Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MARS 2000 33 LISTIR Barnið og heimspek- ingurinn TOIVLIST Háskólabíó SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Mahler: Sinfónía nr. 3. Barbara Deaver mezzosópran, Kvennakór íslenzku óperunnar.barnakór og Sinfóníuhljómsveit Islands u. stj. Petris Sakaris. Fimmtudaginn 9. marz kl. 20. STÆRSTA, fjölhæfasta og bezt menntaða hljómsveit lýðveldisins átti stórafmæli í gær. Fyrstu tón- leikar Sinfóníuhljómsveitar Islands voru einmitt fyrir réttum 50 árum, hinn 9. marz 1950, og var af því til- efni efnt til aukatónleika sem bragð var að. Fluttur var einn af stærri bitum sígildrar tónlistar, hin risa- vaxna 3. sinfóníu Gústavs Mahlers. I sjálfu sér viðeigandi verkefni á tyllidegi sem þessum, þó að frum- flutningur pöntunarverks frá heimskunnu tónskáldi hefði óneit- anlega verið metnaðarfyllra, eins og mörg dæmi eru um hjá fremstu hljómsveitum erlendis, og fyrir jafnvel smærri afmæli en hér var um að ræða. Gústav Mahler kvað að vísu ekki lengur njóta sömu athygli og var á 7. og 8. áratug, þegar hljómkviður hans voru efstar á baugi í tónlistar- höllum hins vestræna heims. Engu að síður verður 3. sinfónían frá 1889 alltaf talin meðal tilkomumeiri við- fangsefna fyrir stóra hljómsveit hvað sem öllum tízkusveiflum líður, og ekki verður af henni skafið að hún er stór í sniðum. Ef öllum áhafnarkröfum er framfylgt, út- heimtir verkið um 120 hljóðfæra- leikara - auk einsöngvara, kvenna- kórs og drengjakórs. Látum vera að Sinfóníuhljómsveitin (að 16 auka- mönnum meðtöldum) náði „aðeins“ 106 manna styrk að þessu sinni og að „drengjakórinn“ var skipaður unglingsstúlkum. Eftir stendur, að slíkt stórvirki hefði tæplega verið viðráðanlegt hér á landi svo sómi hefði verið að fyrir bara 20-25 ár- um. Ekki aðeins með tilliti til um- fangs, heldur einnig til flutnings- gæða. En mikið vatn hefur til sjávar runnið síðan þá, og slíkar eru fram- farir SI á aðeins einum aldarfjórð- ungi, að það sem áður var óhugs- andi er nú orðið sjálfsagt mál. Stærstu verk sinfóníubókmennta hafa þegar fyrir allnokkrum árum látið að sér kveða í kvikmyndahús- inu að Hagatorgi, og er skemmst að minnast „Upprisu“-sinfóníu Mahl- ers, nr. 2, sem SI fiutti hér um árið með glæsibrag. 3. sinfónía hans, sem í gærkvöld var frumflutt á Is- landi, meira en öld eftir að hún varð til, er því aðeins ein af mörgum álíka þungavikturum tónbókmennta sem beðið hafa síns vitjunartíma hér á norðurhjara meðan hljóm- sveitin óx úr grasi og mannskapn- um fjölgaði hægt og bítandi úr 40 í 80 hljómlistarmenn - sem telst þó enn ekki fullskipuð sinfóníuhljóm- sveit á alþjóðavísu, þótt í það virðist stefnt. Líkt og til að _ árétta þetta var blaðafrétt um að SI hefði nýlega fest kaup á fjórum Wagner-túbum, sem ættu að koma í góðar þarfir í 7. sinfóníu Bruckners á þessu vori. Það hefur verið sagt um sinfón- ísku verk Mahlers, að þau beri vott um tvíeðlið í persónuleika hans, ein- faldleikann og hið upphafna, sem hann ýmist leitist við að tefla gegn hvort öðru eða sameina, og ekki alltaf með sama erindi sem erfíði. Það er vitaskuld ekki öllum gefið að því að sameina sýn barns og heim- spekings svo allir láti sannfærast. Fyrir sumum hlustendum getur upphafningin stundum hljómað hol, og hið barnslega banalt. Það skal þó játað, að fyrir undir- rituðum, sem er ekki sterkur fyrir í Mahler og hafði aldrei heyrt Þrist- inn áður, var margt sem gekk dáfal- lega upp í víðast hvar skýrt mótaðri meðferð Petris Sakaris og Sinfón- íuhljómsveitarinnar, sérstaklega í lokaþættinum, þar sem greinilega hafði verið nostrað við smæstu at- riði í líðandi leik strengjanna. Lág- vær mars þeirra í upphafsþættinum var hins vegar