Morgunblaðið - 20.02.2000, Side 21

Morgunblaðið - 20.02.2000, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2000 21 bolta. Pegar búið er að binda efri grindina þarf að setja niður floor channels og blockout. Komi skekkj- ur í ljós eftir steypu þarf að gefa út discrepancy report, annars útbúið þið quantity-sheet þar sem öll pay items koma fram og afhendið það Or. íslensk þýðing á ofanskráðu er þessi: - Áður en grindin í botnplötunni í sográsinni er bundin þarf að ganga frá þéttilista við dæluþróna, ganga frá jarðvírum að tengiplöt- um og setja niður hólka fyrir berg- bolta. Þegar búið er að binda efri grindina þarf að setja niður gólfr- ennur og steypuúrtak (stokkur). Komi skekkjur í ljós eftir steypu þarf að gefa út fráviksskýrslu, ann- ars útbúið þið magntölublað þar sem allir greiðsluliðir koma fram og afhendið það eftirliti. I síðara dæminu útskýrir eftir- litsmaður gröft og fyllingar við verktaka: - Efni sem grafið verður úr pen- stokknum skal nota í access roads að bottom outlet. Efni sem grafið verður úr grunni fyrir switchgear house og úr tailrace canal skal nota í stífluna en efni úr headrace canal skal nota í upstream blanket og í backfill að bottom outlet. Ekki verður leyft að nota shotcrete í face slab innan á stíflu. - Og þetta útleggst þannig á ís- lensku: Efni sem grafið verður upp fyrir fallpípurnar skal nota í veg að botnrás. Efni sem grafið verður úr grunni fyrir tengihús og úr frá- rennslisskurði skal nota í stífluna en efni úr aðrennslisskurði skal nota í botnfyllingu lónsins og í fyll- ingu að botnrásinni. Ekki verður leyft að nota sprautusteypu í þétti- vegg innan á stíflu. Svo mörg voru þau orð. Onnur dæmi sem flöktu um manna í mill- um voru t.d. „unit 1“ og „unit 2“ sem þýðir einfaldlega vél 1 og vél 2, „intake“, sem er ekki flókið, þýð- ir inntak, „grouting" sem er að sögn kunnugra bergþétting, „still- ing basin“ sem útleggst iðuþró og „pipe-layer“ sem mun vera pípu- lagningamaður. Áður var getið um „canteen labour“ sem er háfjalla- nafn yfir konurnar sem elda ofan í mannskapinn í mötuneytinu. AHir leiðir... I Vatnsfelli eru menn samdóma um að allir séu leiðir yfir þessari málnotkun og yfirmennirnir segja það hvimleitt að hlusta á hundruð starfsmanna bjaga móðurmálið á þennan hátt. „Þetta hlýtur að hafa áhrif, menn lifa og hrærast í þess- ari málnotkun á vöktum sínum og fara svo til byggða með þetta í far- teskinu. Menn spyrja hvort ekkert sé hægt að gera, af hverju við ger- um ekkert. Við getum ekki annað en tuðað og reynt að vekja athygli á þessu ástandi. Þeir sem betur eru í stakk búnir að grípa inn i halda bara ráðstefnur um stöðu íslenskr- ar tungu. Fyrir mér er þetta ein- faldlega spurning um það hvort við ætlum að halda í tungumálið eða láta það verða að einhverjum graut,“ segir Magnús Stephensen. í matsalnum leyfa menn sér þó að brosa að þessu, þótt undirtónn- inn sé alvarlegur, og benda á að svona málnotkun hvetji gjarnan til tilþrifa í þýðingum á nöfnum ís- lenskra fyrirtækja. Menn hafi t.d. nefnt að hér á landi starfi The Kill- ing Company of South Iceland (Sláturfélag Suðurlands), The Sa- les Center of Quick Frozen Houses (Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna) og The Agricultural Cooporation og Fleas and Spoons (Ræktunarsamband Flóa og Skeiða). Og ekki megi gleyma The Snake Brothers (Bræðurnir Orms- son) og þannig megi lengi telja. Enginn neyddur til að tala ensku Að fenginni reynslu af heimsókn í Vatnsfell og með þær upplýsingar í farteskinu sem þar fengust og hér hafa verið skráðar var bæði tilhlýði- legt og eðlilegt að leggja nokkrar fyrirspurnir fyrir fulltrúa Lands- virkjunar og varð Þorsteinn Hilm- arsson, upplýsingafulltrúi LV, fyrir svörum. Hvers vegna leggur LV á það áherslu að allar bréfaskriftir og öll plön og pajppírar séu á ensku þótt hér vinni Islendingar hjá Islending- um? „Útboðsgögn, verksamningar og skjöl er varða túlkun á samnings- gögnum og samskipti er varða er- lenda verktaka eru á ensku við Vatnsfellsvirkjun vegna þess að verkið var boðið út alþjóðlega. Til þess þurfa verklýsingar og teikn- ingar ásamt útboðsgögnum að vera á aðgengilegu máli fyrir bjóðendur víðar að en á íslandi. í