Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 54
54 FÖSTUDAGUR 10. MARS 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐRÚN VILBORG GÍSLADÓTTIR + Guðrún Vilborg Gísladóttir fædd- ist á bænum Hóli í Hjaltastaðaþinghá í Norður-Múlasýslu 13. mars 1909. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 28. febr- úar siðastliðinn. For- eldrar hennar voru Jónína Kristrún Ólafsdóttir, húsfreyja á Héraði, f. 12. ágúst -'i 1870 á Fossi í Búr- fellsheiði, d. 24. maí 1910, og Gísli Þor- láksson, bóndi á Hóls- hjáleigu í Hjaltastaðaþinghá, f. 23. maí 1873 á Hólshjáleigu, d. 25. des- ember 1926. Albróðir Guðrúnar var Þorvarður, f. 6. dcsember 1903, d. 22. ágúst 1932. Systkini Guðrúnar, sammæðra, voru: Ólöf Eyjólfína Eyjólfsdóttir, f. 7. febr- úar 1894, d. 6. september 1969; Ólafur Ottó Eyjólfsson, f. 23. júní 1896, d. 4. febrúar 1897; Hallgerð- ur Eyjólfsdóttir, f. 18. september 1897, d. 30. maí 1974; Björgvin Ólafsson, f. 5. ágúst 1905, d. 4. október 1977. Fóstursystkini Guð- j^rúnar voru: Una Pétursdóttir, f. 16. febrúar 1896, d. 23. maí 1993; Steingrímur Hansen, f. 7. júlí 1905, fórst með norska fisktökuskipinu Jæja gamla, ekki fórstu að vilja mínum að verða hundrað ára. Þú kvaddir hægt og hljótt og sofnaðir eins og þeir sem eru hvfldinni fegnir. Líkaminn var þreyttur eftir níutíu ára erfíði og enda þótt sálin hafí sigr- að fætuma var hún jafnvel líka farin að bugast undir lokin. Samt. Það er erfitt að kveðja. Það *r erfitt að kveðja fólk sem hefur verið manni mikils virði allt frá fyrstu stund. Og alla ævina. í reynd verður ekki skilið við fólk sem hefur sjálft skapað tilveru manns. Það fylg- ir manni alla tíð. Það fer ekki. Það er. Þegar ég fylgi þér til grafar tekur tíminn á rás. Og gjarna eru það lítil- fjörlegu augnablikin sem lifa. Gils- bakkavegur. Sólhærður strákhnokki að príla á kolli inni í búri. Litli glugg- Balholm út af Mýrum í desember 1926; Valdimar Pétursson, f. 10. ágúst 1911, d. 22. október 1994. Guðrún ólst upp í Hjaltaslaðaþinghá, en fluttist 16 ára gömul til Akureyrar og bjó þar til dauða- dags. Hún starfaði við heimilisstörf og um árabil hjá fata- verksmiðjunni Heklu á Akureyri. Hinn 23. september 1933 gift- ist Guðrún Sigfúsi Kristjánssyni, verkamanni frá Ak- ureyri, f. 27. nóvember 1901, d. 18. febrúar 1965. Foreldrar hans voru Kristján Helgason, verkamaður á Akureyri, og Helga Jóhanna Bjamadóttir, húsfreyja þar. Börn Guðrúnar og Sigfúsar eru: Helga, f. 30. desember 1935 á Akureyri, gift Rúnari H. Sigmundssyni, við- skiptafræðingi frá Melum í Árnes- hreppi á__Ströndum; böm þeirra: Gunnar Öm, Sigrún, Sigmundur Emir og Guðrún; Jón Gísli, f. 28. júní 1949 á Akureyri. Barnabama- böm Guðrúnar eru 15 að tölu. Utför Guðrúnar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. inn á gaflinum og tindátar í hendi. Víglínan um miðja gluggakistu. Mannfall nokkuð. Sparksleði. Afí næstum bugaður af veikindum að binda þann litla við sætið með trefli. Og lagt af stað. Stutta ferð. Amma á stéttinni að gá til sinna manna og eilífar áhyggjur af kulda. Brekkur og snjór. Amma og afi. Hlýr svipur hægláts manns, sem dó alltof snemma. Rabarbaraslagur við eldri bróður. Garðurinn, grænka í buxum. Höst- ugar skammir og flótti inn í öruggan runna. Lítil hjörtu að mæta stórum heimi. En mestan part saklausir dag- ar. Mestan part öruggir dagar í bak- garði fallegra minninga. Og amma í rósóttum sloppi. Og stofan í austri. Hún var ekki til t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, TEITNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR, áður til