Morgunblaðið - 20.02.2000, Síða 4

Morgunblaðið - 20.02.2000, Síða 4
4 SUNNUDAGUR 20. FEBRUAR 2000 VIKAN 13/2-19/2 ► Starfsmenn Þjóðminja- safns Islands sendu frá sér ályktun þar sem skorað er á Þór Magnússon þjóð- minjavörð að segja af sér og gangast við ábyrgð sinni á fjárrnálastjórn safnsins. ► Reykjavíkurborg út- hlutaði íslenskri erfða- greiningu lóð í Vatnsmýr- inni til að reisa 10.000 fermetra byggingu fyrir starfsemi fyrirtækisins. ís- lensk erfðagreinig greiðir 104 milljónir fyrir lóðina, með byggingarrétti. ► Umhverfisvinir afhentu stjórnvöldum 45.000 undir- skriftir þar sem þess er krafist að fyrirhuguð Fljótsdalsvirkjun fari í lög- formlegt umhverfismat. ► Siv Friðleifsdóttir um- hverfisráðherra sendi John Prescott, umhverfis- ráðherra Bretlands, bréf þar sem krafist er skýringa á því hvernig brugðist verði við skýrslu breska kjarnorkueftirlitsins um öryggismál endurvinnslu- stöðvarinnar í Sellafield. ► Viðræðum Flóabanda- lagsins og Samtaka at- vinnuh'fsins um sérmál er að mestu lokið og er ætlun- in að hetja viðræður um meginmarkmið kjarasamn- inga í næstu viku. ► Guðjón Pedersen var ráðinn leikhússtjóri Leikfé- lags Reykjavíkur á föstu- dag. Þórhildur Þorleifs- dóttir, fráfarandi leikhússtjóri, dró umsókn sína um stöðuna til baka fyrr í vikunni og gagnrýnir hún leikhúsráð LR harð- lega og segir óheilindi ein- kenna ráðningarferlið. Aukið skattfrelsi lífeyris- sparnaðar undirbúið Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði á Viðskiptaþingi að ríkisstjómin undir- byggi að auka skattfrelsi lífeyrisspam- aðar til að ýta undir almennan spamað í landinu. Það, auk nýlegrar vaxta- hækkunar Seðlabankans og víkkunar á vikmörkum gengis, væri hluti sam- ræmdra aðgerða til að slá á verðbólgu- væntingar. Ekki má greiða fyrir þátttöku í gagnagrunni Heilbrigðiseftirlitið sendi frá sér yfir- lýsingu þess efnis að íslenskri erfða- greiningu sé ekki heimilt að greiða ein- staklingum fyrir þátttöku í gagnagrunni á heilbrigðissviði. Kæmi til samninga um slíkar greiðslur gæti það varðað sviptingu rekstrarleyfis. Páll Hreinsson, formaður tölvunefnd- ar, segir að miklar kröfur verði gerðar til öryggis gagnagmnns á heilbrigðis- sviði. Bannað verði að tengja hann við Netið og segir Páll að með því verði komið í veg fyrir að tölvuþrjótar fái tækifæri til að brjótast inn í hann. Jarðgöng fyrir norðan og austan Sturla Böðvarsson samgönguráðherra kynnti jarðgangaáætlun Vegagerðar- innar í vikunni. Hann sagðist leggja til að jarðgangagerð milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar annars vegar og Reyðar- fjarðar og Fáskrúðsfjarðar hins vegar nytu forgangs ogað þau yrðu boðin út í einum pakka að lokinni frekari vinnu. Sameining sjúkrahúsa Stóm sjúkrahúsin í Reykjavík verða sameinuð á næstunni. Nýtt skipurit var kynnt í vikunni. Gengið hefur verið frá samningi við Háskóla Islands um samstarf á sviði kennslu og rannsókna. Leitað er að nýju nafni á sjúkrahúsið. CDU endurgreiði um 1.500 milljönir KRISTILEGA demókrataflokknum í Þýskalandi (CDU) var á þriðjudag gert að endurgreiða yfir 41 milljón marka, rúmlega 1.500 milljónir króna, af því fé sem flokkurinn hefur þegið í opinbera styrki vegna brota á lögum um fjármögnun stjórnmála- flokka. Á miðvikudag tilkynnti Wolf- gang Schauble, formaður CDU, síðan að hann myndi láta af formennsku, þar sem flokkurinn gæti aðeins með leiðtogaskiptum náð sér á strik eftir hneykslismál undanfarinna mánaða. Alvarlegt mengunar- slys í Tisza og Dóná Mikið tjón