Morgunblaðið - 20.02.2000, Síða 64

Morgunblaðið - 20.02.2000, Síða 64
VIÐSKIPTAHUGBÚN AÐUR Á HEIMSMÆLIKVARDA <B> NÝHERJI S: 569 7700 MORGUNBIABW, KRINGLUNNI1,103REYKJAVÍK, SÍMl 5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 20. FEBRUAR 2000 VERÐ I LAUSASOLU 150 KR. MEÐ VSK. 17% aukning á slys- um í heimahúsum ALLS leituðu 8.844 einstaklingar til slysa- og bráðamóttöku Sjúkrahúss Reykjavíkur á síð- asta ári vegna slysa í heimahús- um, samkvæmt upplýsingum landlæknisembættisins. Þetta er um 17% aukning frá árinu á undan en þá leituðu 7.557 á slysa- og bráðamóttökuna af þessum orsökum. Til samanburð- ar má geta þess að áætlað er að árlega slasist 2.500 tU 3.000 manns í umferðarslysum. Þarna er aðeins verið að ræða um fjöld- ann en ekki hversu alvarleg slys- in eru. Af þeim sem leituðu til slysa- og bráðamóttökunnar vegna slysa í heimahúsum voru 1.584 börn á aldrinum 0 til 4 ára og alls 3.277 böm yngri en 15 ára. Fjöldi slysa í heimahúsum hefur aukist í nær öllum aldurshópum og hjá báðum kynjum. Mest aukning hefur orðið hjá fólki á aldrinum 75 til 79 ára, eða um 47%. Flest slysin verða í stofum og svefnherbergjum Flest slys sem verða í heima- húsum verða í stofum og svefn- herbergjum en þar slasast börn á aldrinum 0 til 9 ára og fólk á aldrinum 20 til 49 ára oftast. Börn og unglingar á aldrinum 10 til 19 ára slasast hins vegar oft- ast rétt fyrir utan heimili sitt og fólk 50 ára og eldra slasast oftast í næsta nágrenni heimilis síns. Menntamálaráðherra á háskólaþingi Islenskir háskól- ar á tímamótum BJÖRN Bjarnason menntamála- ráðherra sagði við upphaf háskóla- þings í gær að til þess væri ekki efnt til þess að leggja á ráðin um að stofna nýja skóla heldur til þess að íhuga og ræða hvernig kraftarn- ir yrðu best virkjaðir með þeim há- skólum sem við eigum nú þegar. „Þingið er haldið til að árétta hina miklu fjölbreytni, hin nýju tækifæri ungra íslendinga til að leita sér æðri menntunar. Við vilj- um að skólarnir séu virkir þátttak- endur í að skapa Island nýrra tækifæra í heimi, þar sem mennt- un, menning, vísindi og rannsóknir skipta sköpum fyrir árangur ein- _staklinga og þjóða,“ sagði Björn. Sjóndeildarhringurinn spanni heiminn allan Hann sagði að íslenskir háskólar stæðu á tímamótum og starfsum- hverfi þeirra væri að taka á sig nýja mynd. „Sjóndeildarhringurinn má ekki takmarkast við eigið land heldur verður hann að spanna heiminn allan, því að fjarlægðir eru orðnar að engu. Sérhver þjóð verð- ur þó að móta menntastefnu í sam- ræmi við stöðu sína og markmið. Nú þegar eru íslenskum háskólum sköpuð nútímaleg starfsskilyrði með nýjum lögum, auknu sjálfræði og markvissum árangursstýrðum aðferðum við fjárveitingar," sagði ^íljörn. Hann sagði að eftir samtöl sem hann hefði átt við nemendur í há- skólunum átta vildi hann sérstak- lega nefna tvennt sem komið hefði Morgunblaðið/Kristinn Björn Bjarnason menntamála- ráðherra flutti ræðu við upphaf háskólaþings í gær. fram hjá þeim. í fyrsta lagi vildu nemendur að skólar hefðu skýr námsmarkmið og framfylgdu þeim með góðri kennslu. í öðru lagi vildu nemendur fá skýr skilaboð frá háskólum og yrði hann ekki síst var við það í heimsóknum sínum í framhaldsskóla landsins og á fund- um með nemendum og kennurum þeirra. Fjölbreytni í háskólanámi ykist með hverju árinu og aukin samkeppni milli skóla kallaði á að þeir skýrðu vel fyrir nemendum hvaða kröfur væru gerðar til þeirra. Heimilisbankinn opnar útibú Notendur Heímilisbankans geta nú stundað banka- viðskipti sfn hvar sem er og hvenær sem er meö WAP farsfma ÐARBANKINN íur banki Morgunblaðið/Ásdís Fallegt vetrarveður við Ægisíðu ÞEGAR fallegu vetrardagamir koma og sólin lætur snjóinn glitra er hægt að gleyma því um hríð hversu kaldur og harður veturinn hefur verið undanfarið. Þessar stúlkur nýttu sér fallegt vetrar- veðrið og fóru með hunda sína nið- ur að Ægisíðu og virðast hundarnir ekki síður njóta dagsins. FJöldi 1.600 Komur á slysa- og bráðamóttöku vegna slysa í heimahúsum 1999 I I Karlar 4.439 I I Konur 4.405 .