heímilis á Fellsbraut 2, Skagaströnd, verður jarðsungin frá Hólaneskirkju, Skaga- strönd, laugardaginn 11. mars kl. 14.00. Guðmundur Sveinsson, Margrét Guðbrandsdóttir, Gunnar Sveinsson, Bára Þorvaldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur samúð og vináttu vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður, fósturföður, tengdaföður, afa og langafa, SIGGEIRS ÞORBERGS JÓHANNESSONAR, Snæbýli II, Skaftártungu. Fyrir hönd aðstandenda, Ingunn Ragna Sæmundsdóttir. Lokað í dag, föstudaginn 10. mars, verða skrifstofur okkar lokaðar frá kl. 12 vegna jarðarfarar vinar okkar, félaga og samstarfsmanns, BJÖRNS GÍSLASONAR. Geysir vélsleðaferðir, A-ferðir, Geysir bílaleiga, Avis bílaleiga, Bátafólkið. hversdagsnota. Uppi undir súð í hús- inu gula varstu eins og drottning í ríki þínu. Þar húrruðum við krakk- amir niður brattan stigann og hent- umst jafnharðan upp. Og svo þegar mest lét, á heitum sunnudegi miðj- um, var stofan opnuð. Umur af pönnsum. Ég las út úr þér hlýju og trú- mennsku. Ég las út úr þér margt. Stjórnsemi og stríðni. Akveðni og einbeitni. Og sigurvilja. Stundum gastu verið svo þver að við hin lyftum brúnum. Þú fórst þínu fram, lágvaxin alþýðukona, með silfrað hár. Ég man ekki eftir þér öðruvísi. Og væntumþykjan. Alltumlykj- andi væntumþykja. Þú brostir til mín af slíkri einlægni að augun þögðu. Og fylgdir mér hvert sem var í hugan- um. Barst hag okkar bama og barna- barna alltaf fyrir brjósti. Sagðir, man ég, að þú ættir ekki annað. Og sækt- ist ekki eftir öðru. Þér var ekki ætluð auðveld ævi. Misstir móður þína ársgömul og ólst upp við kröpp kjör og erfiðar aðstæð- ur í litlu koti á sendnum völlum við Héraðsflóann. Móðurlaus. Flæktist í fyrstu á milli bæja. Misstir mann þinn rúmlega fimmtug og varst ekkja síðustu 35 ár ævinnar. Allt þitt líf einkenndist af æðra- leysi. Þú fórst ekki fram á mikið, nema ef vera kynni heldur feitari lifr- arkeppi en við hin vildum. Kaust gjama feitustu bitana. Og smurðir stundum kartöflumai’. Það var þín veisla. Það var þér nóg. Líf þitt var öðra fremur nægja og sparsemi. Guðrún Vilborg Gísladóttir hefði orðið 91 árs hinn 13. mars á alda- mótaári. Hún fæddist á bænum Hóli í Hjaltastaðaþinghá í Norður-Múla- sýslu á köldum útmánuðum árið 1909. Hún var komin af bændafólki langt fram í ættir frá austan- og norðaustanverðu landinu. Réttu ári eftir fæðingu Guðrúnar lést móðir hennar, Jónína Kristrún, úr berklum. Hún var þá tæpra fjöru- tíu ára, lífsreynd kona og móðir sex bama, sem hún eignaðist með þrem- ur mönnum. Piltinn Þorvarð og síð- asta barn sitt, Guðrúnu, átti hún með Gísla Þorlákssyni, en var meinað að giftast honum. Gísli, faðir Guðrúnar, var fátækur kotbóndi á Hólshjáleigu. Hann þekkti takmörk sín og kom ungri dóttur sinni í fóstur á sveitaheimilum í grenndinni, eins og alþekkt var á meðal smábænda á þeim tíma. Hann hélt Þorvarði syni sínum eftir, en hjá dótturinni tók hver vistin við af ann- arri. Það var lán Guðrúnar að föður- systir hennar, Sigurlaug, sem var barnlaus, flutti í kotið til bróður síns á þessum áram. Sigurlaug var dug- mikil kona og ákveðin. Hún fann til skyldunnar og sótti Guðrúnu litlu á eitthvert kotið í sveitinni og ól hana upp fram á unglingsár, sem eigin dóttir væri. Sigurlaug var lífslán Guðrúnar á viðkvæmum aldri. Hún veitti henni ást og umhyggju og ekki síst öryggi og ól hana upp í góðum siðum vel fram yfir fermingu. Hún hélt heimili að Hólshjáleigu ásamt bróður sínum Gísla, allt þar til bæði giftust og leiðir skildu. Það var árið 1925, en þá stóð Sigurlaug á fimmtugu. Gísli, faðir