jafnt í leik
sem starfi, megi góður guð geyma
elsku Siggu okkar.
Ó.þánáðaðeigajJesú
einkavin í hverri þraut
Ó,þáheillaðhallamega
höfði sínu í drottins skaut
Ó, það slys því hnossi að hafna,
hvflíkt fár á þinni braut,
ef þú blindur vilt ei varpa
von og sorg í drottins skaut.
(Þýð. M. Joch.)
Elsku Þórir, böm, tengdaböm og
bamaböm, ykkur sendum við alla
okkar samúð. Megi góður guð
styrkja ykkur í ykkar miklu sorg.
Minningin um góða konu lifir.
Guðrún Tómasdóttir
og fjölskylda.
TU sölu Túngata 24
Fyrrum viðskiptaskrifstofa
Rússlands
Húsið er 636,6 fm á þremur hæðum.
Tveir bíiskúrar fylgja, 27 fm og 30,6 fm.
Lóð 824,2 fm.
í húsinu eru nokkrar íbúðir og skrifstofur.
Húsið er opið til skoðunar frá mánudeginum
7. febrúar til 11. febrúar frá kl. 16.30—18.00.
Upplýsingar í síma 551 5156.
*
Opið í dag; sunnudag, milli kl. 12 og 15.
■B* 533 4800
Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is
Hulduland
Vorum að fá I sölu glæsilegt raðhús með bílsk. I Fossvogi. Fallegar stofur meö arni. Gott
skipulag. Úr stofum er gengið út á verönd I grónum garði. Falleg eign á eftirsóttum stað.
V. 19,2 m. 2587
Þingholtin
Vorum að fá í sölu 170 fm einbýlishús í
hjarta borgarinnar. Húsið er byggt fyrir
aldamótin 1900 en hefur allt verið endurný-
jað á afar smekklegan hátt. Á gólfum eru
upprunaleg gólfborð, skrautlistar ( loftum
og lofthæð mikil. Endurnýjað eldhús,
baðherbergi, iagnir o.fl. Lftill afgirtur garður
er við húsið. Einstök eign. 2570
Suðurmýri - Seltj. Höfum fengið f sölu
glæsilegt raóhús I þessu ettirsótta hverfi á
Seltjarnarnesi. Eignin selst allt aö þvl fullbúin,
þ.e. án gólfefna. Mjög vandaðar innréttingar
og gott skipulag. Góð eign á fallegum stað.
Stutt í alla þjónustu. V. 24,0 m. 2585
Kambsvegur - glæsileg. Gullfalleg
u.þ.b. 100 fm neðri sérhæð í góðu tvíbýli. Öll
gólfefni eru ný, parket og fllsar. Nýtt fallegt eld-
hús og nýtt baðherbergi. Þrjú stór svefnher-
bergi. Stór sólverönd f fallegum garöi.
Bllskúrsréttur. Áhv. 3,4 hagst. lán. Þessi fer
fljótt! V. 11,5 m. 2589
Hraunteigur. Vorum að fá (sölu fallega 87 fm
Ibúð á jarðhæð í þessu rólega hverfi. íbúðin skip-
tist í tvö stór svefnherbergi og fallegar stofur.
Eldhús og baö í ágætu ástandi. Áhv. húsbréf. og
Byggingasj. V. 8,5 m. 2586
Leifsgata - útsýni Sérlega glæslleg
tæplega 90 fm íbúð á 3. hæð ásamt 12,2 fm
aukaherbergl I kjallara sem mætti leigja út frá
sér. Vönduð gólfefni, marmaraflísar og parket.
Nýleg eldhúsinnr. Útsýni til Esjunnar. Áhv. 5,0
m. I hagst. lánum. V. 10,3 m. 2470
Barmahlíð - Sérhæð og ris Vorum að
fá I sölu tæplega 140 fm sérhæö og u.þ.b. 55
fm ris. Eignin er öll I útleigu fyrir kr. 225 þús. á
mánuði. Áhv. 13,0 m. V. 20,0 m. 2575
Tömasarhagi - kjallari. Vorum að fá I
sölu 62 fm kjallaraíbúö á þessum vinsæla staö
( vesturbænum. Eignin þarfnast standsetn-
ingar. V. 6,0 m. 2590