Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 10. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Spýtu- fólk og -dýr MYNDLIST M o k k a AÐALHEIÐUR EYSTEINSDÓTTIR HÖGGMYNDIR Sýning'in er opin frá 10 til 23 og stendur til 11. mars. AÐALHEIÐUR Eysteinsdóttir vinnur myndir sínar úr spýtu- kubbum og tilfallandi afgangshlut- um og „drasli ýmiss konar“. Myndir hennar eru fígúratífar - sýna fólk og dýr - og líkjast einna helst heimasmíðuðum barnaleik- föngum. I þeim er mikill húmor og þótt sumar séu efnismiklar er á þeim léttur blær. Aðalheiður hefur starfað mest á Norðurlandi þar sem hún lærði við Myndlistarskól- ann á Akureyri og sýndi meðal annars á síðasta ári í Listasafninu í næsta húsi við skólann í Listagil- inu. Aðalheiður segist hafa mikinn áhuga á endurnýtingu gamalla hluta og tengist það notkun henn- ar á alls kyns dóti í verkum henn- ar. Minna sést þó af slíku á sýn- ingunni á Mokka nú en í Listasafninu á Akureyri í fyrra. Flest verkin sem Aðalheiður sýnir nú eru smíðisgripir úr tré, gróf- unnin og máluð. Mest ber á stærsta verkinu sem er gríðarmik- ill og litfagur snákur sem hlykkj- ast eftir langveggnum ofan við höfuð gestanna. En á móti snákn- Islensk hönnun með jap- önskum áhrifum Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. DÖGG Guðmundsdóttir iðnhönnuð- ur er ein nokkurra ungra hönnuða, sem boðið var að sýna á árlegri sýn- ingu Kobenhavns Snedkerlaug, sem eru samtök danskra húsgagna- hönnuða. Sýningin er í Kunstin- dustrimuseet í Bredgade og stend- ur til 26. mars. Á sýningunni sýnir Dögg borð og fjóra stóla, ætlað fyr- ir lítið og mjótt eldhús eða bar, inn- blásið af japanska fánanum og jap- önskum þrengslum og smásæi. Sýningin, sem er árlegur viðburð- ur, er helsta danska hönnunarsýn- ingin og dregur að sér fjölda gesta og mikla athygli. Sýningin var opn- uð af Ingiríði drottingu, sem er vemdari samtakanna. Húsgögnin, sem Dögg sýnir eru úr smíðajárni og plasti. í glæra borðplötuna er felld rauð skál, sem minnir á sólina í japanska fánanum. Stólseturnar eru úr glæru plasti og í þær em steyptir hringir og plast- kúlur. Dögg er með vinnustofu ásamt fleiri hönnuðum í gamalli krydd- verksmiðju á Friðriksbergi, skammt frá miðbæ Kaupmanna- hafnar. Sem stendur vinnur hún að hönnun fyrir danska húsgagnablað- ið Bo Bedre. Tímaritið bauð sex ungum hönnuðum að taka þátt í samkeppni um að hanna eitthvað til hcimilisins. Verkefnið eiga hönnuð- irnir að vinna á sex dögum og árangurinn verður sýndur á hús- gagnasýningunni í Bella Center í maí. Dögg Guðmundsdóttir iðnhönnuður. Lampann „Kite“ hefur Dögg hannað fyrir sænska fyrirtækið Belysningsbolaget. Þann lampa hefur fyrirtækið þegar sýnt á sýn- ingum í London, Stokkhólmi og víð- ar. Lampinn verður sýndur í Míl- anó, þar sem hann er sýndur í samkeppni. Það er framlag Daggar í samkeppni, sem um 300 hönnuðir taka þátt í. Um 20-30 hönnuðum var siðan boðið að sýna verk sín. Þessi lampi kemur bráðum í búðir og fyrirtækið hugleiðir framleiðslu annars lampa frá Dögg. í apríl taka Dögg og þrír aðrir hönnuðir þátt í II Salone del Mob- ile’s í Mílanó, sem er ein stærsta húsgagnasýning í Evrópu. Þar sýn- ir hún stól er hún hefur kallað Væng. Draumur á Jóns- messunótt Endurmenntunarstofnun og Þjóðleikhúsið standa að nám- skeiði um Draum á Jónsmessu- nótt og hefst það þriðjudaginn 14. mars. í þessu kunna gamanleikriti segir af ungum elskendum sem meinað er að eigast, og þau ílýja út í skóg. En það er Jóns- messunótt, nótt galdurs og töfra, og skógurinn breytist í sannkallaðan töfraskóg þar sem allt getur gerst. Á námskeiðinu verður fjallað um leiki-itið frá ýmsum sjónar- hornum. Þátttakendur fylgjast jafn- framt með æfingu í Þjóðleik- húsinu og sjá svo sýninguna fullbúna, rétt fyrir frumsýn- ingu. Námskeiðinu lýkur með umræðum með þátttöku að- standenda sýningarinnar. Nán- ari upplýsingar eru veittar hjá Endurmenntunarstofnun Há- skóla íslands. Tónleikar Hljómsveitar Tónlistarskól- ans í Reykjavík SEINNI tónleikar Hljómsveitar Tónlistarskólans í Reykjavík á þessu skólaári verða haldnir í sal Mennta- skólans við Hamrahlíð á morgun, laugardag, kl. 17. Á efnisskrá eru Rými fyrir hljóm- sveit (frumflutningur) eftir Örlyg Benediktsson, nemanda á lokaári í tónfræðadeild Tónlistarskólans í Reykjavík, og Sinfónía nr. 5 í e-moll op. 64 eftir P. Tsjajkovskíj. Stjórnandi er Bernharður Wilk- insson. Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir Karlakór Rangæinga fagnaði 10 ára afmæli kórsins á tónleikum í Félagsheimilinu Hvoli. Afmælistónleikar Karlakórs Rangæinga Hcllu. Morgunblaðið. KARLAKÓR Rangæinga hélt upp á 10 ára afmæli kórsins um síðustu helgi í Félagsheimilinu IIvoli á Hvolsvelli. A dagskrá voru vinsæl karlakórslög og þekktir „standard- ar11, sem kórinn hefur sungið á þess- um tíma, auk nokkurra laga eftir rangæska höfunda. Kórinn var stofnaður í janúar 1990 og hafa aðeins tveir stjórnað honum frá upphafi, þ.e. Gunnar Marmundsson á Hvolsvelli frá stofnun til 1995 er Guðjón Halldór Óskarsson á Hvolsvelli tók við. Inn- an kórsins finnast efnilegir ein- söngvarar, s.s. Ilákon Guðmunds- son tenór, Jón Smári Lárusson og Gísli Stefánsson barítonar, en þeir sungu hver um sig tvö lög. Gísli og Jón Smári eru reyndar báðir í söngnámi. Kraftmikill söngur kór- félaganna rann fram áreynslulítið að því er áheyrendum fannst, en á milli atriða flutti Viðar Bjarnason ágrip af sögu kórsins kryddað með vísum og gamansögum. Kórfélagar eru reyndar iðnir við að semja vísur og þá helst hver um annan. Eftir hlé fór fram afhending viðurkenn- inga í lagakeppni kórsins sem hleypt var af stokkunum í tilefni af- mælisins. Alls bárust 10 lög í keppnina en í fyrsta sæti hafnaði lagið „Bræðralag", sem Hlynur Snær Theódórsson samdi, en ljóðið er eftir Jón Smára Lárusson. Þeir eru báðir félagar í kórnum, en Hörður Bragason útsetti lagið. í öðru sæti varð „Hrafnaklukkur" eftir Guðmund Óla Sigurgeirsson við ljóð Finns Torfa Hjörleifssonar. Kórinn söng bæði þessi lög við góð- ar undirtektir, en að sögn stjórna- ndans bárust mörg góð lög og verða nokkur þeirra æfð og flutt á næstu misserum. Undirleikari kórs- ins er Hédi Maróti kennari við Tónlistarskóla Rangæinga. Aðalheiður S. Eysteinsdóttir: „Gestir“ á Mokka. um sitja hrafnar á þingi, kolsvartir eins og vera ber, og á hliðarvegg syndir tígulegur svanur. Húmorinn og frjálsleg efnismeð- ferð eru sem fyrr segir höfuðein- kenni á verkum Aðalheiðar en hún gerir enga tilraun til að upphefja verkin eða viðfangsefni sitt. Þvert á móti er engu líkara en hún leggi sig í líma við að hafa verkin gróf og óhefluð, og hugsar það kannski sem andsvar við þá ofurfágun sem einkennt hefur margar liststefnur undanfarin ár og áratugi. Þannig má kannski lesa verk hennar sem uppreisn gegn viðteknum vinnu- brögðum. Hvað sem því líður má að minnsta kosti hafa gaman af verkum hennar og njóta þeirrar frjálslegu kímni sem hún vinnur út frá. Jón Proppé Fyrir- lestrar og námskeið í LHÍ í LISTAHÁSKÓLA íslands verða tveir fyrirlestrar í næstu viku. Olga Bergmann myndlistarmaður fjallar um eigin verk og hugmyndir tengd- ar þeim á mánudaginn kl.12.30 á Laugarnesvegi 91, í stofu 24. Katr- ín Pétursdóttir iðnhönnuður fjallar um hönnun í stofu 113 í Skipholti 1, miðvikudag 15. mars kl. 12.30. Námskeið Tvö námskeið hefjast mánudag- inn 20. mars. Jean Posocco, graf- ískur hönnuður, kennir á námskeiði um teiknimyndasögur. Kynntir verða allir þættir myndasögugerð- ar. Kennt verður í stofu 112 í Skip- holti 1. Tölvuvinnsla á prentfilmum nefnist námskeið sem Leifur Þor- steinsson, ljósmyndari og umsjón- armaður tölvuvers LI, hefur um- sjón með. Námskeiðið krefst nokkurrar kunnáttu í notkun Photoshpp. Kennt verður í tölvu- veri LHÍ, stofu 301, Skipholti 1. Elísabet Yr sýnir á Kaffi 17 ELÍSABET Ýr Sigurðardóttir opnar myndlistarsýningu á Kaffi 17, Laugavegi 91, í dag, föstudag. Elísabet er fædd 20. apríl 1978. Hún lærði hönnun í Iðnskóla Hafnarfjarðar. Einnig hefur hún sótt námskeið í olíu- málun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.