Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 58
MORGUNBLAÐIÐ t58 FÖSTUDAGUR 10. MARS 2000 UMRÆÐAN ESB smáklíkuræði, ekki lýðræði Á ÁRUM áður, þeg- ar Sovétríkin voru enn við lýði og styrktu áróðursstarf sósíalista um víða veröld, var blómatími hugtaka- brengls og öfugmæla áróðursmanna rauða valdsins. Smáklíkuræði ' (oligarchy) Kremlverja var kallað „alþýðulýð- ræði, sem er hið full- komna lýðræði". Upp- login og fegruð mynd af fullkomleika fyrir- myndarríkisins og „al- ræði öreiganna“ þar í landi var dásömuð. Hörmungarástand mannréttinda, heft persónu- og tján- ingafrelsi með refsirétti „gúlagsins" og geðveikrahælisins var skilgreint sem réttlátur áfangi í framfarasókn til hins fullkomna framtíðarríkis sós- íalismans. Þagað var yfir morðum og manndrápum í milljónavís en menn- ing og listir í sovétinu rómaðar. Ryðgað framleiðslu- og framleið- nirýrt kerfi efnahagsmála með til- heyrandi fátækt og lágu neyslustigi fólksins var í frásögninni puntað með merkingarlausu slagorðagjálfri. Þetta rifjaðist upp fyrir mér, þeg- ar ég las um glansmynd Þórunnar Sveinbjörnsdóttur af ESB í blaðinu 17. febrúar og halelújaboðskap Eir- íks B. Einarssonar 4. þ.m. Hann gengur svo langt í öfugmælunum að skilgreina ESB sem „lýðræðis- bandalag Evrópu“. Hafa menn heyrt annað eins? Skoðum staðreyndirnar um stjórnskipun ESB. Fjórar aðalstofnanir ESB Stjórnskipun ESB endurspeglast í fjórum aðalstofnunum þess. Þær eru ráðherraráðið, framkvæmda- stjórnin, Evrópuþingið og dómstóll- inn. Valdið liggur fyrst og fremst hjá ráðherraráðinu. Það fer með æðsta ákvarð- anavald í öllum málum, þar með talið löggjaf- arvald og vald til þess að gefa út tilskipanir og reglugerðir innan ákvæða ESB-samning- anna. Einnig fer það með samningsréttinn við utanbandalagsríki, m.a um sjávarútvegs-, tolla- og viðskiptamál. Það kýs framkvæmda- stjórnina 4. hvert ár og dómara í Evrópudóm- stólinn til 6 ára í senn. Það afgreiðir tillögur, sem framkvæmda- stjórnin hefur átt frumkvæði að. Undir vald hennar á öllum þessum sviðum beygja sig liðlega 375 millj- ónir kjósenda, sem hafa engan rétt til að velja þennan æðsta ákvörðun- araðila ESB, heldur aðeins hlýða og nöldra. Hafa menn heyrt áður um þvílíkt „lýðræði", þetta fullkomna „Evrópu- lýðræði“? Kjósendur aðildarríkjanna hafa ekki rétt til að velja löggjafann. Löggjafinn er ekki kjörinn lýð- ræðislegri kosningu heldur skipar ríkisstjóm hvers aðildarríkis einn fulltrúa í ráðherraráðið. Þeir eru því 15 í dag. En atkvaeðin í ráðherraráðinu eru ekki 15 heldur 87, af þvi að ríkjunum er mismunað. Fulltrúar Breta, Frakka, Itala og Þjóðveija fara með 10 atkvæði hver í ráðinu. Fulltrúi Spánar hefur 8 at- kvæði. Fulltrúar Belgíu, Grikklands, Hollands og Portúgal 5 atkvæði hver. Fulltrúar Austurríkis og Sví- þjóðar 4 atkvæði hver. Fulltrúar Danmerkur, Finnlands og írlands 3 atkvæði hver. Fulltrúi Lúxemborg 2 atkvæði. Hversu þungt halda menn svo að áhrifavægi íslands yrði við þessar Evrópusambandid Það er kaldhæðnislegt, að „Evrópulýðræðið“ er í meginatriðum hlið- stætt smáklíkuræði Kremlverja, segir Hannes Jónsson, sem Austur-Evrópa hefur í óða önn verið að losa sig undan síðan 1989. reglur, ef til aðildar kæmi? í mesta lagi 1 á móti 87. Framkvæmdastjórnin, þingið og dómurinn I reynd er framkvæmdastjómin önnur mesta valdastofnun ESB. Hún er ekki lýðræðislega kjörinn í almennum kosningum heldur skipuð af ráðherraráðinu. I henni eru nú 20 embættismenn, sem almennir kjós- endur aðildarríkjanna em ekki í neinum beinum tengslum við. Hún sér um daglegan rekstur ESB, tekur þátt í löggjafarstarfi þess með því að hafa framkvæði og gera tillögur til ráðherraráðsins um ný verkefni og útgáfu laga, reglugerða og tilskip- ana, auk