Morgunblaðið - 06.02.2000, Síða 58

Morgunblaðið - 06.02.2000, Síða 58
58 SUNNUDAGUR 6. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ Jt HÆTTU BARA! FÓLK í FRÉTTUM ÞAÐ ER ENGINN VANDI m Valgeir Skagfjörð Pét ur Eínarsson HRINGDU NÚNA! Símar: 899 4094 898 6034 Allen Carr's EASYWAY a Islandi. 663 9690 íslendingar á sýningunni Expo Amerískt mósaík HREYFIMYNDAFÉLAGIÐ sýnir bandarísku kvikmyndina Nashville í Háskólabíói kl. 21 í kvöld. Myndin sem er eftir Robert Altman, þykir ein af hans bestu verkum, en þar segir hann, í gegnum mósaík mynda og hljóðs, sögu 24 persóna yfir eina helgi í kántrí-borginni miklu. Söng- konan Barbara Jean er aðalpersón- an, en hún er á toppnum í geiranum, en riðar til falls. Myndin sem er pólitísk og drama- tísk tónlistarmynd ber öll höfundar- einkenni Altmans, sem er sá banda- ríski leikstjóri af sinni kynslóð sem einna mest hefur gagnrýnt banda- rískt þjóðfélag. Það gerir hann oft í gegnum þegnana, sem honum þykir lélegir karakterar sem nota hver annan og láta nota sig, eins og kynn- ingarstjóri stjómmálamannsins not- ar kántrí-tónlistarfólkið í Nashville. Endirinn er yfirleitt slæmur og hámarkspunkturinn ofbeldisfullur, og það á við um Nashville. Leikurum þykir sérlega skemmti- legt að vinna með Altman, þar sem hann gefur víst mikið frelsi við kara- ktersköpun. Margir þekktir leikarar koma hér við sögu; Lily Tomlin, í fyrstu bíómyndinni sinni, Jeff Gíoldblum, Ned Beatty, auk Elliot Gould og Julie Christie sem leika sig sjálf. Keith Carradine leikur einnig eitt hlutverkanna og samdi hluta tónlistarinnar og fékk bæði Óskar- inn og Golden Globe fyrir lagið „I’m Easy“, en Nashville hlaut fjölda verðlauna og tilnefningar árið 1975. Kona á Keikóslóðum Þessi kappklædda kona er Ingi- björg Björgvinsdóttir og siglir þarna inn í höfnina í Vestmanna- eyjum. „Ég var í skemmtiferð með kvenfélagi Langholtssöknar en þarna erum við um borð í hraðbát Páls Heigasonar sem sér um skoðunarferðir í kringum eyj- una.“ Þrátt fyrir að þetta væri snemma vors lék veðrið aldeilis ekki við kvennahópinn en eins og sjá má á myndinni var þoka, háv- aðarok og heldur slæmt í sjóinn. „Já, mér varð nú hugsað til Tyrkj- anna sem komu hingað og tóku land í Vestmannaeyjum. Bátarnir hafa nú ekki verið upp á marga fiska í þá daga og þeir komu að landi sunnanvert á eyjunni þar sem oft er mikið brim og lítil sem engin fjara." Ingibjörg á ýmsar minningar frá æskuárunum sem tengjast Vestmannaeyjum en hún ólst upp í Austur-Landeyjum. „Þegar komið var út úr gamla bænum á mínum uppvaxtarárum voru Vestmannaeyjar töfrandi þarna I hafinu og það síðasta sem maður sá í kvöldhúminu á haustin og á veturna var Ijósaröndin sem tengdi Helgafell og Heimaklett saman. Það er mikill ævin- týraljómi yfir eyjunni þar sem hún rís úr hafi og útsýnið frá Eyj- um til lands er ekki síðra. En því var ekki fyrir að fara í þokunni sem umlukti okkur þarna í hafn- armynninu um árið.“ Á myndbandi 8. feb. ...það skiptir engu máli... hve oft þú skoöar málid. Þú kemst ekki framhjá staðreyndum... !■■■* Ef þú ert á vinnumarkaðinum og ert að huga að endurmenntun. Þá eru mikil afköst við lestur nauðsynleg undirstaða til að ná árangri á öílum öðrum námskeiðum. Ef þú ert í námi og vilt ná frábærum árangri, þá eru mikil afköst við lestur nauðsynleg undirstaða. Byrjaðu á undirstöðunni! Margfaldaðu lestrarhraðann. Lestrarhraði þátttakenda fjórfaldast að jafnaði. Næsta námskeið hefst 10. febrúar. Við ábyrgjumst að þú nærð árangri! Skráning er í síma 565 9500 I-IR AÐLESTR A RS l< Ó LIN N http://hnidlestrarskolinn.ismennt.js/ Vinsældalisti þar sem þú hefur áhrif! Vertu með í valinu! © skMkc/ímim mbl.is Listinn er valinn á mbi.is Listinn er óformleg vinsældakönnun og byggist á vali gesta mbl.is. FLAMENCO Hefst 15. febrúar Kennari: Franca

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.