Morgunblaðið - 20.02.2000, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 20.02.2000, Qupperneq 6
6 SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ CDU leitar að leiðtoga til að koma flokknum út úr fjármálahneykslinu Y onir um nýtt upphaf -BAKSVIÐ Innan flokks kristilegra demókrata er nú tekist á um hver eigi að vera í forystu fyrir flokkinn. Davíð Kristinsson, fréttaritari 1 Berlín, veltir kostunum fyrír sér. Leuters Friedrich Merz og Angela Merkel ræðast við á Sambandsþinginu í Berlín. Merz er talinn lfklegur til að taka við formennsku í þingflokki CDU og Merkel er í umræðunni sem leiðtogi flokksins. Reutcrs Volker Riihe, fyrrverandi vamarmálaráðherra Þýskalands, ásamt Helmut Kohl, fyrrverandi kanslara og formanni CDU. Riihe er meðal þeirra sem minnst hefur verið á sem nýtt formannsefni CDU. KRISTILEGIR demó- kratar standa nú frammi fyrir alvarlegustu kreppu í sögu flokksins. Með þessum orðum hóf Wolfgang Scháuble tilkynningu sem hann las upp á blaðamannafundi í Berlín á miðvikudaginn var. Hann kallaði til þessa fundar til að greina frá því að hann mundi segja lausum embætt- um sínum sem flokksformaður CDU og formaður þingflokks CDU/CSU á Sambandsþinginu. Scháuble sagði áþreifanlegar breytingar vera orðn- ar óhjákvæmilegar og því stigi hann þetta skref til að „opna möguleikann á nýrri byrjun". Þegar í síðasta mán- uði hafði Scháuble boðist til að segja stöðu sinni lausri en hlaut þá stuðn- ing flokksins til að halda starfi sínu áfram. Á undanfömum vikum hefur örvæntingin innan flokksins farið vaxandi og náði hún hámarki á þriðjudaginn var þegar forseti Sam- bandsþingsins, Wolfgang Thierse, tilkynnti að CDU þyrfti að greiða 41 milljónar marka sekt í kjölfar þess að kristilegir demókratar í Hessen brutu lög um starfsemi stjórnmála- flokka árið 1998. Þegar leið á daginn var orðið ljóst að Scháuble naut ekki lengur stuðn- ing þingflokksins og því var ákveðið að flýta kjöri nýs formanns þing- flokksins. Það voru fulltrúar Nordrhein- Westfalen og Schleswig-Holstein sem kröfðust afsagnar Scháubles. í báðum þessum sambandslöndum eru kosningar framundan og í kosn- ingabaráttunni var orðið Ijóst að borgararnir vildu sjá breytingar í kjölfar fjármálahneykslisins. Innan flokksins hafði myndast óánægja með formannsstarf Scháubles á þessum krepputímum og margir töldu honum hvorki hafa tekist að verja flokk sinn né sjálfan sig með sannfærandi hætti. Scháuble, sem vinna átti að upplýsingu, var að end- ingu orðinn holdtekja slæmrar sam- visku flokksins. Hinn 10. janúar ját- aði hann að hafa, fyrir hönd CDU, tekið við 100.000 mörkum af vopna- salanum Karlheinz Schreiber og málið versnaði mánuði síðar þegar Brigitte Baumeister, fyrrverandi gjaldkeri flokksins, greindi frá þvi undir eið að afhending gjafafjárins hefði farið fram með öðrum hætti en Scháuble hefði áður greint frá. Mað- urinn sem ætlaði að vinna í þágu upplýsingar varð að endingu að fóm- arlambi upplýsingarinnar. Endirinn á ferli Schaubles Ólíkt Angelu Merkel, aðalritara CDU, var „krónprinsinn" Scháuble of innlimaður í kerfi Kohls til að geta unnið að því að upplýsa málið á trú- verðugan hátt. Scháuble, sem heyrir til þeirra sem studdu við bakið á Kohl áður en hann braust til valda innan flokksins, hefur alltaf verið tryggur kanslaranum fyrrverandi. I upphafi níunda áratugarins hófst samstarf Scháubles og Kohls og í lok sama áratugar var Scháuble orðinn mikilvægasti ráðgjafl Kohls og helsti hugmyndafræðingur flokksins. Sem innanríkisráðherra gegndi Scháuble mikilvægu hlutverki við sameiningu Þýskalands. Haustið 1990 varð hann fyrir árás á kosn- ingasamkomu sem leiddi til lömunar fyrir neðan mitti og hefur hann síðan verið bundinn við hjólastól. Aðeins mánuði eftir árásina tók hann aftur upp starf sitt á sambandsþinginu og ári síðar var