Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 10. MARS 2000 5%, + Guðrún Þórðar- dóttir var fædd að Firði í Múlasveit 9. október 1915. Hún var þriðja í röðinni af fimm börnum Þórðar Jónssonar hrepp- stjóra og bónda þar og konu hans Berg- ljótar Einarsdóttir. Elstur af systkinun- um var Óskar bóndi og hreppstjóri að Firði, f. 1910, d. 1979. Kona hans var Krist- ín Þorsteinsdóttir, lifir hún mann sinn. Þá Guðbjörg f. 1912 og lifir hún ein af systkinunum. Maður hennar var Höskuldur Jóhannesson, iát- inn. Ingibjörg, f. 1918, d._ 1978. Maður hennar var sr. Árelíus Níelsson, látinn. Ólafía, f. 1927, d. 1994. Maður hennar var Jón Júl- íus Sigurðsson, látinn. Guðrún ólst upp á Firði og vann að bú- skapnum hjá foreldrum sínum. Upp úr tvítugu hóf hún nám í Kennaraskólanum og útskrifaðist þaðan 1937. Hún stundaði kennslustörf bæði í sinni heima- sveit og í Dalasýslu til ársins 1943. Hinn 7. desember það ár gekk hún að eiga Aðalstein Heigason sem ættaður var frá Svínanesi í Múla- sveit. Aðalsteinn var fæddur 12. janúar 1914 og lést 25 júní 1966. Hófu þau búskap á Svínanesi vor- ið 1944 og bjuggu þar til ársins 1959. Þá fluttu þau í Tálknafjörð og bjuggu þar til ársins 1962. Þá Elsku amma, í dag þegar við kveðjum þig langar okkur að skrifa nokkur kveðjuorð. Þú varst mikil kjarnorkukona, vannst mikið og lengi fram eftir aldri. Þegar við sem litlar stelpur kom- um í fostudagsheimsóknirnar með foreldrum okkar var mikið suðað um að fá að vera eftir hjá ömmu í lá leiðin til Reykja- víkur þar sem þau keyptu sér íbúð á Hraunteig 23 og þar bjó Guðrún uns heilsan tók að bila. Frá árinu 1997 dvaidi hún að Drop- laugarstöðum. Þau Guðrún og Aðal- steinn eignuðust fjórar dætur. Þær eru: 1) Bergljót, f. 1944, var gift (skildu) Birni Sigur- jónssyni. Bergljót á fjögur börn og fjög- ur barnabörn. 2) Steinunn, f. 1947, gift Skúla Magnússyni og eiga þau fjögur börn og tvö barnabörn. 3) Ingibjörg, f. 1947, gift Ingólfí Sig- urlaugssyni, f. 1942, d 1986. Ingi- björg á tvö börn og tvö barna- börn. 4) Hulda, f. 1950, gift Ólafi Magnússyni og eiga þau tvo syni. Eftir að Guðrún kom til Reykja- víkur hóf hún störf við afgreiðslu hjá Mjólkursamsölunni. Eftir að rekstri þeirra var hætt hóf hún störf við umönnun geðsjúkra og vann við það til rúmlega sjötugs en eftir það var hún í hlutastarfí hjá borginni við umönnun aldr- aðra í heimahúsum og vann hún við það til 78 ára aldurs. En þá tók heilsu hennar að hraka. Útför Guðrúnar fer fram frá Langholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Foss vogskirkj ugarði. bænum og Gunnu frænku, sem þá bjó hjá ömmu sinni. Oft fengum við okkar fram og þá var líflegt á Hraunteignum, erfitt var fyrir litlar dömur að fara í háttinn á kvöldin þegar mamma og pabbi voru farin, þá söngst þú fyrir okkur uppáhalds vísurnar okkar um hann Gutta. Þú komst alltaf í tvær fastar heimsóknir til okkar suður með sjó á ári. Þetta þótti okkur spennandi og við biðum með tilhlökkun eftir að þú kæmir. Ýmist sótti pabbi þig eða þá að þú komst með rútunni, í