væskilslega þurr í hljómburðarleysi Háskólabíós og hefði mátt setja aðeins meira „kjöt“ í tóninn. Kannski hefði munað um 14 strengjaleikarar í viðbót, þó að reynslan af DR-hljómsveitinni á dögunum hafi að vísu bent til ann- ars í þessu vonlausa húsi. Einskær stílræn fjölbreytni sin- fóníunnar gerir að verkum, að hún er ekki auðtorguð í einni hlustun, en við fyrstu heyrn var auðvelt að láta hrífast af mörgum frjóum augna- blikum hennar, þótt sumt væri fyrr- getnum annmörkum brennt og jaðraði stöku sinni við afskræm- ingu. Að fara að tíunda beztu augnablikin hér myndi hins vegar æra óstöðugan, enda verkið um nærri 110 mínútur að lengd, há- punktar þess legíó og gífurlegt lit- róf sinfóníuhljómsveitar af stærstu gerð nýtt í æsar. Þó hlutu þættir einsöngvarans og kóranna í síðasta hlutanum óhjá- kvæmilega að standa upp úr. Bandaríska mezzosópransöngkonan var sem sköpuð í hlutverkið og túlk- aði hátimbraða Nietzsche-textann „O Mensch! Gib acht!“ og andstæðu hans, „Armer Kinder Betterlied" úr þjóðkvæðasafninu Des Knaben Wunderhorn af innlifun, sem þétt og hljómmikil rödd hennar átti lítið fyrir að skila gegnum þykkan hljómsveitarvefinn. Raddirnar í Kvennakór Islenzku óperunnar stóðu einsöngvaranum fyllilega á sporði og bárust hreint, skýrt og fallega um salinn, og þegar stúlk- urnar í „drengjakórnum" komu inn með sitt klingjandi Bim! Bam! við bjölluhljóm og glaðlegan hátíðarblæ hljómsveitarinnar var beinlínis sem brostið væri á aðfangadagskvöld í salnum. M.a.s. var ekki laust við að þær minntu eilítlega á alvöru drengjakór, og kann að hafa verið meðvitað. Eins og iðulega í sinfónískum verkum af þessum stærðarflokki var lúðrablástur fyrirferðarmikill, og er óhætt að segja að pjátrið hafi átt marga stórglæsilega spretti þetta kvöld. Eftirtektarvert var þó hvað strengir komu víða furðuvel í gegn í túttí-köflum, og hlýtur það að skrifast á Petri Sakari, sem hér sem oft áður náði miklum árangri á skömmum tíma með farsælli og hnitmiðaðri handleiðslu, eins og hans var von og vísa. Ríkarður O. Pálsson Verk úr umslögum í Galleríi Geysi JOSEPH Marzolla, ungur listamaður frá Frakklandi, opnar sýningu á verkum sínum í Gallerí Geysi, Hinu húsinu v/ Ingólfstorg, kl. 16 á morgun, laugardag. Verkin eru unnin úr umslögum og plasti. Sýningin stendur til 26. mars og er opin alla virka daga frá kl. 8-17. Morgunblaðið/Ásdís Bandaríska mezzosópransöngkonan Barbara Deaver var gestur Sin- fóníuhljómsveitarinnar á tónleikunum í gærkvöldi. Islands- klukkan í Brautar- tungu LEIKDEILD Ungmennafé- lagsins Dagrenningar frumsýn- ir Islandsklukkuna eftir Halldór Laxness í Félagsheimilinu Brautartungu í Lundarreykja- dal, annaðkvöld, laugardags- kvöld, kl. 21. Leikstjóri er Halla Margrét Jóhannesdóttir en aðalhlutverk eru í höndum Sigurðar Hall- dórssonar sem leikur Jón Hreggviðsson og Hildar Jó- steinsdóttur sem leikur Snæ- fríði Islandssól. Nítján leikarar taka þátt í sýningunni og að henni koma um fjörutíu manns sem er tæpur helmingur íbúa Lundarreykjadals. I tilefni uppfærslunnar samdi Bjami Guðmundsson, kennari á Hvanneyri, sérstakt titillag og texta. I fréttatilkynningu segir að uppfærsla leikdeildar UMFD á íslandsklukkunni sé eitt viðamesta verkefni sem leikfélag af þessari stærðar- gi-áðu hafi ráðist í. Allt kapp hef- ur verið lagt á að gera sýning- una sem best úr garði og hefur undirbúningur staðið í heilt ár. Forseti Islands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, verður ásamt þingmönnum Vestur- lands sérstakur gestur á frumsýningunni. Arið 1996 setti leikdeild UMFD upp nýja leik- gerð á sögu Halldórs Laxness, Sjálfstæðu fólki. Rýmumfyrir nýjum vörum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.