Morgunblaðið - 20.02.2000, Síða 28

Morgunblaðið - 20.02.2000, Síða 28
28 SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ Islendingasögurnar notaðar til að byggja upp ferðaþjónustufyrirtæki á Hvolsvelli kjarninn í ferðaþjónust- unni í Sögusetrinu á Hvolsvelli. Arthúr Björgvin Bollason for- stöðumaður segir Helga Bjarnasyni að unnt sé að nýta Islendinga- sögurnar með þessum hætti og telur mögulegt að vekja áhuga erlendra ferðamanna. Hann er með hugmyndir um að koma upp bók- menntasögusýningu í Sögusetrinu, í tengsl- um við Njálusýning- una sem þar er. ARTHÚR Björvin Bolla- son, forstöðumaður Sögusetursins á Hvols- velli, leikur mörg hlut- verk sem eini starfsmaður fyrirtæk- isins í vetur. Auk forstöðu- mannsstarfsins er hann sýning- arstjóri Njálusýningarinnar og tveggja minni sýninga, veitinga- maður og stundum leikstjóri í Sögu- skálanum, verslunarstjóri í minja- gripaversluninni, umsjónarmaður upplýsingaskrifstofu ferðamála og leiðsögumaður í ferðum sem safnið skipuleggur. Þessi upptalning á konar ferðir og er ákveðið að far- þegum skemmtiferðaskipa verður boðið að kaupa ferðir um söguslóðir Njálu næsta sumar. Gerir hann sér vonir um að til dæmis hluti þýskra farþega skipanna muni sýna þeim áhuga. „Það er reynsla mín að hægt er að vekja áhuga útlendinga á sög- unni, sérstaklega þegar maður not- ar Njálu til að lýsa þjóðinni og breytingum sem orðið hafa á þjóð- félaginu,“ segir Arthúr Björgvin þegar hann er spurður að því hvort erlendir ferðamenn, sem ekki hafi kynnt sér íslendingasögurnar sér- staklega, hafi gagn og gaman af þessum ferðum. „Njála varpar ljósi á þjóðarsálina, það má nota hana sem lykil til að opna mikilvægan kafla í sögu þjóðarinnar,“ segir hann. Þá segir hann að í söguhringnum fái fólk sögu þjóðarinnar í hóflegum skömmtum en einnig þverskurð af náttúru landsins. Nefnir í því sam- bandi að fólk komist í snertingu við Hekluauðnina og afleiðingar eld- gosa, ekið sé beint út úr auðninni inn í trjágöng í einum fallegasta skógi landsins, og ekki megi gleyma Fljótshlíðinni og baráttunni við landeyðingu jökulvatnanna sem þar blasi við. „Fólkið fær ekki einungis innsýn í sögusvið Njálu heldur einn- ig samanþjappaða mynd af sögu þjóðarinnar og útistöðum hennar við náttúruna í ellefu hundruð ár.“ Björn G. Björnsson hannaði Njál- usýninguna. Hún hefur þótt vel heppnuð og er enn unnið að þróun hennar. Þannig er verið að undir- búa uppsetningu hljóðkerfis. Hug- myndin er að setja upp hljóðdæmi á vissum stöðum á sýningunni, þar heyri gestir leikna kafla úr Njálu sem tengjast myndefni og texta á sýningarspjöldum. Arthúr Björgvin hefur hug á að koma upp litlum sýn- ingarsal þar sem stöðugt verði sýnd kvikmynd sem snertir efni sýning- arinnar. Hann hefur einnig áhuga á að setja upp tölvuskjá þar sem unnt verði að komast inn í efni geisla- diska sem gerðir hafa verið um víkingatímann. Yeislur í Söguskálanum Miklir möguleikar sköpuðust við flutning Sögusetursins í Sunnuhús- ið. í anddyri hússins er aðstaða fyr- ir upplýsingamiðstöð ferðamanna og minjagripaverslun. Auk Njál- usýningarinnar er safn um sögu Kaupfélags Rangæinga í húsinu og lítil veiðisýning. Þá hefur verið komið þar upp veitingasal í fornum stíl og er hann nefndur Söguskál- inn. Hann er notaður til funda- og ráðstefnuhalds og þar eru haldnar veislur. Meðal annars verður haldin söguveisla