þessum heim- sóknum gistir þú yfirleitt i tvær til þrjár nætur. Þú varst varla komin inn úr dyrunum þegar svuntan var rifin upp, viskustykki sett um ný- lagt hárið og kleinubaksturinn byrjaði. Við systkinin vorum sem aðstoðarbakarar og upplifðum við það aldrei að við værum að tefja þig, frekar að við tækjum fullan þátt í bakstrinum og flýttum frekar fyrir, þótt við stæðum þrjú uppi á stólum kringum þig. Þegar þú kvaddir okkur var kistan orðin full af heimsins bestu kleinum. Um jólin varstu alltaf sótt á jóla- dag, það var rifist um að fá að fara með pabba í bæinn að sækja þig. Þegar við systkinin vorum kominn á þann aldur að geta spilað við þig og ömmu Ninnu vist, var spilað langt fram á nótt öll jólin. Okkur fannst jólin ekki almenni- lega komin fyrr en spilin og kon- fektkassinn voru komin uppá borð. Við þökkum þér fyrir stundirnar sem við áttum saman, hvfl í friði, elsku amma. Sveindís og Rúna. Við andlát ömmu minnar Guð- rúnar Þórðardóttur langar mig að minnast hennar í nokkrum orðum. Amma fæddist 9. október 1915 að Firði í Múlasveit, þriðja í röðinni af fimm systkinum. Eins og títt var í þá daga ólust þau upp við mikið vinnuálag. En ekki man ég eftir að hún hafi nokkurn tímann kvartað undan því, heldur minnst frekar þeirrar gleði sem einkenndi heimil- ið á Firði. Árið 1943 giftist hún Aðalsteini Helgasyni. Bjuggu þau og dætur þeirra á myndarlegu búi á Svína- nesi á Barðastönd, en þegar byggð- in fór að leggjast í eyði töldu þau rétt að flytja úr sveitinni. Dvöldu þau um stutta hríð í Tálknafirði en árið 1962 fluttust þau til Reykjavík- ur. Þetta voru þó ekki fyrstu kynni hennar af borginni,því hún hafði stundað nám við Kennaraskólann á árunum 1935-37. Sú menntun hafði komið sér vel í sveitinni þar sem hún starfaði sem kennari. Aðal- steinn afi lést árið 1966. Á þeim tíma vann amma hjá Mjólkursam- sölunni en síðar við umönnun geð- sjúkra. Þegar ég leit dagsins ljós árið 1970 bjó Ingibjörg móðir mín hjá ömmu á Hraunteignum í Reykjavík og bjuggum við þar næstu árin. Það voru mikil forréttindi að alast upp á heimili þar sem þrjár kynslóðir kvenna bjuggu saman. Mikið var þar brallað á þessum árum og hefur eflaust ýmsum þótt erfitt að skynja, hver var að ala hvern upp á því góða heimili. Á laugardögum var eldhúsinu breytt í hárgreiðslustofu þar sem Lilja heitin var mætt og greiddi mamma þeim hratt og örugglega. Þá var mikið hlegið og þjóðmálin rædd. Kleinubakstur og pönnu- kökugerð voru reglulegir liðir í til- verunni. Gjarnan var tekið í spil og hafði amma gaman af og þess vegna reglulega haldin bridskvöld sem vinkonurnar skiptust á um að hafa. Áhugamál ömmu voru íleiri. Hún lærði snemma að leika á orgel enda tónelsk vel. Ófáar voru stundirnar sem amma sat við og prjónaði lopapeysur eða saumaði út. Það dylst engum sem handverk hennar sjá að þar var að verki hæfi- leikarík og listhneigð kona. Ferða- lög voru ömmu oft ofarlega í huga. Ein eftirminnilegasta ferðin okkar var þegar dætur hennar og fjöl- skyldur fóru í leiðangur út á Svína- nes, fyrir rúmum