Morgunblaðið - 06.02.2000, Page 55

Morgunblaðið - 06.02.2000, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2000 55 FÓLK íFRÉTTUM MYNDBOND Föðurlaus en fjörug systkini Ein heima (Nár mor kommer hjem) Fjölskylflumynd ★★% Leiksljóri: Lone Scherfig. Handrit: Jörgen Kastrup, eftir skáldsögu Mörthu Christensen. Kvikmynda- taka: Dirk Briiel. Tónlist: Kasper Winding. Aðalhlutverk: Kasper Emanuel Stæger, Clara Johanne Simonsen, Pernille Kaae Höjer, Charlotte Fich, Peter Gantzler, Max Hansen. (73 mín.) Danmörk, 1998. Háskólabíó. Öllum leyfð. DANIR hafa verið hvað snjallastir allra í að gera vandaðar og sannar barna- og fjölskyldumyndir. Virð- ingin fyrir hinum ungu áhorfendum augljós og vitsmun- um þeiri'a sjaldnast misboðið. Þar að auki hefur Dönum á einhvern hátt tek- ist að fá börn til leika af sannfær- ingu og einlægni sem vitanlega er mikilvægt slíkum myndum. Ein heima er gerð eftir frægri skáldsögu og segir sögu ungra systkina sem eiga um sárt að binda. Ogæfusöm einstæð móðir þeirra er sett bak við lás og slá fyrir búðar- hnupl og felur syninum Kasper að sjá um litlu systur sínar, þeim til mikillar ánægju, enda ein heima. Til þess að bömin verði hins vegar ekki vistuð á stofnun lýgur hin litla fjöl- skylda að bamaverndaryfirvöldum að faðir Kaspers búi með þeim, sé bara aldrei heima þegar fulltrúi yfir- valda vitjar hans. Hefur það í för með sér hin mestu ærsl og feluleiki. En það er ekki eini vandinn sem Ka- sper stendur frammi fyrir því hann þarf líka að fæða systur sínar og sjá til þess að þær lifi eðlilegu lífi, sem getur verið erfitt hlutkesti fyrir ung- an dreng. En hann er seigur og hef- ur ráð undir rifi hverju. Hér er á ferðinni ágætis fjölskyld- umynd. Einlæg og vel leikin. Án þess að hafa lesið bókina læðist þó að und- irrituðum sá gmnur að boðskapur- inn komist þar betur til skila og sam- úð með börnunum verði öllu meiri. Silkidamask- dúkar 8 litir www.mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson Keppendur í Ungfrú Reykjavík Undirbúningur hafinn STÚLKURNAR sem taka þátt í keppninni um titilinn Ungfrú Reykja- vík komu saman í iyrsta sinn í líka- msræktarstöðinni World Class á dög- unuin. Þar lagði Fríða Rún Þórðardóttir næringarfræðingur stúlkunum línumar og Hafdís Jóns- dóttir sagði þeim frá gildi hreyfingar í undirbúningnum fyrir keppnina. Stúlkumar em þegar famar að æfa af kappi í World Class svo þær megi vera í sem bestu formi fyrir keppnina sem fram fer á Broadway 13. apríl. Á myndinni má sjá þær Elínu Gestsdóttur, framkvæmdastjóra keppninnar, Fríðu Rún næringar- fræðing og Hafdísi ásamt keppend- um en stúlkurnar sem taka þátt í Ungfrú Reykjavík íár heita: Anna Lilja Bjömsdóttir, Ámý Helgadótt- ir, Brynhildur Tinna Birgisdóttir, Guðrún Erla Jónsdóttir, Hanna Morgunblaðið/Jim Smart Heiður Bjamadóttir, Helga Sjöfn KjarÞuisdóttir, Hekla Daðadóttir, Henny Sigurjónsdóttir, Herdís Kristinsdóttir, Kría Súsanna Diet- ersdóttir, Margrét Kristjánsdóttir, Monika Iljálmtýsdóttir, Rósa Sæv- arsdóttir, Unnur Eir Arnardóttir og Þorbjörg Sif Þorsteinsdóttir. Á myndina vantar Berglindi Ellen Pétursdóttur. NL\mi mfífmv tfíflTíl írli [:!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.