Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 66
66 FÖSTUDAGUR 10. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Hundalíf Ferdinand Smáfólk YOU WHAT ?! YOU TRAPEP ME FOR THAT 5TUPIP 6IRL WITHTHE 6LA55E5 71! . YOU UJERE ROBBEP' 5-4-00 5 Þú hvað? Þú skiptir mér út fyrir þessa heimsku stelpu með gleraugun? Þú hefur verið rændur. NO, I THINK I 60T TME BETTER PEAl.THEY A6REEI7 TOTHROU) IN A PIZZA! Nei, ég held að ég hafi haft betur. Þeir bættu pitsu við kaupin. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavfk • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Lögreglustjóri svarar fyrir- spurn Þráins Frá Böðvari Bragasyni: í MORGUNBLAÐINU 4. mars sl. vekur Þráinn Sigurbjarnarson at- hygli á því að lengi hafi gengið að fá lögreglu til að taka við upplýsingum, sem hann bjó yfir um innbrot og eft- ir það hafi lítið gerst í málinu. Mál það er um ræðir varðar inn- brot í íbúðarherbergi á fyrstu hæð í fjölbýlishúsi við Hraunbæ þann 18. janúar sl. Skv. dagbók var það kært til lögreglu þriðjudaginn 18. janúar sl. kl. 18:04. Skv. málaskrá var skýrsla um málið móttekin í skýrsluskrá fimmtudaginn 20. jan- úar. Þann dag er málið bókað í auð- gunarbrotadeild. Af fyrirliggjandi upplýsingum má sjá að ÞS hafði samband við lögregluna þann dag og kvaðst vera með upplýsingar um gerendur. Þær upplýsingar voru strax sendar á tölvupósti á viðkom- andi starfsstöð lögreglu svo og afrit af skýrslunni. Að athuguðu máli kom hins vegar í ljós að upplýsing- arnar reyndust haldminni en gefið hafði verið upp. Að beiðni ÞS var sent ljósrit af skýrslunni til VIS þann 7. febrúar sl. Sendingin mun ekki hafa náð í hendur réttra aðila hjá tryggingafé- laginu svo hún var endurtekin nokkrum dögum síðar að beiðni ÞS. Lögreglan reynir ávallt að gera sitt besta til að upplýsa mál sem þetta. Hún þarf þó að fylgja ákveðn- um reglum og taka tillit til margra þátta í þeirri viðleitni sinni, s.s. al- dur hlutaðeigandi. Því miður tekst ekki að upplýsa öll kærð innbrot, en um þessar mundir afplána þó um 30 einstaklingar dóma vegna auðgun- arbrotamála, sem lögreglan í Reykjavík hefur unnið að undan- fama mánuði. Sjálfsagt er að svara spurningum ÞS um verklagsreglur og skyldur lögreglu við rannsókn afbrota. -Um skyldur lögreglu fer skv. lög- um um meðferð opinberra mála, lög- reglulögum og skyldum reglugerð- um. Rannsóknir taka jafnan mið af aðstæðum, möguleikum og mann- afla á hverjum tíma, en markmiðið er ávallt að reyna að upplýsa þau af- brot sem átt hafa sér stað. -Öllum ábendingum er fylgt eftir svo fljótt sem verða má. -Vátryggingafélög fá strax afrit af skýrslum í slíkum málum sem þessu, ef tiltekið er nafn trygginga- félags í texta lögregluskýrslu og að viðkomandi hafi tryggingu fyrir því tjóni, sem um ræðir. Ef þess er ekki getið í skýrslu er hún skiljanlega ekki send tryggingafélagi. BÖÐVAR BRAGASON, lögreglustjóri í Reykjavík. Eiturlyf á Netinu Frá Sigurði Sigurðarsyni: í MORGUNBLAÐINU föstudag- inn 3. mars bls. 2 er haft eftir Sig- rúnu H. Magnúsdóttur félagsráð- gjafa að nálega 100 heimasíður um kannabisefni sé að finna á Netinu. Fínt hjá henni, nú verður meira að gera hjá henni í vinnunni. Er það ábyrgt af félagsráðgjafa og starfs- manni Foreldrahússins að auglýsa það í blaði allra landsmanna hvern- ig auðveldast sé fyrir alla aðila að afla sér upplýsinga um eiturlyf? Ég get ekki ímyndað mér að marg- ir slái inn nafn á eiturlyfjum í leit- arvélar nema vera neytandi eða til að afla sér upplýsinga um efnið af fræðilegum ástæðum. Núna eftir að vakin hefur verið athygli á því að þetta sé hægt og rétt eins auð- velt og að slá inn mbl.is þá er mér spurn hvort þetta auki ekki um- ferðina um þessar heimasíður og margir reyni að panta efnið í gegn- um Netið sé boðið upp á það. Þetta er svipað og umferðarráð myndi benda almenningi á heimasíður hjá þeim sem stunda kappakstur að næturlagi fjarri löggæslu en á þeirra heimasíðum væri t.d. hægt að skrá sig til keppni eða aðstoða við þær. Eg efa að umferðarráð myndi láta hanka sig á svoleiðis heimsku. Sigrún Magnúsdóttir ætti e.t.v. að auglýsa hollari heimasíður næst þegar haft er eitthvað eftir henni í blöðunum. Eiturlyfjaneysla er víst nógu slæmt vandamál eitt og sér þó svo að félagsráðgjafar gangi ekki í lið með henni. í lok greinarinnar er þess svo getið í eftirmála að hægt sé að hefta leit á Netinu og er það vel en kannski hefði verið sniðugt að segja hvernig því eftir auglýsingu Sigrúnar er nokkuð víst að margir foreldrar vilja setja höft á leit á Netinu en ekki er víst að allir viti hvernig eigi að fara að. SIGURÐUR SIGURÐARSON, Torfufelli 25, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.