fimm árum, að heimsækja æskustöðvarnar. Þar naut hún þess að rifja upp liðna tíð og við sem yngri vorum drukkum í okkur fróðleik hennar og umhverfið fékk á sig nýja mynd. Amma gat verið dul en vissi oft meira en hún lét uppi. Hún var kær- leiksrík, en flaggaði ekki tilfinning- um sínum. Styrkur hennar kom þó berlega í ljós við fráfall Ingólfs stjúpa míns, þegar hún stóð eins og klettur við bakið á okkur mömmu og Sigurlaugi. Henni var umhugað um að hennar fólki vegnaði vel. Til að mynda var hún óþreytandi við að telja í mig kjark í lífsbaráttunni. Mínir sigrar urðu hennar enda hafði hún alltaf tíma til að hlusta og leiðbeina. Þetta hefur reynst mér ómetanlegt veganesti og mun ég seint geta þakkað fyrir það. Á undanförnum árum fór heilsu. ömmu ört hrakandi og bjó hún síð-* ustu æviárin á Droplaugarstöðum þar sem hún naut góðrar aðhlynn- ingar starfsfólks, sem vert er að þakka fyrir. Elsku amma mín, við leiðarlok vil ég þakka fyrir þá umhyggju og hlýju sem þú hefur ætíð sýnt mér og fjölskyldu minni. Guð blessi minningu þína. Guðrún Aldís Jóhannsdóttir. Elsku amma okkar er farin á betri stað, við munum sakna hennar sárt. Minningar streyma um hugá okkar, frábær amma, bæði góð og hjálpsöm í alla staði. Við munum þær stundir þegar hún þurfti að taka tvo strætisvagna til að komast heim til okkar, því oft kom hún í há- deginu og eldaði grjónagraut og bakaði kleinur handa okkur bræðr- um og hjálpaði okkur líka með heimanámið. Það var líka gaman að koma til hennar og fá brauð með banönum og kakó, einnig örlitla hjálp í dönsku. Við fengum ekki tækifæri til að kynnast afa okkar en við vonum að þau séu saman á ný. Kallið er komið, ^ komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Farþúifriði, * friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Magnús og Aðalsteinn. GUÐRÚN ÞÓRÐARDÓTTIR GISLI BRYNJÓLFSSON + Gísli Brynjólfsson fæddist að Hrafnabjörgum á Hvalfjarðar- strönd 5. ágúst 1906. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 3. mars síð- astliðinn. Gísli var elstur fimm sona lijónanna Brynjólfs Einars- sonar, f. 1.10. 1871, d. 17.7. 1959, og Ástríðar Þorláksdóttur, f. 10.7. 1872, d. 30.3. 1956. Bræður Gísla eru allir látnir en þeir voru Þor- valdur, f. 24.8. 1907, d. 1.7. 1999, kirlgusmiður á Hrafnabjörgum, Einar, f. 23.6. 1909, d. 8.7. 1940, sem bjó á Hrafnabjörgum, Eyjólf- ur, f. 28.5.1911, d. 1972, smiður og verkamaður á Hrafnabjörgum, og Guðmundur, f. 18.12.1915, d. 23.5. 1998, bóndi á Hrafnabjörgum. Gísli kvæntist 30. október 1937 Sigríði Jónsdóttur, f. 24. ágúst 1916, d. 8. apríl 1986, dóttur hjón- anna Jóns Péturssonar og Stein- unnar Bjarnadóttur á Geitabergi. Ef ég mættí yrkja, yrkja vildi eg jörð. Sveit er sáðmanns kirkja, sáning bænagjörð. (Bjami Ásgeirsson.) Þessi orð teljum við lýsa vel h'fssýn og ævistarfi afa okkar, Gísla Bryn- jólfssonar, sem við kveðjum í dag hinsta sinni. Afi hefur lokið tæpra 94 ára jarðvist sinni, skömmu eftir að nýtt árþúsund gekk í garð. Viðburðaríkri ævi eins og nærri má geta. Dugmikill og áræðinn