síðar á árinu en hún er samstarfsverkefni Reykjavíkur - menningarborgar Evrópu árið 2000. Hópar geta pantað Söguskálann fyrir veislur. „Við höfum ákveðið að sérhæfa Söguskálann sem lamba- kjötsstað, það verður eini rétturinn sem hér verður á boðstólum. Okkur finnst það viðeigandi. Við erum í miklu landbúnaðarhéraði og sauð- fjárræktin á undir högg að sækja. Verkefni fyrirtækisins er að lyfta undir atvinnulíf og mannlíf á svæð- inu og þótt þetta framlag okkar breyti ekki miklu þá er það lóð á vogarskálarnar fyrir bættum hag bænda. Ég veit að ekki þarf að neyða þetta kjöt ofan í gestina því sjálfur hef ég farið með þúsundir ferðafólks um landið og tekið eftir því að erlendir ferðamenn eru alltaf mjög ánægðir með íslenska lamba- kjötið," segir Arthúr. í Söguskálanum er einnig hægt að bjóða fólki upp á söng og leik sem tengist Njálssögu. „Fólkið kemur ekki hingað einungis til að borða og drekka, heimsóknir eru yf- irleitt í tengslum við Njáluferðir og svo er sýningin skoðuð. Þetta vinn- ur allt saman,“ segir forstöðumað- urinn. Sögueyjarsýning Enn er mikið húspláss ónýtt í Sögusetrinu og er Arthúr Björgvin uppfullur af hugmyndum um nýt- ingu þess. Hann vill gera Sögusetr- ið að menningarmiðstöð. Það er að- fjölbreyttu starfi Arthúrs Björgvins veitir nokkra innsýn í starfsemi fyr- irtækisins. Sögusetrið er í eigu sex sveitarfé- laga í austurhluta Rangárvallasýslu og 60 annarra hluthafa.- Upphafið var Njálusýning sem sett var upp í öðru húsnæði á Hvolsvelli. „Tilgangurinn með sýningunni var að nýta þá auðlind sem menn sjá í fornum sögum, ekki síst Njálu, og unnt er að nýta til að efla ferðaþjón- ustuna,“ segir Arthúr Björgvin. Sögusetrið fór fljótlega að standa fyrir ferðum um söguslóðir Njálu og er móttaka ferðafólks af ýmsu tagi nú orðin aðalverkefni þess. Sögusetrið fékk til afnota hús á Hvolsvelli, Sunnuhúsið svokallaða, sumarið 1998 og þar var Njálusýn- ingin sett upp að nýju. Hægt að vekja áhuga útlendinga Sýningin er tvíþætt, að sögn Ar- húrs Björgvins, hún á að veita inn- sýn í heim víkinganna og Brennu- Njálssögu. Á síðasta ári komu á milli fimm og sex þúsund gestir á sýninguna. Arthúr vekur athygli á því að af liðlega 300 örnefnum í Njálu eru/10 í Rangárvallasýslu og 40 í Ár- nessýslu. Það sýnir að sögustaðir eru mjög þétt á Suðurlandi. Um þessar slóðir eru einmitt söguferð- irnar sem Sögusetrið skipuleggur og eru orðnar stór þáttur í starf- semi fyrirtækýsins. Um flestar helg- ar eru hópar íslendinga á ferðinni. Boðið er upp á mismunandi ferðir og bæði hálfs dags ferðir og heils dags. Hann segir að ferðaskrifstof- urnar hafi einnig sýnt áhuga á að bjóða erlendum ferðahópum sams Morgunblaðið/Helgi Bjamason Arthúr Björgvin Bollason, forstöðumaður Sögusetursins á Hvolsvelli, telur mögulegt að nýta íslendingasögumar við uppbygginguferðaþjónustu. Hér er hann við kálfskinn í bókagerðarbásnum á Njálusýningunni. Arthúr hefur áhuga á að fá eitt handrit Njálu til að hafa á Njálusýningunni. Brennu-Njálssaga er Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Söguskálinn er veitingasalur í fornum stfl. Hér em Friðrik Sigurðsson veitingamaður, Hulda Dóra Eysteins- dóttir og Christiane Bahner. Á bak við þau glóðast lamb á teini. Söguskálinn sérhæfir sig í lambakjöti. Stefnt að uppsetn- ingu bdkmennta- sögusýningar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.