hann valinn formaður þingflokks CDU/CSU. Þótt lengi hafl verið uppi efasemdir um hvort framtíðarformaður CDU gæti verið bundinn við hjólastól lýsti Kohl því yflr 1997 að hann óskaði sér Scháuble sem eftirmann sinn í emb- ætti kanslara. Eftir ósigur Kohls var engin spurning hver tæki við for- mannsstöðunni í nóvember 1998. Þegar upp komst um fjármála- hneykslið í lok síðasta árs tók Scháuble að fjarlægjast Kohl og uppi eru raddir um að Kohl hafi á undan- förnum vikum beitt sér fyrir því að Scháuble yrði komið frá. Scháuble hveríur nú frá eftir einungis 15 mán- uði í formannsstarfinu en hann mun þó sitja áfram á sambandsþinginu og gegna mikilvægu hlutverki innan flokksins. Stjarnan unga í lok vikunnar náðist samkomulag milli CDU og CSU um að varafor- maður þingflokksins, Friedrich Merz, tæki við formannsembætti þingflokksins af Scháuble. Hinn 44 ára gamli Merz, sem er frá sam- bandslandinu Nordrhein-Westfalen, sem steypti Scháuble úr stóli, hefur lengi verið leynivopn þess síðar- nefnda. Hann sat á Evrópuþinginu til ársins 1994, var ekki hluti af kerfi Kohls og var einn af fáum sem var ófeiminn við að gagnrýna kanslar- ann fyrrverandi. Merz hefur rutt sér til rúms sem efnahagssérfræðingur flokksins og hefur unnið sér inn gott orð fyrir starf sitt á sviði skattamála. Þar sem hinn kaþólski Merz er tals- maður íhaldssamra gilda nýtur hann stuðnings CSU. Stefnt er að því að velja aðra meðlimi hinnar nýju stjómar þingflokksins 29. febrúar. Barist um stöðu flokksformanns Enn er þó óljóst hver tekur við embætti flokksformanns af Scháuble. Sérhver sem sækist eftir embættinu í núverandi stöðu flokks- ins mun íhuga vandlega hversu lengi viðkomandi geti haldið í formann- sstöðu flokks sem er í efnahagslegri, siðferðilegri og pólitískri lægð. Það er því óvíst hvort krafan um kyns- lóðaskipti muni einnig ná fram að ganga hvað formannsembættið varð- ar. Lengi hefur sú bráðabirgðalausn verið rædd að einhver af eldri kyn- slóðinni tæki við embætti Scháubles. Hlutverk viðkomandi yrði þá að leiða flokkinn í gegnum kreppuna og hleypa síðan yngri manni að þegar tekur að birta til að nýju. í þessu samhengi hafa oftast verið nefndir hinn 69 ára gamli forsætisráðherra Saxlands, Kurt Biedenkopf, og for- sætisráðherra Thiiringen, Bernhard Vogel, sem er tveimur árum yngri. Þrátt fyrir að skoðanakannanir sýni að Biedenkopf sé einn vinsælasti stjórnmálamaður CDU hefur hann ítrekað látið þess getið að hann hafi ekki hug á að taka við formannsem- bættinu. Athyglin beinist því að Vog- el sem nýtur stuðnings Nordrhein- Westfalen sem er sterkasta fylking- in inn CDU. Ekki er þó víst að með slíkri bráðabirgðalausn takist að endurheimta róna innan flokksins og jafnvel mundi slík aðgerð einugis hylja yfir áframhaldandi valdabar- áttu innan CDU. Konan úr austrinu Verði ákveðið að yngja einnig upp í stöðu flokkformanns er aðalritari flokksins, Angela Merkel, líklegasti frambjóðandinn. Merkel ólst upp í A-Þýskalandi og nam efnafræði í Leipzig. Eftir fall múrsins gerðist hún fjölmiðlafulltrúi hinnar „lýðræð- islegu viðreisnarfylkingar“ og eftir fyrstu frjálsu þingkosningarnar í A- Þýskalandi 18. mars 1990 var hún gerð að talsmanni ríkisstjórnar de Maziére. Hálfu ári síðar gekk hún til liðs við CDU og í lok ársins var hún valin á sambandsþingið í Bonn. Árið 1991 gerði Kohl hana að ráð- herra í sambandsstjóm sinni og sama ár var hún kosinn varaformað- ur CDU. Eftir ósigur Kohls 1998 tók hún að fjarlægjast „fóstra" sinn og í kjölfar fjármálahneykslisins sleit hún endanlega sambandinu við Kohl. Hún hefur verið talsmaður vægðar- lausrar upplýsingar og þótt standa sig vel í hlutverki aðalritara á krepputímum. í kjölfarið hafa vin- sældir hennar aukist innan flokksins sem og meðal kjósenda. Ekki eru þó allir jafn hrifnir af Merkel og óvíst er