drengur var hann hjálparhella for- eldra sinna og hóf síðan að yrkja jörðina á eigin spýtur. Upplifði kreppu og hernám og gífurlegar framfarir síðustu áratuga, sem fyrir honum hafa líklega verið sýnilegast- Böm Gísla og Sigríðar era: 1) Ein- ar Bragi, f. 6. október 1938, kvænt- ur Birnu Björnsdóttur. Þau búa í Reykjavík og eiga þrjú böm. 2) Brynhildur, f. 28. október 1941, gift Ólafi B. Óskarssyni. Þau búa í Víðidalstungu og eiga tvær dætur. Fyrir átti Brynhildur eina dóttur og eiga þau eitt barnabara. 3) Ein- ar, f. 7. nóvember 1944, kvæntur Auði S. Óskaarsdóttur. Þau búa á Akranesi og eiga fimm börn. Fyrir átti Auður eina dóttur og barna- börn þeirra eru tólf. 4) Steinunn Sigríður, f. 3. apríl 1950, gift Jóni Magnússyni. Þau búa í Reykjavík og eiga þrjú böra. Jón á einnig eina dóttur. 5) Þorbjöra, f. 15. jan- úar 1955, kvæntur Helgu Jónsdótt- ur. Þau búa á Hvammstanga og eiga tvo syni. Helga á einnig tvær dætur. 6) Jón, f. 16. janúar 1955, kvæntur Kristínu Gunnarsdóttur. ar er hann fór í fyrsta og eina sinni með flugvél, alla leið til Bandaríkj- anna, fast kominn að áttræðu. Og mitt í lífsbaráttunni var alltaf tími til að sinna ýmsum hugðarefnum sem auðguðu andann og samfélagið allt. Við systumar áttum því láni að fagna að alast upp í miklu samneyti við ömmu og afa enda stutt milli bæj- arhúsa heima á Lundi. Það leið ekki sá dagur að við legðum ekki leið okk- ar til þeirra og fengum við ómæld tækifæri til að taka þátt í daglegum störfum. Þegar afi kom út eftir mat- inn vorum við þar fyrir og fylgdum honum gjaman við gegningar, við- gerðir eða mjaltir. Einna minnis- stæðast er hið mikla ábyrgðarstarf að fá að rétta með honum nagla þeg- Þau búa á Lundi og eiga fjögur börn. Gísli ólst upp hjá foreldrum sín- um á Hrafnabjörgum. Hann fékkst við almenn sveitastörf og fór á nokkrar vertíðir. Vorið 1929 lauk hann prófi frá Bændaskólanum á Hvanneyri og hóf árið 1936 bú- skap á Miðsandi á Hvalfjarðar- strönd. Árið 1942 fluttust þau Gísli og Sigríður að Eystra-Súlunesi í Melasveit og bjuggu þar einn vet- ur. Þaðan fóru þau að Hrafna- björgum og síðan aftur að Mið- sandi. Á Miðsandi var Gísli við búskap og verkamannastörf hjá hernum þar til þau hjón keyptu Lund í Lundareykjadal 1952. Auk búskapar þar var Gísli oddviti hreppsins í 12 ár og lengi organisti kirkjunnar. Árið 1984 fluttust Gísli og Sigríður á Akranes og eftir að Sigríður lést var hann til heimilis hjá Einari og Auði til ársins 1990, er hann fluttist á Dvalarheimilið Höfða og átti þar heima síðan. Gísli verður jarðsunginn frá Saurbæjarkirkju á Ilvalfjarðar- strönd í dag og hefst athöfnin klukkan 14. ar nýja fjósið var reist. Á kveðju- stund er margt sem maður ekki skil- ur, þrátt fyrir að hafa ungur lært um gang lífsins gegnum sveitastörfin. Leikir barnsins em heimfærðir á raunveruleikann og allt til þess að læra af reynslunni. Það var alltaf jafn spennandi þegar afi sagði okkur að von væri á lambi eða kálfi, en sömuleiðis álitum við það skyldu okkar að gefa hvolpum nafn og jarð- syngja látin smádýr. Þá