varð á lífríki árinnar Tisza á sunnudag í kjölfar mengunarslyss sem varð þegar blásýrublandað vatn frá gullnámu í Baia Mare í Rúmeníu flæddi yfir stíflubakka sína. Fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lýst sig reiðubúna að koma Ungverjum og Rúmenum til hjálpar vegna tjónsins, en ástralska námafyr- irtækið Esmeralda Exploration Ltd., sem á helmingshlut í námunni dregur ábyrgð sína í efa. Slysinu hefur verið lýst sem mesta mengunarslysi í Evrópu eftir Tsjernobyl. Endurreisn heima- sljórnar ekki í sjónmáli ÍRSKI lýðveldisherinn (IRA) rauf öll tengsl við alþjóðlega afvopnunar- nefnd á þriðjudag í kjölfar þess að völd heimastjórnar Norður-Irlands voru færð til London á ný á föstudag- inn fyrir viku. Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, og Bertie Ahern, forsætisráðherra írlands, hafa haldið áfram viðræðum við leiðtoga helstu stjómmálaflokka Norður-írlands um framtíð heimastjórnarinnar, en sam- komulag virðist ekki í sjónmáli. ► FORSETI Indónesíu, Abdurrahman Wahid, vék Wiranto hershöfðingja úr ríkisstjórn sinni sl. sunnu- dag og naut í því jafnt stuðnings hersins sem þingsins. Kom brottrekst- ur Wirantos á óvart því áður hafði virst sem Wa- hid hefði fallist á að Wir- anto yrði kyrr meðan þáttur hans í óöldinni á Austur-Tímor yrði rannsakaður. Avörðun Wahids hefur víða verið fagnað. ► BRESKUR dómstóll úr- skurðaði á þriðjudag að Jack Straw, innan- ríkisráðherra Bretlands, bæri að afhenda yfir- völdum í fjórum Evrópur- íkjum skýrslur lækna um heilsufar Augusto Pin- ochet, fyrrverandi ein- ræðisherra Chile. Spænsk dagblöð birtu í kjölfarið þýðingu á útdrætti skýrslnanna þar sem Pin- ochet er sagður ófær um að koma fyrir rétt vegna heilaskaða. ► UM helmingur farþega afgönsku Ariana Airlines- fiugvélarinnar sem rænt var fyrir um hálfum mán- uði sneri aftur til Afgan- istan á mánudag að eigin ósk. 74 gislanna fyrrver- andi dvelja enn í Bretlandi og bíða úrskurðar beiðni sinnar um að vera veitt hæli, en bresk stjórnvöld eiga í viðræðum við nokk- ur ríki um mögulega hæl- isveitingu flóttamann- anna. MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Forsvarsmenn íslenskra fyrirtækja verja fjárfestingarstefnu þeirra erlendis Óbeinn ávinningur auk langtímaarðsemi FORSVARSMENN þeirra sex fyr- irtækja, sem fjárfest hafa mest ís- lenskra fyrirtækja erlendis, vísa því á bug að íslendingar fjárfesti í at- vinnugreinum sem skila litlum arði og í umhverfi sem þeim gengur illa að ná tökum á. Þeir vísa til arðsemi sem fjárfestingamar skila til lengri tíma og þess sem þær skila óbeint, s.s. þekkingu og markaðsaðgangi. Þau íslensku fyrirtæki sem fjár- fest hafa mest erlendis eru Eim- skipafélag íslands, íslenskar sjáv- arafurðir, Marel, Samherji, SIF og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, að því er fram kemur í grein Stefáns Arnarsonar hjá Seðlabanka Islands í ársfjórðungsriti bankans. Af fjárfestingum Samherja er- lendis hefur hæst borið dótturfélagið í Þýskalandi, Deutsche Fischfang Union, en afkoma þess hefur verið slök. