Morgunblaðið - 06.02.2000, Síða 64
Vl»SKIPTAHUCBUNAf>UIÍ
Á H£IM$MÆMKVAfti>A
W.
CQ>
NÝHERJI
S: 569 7700
PÓSTURINN
MORGVNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA6691122, NETFANG: RITSTJíSMBL.lS, AKUREYRI: KAUPANGSSTRÆTI1
SUNNUDAGUR 6. FEBRUAR 2000
VERÐ I LAUSASOLU 150 KR. MEÐ VSK.
Blákaldur
veruleiki
VETURINN er blákaldur veruleiki,
þótt hláka hafí verið undanfarna
daga.
Einnig hjá hestinum sem einmana
fetar slóðina í snjónum í Hvalfirði.
Morgunblaðið/Ragnar Axelsson
Loðnan
ekki
komin á
grunnslóð
BRÆLA var á loðnumiðunum
í fyrrinótt og lágu nótaskipin
við bryggju á Austfjarðahöfn-
um í gærmorgun. Þess vegna
var ekki vitað hvort fyrstu
göngumar væru komnar upp
að ströndinni.
Viðar Karlsson skipstjóri á
Víkingi AK spáði því fyrir
rúmri viku að loðnan yrði
komin inn í Hornafjörð fyrir
5. febrúar. Hann var því frek-
ar órólegur í gærmorgun en
skipið lá þá við bryggju á
Esirifirði. Hann bjóst við að
nótaskipin færu út síðar um
daginn og leituðu á grunnslóð
út af Hvalsnesi.
„Dagurinn er nú ekki búinn
enn,“ sagði Viðar þegar spá
hans var nefnd, en sagði að
menn yrðu verulega óhressir
eftir daginn ef ekkert gengi,
því spáð væri áframhaldandi
ótíð og langt í næsta straum.
Sagði Viðar þó að eftir að
loðnan kæmi upp að strönd-
inni væri oft hægt að finna
skjól til að kasta á hana.
Flottrollsskipin eru við
veiðar dýpra og þar hefur
verið loðna.
Prófessorar og dósentar læknadeildar HÍ um rannsóknir í læknisfræði
Grunnrannsóknir
hafa setið á hakanum
MJÖG fá rannsóknateymi íslenskra vísinda-
manna hafa náð þeirri stærð og styrk að niður-
stöður þeirra nái alþjóðamáli. Þetta er mat Þórð-
ar Harðarsonar, prófessors og sérfræðings í
lyflæknisfræði. Hann segir að undantekingar séu
til frá þessu en prófessorar og dósentar í lækna-
deild Háskóla íslands virðast á einu máli um að
grunnrannsóknum sé of lítill gaumur gefinn hér á
landi og úrbóta sé þörf í þeim efnum.
Þórður segir að styrkveitingar hins opinbera
hafi dregist saman með hverju ári. Aðgangur að
erlendu styrkjafé sé takmarkaður, þótt nokkuð
hafi áunnist í Evrópusambandinu. Brýna nauð-
syn beri til að efla grunnrannsóknir í læknisfræði
og líffræði með stuðningsaðgerðum og styrkjum
frá einkaaðilum og hinu opinbera.
Sumir standa sig og aðrir ekki
Jónas Hallgrímsson, prófessor og forstöðu-
maður Rannsóknastofu Háskólans í meinafræð-
um, bendir á að hér á landi fari meirihluti allra
rannsókna fram innan veggja sjúkrahúsanna.
„Þar gildir að sumir standa sig vel og aðrir ekki.
Við vitum ekki af hverju sá munur stafar, einfald-
lega vegna þess að rekstrartölur sjúkrahúsanna
eru ekki nægilega gegnsæjar. Það þyrfti að
brjóta niður slíkar heildartölur og sjá hvað fer
annars vegar til kennslu og rannsókna og hins
vegar til lækninga og hjúkrunar. Þá sést hið
raunverulega hlutfall og hægt er að greina orsak-
ir þess að sumum gengur ekki sem skyldi; hvort
viðkomandi þurfi hjálp, fjármagn, betra starfs-
fólk eða hvort hann sé hreinlega ekki starfi sínu
vaxinn.“
Sameiginleg vísindastofnun
Reynir T. Geirsson, prófessor og yfirlæknir
kvennadeildar Landspítalans, segir að stórt skref
til úrbóta væri formleg stofnun háskólasjúkra-
húss. Þar yrði sameinuð starfsemi háskóla og
spítala og lagður saman skerfur beggja til rann-
sókna. „Þannig mætti efla þær og skapa á hverju
fræðasviði góða aðstöðu til grunnrannsókna og
klínískra rannsókna," segir Reynir og bendir á að
þetta gæti gerst með eins konar sameiginlegri
vísindastofnun á hinu nýja sameinaða sjúkrahúsi
þar sem spítalinn, læknadeildin og hjúkrunar-
námsbrautin rækju saman rannsóknaraðstöðu og
fjármögnun rannsókna. Heilbrigðisráðuneytið
viðurkenndi mikilvægi þess að efla rannsóknir og
kennslu til að tryggja framsækið og leitandi við-
horf innan spítalanna og tryggði sér um leið
mestu gæði í þjónustu. Sá skerfur sem spítalinn
legði til, húsnæði, kostnaður við rannsóknarþjón-
ustu, ritarastörf og fleira yrði færður til stofnun-
arinnar og háskóladeildimar legðu mikið til ein-
stakra fræðigreina í sömu stofnun.
