Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 10. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Mikiö um dýröir eftir setningu búnaöarþings viö Hötei Sögu á morgun: Þetta er undursamlegt, finnst þér það ekki líka hr. Davíð???? Forstöðumaður tækniþróunarsviðs RÚV um heimili sem ekki sjá sjónvarp Útilokað að dreifíkerfíð nái til allra fyrir lok ársins ÞINGSÁLYKTUNARTILAGA, ell- efu þingmanna úr fjórum flokkum, um að uppbygging dreifikerfis Rík- isútvarpsins verði þannig að öll heimili í landinu nái sjónvarpsút- sendingum þess fyrir árslok árið 2000, liggur nú til umsagnar hjá Ríkis- útvarpinu. í greinargerð með tillög- unni kemur fram að 77 heimili í dreifbýli nái ekki útsendingunum. Eyjólfur Valdimarsson, forstöðu- maður tækniþróunarsviðs Ríkisút- varpsins, segir að vissulega sé stefnt að því, lögum samkvæmt, að ná 100% dreifingu á útsendingum Sjón- varpsins, en bendir á að það sé kostnaðarsamt og engin ákvörðun hafi verið tekin um hvemig fram- kvæmd þess verði háttað, en útilok- að sé að það verði fyrir lok þessa árs. Kostnaður allt að 3 milljónir króna á heimili að meðaltali Til að koma útsendingum Sjón- varpsins til allra umræddra heimila segir Eyjólfur tvær leiðir færar, annars vegar með endurvarpsstöðv- um og hins vegar loftnetskerfum. Samkvæmt frumathugun sem Ríkis- útvarpið og Póstur og sími, nú Landssíminn, gerðu fyrir um fimm árum sé kostnaður við lagningu dreifikerfis til heimilanna mismun- andi, en talinn vera að meðaltali allt að 3 milljónir króna á hvert þeirra. Þar að auki segir hann áætlað að rekstrarkostnaður dreifikerfisins myndi hækka um allt að 30%, hann sé nú um 70 milljónir króna á ári en gæti orðið um 90 milljónir. Hann bendir á að þessi áætlun sé lausleg og til að finna út hver raunverulegur kostnaður við framkvæmdimar yrði, þurfi að gera nákvæma úttekt, sem sé bæði tímafrek og kosti mikla vinnu. Lausn fyrir skip líka í athugun Eyjólfur segir ódýrari leið, sem tryggi viðunandi lausn, ekki sjáan- lega í nánustu framtíð. Aðspurður segir hann gervihnött ekki lausn fyrir alla, því heimilin verði að hafa sjónlínu að gervihnettinum til að ná útsendingum í gegnum hann, en sú sé ekki raunin með öll umrædd heimili. Auk þess bendir hann á að rekstrarkostnaður við gervihnött yrði 80 til 90 milljónir króna á ári og til langframa yrði þetta því mun dýrari kostur, þó að stofnkostnaður yrði ekki nema um 10 til 15 milljónir. Kosturinn við gervihnött sé hins vegar sá að hann næði til skipa á ná- lægum fiskimiðum, en menntamála- ráðuneytið hafi falið þeim að kanna kostnaðinn við að koma sjónvarps- útsendingum til sjómanna og það mál sé því einnig í athugun. „Önnur þessara lausna er þó ekki algild fyrir báða þessa hópa. Við get- um ekki leyst mál sjómanna með þvi að leggja landnet fyrir bæina og við getum ekki leyst mál allra bæjanna með gervitungli," segir Eyjólfur. Aðspurður segir hann ljóst að íbúar umræddra heimila vilji ná út- sendingum Sjónvarpsins. „Þeir vilja fá sjónvarp og sumir hafa þrýst á það. En það samt er skilningur hjá fólki á því að þetta sé kostnaðarsamt og að það taki tíma að koma þessu á,“ segir Eyjólfur. Málþing Mannverndar í Odda Gag’nagrunns- málið frá ýmsum hliðum Mike Fortun HINGAÐ er kominn Mike Fortun vís- indasagnfræðing- ur og mun hann halda er- indi á málþingi Mann- verndar, sem hefst á morgun klukkan 14.15 í Odda, stofu 101, og stend- ur til 17.00. Þar verður fjallað um gagnagrunns- mál frá ýmsum hliðum, rætt verður um tölvu- tækni (Oddur Benedikts- son prófessor í tölvunar- fræði), opinbera umræðu (Skúli Sigurðsson vísinda- sagnfræðingur) og Nasd- aq-hlutabréfamarkaðinn (Mike Fortun). í erindi sínu ræðir Mike Fortun um ris og sig erfðafræði- markaðsins. Hver er hans skoðun á gagnagrunns- málinu íslenska? „Þegar ég kom hingað í sept- ember 1998 til að halda þrjú er- indi um siðfræði erfðarannsókna og stunda rannsóknir á gagna- grunnsmálinu, geisaði umræða um gagnagrunnsmálið. Eg