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samheija hf., hefur trú á því að fjárfestingarákvarðanir Samherja hafi verið réttar og skili hluthöfunum hagnaði í framtíðinni. „Islensk sölu- fyrirtæki hafa tvímælalaust skilað miklum arði heim, í formi hærra af- urðaverðs en ella. íslensk fyrirtæki hafa tekið mikla áhættu með fjárfest- ingum erlendis en þær skila sér til lengri tíma litið. Það er hins vegar nokkuð til í því að hingað til hefur ís- lenskur iðnaður fremur notið góðs af en hluthafamir," segir Þorsteinn. Að hans mati er rangt að halda því fram að íslendingar fjárfesti í um- hverfi sem þeim gengur illa að ná tökum á. „Það eru áratugir síðan ís- lendingar hófu fjárfestingar í fyrir- tækjum á sviði sölu sjávarafurða og að mínu mati stöndum við fremstir í flokki í heimsverslun með fiskafurð- ir. Við höfum fjárfest í grein sem við þekkjum vel,“ segir Þorsteinn. Arðgreiðslur ekki jafn- miklar og æskilegt væri íslenskar sjávarafurðir hafa m.a. rekið fiskréttaverksmiðjur í Banda- ríkjunum og Frakklandi með tapi. Síðastliðið haust voru ÍS og SIF sameinuð undir nafni SÍF en Finn- bogi Jónsson, aðstoðarforstjóri SIF hf. og fyrrverandi forstjóri IS, segir fjárfestingar íslenskra fisksölufyrir- tækja erlendis hafa haft tvíþættan tilgang., Annars vegar að skila fram- leiðendum hæira verði fyrir sínar af- urðir heim til íslands, hins vegar að skila beinum hagnaði af viðkomandi fjárfestingu. Mér sýnist úttekt Seðlabankans fyrst og fremst miðast að því að skoða seinni þáttinn og það verður að viðurkennast að þar hafa arðgreiðslur ekki verið jafnmiklar og æskilegt væri,“ segir Finnbogi. Að hans mati er ljóst að þær fjárfesting- ar, sem sérstaklega ÍS og SH réðust í fyrir áratugum, hafi skilað mjög miklu fyrir íslenskt þjóðarbú í formi miklum mun hærra verðs fyrir ís- lenskar sjóvarafurðir en ella hefði fengist. Sama máli gegni um fjárfest- ingar þessara fyrirtækja í söluskrif- stofum erlendis. „Þessar tekjur koma ekki inn í útreikninga Seðla- bankans," segir Finnbogi. Á hinn bóginn segir hann ljóst, að arðsemi fjárfestinga íslenskra fyrir- tækja erlendis síðustu 3-5 ár sé í hvorugu tillitinu fullnægjandi. Þar vísar Finnbogi m.a. til fjárfestingar IS í verksmiðjurekstri í Frakklandi og Bandaríkjunum. „Ég tel hins veg- ar alls ekki útilokað að þessar fjár- festingar muni skila meiri hagnaði í náinni framtíð og verða þannig sú búbót fyrir fyrirtækin og íslenskt þjóðarbú sem æskilegt er.“ Markaðsaðgangur einnig mikilvægur Gunnar Örn Kristjánsson, for- stjóri SÍF hf., sem staddur er erlend- is, segir í samtali við Morgunblaðið að arðgreiðslur og vaxtatekjur af lánum séu ekki það eina sem þurfi að taka tillit til í sambandi við fjárfest- ingar íslenskra fyrirtækja erlendis. „Mikilvæg atriði sem einnig skapa verðmæti eru markaðsaðgangur, greiðslur fyrir afnot af vörumerki, söluverð móðurfélags til dótturfé- laga, sú framlegð sem þar skapast og fleira.“ Gunnar segir að á árunum 1994- 1998 hafi hreint veltufé frá rekstri SÍF verið 1.500 milljónir króna. „Þetta fé er alls ekki allt komið frá starfsemi á íslandi, heldur að stórum hluta frá starfsemi erlendis," segir Gunnar. Fjárfestingar erlendis fram- lenging starfseminnar á Islandi Gunnar Svavarsson forstjóri SH segir algengt að fjárfesting skili litlu fyrstu árin. „Ef einungis er talað um fjárstreymi frá rekstri erlendis, s.s. arð, en ekki tekið tillit til hlutdeildar í hagnaði, frekari uppbyggingu er- lendis o.s.frv. segir þetta ekki alla söguna. Það er vafalaust eitthvað til í því að ekki hafi verið fjárfest erlendis í greinum þar sem hagnaður hefur verið mikill. Annað atriði sem líta þarf til er hvenær fjárfestingar hóf- ust, því oft er algengt að fjárfesting skili litlu í uppbyggingarfasa fyrstu árin. Hvað varðar fyrirtæki eins og þau sem SH á erlendis, þarf að taka tillit til þess að aðalmarkmiðið með þeim rekstri var ekki að skila sem mestum hagnaði heldur var SH hér áður rekið sem nokkurs konar