Morgunblaðið - 20.02.2000, Síða 1
43. TBL. 88. ÁRG.
SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Lj ósmy nd/Thomas Ehvorzak
Daglegt líf í skugga eyðileggingar
Mubarak
í Líbanon
Beirút. AP, AFP.
HOSNI Mubarak, forseti Egypta-
lands, ræddi við Emile Lahoud, for-
seta Líbanons, á laugardag um
aukna spennu milli skæruliða
Hizbollah og ísraela í Suður-Líban-
on.
Ekki hafði verið tilkynnt um heim-
sókn Mubaraks, en forseti Egypta-
lands hefur ekki heimsótt Líbanon
frá því landið hlaut sjálfstæði 1943.
Líbanon nýtur töluverðrar samúðar
Egypta í kjölfar loftárása Israela
fyrr í mánuðinum og sagði Issam
Naaman, ráðherra samskiptamála,
heimsóknina til vitnis um stuðning
Egypta.
-------------—
Nýrri stjórn
mótmælt
BÚIST var við að allt að 250.000
manns tækju þátt í fjölmennum mót-
mælum gegn þátttöku Frelsisflokks
Jörgs Haiders í nýrri ríkisstjórn
Austurríkis á Heldenplatz í Vín í gær.
Um 700 lögreglumenn voru í við-
bragðsstöðu vegna mótmælanna, en
það var á Heldenplatz sem Hitler til-
kynnti innlimun Austurríkis á sínum
tíma.
NOKKRIR íbúar höfuðborgar
Tsjetsjníu, Grosní, sjást hér þiggja
heita súpu í Staropromishlovsky,
einu hverfa borgarinnar, þegar
Ijósmyndarinn Thomas Dworzak
var þar á ferð fyrr í mánuðinum.
Mikil eyðilegging blasir við í
Grosnf eftir átök undanfarinna
mánaða og standa fáar byggingar
eftir óskemmdar. Stór hluti íbúa
hefur flúið borgina, en um 400.000
manns bjuggu í Grosní áður en ár-
ásir Rússa hófust.
■ Tilgangslaus/24-25
Talið að a.m.k. 83% íranskra kjósenda hafí nýtt sér atkvæðisrétt sinn
Umbótasinnar taldir
vera sigurstranglegir
Teheran Times. „Sagan er til vitnis
um að þeir sem vinna gegn vilja
fólksins afreka ekkert nema... að
skaða jafnvægi og einingu þjóðar-
innar. Allir ættu að taka sig saman
um að sætta sig heilshugar við viija
fólksins."
Umbótum Khatamis íransforseta
hefur víða verið tekið opnum örmum
í landinu. Trúarleg boð og bönn hafa
verið á undanhaldi síðan hann hlaut
kosningu 1997 og er það mat margra
að stuðningur við umbótasinna end-
urspegli gremju margra írana á
þeim skorðum sem fylgja túlkun
íhaldsafla á boðorðum islams.
Talið er að rúmlega 32 milljónir
þeirra 39 milljóna sem voru á kjör-
skrá hafi neytt atkvæðisréttar síns.
FYRSTU tölur í þingkosningunum,
sem haldnar voru í Iran á föstudag,
sýna að umbótasinnar hafa náð
a.m.k. 57 af 95 þingsætum í nokkrum
af strjálbýlli sveitum landsins og
voru forystumenn umbótasinna í
kjölfarið vongóðir um sigur. Að sögn
innanríkisráðuneytisins var kjör-
sókn mjög góð, kjörstaðir voru opnir
tveimur tímum lengur en tii stóð og
var talið að a.m.k. 83% kjósenda
hefðu kosið.
Fjöldi þeirra þingsæta, sem fyrstu
tölur sýna umbótasinna hafa hlotið,
tilheyrði áður íhaldssamari flokkum
sem hafa lengi átt örugg atkvæði á
landsbyggðinni. Bjartsýni ríkti því
meðal umbótasinna á laugardag og
hétu þeir að leggja Mohammad
Khatami, forseta írans, lið í að auka
frjálsræði í landinu. „Byrði umbóta í
Iran hvflir ekki lengur einungis á
herðum Khatamis," sagði í dagblaði
umbótasinna Mosharekat. Þá spáði
Mohammad-Reza Khatami, leiðtogi
eins stærsta flokks umbótasinna og
bróðir forsetans, að umbótasinnar
myndu hljóta um 60% atkvæða.