reyndi að gera mér grein fyrir hve mismunandi skoðanir fólk hafði á málinu án þess að hafa gert upp hug minn í þessum efn- um þá þegar. Af því að ég álít að skoðanaskipti um þessi mál séu mjög mikilvæg þá fannst mér sláandi hvað umræðan var gerð miklu erfiðari með afstöðu dr. Kára Stefánssonar og íslenskrar erfðagreiningar, það er með því að gera lítið úr andstæðum skoð- unum og gagnrýnisröddum." - Hver er reynsla þín af þess- um málum erlendis? „í fyrsta lagi þá var doktors- ritgerð mín við Harvard 1993 um sögu og félagslega þætti áætlun- arinnar um kortlagningu erfða- mengis manna. I öðru lagi hef ég haldið áfram þessum rannsókn- um á siðfræðilegum, lagalegum og þjóðfélagslegum áhrifum á markaðsvæðingu erfðarann- sókna. I þriðja lagi hef ég íylgst með framvindu gagnagrunns- málsins af áfergju með því að nýta mér vefsíðu Mannvemdar og með því að vera í reglulegu sambandi við íslenska fræði- menn. í stuttu máli er það sem mér ftnnst einkar athyglisvert það að skilja hvemig þessi mark- aðsvæðing erfðarannsókna á sér stað utan Bandaríkjanna - í þessu tilviki á íslandi." -Sýnist þér þróun málsatvika hér vera í svipuðum farvegi og það sem þú hefur séð utan ís- lands? „I erindi mínu mun ég byrja á að tala um málið almennt en síð- an kem ég að því sem einkennir umræðuna hér á íslandi. Það sem einkennir þessa umræðu al- mennt er að ekkert lýðræðisþjóðfélag hef- ur enn fundið leið til þess að hemja þessa hringiðu siðferðfiegra vandamála, væntinga um skjóttekinn gróða, drauma sjúklinga um bætta heilsu og því hvers vísindin séu megnug þegar slag- orðunum sleppir.“ -En hvað er sérstakt í um- ræðunni hér? „Af því að ísland er svo h'tið land þá hélt ég að hægt væri að ræða um málin vítt og breitt á öfgalausan hátt og komast að einhvers konar skynsamlegri nið- urstöðu. Gagnstætt því sem er í ► Mike Fortun fæddist í Pitts- burgh 1958. Hann lauk prófí frá Harvard-háskóla 1993 í vís- indasögu. Hann hefur starfað við kennslu, nú kennir hann við Rensselaer Polytechnic Institute og einnig í Boston við MIT. Hann er kvæntur Kim Fortun, sem kennir mannfræði við Rensselaer og hefur rann- sakað afleiðingar slyssins í Bophal á Indlandi. Bandaríkjunum þar sem ríkis- valdið og erfðafræðifyrirtæki eru óháð hvort öðru þá vakti það mikla undmn mína hve sam- slungnir þessir þættir eru hér, allt frá því að frumvarpsdrögin komu í faxi til ráðuneytisins frá Islenskri erfðagreiningu. Einn mesti kostur bandarísks samfé- lags er fjölbreytni og nærri því skipulögð óreiða og því er skort- urinn á þessu sviði hér sláandi og jafnframt mjög varasamur." - Ertu viss um að þessir þætt- ir í bandarísku samfélagi væru heppilegir hér í litlu samfélagi? „Þetta er mjög góð spuming. Ef einhvem lærdóm má draga af deilum um vistfræði og umhverf- ismál, erfðafræði á þessari öld og fyrirkomulag lýðræðis þá er það alltaf, hversu erfitt sem það er að komast þannig að samkomu- lagi, ætíð heppilegra og heil- brigðara til lengdar að taka ákvarðanir sem viðurkenni í raun margbreytileika samfélagsins heldur en ákvarðanir í stfl við einveldi.“ - Hvað ætlar þú að ræða ann- að í erindi þínu? „Nú þegar líkur aukast á því að Islensk erfðagreining fari á bandarískan hlutabréfamarkað þá aukast enn kröfurnar um læsi fólks á sviði erfðafræði, áhættu- fjármagns og siðfræði. Það sem er einnig gagnlegt við þessa at- burðarás er það að þessi hlutabréfamark- aður er undir opinbero eftirhti og því verða fyrirtæki sem ætla að fara á opinberan markað að skýra rétt frá styrk sínum og veikleika til þess að öðlast traust eftirlitsvaldsins og markaðarins. I stuttu máli má segja að sá texti sem fólk fær til þess að lesa ætti að verða raunsærri og minna í stfl við skýjaborgir.“ Þess má geta að eftir hvert er- indi á málþinginu verða umræð- ur. Þingið er öllum opið. Heilbrigðara að taka ákvarðanir sem viður- kenna marg- breytileika samfélagsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.