sölu- skrifstofa á vegum íslenskra fram- leiðenda. Það var ekki þeirra hagur að skilja eftir hagnað erlendis. Þetta hefur breyst að því leyti að nú eiga aðilar frjáls viðskipti eins og almennt gerist á markaði. Þetta á við um fjár- festingar fleiri aðila. Líta má á þær sem nokkurs konar framlengingu starfseminnar á íslandi," segir Gunnar Svavarsson. Dótturfélög Marels skila hagnaði Marel hf. á m.a. dótturfélag í Dan- mörku, Carnitech, en rekstur þess hefur gengið mjög vel. Lárus Ás- geirsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðsmála hjá Marel hf., segir að Marel hafi sáralítið fjárfest erlendis á árinu 1998. Fjárfestingar fyrirtæk- isins erlendis voru nokkrar á árinu 1997 og einnig á síðasta ári. Lárus segir ummæli Stefáns, um að íslend- ingar fjárfesti í greinum sem skila htlum arði og í umhverfi sem þeim gengur illa að ná tökum á, ekki eiga við um fjárfestingarstefnu Marels. „Við eigum dótturfélög í Dan- mörku, Frakklandi og Bretlandi auk þriggja í N-Ameríku. Þessi félög eru annað hvort í góðum rekstri eða að hefja starfsemi eins og félagið í Bret- landi sem stofnað var í fyiTa. Rekst- ur nýrri félaganna lofar mjög góðu og kemur til með að skila hluthöfum Marels hagnaði eins og hin eldri,“ segir Lárus. Hátækni skilar meiru en sjávarútvegnr Meðal fjárfestinga Eimskipafélags íslands má nefna eign í skipafélaginu Maras Linja og þátttöku í flutning- um á Eystrasalti. EÍ hefur nú hætt þeim rekstri. Þorkell Sigurlaugsson, fram- kvæmdastjóri þróunarsviðs Eimsk- ipafélags Islands, leggur áherslu á að ávinningúr íslenskra fyrirtækja af fjárfestingum erlendis skili sér einn- ig með óbeinum hætti. „Að mínu mati er dregin upp of dökk og skökk mynd í grein Stefáns, enda ekki hægt að lesa allt út úr opinberum hagtölum. Fjárfestingar Eimskipafélagsins er- lendis hafa á heildina htið skilað fé- laginu ávinningi frá því þær hófust að marki fyrir 15 árum. Eimskip og önnur íslensk fyrirtæki hafa aflað sér þekkingar og oft ómetanlegrar markaðsstöðu með fjárfestingum er- lendis. Eimskip hefur þannig náð verulegum ávinningi fyrir móðurfé- lagið hér heima og viðskiptavini fé- lagsins, sem kemur ekki fram í hag- skýrslum,“ segir Þorkell. Fjárfestingar Eimskipafélagsins erlendis eru einvörðungu í flutninga- starfsemi, annað hvort í félögum sem tengjast náið rekstrinum á íslandi, eða í sjálfstæðum rekstri, að sögn Þorkels. Burðarás hefur fjárfest beint í fyrirtækjum hér á landi, en sum þeirra, eins og t.d. Marel hf., hafa fjárfest umtalsvert erlendis. Þorkell segir að íslendingar hafi fremur fjárfest í greinum sem þeir þekkja vel, eins og sjávarútvegi. „Það er vissulega rétt að hlutabréf innan hátæknigeirans hafa skilað meiri ávöxtun erlendis en bréf félaga í grónari greinum. Fram til þessa hafa íslenskir fjárfestar ekki eignast stóra hluti í hátæknifyrirtækjum, en það gæti breyst," segir Þorkell Sig- urlaugsson og vísar m.a. til fjárfest- ingar Landssímans, Opinna kerfa og FBA í erlendu símafyrirtæki. „Að mínu mati hefur útrásin verið afar mikilvæg, aukið þor, þekkingu og reynslu og án hennar væru lífskjör á Islandi ekki jafngóð ogþau eru.“ BÓK1% Verð áður 2.990 kr. 1.990.- Fitusnauðar kræsingar Ríkulega myndskreytt bók sem geymir rúmlega 150 uppskriftir að Ijúffengum, fitusnauðum réttum. Upplýsingar um næringargitdi fylgja hverri uppskrift. Mðl og mennlng malogmennlng.ls I Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Síðumúla 7 • Sfmi 510 2500

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.