útboðsgögn- unm eru ákvæði um notkun ensk- unnar en þó er gert ráð fyrir að nota megi íslensku í skriflegum samskiptum eins og aðilar komi sér saman um. Landsvirkjun hefur frá stofnun fyrirtækisins boðið út allar stórframkvæmdir alþjóðlega og tel- ur það hafa bæði verið hagkvæmt fyrir fyrirtækið og komið innlendri verkkunnáttu og hæfni til góða. Staðreynd er að bæði hönnun og bygging virkjana hefur færst æ meir á hendur íslenskra aðila ein- mitt vegna þess að þeir hafa öðlast reynslu af vinnu hjá og samstarfi við erlenda aðila sem komið hafa að virkjunarframkvæmdum Lands- virkjunar. Islensku aðilarnir hafa reynst ágætlega samkeppnishæfir til þessa. Þeir hafa annast í seinni tíð nær alla hönnun virkjana og annast æ stærri hluta virkjunarfram- kvæmdanna. Þeir eru jafnframt famir að sækja á erlend mið á sviði orkumála og ná þar árangri. Vatnsfellsvirkjun var boðin út í þrem byggingarverkhlutum og tveimur véla- og raftnagnsverkhlut- um. Átta verktakar gerðu tilboð í byggingarhlutana en þar af voru þrír íslenskir verktakar og komu eitt til þrjú alíslensk tilboð í einstaka verkhluta. Hlutu tveir íslenskir verktakar öll þessi verk. I véla- og rafmagnshlutana bárust einungis til- boð frá erlendum verktökum og hlutu tveir þeirra verkin. Bygging virkjunar er flókið verk og mikið í húfi, bæði fjármunir og þörf er fyrir rafmagnið frá virkjuninni á tilsettum tíma. Verkþættimir fléttast saman og því er nauðsynlegt að fyrirbyggja eins og kostur er að misskilningur komi upp um verkið og vinnuna sem getur hæglega leitt til alvarlegra mistaka og mikils skaða. Þess vegna er gerð krafa um að öll formleg skrifleg samskipti um verkið sem tengjast verksamningunum við verk- takana fari fram á ensku og noti þau orð og skírskotanir sem skilgreind em í verksamningum og útboðs- gögnum." Mér skilst að þýskur eftirlitsaðili sé í Vatnsfelli. Væri ekki eðlilegra að hann fengi skjöl og pappíra þýdda frekar en að neyða hundruð Islend- inga til að tala ensku? „Það er enginn Þjóðverji við eftir- lit við Vatnsfell. Þið gætuð hafa hitt Skota sem var staddur þama. Eitt af þremur fyrirtækjum sem annast sameiginlega eftirlit með fram- kvæmdum er þýskt. Öll munnleg samskipti íslenskra verktaka við eft- Untal 90 Skilafrestur skattframtals einstaklinga, sem ekki hafa með höndum eigin atvinnurekstur, rennur út 28. febrúar. Hægt er að sækja um viðbótarfrest til 10. mars, annað hvort skriflega eða með tölvupósti. Form fyrir frestumsóknir með tölvupósti er að finna á upplýsingavef rsk.is. Menn með eigin atvinnurekstur hafa frest til 15. mars. Hægt er að sækja um viðbótarfrest til 15. apríl. Form fyrir frestumsóknir verður opnað á upplýsingavef ríkisskattstjóra eftir næstu mánaðamót. irlitsaðilana fara fram á íslensku. Verkfundir með íslensku verktökun- um fara fram á íslensku en fundar- gerðir sem eftirlitsaðilarnir skrifa eru á ensku enda eru það formleg skrif með skírskotun til verk- samninganna á ensku. Enginn Islendingur er neyddur til að tala ensku. Landsvirlqun hafði á sínum tíma frumkvæði að því að gerður var svonefndur virkjunar- samningur sem gildir um störf við virkjunarframkvæmdir. Þar kemur fram í grein 11.2.1, að öll fyrirmæli til starfsmanna skuli vera á íslensku og „skulu starfsmenn ekki þurfa að tala annað mál en íslensku. í engu skulu starfsmenn gjalda þess að upp komi misskilningur, sem er bein af- leiðing af mismunandi tungumálum eða vandamálum við að gera sig skiljanlega,“ eins og þar stendur." Það er að skilja að verktakar hafí beðið um að fá að hafa allt á ís- lensku, utan það sem sneri beint að erlendum aðilum, það hafí í íyrstu o > P0 FRAMTALS- FRESTUR Á NETINU ERTIL láð hm ð netínu www.rsk.is www.rsk.is \A/\A/\A/ rOU' IO Netframtal 2000 hefur nú verið opnað. Ný og bætt útgáfa frá fyrra ári, þar sem m.a. er hægt að vista framtalið og Ijúka framtalsgerð í áföng Eins og á síðasta ári geta einstaklingar sem ekki hafa með höndum eigin atvinnurekstur talið fram á netinu. Að auki geta þeir sem eru með óverulegan atvinnu- rekstur og eru ekki virðisaukaskattsskyldir nýtt sér netframtalið. Hllir þeif sem mðguleika hafa ð, eru hvattir til að aata netframtalið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.