Morgunblaðið - 20.02.2000, Page 29

Morgunblaðið - 20.02.2000, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2000 29 „Það er reynsla mín að hægt er að vekja áhuga útlendinga á sögunni, sérstaklega þegar maður notar Njálu til að lýsa þjóð- inni og breytingum sem orðið hafa á þjóðfélaginu." ili að Fræðsluneti Suðurlands og er fyrirhugað að halda þar ýmis nám- skeið og ráðstefnur um söguna og sagnahefð Islendinga. Fyrsta nám- skeiðið heitir Njála og nútíminn. Verið er að innrétta fundarsal í hús- inu og mun hann koma að góðum notum á námskeiðum og ráðstefn- um. Hluti af fræðsluhlutverki Sögu- setursins er við móttöku skólanem- enda. Segir Arthúr að hátt í 1000 nemar, bæði úr framhaldsskólum og efstu bekkjum grunnskóla, hafi komið þangað í haust. „Við höfum mikinn áhuga á að auka þennan þátt í starfseminni og bæta enda er Njálusýningin kjörin kennslusýn- ing. Til þess vantar okkur tilfinnan- lega kennsluefni og þurfum aðstoð yfirvalda menntamála til að bæta úr því.“ Arthúr Björgvin hefur áhuga á að koma upp bókmenntasögusýningu í því mikla húsplássi sem enn er ónýtt. „Gestir okkar gætu farið þangað eftir að hafa skoðað Njál- usýninguna og kynnt sér sögu bók- mennta íslendinga til okkar daga.“ Hann hugsar sér að margmiðlunar- tæknin yrði notuð til að koma upp- lýsingum á framfæri við gestina og lítur til skáldasafnsins í Dyflinni sem fyrirmyndar. Þar eru hljóð- dæmi notuð til að kynna höfundana og verk þeirra. Hann sér sýninguna þannig fyrir sér að þar fengju gestir að sjá sögu þjóðarinnar með augum skáldanna. Að hans mati liggur beint við að nefna sýninguna Sögu- eyjuna enda myndu gestir hennar fá hugmynd um það af hverju þetta nafn hafi verið notað um Island. „Þetta yrði um leið saga þjóðar- innar því það er snar þáttur í þjóð- arkaraktemum að við höfum verið sískrifandi. Það mátti aldrei neitt gerast án þess að það væri skráð.“ Arthúr viðurkennir að uppsetn- ing slíkrar sýningar taki langan tíma og kosti töluvert. En áhugi sé á að hefjast handa á þessu ári, helst að koma upp vísi að Sögueyjarsýn- ingu. Það sé þó háð fjármagni. „Tekjur okkar koma af ferðaþjón- ustunni og ný verkefni velta mikið á því hvernig gengur að reka hana. Ég beini því orku minni að því að byggja upp reksturinn svo að hann geti staðið undir þeim verkefnum sem við höfum áhuga á að ráðast í.“ Njáluhandrit til sýnis? Uppbygging Sögusetursins hefur frá upphafi verið kostuð af sveitar- félögunum sex og öðrum hluthöfum. Á síðasta ári fékk stofnunin í fyrsta skipti styrk á fjárlögum, 5 milljónir kr., til uppbyggingarinnar. Þeir fjármunir eru meðal annars notaðir til að koma upp öryggis- og bruna- varnakerfi í húsinu. Tilgangurinn er að það fullnægi ítrustu kröfum til að þar megi varðveita verðmæta muni úr eigu þjóðarinnar. Spurður að því hvaða muni hann myndi helst vilja fá að hafa í safninu nefnir Arthúr Björgvin beinhólkinn með hjartamyndunum sem fannst við Knafahóla, spjótsoddinn sem fannst við Kotmúla eða Tröllaskóg- arnæluna. Nælan stendur hjarta hans nær enda er hún fyrirmyndin að merki Sögusetursins - en er nú á sýningu erlendis. Þá segir hann að það myndi hafa mikla þýðingu fyrir sýninguna ef leyfi fengist til að hafa þar til sýnis eitt Njáluhandrit. „Það myndi lyfta sýningunni mjög mik- ið,“ segir Arthúr Björgvin Bollason. Konudagsblómaúrvalið er hjá okkur Kvöldverður á Naustinu fylgir konudags- blómvendinum frá okkur Einnig óvæntur glaðningur frá Snyrtivöruversluninni PS. hú getur sparað |)ér sporin! Heimsendingarþjónusta, símar 561 3030 og 551 9090 blómaverkstæði INNA Skólavörðustíg 12, Bergstaðastrætismegin, sími 551 9090 Næg bílastæði, Bílastæðishúsið Bergstaðir. Ekkcrt stöðumælagjald uni hclgar Að aka BMW 316 er engu líkt. Þessi tilfinning er afrakstur þrotlausrar vinnu vísindamanna og færustu hönnuða sem hafa náð að tvinna saman vísindi og ástríðu á einstakan hátt. Við bjóðum þér að komast á flug - í BMW 316. BMW 316 kostar frá 2.380.000 kr. Grjótháls 1 Engum líkur sími 575 1210

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.