Úrslit kosninganna munu þó ekki
liggja fyrir fyrr en að nokkrum dög-
um liðnum. I höfuðborginni, Teher-
an, er til að mynda ekki búist við að
úrslit liggi fyrir fyrr en í fyrsta lagi
eftir viku, en metkjörsókn var í
borginni og mættu um 75% kjósenda
á kjörstað. Meira frjálsræði rfldr í
Teheran en víða annars staðar í
landinu og er því búist við að stór
hluti kjósenda þar hafi greitt um-
bótasinnum atkvæði sitt. I borginni
keppa 838 frambjóðendur um 30
þeirra 290 þingsæta sem eru á ír-
anska þinginu.
Fólk hvatt til að sýna stillingu
Þau kjördæmi þar sem atkvæði
hafa þegar verið talin eru öll stijál-
býl og því ekki talið að núverandi töl-
ur endurspegli heildarúrslit kosn-
inganna. Dagblöð í íran hafa engu að
síður mörg hver hvatt til stillingar í
kjölfar þessara fyrstu talna, en
íhaldssamir flokkar hafa haft meiri-
hluta á þingi frá byltingunni 1979.
„Sé útkoma kosninganna ekki öll-
um að skapi ættu þeir ekki að bregð-
ast við á órökréttan hátt,“ sagði í
ÓHEILLAÞRÓUN
I UMFERÐINNI
Af upstream blanket
off backfill að bottom
VÖKUBILAR,
VARAHLUTIR OG
UPPBOÐ
Geimskipið á
Greenwichnesl
Ofureldgos í
Yellowstone
Ylli tjóni
um allan
heim
HÆTTA er á gífurlegu eldgosi
í Yellowstone-þjóðgarðinum í
Wyoming í Bandaríkjunum og
gæti það valdið miklum hörm-
ungum um allan heim, að sögn
breska dagblaðsins The Daily
Express, sem hvatti breska
þingmenn til að grípa til viðeig-
andi ráðstafana.
í blaðinu sagði, að jarðfræð-
ingar hefðu tekið eftir að stórt
kvikuhólf undir Yellowstone
væri að blása út „eins og
blaðra“ en það voru vísinda-
menn hjá NASA, bandarísku
geimvísindastofnuninni, sem
uppgötvuðu hólfið fyrst á
sjöunda áratugnum.
Komist kvikan í þessu ofur-
eldfjalli upp á yfirborðið munu
drunumar heyrast um allan
heim að sögn blaðsins og stórir
hlutar Bandaríkjanna verða
óbyggilegir. Þá mun sólin
sortna er milljarðar tonna af
ösku dreifast um jörðina og um
allt norðurhvel mun ríkja „eld-
fjallavetur" í mörg ár.
40.000 ára dráttur
Gífurleg eldgos í Yellowstone
hafa að jafnaði orðið á 600.000
ára fresti en nú eru liðin
640.000 ár frá því síðasta.
Breska jarðfræðifélagið var
beðið að taka saman skýrslu um
málið og það hefur ráðlagt rík-
isstjórninni að huga að ráðstöf-
unum. Er haft eftir eldfjalla-
sérfræðingnum Hazel Rymer,
að áhrif hugsanlegs goss á hita-
far jarðar yrðu gífurleg.
I------------------------ I
Sumarhúsa-
eigendur
á Spáni
Alicante
um Madrid
fyrir aðeins
32.500kr*
Beint flug til Madrid
alla mánudaga
ftá 12. júní tfl 4. sept
*Innifalið: flug báðar leiðir og
flugvallarskattar.
www.icelandair.is
ICELANDAIR JE
MORGUNBLAÐIÐ 20. FEBRÚAR 2000