var brúin yf- ir bæjarlækinn notyð sem altari um stund, amma tók fram brúntertu og kleinur og ekki var hægt að hefja erfidrykkjuna fyrr en afi og aðrir heimilisfastir vora komnir að borð- inu. Þær era líka eftirminnilegar kvöldstundirnar þegar hlustað var á sögu með afa og amma aðstoðaði okkur við að sauma út. Síðan tók afi vel undir sönginn í útvarpinu. Oft fengum við líka að fara með ömmu og afa norður í Víðidalstungu og á leið- inni vora þau óþreytandi að greina frá bæjarnöfnum og öðra sem fyrir augu bar. Jólunum eyddum við alltaf með ömmu og afa, ýmist á okkar heimili eða þeirra. Eftir að ömmu naut ekki lengur við var afi til heimil- is hjá foreldram okkar nokkur ár. Á þessum aldri forvitninnar var kær- komið að leita til afa eftir fróðleik ýmiskonar, enda var hann vel að sér á hinum fjölbreyttustu þekkingar- sviðum og fylgdist alla tíð afar vel með þjóðmálum. Þessum tengslum var viðhaldið eftir að hann fluttist á Höfða. Þá var gjarnan labbað þangað að afloknum skóladegi, til að spyrja og spjalla. Afi spurði okkur þá gjarn- an á móti um ýmislegt sem hann taldi ofar sínum skilningi og varð honum til dæmis tíðrætt um hvort tölvur væra ekki óttaleg galdratól. Vafalítið fannst honum þetta mjög áhugavert, enda lagði hann það á sig um níræð- isaldur að læra á geislaspilara. Bæði var hann rajög nýjungasinnaður og unnandi tónlistar, og ekki spillti að þetta var líklega eina tækið sinnar tegundar á dvalarheimilinu. Þegar í framhaldsskóla var komið var það okkur hvatning að afi fylgdist ævin- lega með framvindu námsins af stolti og hafði metnað fyrir okkar hönd. Okkur varð oft hugsað til þess að það starfssvið sem við völdum okkur hefði sómt honum vel. En kennarar þeir sem skipa skóla lífsins era ekki síður mikilvægir. Dyggðir og hugð- arefni þau sem afi mat að mestum verðleikum urðu manni ósjálfrátt markmið í lífinu. Næsta kynslóð á eftir okkur vex nú úr grasi og góðu heilli fengu bömin okkar tækifæri til að kynnast langafa sínum. Afi var Ijúfur maður, fremur hæg- látur og fyrir honum bar maður virð- ingu. Kímnigáfan var rík og stutt í bros- ið. Hann var ákveðinn maður en allt- af tilbúin að hlusta á skoðanir okkar ungra og óreyndra. Því er söknuður- inn ómældur eftir afa sem hefur fylgt okkur gegnum lífið fram að þessu. En nú þegar leiðir skilur er efst í huga innilegt þakklæti fyrir allt sem hann var okkur. Ljúfar minningíf*1 era fleiri en hægt væri að setja á blað og hugsunin um að nú muni amma taka á móti afa með sínu ógleyman- lega brosi yljar okkur um hjartaræt- ur. Kærleikurinn við þeirra endur- fundi mun engu minni en þegar afi orti þessar línur til hennar fyrir rúm- um 60 áram: Ég vitja þín, kæra, er veturinn dvín, því von mín þjá blómunum grær. Mig dreymir svo oft upp í dalinn til þín þegar daganna annríki er Qær. Elsku afi, hafðu þökk fyrir allt. Minningin um þig mun lifa með okk- ur um ókomna tíð. Ástríður og Kristín Einarsdætur. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. j ^ j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.