Guðrúnar, hafði þá kvænst Guðrúnu Friðriksdóttur frá Hofi í Draflastaðasókn. Hún var móðir tveggja sona og uppkominnar dóttur og tók nú nöfnu sína að sér. Sextán ára fluttist Guðrún litla ásamt föður og bróður, nýrri fóstur- móður og fósturbræðram til Akur- eyrar, sem upp frá því varð heimili hennar. Lífssaga ömmu framan af öldinni er saga svo margra kvenna sem komu af fátæku fólki. Hún er saga missis og margra heimila. Hún er HANSÍNA KRISTÍN ÞORS TEINSDÓTTIR + Hansína Kristín Þorsteinsdóttir fæddist á aðfanga- dag jóla árið 1908, að Gröf á Vatnsnesi. Hún lést á Sjúkrahúsi Hvammstanga að morgni sunnudags- ins 5. mars sl. Hún var dóttir hjónanna Sigríðar H. Pálma- dóttur, f. 22.7. 1874, d. 18.9. 1953 og Þor- steins S. Jónssonar, f. 4.1.1876, d. 1.7.1930. Foreldrar hennar, Þorsteinn og Sigríð- ur, bjuggu að Gröf á Vatnsnesi og þar ólst Hansína upp í foreldra- húsum, ásamt þremur systkinum og einum uppeldisbróður. Hrólfur var þeirra elstur, f. 25.1. 1907, en hann fórst árið 1941 með ms. Pét- ursey;Valgerður var tveimur ár- um yngri en Hansína, f. 31.12. 1910, d. 27.12. 1998, Með þeim systum var ákaflega kært alla tíð. Þær bjuggu lengst af sínum bú- skap f sama húsi, Sunnuhvoli á Hvammstanga. Jón er yngstur þeirra systkina, f. 19.10. 1915, hann býr í Reykjavfk. Þorsteinn S. H. Hraundal, f. 12.7. 1913, ólst upp með þeim systkinum að Gröf, hjá föðursystur sinni og nafna. Hansfna giftist 7. september 1947 Agli Ólafi Guðmundssyni, f. 24.3. 1908, d. 22.6. 1997. Sonur þeirra er Hrólfur Sigursteinn, f. 22.7. 1949, kvæntur Guðrúnu Hauksdóttur, f. 20.11.1951. Börn Hrólfs og Guðrúnar eru: 1) Hrefna, f. 7.6. 1970, í sambúð með Viðari Erni Hauks- syni. 2) Arnar, f. 20.11.1973, kvæntur Jóhönnu M. E, Matt- hfasdóttur. Þeirra börn eru: Guðríður Jana, f. 18.11. 1995 og Egill Ólafur, f. 18.3.1999. 3) Sigur- steinn, f. 14.5.1979. Ung að árum var Hansfna kaupakona á sumrin, eins og þá var títt. í Helgu- hvammi var hún fjöldamörg sum- ur, og einnig í Huppahlfð. Á vet- urna vann hún að búi foreldra sinna. Árið 1930 lést faðir hennar og brá þá móðir hennar búi. Þær mæðgur, Sigríður og Hansína, fluttu sig þá um set og settust að á Hvammstanga. Þar bjó Hansfna ætíð sfðan og lengst af í húsinu sínu, Sunnuhvoli, eða í hartnær sjö áratugi. Saumakona var Hans- ína af guðsnáð. Þessir hæfíleikar hennar komu snemma í ljós og var hún afburða flnk saumakona. Hún vann fyrir sér með saumaskap í áratugi. Annars má segja að starfsvett- vangur Hansfnu hafi verið heimili hennar, sem hún lagði mikla rækt við.sem og fjölskyldu sína. Utför Hansfnu fer fram frá Hvammstangakirkju f dag og hefst athöfnin klukkan 14. Hún Hansína er dáin. Hún leið út af eins og ljós sem slokknar, að morgni sunnudagsins 5. mars sl. Hennar liðlega 91 árs lífsgöngu er lokið. Nú þegar komið er leiðarlokum og nú þegar okkar leiðir skiija, er margs að minnast. Efst í huga er mér þakklæti. Þakklæti fyrir svo margt, alla hjálpsemina og alúðina. Hansína var mjög ljúf manneskja og hafði þetta hægláta, góðlega og jafnframt glettna fas. Hið fínlega grín hennar hitti beint í mark. Ég held að orðið æðraleysi lýsi henni vel. Hún var mjög mild mann- eskja hún Sína, en það þýddi ekki að hún væri skaplaus, hún hafði sitt fram á sinn hægláta hátt. Hún hélt alltaf sínu striki. Vann vel og vannst vel og var sífellt að. Ef hún var ekki að sinna sínum heimilisstörftum þá var hún að sauma eða prjóna. Hún eldaði góðan mat og hugsaði sérlega saga fólks sem komið var fyrir og kynti ofnana, en komst af. Af seiglu. Alkunn saga fyrri tíma, en ótrúleg í