Stjórnað af háskóla
og spítala í sameiningu
Menntamálaráðuneytið kæmi á þann hátt á
móti framlagi heilbrigðisráðuneytisins. Þessari
vísindastofnun yrði stjórnað af háskóla og spítala
í sameiningu, enda myndi spítalinn ávallt tryggja
fé til stofnunarinnar á móti háskólanum.
„Þetta myndi einnig þýða að háskólinn tæki
beinan þátt í stjómun spítalans, allt inn í æðstu
stjórn. Forstöðumannakerfi einstakra fræða-
sviða á spítalanum þarf að tengja akademískum
stöðum í háskólanum og tryggja að forstöðu-
mennirnir, bæði karlar og konur, hafi mikil áhrif
á það hvernig spítalinn er rekinn í því skyni að sjá
til þess að starf spítalans snúist líka um rann-
sóknir og kennslu, þjónustuhlutverkinu til hags-
bóta.“
■ Vedjað /10
Framkvæmdastjóri V erðbréfaþings Islands
um tímasetningu innheijaviðskipta í hlutafélögum
Nafnbirting hefst í kjölfar
rafrænnar skráningar
NAFNBIRTING vegna viðskipta
innheija mun hefjast í kjölfar þess að
farið verður að eignarskrá hlutabréf
rafrænt hjá Verðbréfaskráningu sem
verður á næstunni, að sögn Stefáns
Halldórssonar.
Hann segir að á Verðbréfaþingi sé
nú unnið að endurskoðun reglna um
nafnbirtinguna. Fram til þessa hafi
birting nafna verið erfiðleikum bund-
in. Tilkynningar um innherjavið-
skipti hafi borist of seint frá félögun-
um, þar sem upplýsingar um
eigendaskipti að hlutabréfum séu
lengi að berast hlutaskrám. Hafi af
þeim sökum verið ákveðið að bíða
með nafnbirtingu, en nú horfi til
breytinga í kjölfar þess að rafræna
skráningarstarfsemin hefst.
FBA hefur hvatt innherja til að
fara varlega í viðskiptum rétt fyrir
birtingu ársuppgjöra. Sagði í morg-
unkomi bankans að eðlilegt væri að
setja frekari reglur um hvenær inn-
heijar mættu eiga viðskipti í viðkom-
andi félagi.
Stefán segir Verðbréfaþing vera
mjög hlynnt því að settar verði
strangari reglur um innheijavið-
skipti. Með því móti megi fækka
álitamálum um viðskipti innheija, en
þau hafi verið ófá á síðustu misserum.
„Við teljum eðlilegra að stjómvöld
taki ákvörðun um hvort setja eigi af-
dráttarlaust bann við innherjavið-
skiptum á tilteknum tímum. Grann-
ákvæðin um innheijaviðskipti er að
finna í verðbréfaviðskiptalögum og
því er eðlilegt að þessi ákvæði, ef sett
verða, hafi stoð í lögunum. Ef stjóm-
völd hafa vilja til þessara breytinga
stendur hins vegar ekki á Verðbréfa-
þingi að beita reglunum," segir Stef-
án.
Féll af vélsleða
við Kálfstinda
Þyrla sæk-
ir slasaðan
mann
ÞYRLA Landhelgisgæslunnar
var kölluð út um kl. 13 í gærdag
til að sækja slasaðan mann í ná-
grenni Kálfstinda vestan við
Laugarvatn. Maðurinn var
fluttur á Borgarspítalann og
lenti þyrlan þar um klukkan
14.35. Hafði hann hlotið bak-
meiðsl, að sögn Neyðarlínunn-
ar.
Maðurinn hafði verið á vél-
sleða á leiðinni inn að Skjald-
breið. Vegfarandi kom að
manninum og virtist sem hann
hefði farið fram af vélsleðanum.
Lögreglunni á Selfossi var til-
kynnt um atburðinn og vegna
eðlis meiðslanna var í samráði
við starfsfólk Neyðarlínunnar
ákveðið að kalla út þyrlu Land-
helgisgæslunnar til að sækja
manninn.