Morgunblaðið - 06.02.2000, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 06.02.2000, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2000 51 I DAG BRIPS Umsjón Gnömundur Páll Arnarson MECKSTROTH og Rod- well hafa greinilega verið í góðu formi á HM á Berm- úda: Þeir urðu langefstir í paraútreikningi undan- keppninnar og þegar litið er á helstu sveifluspihn í út- sláttarleikjunum virðast þeir hafa verði með stóra skóflu og mokað inn stigum. Hér er dæmigert spil með þeim félögum fró undanúr- slitaleiknum við bandarísku B-sveitina: Vestur gefur; allir á hættu. Norður * 10 v ÁK9876542 ♦ K + 103 Vestur a ÁK3 Austur + G8542 v 103 v - ♦ 962 * ÁDG108 + K9742 + DG6 Suður ♦ D976 ¥DG ♦ 7543 4.Á8S Vestur Norfur Austur Suður Rodwell Stansby Meckstr. Martel Pass 4 lauf* Dobl 4 hjörtu 4spaðar!! Pass Pass 5 hjörtu Dobl Pass Pass Pass Opnun Stansbys á fjórum laufum sýndi 8 slaga hönd í hjartasamningi (Namyats) og dobl Meckstroths í aust- ur var til úttektar á fjögur hjörtu. Þetta eru þekktar aðferðir, en það sem skipti í raun sköpum var ákvörðun Rodwells að segja fjóra spaða á þríhtinn. Hann gat svo sem ekki búist við nema fjórlit í spaða á móti, en ef enginn doblar er áhættan ekki svo mikil. Þrátt fyrir slæma legu í spaðanum vinnast fjórir spaðar í AV, svo Martel gerði kannski vel í því að fara í fimm hjörtu. En sá samningur var auð- vitað dauðadæmdur frá upphafí, því vörnin átti ailtaf heimtingu á þremur slögum. í lokaða salnum opnaði Bob Hamman á fjórum hjörtum og austur doblaði. Sú sögn kom til Wolfsons í vestur og hann ákvað að sitja sem fastast. Hamman tók sína tíu slagi og 790, sem gerði 14 IMPa þegar við bættust 200 frá sveitarfélögunum í opna salnum. ... að sákna þess að heyra engar hrotur, þegar hann er að heiman. TM U.8. P»L CXT. — rigtM r**«rv«d (c) tWCLot Angiln Ttn—Syrváco* pf A ÁRA afmæli. Á t) U morgun, mánu- daginn 7. febrúar, verður fimmtug Karen Elizabeth Arason, kennari, Klöpp, Sandgerði. Hún og eigin- maður hennar, Einar Val- geir Arason, verða að heiman á afmælisdaginn, en munu taka á móti ætt- ingjum og vinum þótt síð- ar verði. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrír sunnu- dagsblað. Samþykki afmæl- isbarns þarf að fylgja af- mælistilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einning er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1,103 Reykjavík SKAK Umsjón llclgi Áss Grétarsson Hvi'tur ú leik Ungverski stórmeistar- inn Gyula Sax var meðal fremstu stórmeistara heims fyrir um áratug en síðan hefur skákferih hans verið æði skrykkjóttur. Hinsveg- ar getur hann enn bitið hressilega frá sér og dæmi um það er meðfylgjandi staða þar sem hann hafði hvítt gegn Kent Aenskog á Rilton Cup mótinu. 22.Ha6! Dxa6 Svartur tapar drottn- ingunni fyrir hrók og mann eftir þetta, en ef hvitum væri leyft að drepa með hrók á e6 væri sókn hans einnig óstöðvandi. 23. Bxb5+ Dxb5 24. Dxb5+ Kf8 25. Bd2 Hc2 26. Db8+ Hc8 27. Dd6 Hc6 28. Dd8+ Kf7 29. Re5+ Svartur gafst upp. UOÐABROT LESTIN BRUNAR Lestin brunar, hraðar, hraðar, húmið ljósrák sker, bráðum ert þú einhvers staðar óralangt frá mér. Út í heim þú ferð að finna frama nýjan þar, ég hverf inn til anna minna, allt er líkt og var. Þú átt blóðsins heita hraða, hugarleiftur kvik; auðlegð mín er útskersblaða aldagamalt ryk. Einhvers skírra, einhvers blárra æskti hugur minn, og þú dreifðir daga grárra deyfð og þunga um sinn. Jón Helgason. ORÐABOKIN Til kúnnanna FYRIR stuttu var fjallað í þessum pisth nokkuð um fs.-hð með til, en hann virðist mjög algengur bæði í rituðu máli og tal- máli. Um það voru sýnd nokkur dæmi. Hér verða nú rakin fáein dæmi til viðbótar og um leið til áréttingar því, að þetta orðalag er notað um of, enda má finna annað og betra orðfæri. Heyrzt hefur orðalag sem þetta: að skrifa bréf til kúnn- anna. Hér er ýmislegt at- hugavert. í fyrsta lagi er þarflaust að tala um kúnna, þó að því verði ekki neitað, að það heyr- ist alloft í mæltu máh. Hér er auðvitað hrátt tök- uorð á ferðinni úr dönsku og öðrum skandinavísk- um málum. Viðskiptavinur er vissulega íslenzkulegra orð og fer auðvitað betur og er auk þess öllum auð- skihð. Þá fer í þessu sam- bandi ólíkt betur að tala um að skrifa viðskiptavin- unum bréf, enda tekur so. að skrifa með sér þgf. og þf., að