hvort Merkel tak- ist að halda utan um hina ólíku arma CDU/CSU. Mörgum þykir hún ekki nógu hrífandi stjómmálamaður og aðrir eru lítið hrifnir af hugmyndinni um að kona taki við stöðu flokksfor- mannsins. Edmund Stoiber, formað- ur CSU, og forsætisráðherra Bæj- aralands, er ekki hrifinn af Merkel þar sem hann hefur áhyggjur af því að formennska hennar myndi leiða til þess að CDU færðist til vinstri á pólitíska ásnum og fjarlægðist þann- ig systraflokk sinn. Merkel þykir þannig einum of frjálslynd fyrir sam- bandslöndin S-Þýskalandi. Horft til Volker Rúhe í stað Merkel hefði Stoiber helst viljað sjá Volker Ruhe í formanns- embætti CDU en Ruhe er mjög vel liðinn innan CSU. Auk þess sýna skoðanakannanir að Rúhe er tals- vert vinsælli meðal almennings en Merkel. Vangaveltur um formann- sefnið Rtihe koma þó á fremur óheppilegum tíma þar sem Ruhe er í miðri kosningabaráttu í Schleswig- Holstein. Áður en upp komst um fjármálahneykslið í lok síðasta árs virtist Rúhe eiga góða möguleika á því að verða næsta forsætisráðherra Schleswig-Holstein. Nú sýna skoð- anakannanir að CDU hefur 7-11 prósentustiga minna fylgi en SPD og því má telja útilokað að Rtihe nái markmiði sínu. Líklegan ósigur í Schleswig-Holstein mætti skrifa á reikning fjármálahneykslisins og ljóst er að magir hefðu frekar viljað sjá Rúhe sem formann CDU í Þýska- landi en forystumann stjórnarand- stöðunnar í fyrrnefndu sambands- landi. Upphaflega ætlaði CDU að taka snögga ákvörðun um eftirmann Scháubles til að styrkja ímynd flokksins í komandi kosningum. Rúhe virtist því óraunhæfur kostur þar sem hann var að einbeita sér að kosningunum 27. febrúar. CSU lagði þó áherslu á að slíkar ákvarðanii' þurfi að yfirvega vandlega, gæði 1, þurfi að ganga fyrir hraða. I kjölfarið | hafa líkurnar á því að Rtihe verði næsti formaður CDU aukist á und- anförnum dögum. Helsti ókosturinn við Ruhe er þó að hann er, ólíkt Merkel, ekkert síður innlimaður í „kerfi Kohls“ en Scháuble. Koch neitar að segja af sér Fyrir ári var nýkjörinn fbrsætis- | ráðherra Hessen, Roland Koch, ein hinna ungu stjarna flokksins. Eftir f að Hessen varð að miðpunkti fjár- f málahneykslisins dettur engum í hug að stinga upp á Koch sem verð- andi formanni flokksins. Eftir upp- sögn Scháubles beinist athyglin að Koch sem einnig hefur þurft að við- urkenna að hann hafi farið með ósannindi. Þeim fjölgar ört sem eru þeirrar skoðunar að Koch verði einn- ig að taka afleiðingunum af því að hafa blekkt almenning. Stjórnar- | andstaðan hefur krafist afsagnar Kochs en innan forystu CDU hafa fáir hvatt Koch til að segja af sér. Fari þeim röddum fjölgandi kemst Koch vai-la hjá því að segja af sér. Þótt skoðanakönnun sýni að % að- spurðra séu þeirrar skoðunar að Koch beri að segja af sér hefur hann ítrekað að það geri hann ekki á með- an að hann nýtur stuðnings meiri- hluta þingsins í Hessen. Búist er við því að Koch verði endurkjörinn íbr- maður á flokksþingi CDU í Hessen sem verður haldið um helgina. Erfítt verkefni framundan Næstu vikur munu leiða í ljós hvort afsögn Scháubles veitir CDU möguleikann á nýrri byrjun. Var þetta skref stigið of seint eða var það jafnvel vanhugsað? Ljóst er að flokk- urinn kemst ekki upp úr lægðinni án breytinga. Innan flokksins eni uppi ólíkar skoðanir um það hvort flokks- formaðurinn þurfl að vera af yngri ; kynslóðinni eða hvort reynslan sé nýjungunum mikilvægari á þessum erfiðu tímum. CDU hefur ákveðið að hleypa af stað líflegri umræðu innan flokksins um arftaka Scháubles og áætlað er að tillaga liggi fyrir í lok næsta mánaðar. Hvort sem formað- urinn mun heita Vogel, Merkel eða Rtihe þá er eitt víst: Sá sem tekur embættið að sér mun þurfa að kljást áfram við fjármálahneykslið og ekki sér fyrir endann á því máli.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.