þess sem hún sér um að framkvæma fjárlög sambandsins Hlutverk hennar er þó ekki síst að sjá til þess að lög, reglur og tilskip- anir ESB séu virt af aðildarríkjun- um. Einnig gerir hún samninga við utanbandalagsríki og leggur fyrir ráðherraráðið til samþykktar. Hún er líka vörsluaðili samninga og hefur eftirlit með að ákvæðum þeirra sé framfylgt, stjómar starfsliðinu og er í beinum tengslum við fastanefndir aðildarríkjanna og fulltrúa annarra Hannes Jónsson SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 Frábær þjónusta KERFISÞROUN HF. Fákafeni 11 • Simi S68 8055 http://www.kertisfhroun.is/ Ráðherraráðið er æðsta valdastofnun og löggjafi ESB, kýs framkvæmdastjóm, dómara og gerir milliríkjasamninga. í því em 15 ráðherrar með 87 misþung atkvæði. ríkja, sem hafa fastanefndir hjá ESB. Þriðja aðalstofnunin er Evrópu- þingið. Reyndar er það öfugmæli að tala um þingið. Það er ekkert þing í okkar skilningi á löggjafarþingi heldur var það lengst af aðeins valdalaus ráðgjafarsamkoma, þótt hresst hafi verið lítillega upp á myndugleik þess á takmörkuðu sviði á undanfömum áram. Á því sitja nú 626 valdarýrir fulltrúar, kjörnir í al- mennum kosningum aðildarríkj- anna. Það endurspeglar smávægi þess í huga hins almenna kjósanda, að kosningaþátttaka til þess er yfir- leitt á bilinu 30-40%. Það er fyrst og fremst blekkingarpunt í stjórnskip- un smáklíkuræðisins, þar sem 15 manna ráðherraráð fer með æðsta valdið og er löggjafinn, ekki þingið. Um Evrópudómstólinn þarf ekki að fjalla að öðra leyti en því, að hann er kjörinn til 6 ára af ráðherraráðinu og dómar hans hafa forgang fyrir landsrétti aðildarríkjanna. Stjórnskipulag af þessu tagi er ekki lýðræði. Það sér hver heilvita maður. Þetta skipulag kemur undir gömlu skilgreiningu forngrikkja á „oligarchy“ eða smáklíkuræði. Það er ástæðulaust fyrir íslendinga að láta telja sér trú um, að þetta sé lýð- ræði. Hliðstætt smáklíkuræði Kremlverja Það er kaldhæðnislegt, að „Evrópulýðræðið" er í meginatrið- um hliðstætt smáklíkuræði Kreml- verja, sem Austur-Evrópa hefur í óða önn verið að losa sig undan síðan 1989. Eg kynntist því í nærmynd, þegar ég starfaði í 9 ár í Moskvu í tveinur áföngum á Bréshnev-tíma- bilinu. Þar var æðsta valdið í reynd í höndum 15 manna klíku, Pólitbjúró Kommúnistaflokksins. Miðstjórn flokksins kaus eða réttara sagt end- umýjaði valdatíma klíkunnar að hennar eigin tillögu. Framkvæði til lagasetningar, tilskipunar eða kjörs í embætti, þ. á m. ráðherraembætti og dómstóla, vísaði klíkan til mið- stjómar, sem þá var stofnun 241 fulltrúa, sem fundaði 1-2 daga tvisv- ar á ári og samþykkti í einu hljóði allt sem frá Pólítbjúró kom og vísaði því til Æðstaráðs Sovétríkjanna til samþykktar. Það kom einnig saman 2 daga tvisvar á ári og samþykkti all- ar sömu tillögurnar einróma og af- greiddi sem lög ríkisins eins og þær komu frá Pólitbjúró. Öfugmæla- menn kölluðu þetta „alþýðulýðræði, hið fullkomna lýðræði," sem í reynd var smáklíkuræði Pólitbjúró-flokks- ins. Mér þykir ekki líklegt, að íslend- ingar vilji búa við öfugmælalýðræði, hvorki smáklíkuræði „alþýðulýð- ræðisins" né heldur „Evrópulýðræð- isins“. Við verðum bara að vona, að engum takist að blekkja okkur til þess að ánetjast því með aðildar- glansmynd um óraunhæfan gróða- pakka frá Brassel. Höfundur er fyrrvcrundi sen diherra. N FFKK GOl F>RIR | BESTAN LFlK ÖÍS TILNFFMNGU f ' l'!L OSKARSVERÐUAUNA FRUMSYND I DAG I I I J í \ i 1 I w 4mkmmi Bmmmi MKOa THE HURRICANE HANS STÆRSTI BARDAGI VAR FYRIR RETTLÆTI ___________________________________________________________________I n m bio riTTin^^Trriiiii n^i rnTiTUTTTiii^ri *rrr ir rrnTrnnnm 1111 iíttttttttítttti rri n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.