skrifa e-m e-ð. Eitt enn úr máli verzlunar- manna. Talað hefur verið um að veita afslætti (ft.) til neytenda tækjanna. Hér er ýmislegt athugun- arvert. í íyrsta lagi fer betur að tala um notend- ur í þessu sambandi en neytendur og þá að veita notendum tækjanna af- slátt. Máltilfinning mín segir mér, að so. að neyta eigi fyrst og fremst við eitt- hvað, sem við látum ofan í okkur, og þá að tala um neyzlu og neytendur í því sambandi. J.AJ. STJÖRIVUSPA eftir Frances Urake VATNSBERI Afmælisbarn dagsins: Þú ert jafnvægismaður og átt því auðvelt með að bregð- ast við flestum hlutum og umgangast aðra. Hrútur (21. mars -19. apríl) Oft geta annarra orð valdið hugarfarsbreytingu hjá manni sjálfum. En breyting- ar breytinganna vegna eru heimska. Það þarf góð rök fyrir öllum hlutum. Naut (20. apríl - 20. maí) Það verða ýmsir til að reyna á þér þolrifin í dag. Reyndu að halda ró þinni og mundu að öll él birtir upp um síðir. Þá er gott að hafa sagt sem fæst. Tvíburar . (21. maí - 20. júní) AA Stundum er tímanum með ókunnugum vel varið, en stundum er betra heima setið en af stað farið. Gallinn er, að maður veit þetta sjaldnast fyrir. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Mundu að aðgát skal höfð í nærveru sálar og fæst orð hafa minnsta ábyrgð. En engan leikaraskap; þú átt að koma th dyranna eins og þú ert klæddur. Ljón (23. júh' - 22. ágúst) m Það getur hindrað mann að halda of fast í hlutina. Reyndu að sleppa sem flestu og þá munt þú finna, hversu aht sækist þér auðveldlega á eftir. Meyja (23. ágúst - 22. sept.) <Su» Þér hættir th þess að hlaða of miklu á dagskrána og stend- ur svo uppi með svikin loforð. Það er betra að sinna færri hlutum og gera það þá vel. ToS TTX' (23. sept. - 22. október) A A Reiðin getur leikið mann illa á sál og líkama. Það er allt í lagi að skipta skapi, en nauð- syn að hreinsa andrúmsloftið strax og halda svo áfram. Sporðdreki ™ (23. okt. - 21. nóv.) MÍC Gættu þess að hlaupa ekki upp á nef þér út af einhverj- um smámunum. Það tekur því ekki, auk þess sem það fer illa með þig og þá sem með þér eru. Bogmaður m/^ (22. nóv. - 21. des.) otl) Nú þarftu að leggja mál þitt fyrir og þótt þú sért fuliur sjálfstrausts skaltu muna að kannski eru aðrir litlir í sér. Gættu þess að meiða engan. Steingeit ^ (22. des. -19. janúar) 4K Það er alltaf gott að hafa ein- hverja áætlun í bakhöndinni. Hvernig væri að byrja á fjár- málunum og taka svo fleiri svið fyrir, þegar reynsla fæst? Vatnsberi (20. jan.r -18. febr.) NiS\í Þú þarft að leggja áherzlu á að framkoma þín virki vel á aðra. Leggðu hundshausinn th hliðar og vertu glaður og gefandi. Það margborgar sig! Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þér veitist erfitt að einbeita þér að meginverkefninu. Leggðu það þá tU hliðar um sinn og gakktu frá öðrum málum sem auðveldari eru. Stjömuspána á að lesa sem ciægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindaJegra staðreynda. SJALFSDALEIÐSLA MEIRA S-TALFSORYGGI EINKATÍMAR/NÁMSKEIÐ sími 6 94 54 94 NícsIii námskeii) hefjast 9. og 15. lebrúar Með dáleiðslu getur þú sigrast á kvíða og ójafnvægi og aukið getu þína og jákvæða uppbyggingu á öllum sviðum. Hringdu núna Leiðbeinandi: Viðar Aðalsteinsson, dáleiðslufræðingur. __ _,ntíX\ -Bfofnna X97+ mumt LAGERSALA! Hreinsum til á lager um helgina: Húsgögn í gömlum stíl, styttur, antíkhúsgögn o.fl. 25-50% afsláttur! Opið í dag, sunnudag, frá kl. 13-17. Lagersalan er á Klapparstíg 26 (gengið inn portið). u Laugavegur 1 X * Hverfisgata Mánudagsspjall í hverfinu Á morgun í Gravavogi Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða með viðtalstíma í hverfum borgarinnar næstu mánudaga. Á morgun verða Lára Margrét Ragnarsdóttir alþingismaður og Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi í Gravavogi, (Gullhöldin)Hverafold 1-3. kl. 17.15-19.15. Þetta er kjörið tækifæri fyrir alla Reykvíkinga til að ræða málin og skiptast á skoðunum við fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Hafðu áhrif og láttu þínar skoðanir heyrast. IVIæsti mánudagsspjallfundur: Mánudagur 14. febrúar kl. 1 7.1 5 - 1 9.1 5, í Áröbæ, Hraunbæ. Vöröur - Fulltrúaráð sjólfstæöisfólaganna í Reykjavík www.xd.is sími 515-1700 V SiÁLFSTADISFLOKKURINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.