huga eftirlifenda sem þekkja yfrin öU. Eftir ársdvöl í foreldrahúsum á Akureyri var Guðrún komin í enn eina vistina. Þá síðustu. Næstu sjö vetuma hélt hún heimili þeirra hjóna Olafar Arnadóttur og Magnúsar Oddssonar. Undir lok þess tíma kynntist hún manninum sem varð annað lán hennar á lífsleiðinni. Sigfús Kristjánsson var verka- maður á Akureyri, ljúfur maður og prúður og einkar vandaður. Hann hóf búskap með Guðrúnu sinni í einu herbergi í Gamla hótelinu í Innbæn- um. Þau fluttu á milli einna fimm leiguíbúða næstu árin, allt þar til þau keyptu sér litla risíbúð á Gilsbakka- vegi árið 1940. Þar bjuggu þau sér hlýlegt og fal- legt heimili og ólu upp börn sín tvö, Helgu og Jón Gísla. I því húsi eignað- ist ég mínar fyrstu minningar. I því húsi kynntist ég hlýju og elsku og trausti. Og þar kynntist ég fyrst sorginni, óljóst þó, þegar afi dó, langt um aldur fram, farinn að þreki. Og nú, svo löngu seinna, er amma líka farin. Farin að þreki. Síðustu misserin dvaldi hún á Dvalarheimil- inu Hlíð á Akureyri og undi hag sín- um einkar vel. Allt starfsfólk þar bjó henni fagurt og þægilegt ævikvöld. Fyrir það ber að þakka af heilum hug, enda er hlýja og mannvirðing þeirra starfsmanna aðdáunarverð. Við sem eram börnin hennar viss- um um alllangt skeið að hverju stefndi. En samt. Það er erfitt að kveðja. Og takk er svo undarlega lít- ið orð þegar heil ævi er kvödd. Við systkinin þökkum samt og vitum að amma lifir áfram í okkar lífi. Og barna okkar. Og gleymist ekki. Vertu blessuð, elsku amma. Sigmundur Ernir. vel um heimili sitt, og lifði fyrir að hlúa að sínum nánustu, og fékk ég sannarlega að njóta þess í ríkum mæli. Hún Hansína gerði ekki víðreist um ævina. Hún var mjög heimakær. Hún vildi ekki ferðast og langaði ekki, og þurfti ekki að fara neitt, hún hafði allt sitt heima. Sjálfri fannst henni þetta galli hjá sér og skildi vel aðra, sem höfðu ánægju af að ferð- ast. Svona var hún Sína, skilnings- rík. Skilningsrík, þetta var einmitt einn af hennar kostum. Hún skildi aðra þó þeir væra ekki eins og hún. Aldrei var hún að hneykslast eða býsnast yfir hlutunum. Þó Sína væri ekki mikið út á við og á meðal fólks þá fylgdist hún mjög vel með í daglega lífinu. Gamla tím- ann sá hún ekki í hillingum. Og svo kunni hún Sína að sauma. Fötin sem hún saumaði fóra vel, enda var hún flink saumakona. Enn- þá, fram á síðustu ár, hafa konur ver- ið að þakka henni fyrir, og tala um hvað það sem hún saumaði hafi verið vel gert og flott. Og menn tala líka um gömlu flottu leðurjakkana sína sem hún saumaði, og þegar þeir minnast á þetta þá verða þeir svona dreymnir á svip og til augnanna. Og menn komu með buxurnar sínar, sem ekki pössuðu og sögðu „annað- hvort er ég skakkur eða buxumar skakkar" og auðvitað lagaði Sína það. Það er gaman að blaða í gömlu saumabókunum hennar Sínu. Bók- haldið hennar hefur verið einfalt og gott. Ekki veit ég hvert verðlagið á nauðsynjum hefur verið á þessum áram t.d. 1936-37, en þá hefur það kostað 8.- kr. að láta sauma á sig kjól. Ommubömin vora augasteinarnir hennar Sínu. Alltaf fannst henni sjálfsagt að gæta þeirra, þegar þess þurfti. Og hjá afa og ömmu var ekki í kot vísað, þar var gott að vera. Sína hugsaði um sig sjálf þar til fyrir ári síðan, þá orðin 90 ára, geri aðrir betur. Fram að þeim tíma bjó hún í sínu húsi. Síðustu tvö árin eftir að hún var orðin ekkja bjó hún ein. Dugnaðurinn og seiglan þrást henni ekki. Að leiðarlokum, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín tengdadóttir, Guðrún Hauksdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.