- 0- 5- 10- 15- 20- 25- 30- 35- 40- 45- 50- 55- 60- 65- 70- 75- eldri 4 9 14 19 24 29 34 39 44 49 54 59 64 69 74 79 en 80 Veiðar á Flæmingjagrunni hefjast óvenju snemma Aflabrögðin ágæt en miklar brælur ÞRJÚ íslensk skip eru nú að rækjuveiðum á Flæmingjagrunni og hafa aflabrögð verið þokkaleg þrátt fyrir mikla ótíð eins og venja er á þessum árstíma. Búist er við miklum skipafjölda á veiðisvæðið í sumar og óttast margir að gengið verði of nærri rækjustofninum. Samkvæmt ákvörðun Norðvest- ur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinn- ar (NAFO) er heimilt að veiða allt að 30 þúsund tonn af rækju á Flæmingjagrunni á þessu ári. Þar af er heildarkvóti íslendinga sam- tals um 9.300 tonn eða sá sami og í fyrra en alls veiddu 10 íslensk skip tæp 8.300 tonn á Flæmska hattin- um á síðasta ári. íslendingar eru eina aðildarþjóð NAFO sem stjórn- ar veiðum með aflamarki en aðrar þjóðir úthluta sóknardögum til að takmarka veiðarnar. Ætla má að íslendingar komi einnig á einn eða annan hátt að út- gerð vel á annars tugs erlendra skipa sem nýta sóknardaga á Flæmingjagrunni, aðallega frá Eystrasaltslöndunum, Rússlandi og Póllandi. Gera má ráð fyrir að afli þessara skipa sé um 15.000 tonn á ári en hluti aflans kemur til vinnslu hérlendis. íslensku skipin sem nú eru við veiðar á Flæmingjagrunni eru Sunna SI, Pétur Jónsson RE og Bliki EA. Skipin eru óvenju snemma á ferðinni á þessu ári en íslenskar útgerðir hafa til þessa Áætlaður rækjuafli íslenskra skipa á Flæminqjaqrunni árið1999 dJlm* tJT PéturJónsson RE69 2.199,2 Helga RE49 1.533,0 Sunna Sl 67 1.269,9 Svalbarði Sl 302 693,4 Orri ÍS20 693,1 Bliki EA12 602,9 Eyborg EA59 342,4 Nökkvi HU15 325,2 Askur ÁR 4 324,8 Hólmadrangur ST70 296,0 SAMTALS 8.280,0 Afli upp úrsjó skv. tilkynningum skipstjómarmanna _______til Fiskistofu og upplýs. frá löndunarhöfnum ekki gert skip sín út á Flæmingja- grunn í desember, janúar og febr- úar, enda er gjarnan mikil ótíð á miðunum á þessum árstíma. Viðunandi aflabrögð Sunna SI hélt á Flæmingjagrunn fyrst íslenskra skipa þetta árið, hinn 5. janúar sl., og landaði um 207 tonnum á Nýfundnalandi fyrir skömmu, eftir 27 daga á veiðum, og er nú í sinni annarri veiðiferð. Sig- urður R. Stefánsson, útgerðar- stjóri Þormóðs ramma-Sæbergs hf. sem gerir Sunnu SI út, segir Sunnu SI ekki hafa farið jafn snemma á Flæmingjagrunn áður. „í fyrra fór skipið þangað í lok mars og það var óvenju snemmt miðað við undanfarin ár. En eins og ástandið hefur verið á rækju- miðunum við Island að undanförnu er hreint ekki fýsilegur kostur að halda skipinu á veiðum þar. Þess vegna var ákveðið að senda skipið svo snemma á Flæmingjagrunn." Sigurður segir aflabrögðin við- unandi, miðað við tíðarfar. „Það voru ansi miklar brælur eins og við var að búast. Þeir fengu einnig ágæta rækju, þótt menn hafi nú oft séð það betra á þessu svæði, en um helmingur aflans var iðnaðar- rækja.“ Búist við miklum fjölda skipa Sigurður telur að hægt sé að gera út skip á Flæmingjagrunn allt árið en segir að fara verði varlega í umgengni við rækjustofninn á svæðinu. Fréttir berist nú af ótal skipum sem stefna á veiðar á Flæmska hattinum í sumar, meðal annars ætli Rússar að nýta sóknar- daga sína á svæðinu betur en áður. ,Arið 1996 varð skipafjöldinn hvað mestur á þessum miðum og þá var hreinlega búið að þurrka upp svæðið í september. „Miðað við þann skipafjölda sem manni skilst að ætli á veiðarnar í sumar hefur maður svo sem ástæðu til að ætla að eitthvað svipað verði upp á ten- ingnum," segir Sigurður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.