Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.03.2000, Blaðsíða 34
LISTIR 34 FÖSTUDAGUR 10. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ MYIVPLIST Listasafn Kúpavogs LJÓSMYNDARAFÉLAG ISLANDS Til 19. mars. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 11 til 17; fimmtudaga frá kl. 11 til 19. TVÆR stéttir listamanna lifa hálf- partinn neðanjarðar á íslandi. Önnur eru arkitektar en hin heitir ljósmyndarar. Öll umræða um húsa- gerð og skipulag fer framhjá fyrr- nefndu stéttinni því hún virðist telja sig hafna yfir allar vangaveltur um útlit okkar nánasta umhverfís þótt hún taki virkan þátt í mótun þess. Ljósmyndarar virðast heldur ekki vilja blanda sér í neina listræna um- ræðu, enda hefur maður það hálf- partinn á tilfinningunni að þeir líti ekki á sig sem listamenn heldur verkfræðilega verktaka, en það er ef til vill ekki að ófyrirsynju því þess háttar verktakar skipa sérstakan heiðurssess í íslenska þjóðarbúinu, einhvers staðar langt handan við venjubundin lög og rétt okkar hinna. Þannig blæs Ljósmyndarafélagið í lúðrana einu sinni á ári svo ekki verði hægt að saka það um að vera of mikið í sviðsljósinu. Þar með fá gestir sýningarinnar allan skammt- inn á einu bretti svo þeir verða hálf- ruglaðir og sjá varla trén fyrir skógi. En hugsanlega til þess að vera öruggt um að bleðill- inn sem kallast sýningar- skrá kostaði félagsmenn ekki krónu - umbrotið er svo viðvaningslegt að mað- ur fær heilahristing af að leita að þeim fátæklegu upplýsingum sem þó finn- ast í honum á kafi undir öll- um auglýsingunum - bætti Ljósmyndarafélagið fram- lagi Blaðaljósmyndarafé- lags íslands annað árið í röð við framtak sitt. Þann- ig eru sýnendur sextíu tals- ins og getur skráin nú varla sett nokkum þeirra á hausinn. Til að kóróna mergðina hefur Ljósmynd- arafélagið útbúið sérstakt innskot í kjallara Lista- safns Kópavogs fyrir Vig- fús Sigurgeirsson, sérlegan gest sýningarinnar. Þannig er í reynd um þrjár sjálfstæðar sýningar að ræða og ástæðulaust að láta sem þær. séu færri. Sýning Ljósmyndarafélagsins kemur ef til vill mest á óvart. Þar er verið að fást við sitthvað sem kalla mætti nýja sýn þótt mest sé hefðbundið að efni og inntaki. Til dæmis má nefna þrennu Báru Kristinsdóttur og port- rettþrennu Kristjáns Maack sem vott um augljósa löngun íslenskra ljósmyndara til að takast á við menningarlandslagið og þá sem þar búa í öllum sínum margbreytileik. Kristjáni Pétri Guðnasyni má bæta í hópinn þótt portrett hans af fimm Sundhallargestum heyri til annarri og gáskafyllri tegund af borgarmenningu. í verkum allra þriggja er sem örli á frásagnargleði sem tengist hvíta tjaldinu. Reyndar eru undurfagrar myndir Grétu S. Guðjónsdóttur ekki ólíkar kyrrskotum úr kvikmyndum. Hið sama má segja um portrettmynd Gústafs Guðmundssonar og kirkju- garðsmynd Hauks Snorrasonar. Óll eru þessi verk líkust sneið úr ónefndri frásögn fremur en form- rænt afmarkaðar myndir. Sláandi myndröð Önnu Fjólu Gísladóttur af fæðingu er af svipuð- um toga. Hún minnir á þrítöflu - triptych - myndbandameistarans Bill Viola af upphafi lífsins og dauða, og myndar þar með andstæðu við Fossvogsbreiðmynd Hauks, sem áð- ur var getið. Getur verið að allur sá fjöldi þrí- taflna sem einkennir sýningu Ljós- myndarafélags íslands ýti undir frá- sagnareinkenni sýningarinnar og eigi sinn þátt í að gera hana jafn kvikmyndræna og raun ber vitni? Sigríður Bachmann stillir saman portrettmynd af Benjamín Eiríks- syni, nakinni, verðandi móður með rós og líkamsræktartrölli og kemst afbragðsvel frá svo órökrænni sam- setningu. Hið sama gerir Valdimar Sverrisson með Rúnar Júl. og raf- magnsgítarinn í baðkarinu - fárán- lega uppstillingu sem ætti engan veginn að geta skilað sér - tvö hlæj- andi börn, og portrett af Guðbergi Bergssyni. Samstæðan virðist ganga hnökralaust upp. Reyndar er þrenna Sigurgeirs Sigurjónssonar - líklega toppurinn á sýningunni - af afkomendum Ink- anna í Andesfjöllunum einnig sett saman sem triptych. Það er engin leið að lýsa þeirri dýpt sem hann nær úr svip litlu indíánabamanna. Það eina sem lesendur geta gert er að skoða þessar óborganlegu kar- akterlýsingar. Þannig vega verkin sem betur fer upp flesta skipulags- gallana. Hversu miklir bögubósar sem íslenskir Ijósmyndarar eru í sýningarhaldi þá kunna þeir að virkja linsuna og ljósopið. Hjónin Bubbi og Bogga f Brautarholti, Borgarfírði eystra, eftir Ragnar Axelsson. Hjálmar Stefánsson, Vagnbrekku í Mývatnssveit, með fíðlu, eftir Vigfús Sigurgeirsson. Úr þriggja mynda samstæðu Sigríðar Bachmann. BLAÐALJÓSMYNDARA- FÉLAG ÍSLANDS Til 19. mars. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 11 til 17; fímmtudaga frá kl. lltil 19. Blaðaljósmyndarafélag íslands hefur hreiðrað um sig í vestursal Listasafns Kópavogs, þar sem það myndar þriðja pólinn gagnvart sýn- ingu Ljósmyndarafélagsins og minningarsýningunni helgaðri Vig- fúsi Sigurgeirssyni. Ef til vill er þessi sýning mest í líkingu við það sem maður bjóst við sem gestur, og þó má ekki halda að hún hafi ekkert nýtt fram að færa. Eina vandamálið á þessari sýn- ingu eru allar hinar ólíku viðurkenn- ingar. Svo virðist sem dómnefndin - þau Friðrik Friðriksson, Dóra Tak- efusa og Chris Helgren - hafi átt í einhverjum brösum með að veita verðlaunin og þar af leiðandi fundið sig knúna til að búa til ellefu flokka, ef til vill í von um að allir fengju ein- hver verðlaun. Þessi vandræðagangur stafar ekki síst af þvi að fréttaljósmyndir eru allt og ekkert. Frábærar mynd- raðir Þorkels Þorkelssonar frá Eþí- ópíu og Súdan - en sú síðamefnda var kjörin myndröð ársins, og mynd ársins var einnig kjörin úr Súdansyrpu Þor- kels - standa andspænis mun ómerkilegri myndröð- um, svo sem þotuliðsmynd- um af „fræga fólkinu“ í Reykjavík, eða íþrótta- myndum og tískumyndum, sem einhvern veginn eru alltaf sama gamla tóbakið. Vissulega má segja að hörmungamyndir geti verið fullt eins klisjukenndar og þotuliðsmyndir eða íþrótta- myndir, en samt er það nú svo að súdanskur og eþíópskur almenningur er ekki að stilla sér upp, dilla sér og leika. Ástandið er eins og það er, og sama gildir um innlendar hörm- ungar, svo sem húsbruna, en þau Ásdís Ásgeirsdóttir og Júlíus Sigurjónsson eiga einmitt frábær eintök af slíkum ógnaratburðum. Til samanburðar eru þotuliðsmyndir, ljósmyndir af tísku- sýningum og íþróttamyndir svo bragðlaust gaman að það er hálf- partinn út í hött að veita slíku „fréttaefni" einhverja sérstaka við- urkenningu. Betra væri ef þessar kategoríur væru sér á báti, á sýning- um sem hæfðu þeim sérstaklega. En hvái einhver er því til að svara að það er slíkur reginmunur á galgopa- legum myndum af „fólki í fréttum" og neyðinni í Afríku að það eru áhöld um hvort þessir andstæðu flokkar eiga heima á einni sýningu. Manni bregður í brún þegar slegið er sam- an svo óh'kum tegundum frétta- mynda. Slíkur hafragrautur lýsir ámóta nærgætni og þegar fátæk- lingi er boðið í partí og látinn skemmta gestum með fyndnum sög- um af eigin neyð. En þar fyrir utan eru þotuliðsmyndir og tískuljós- myndir ekki fréttamyndir í eiginleg- um skilningi heldur auglýsinga- og kynningarefni. Að vísu er aðstandendum Blaða- ljósmyndarasýningarinnar stundum vorkunn að þurfa að greina á milli fréttaefnis og kynningarefnis. Mick Jagger fyrir vestan er vissulega verðugt fréttaefni og það er einnig hið margumtalaða fall forsetans af hestbaki. En þetta eru einstæðir at- burðir og snerta ekki vanalega rút- ínu viðkomandi manna. Eltingaleik- ur við rútínu fræga fólksins, íþrótta- manna og tískusýningarstúlkna telst hins vegar til ofkynningar og skýtur langt yfii' markið. En aftur má sjá hve vel Þorkell Þorkelsson skynjar þennan kategoríska mun. Mynd hans af þeim Jónasi Ingimundarsyni og Kristni Sigmundssyni er vissu- lega fréttnæm og hefði verðskuldað skondnu verðlaunin, svo óborgan- lega fyndin er hún. Sveinn Þormóðsson hefði sannar- lega átt skilið að fá viðurkenningu fyrir útburðarmyndina af Ásvalla- götunni, en vissulega var Einai' Olafsson vel að sérstakri viðurkenn- ingu kominn fyrir ágæta mynd sína af heiðinni jarðarför Agnars W. Agnarssonar. Þá er maður ekki frá því að Gömlu hjónin í Borgarfirði eystra sé ineistaraverk í safni nokk- urra slíkra eftir Rax. Portrett hans af Ole Petersen, 82 ára veiðimanni frá Quaanaaq, er sömuleiðis glæsilegt. Eins fannst undirrituðum Flóttamannafjöl- skylda Sverris Vilhelmssonar frá Kosovo vel þess virði að fá sérstaka viðurkenningu. En hreinsun á sýningu Blaðaljós- myndarafélagsins myndi skerpa mjög sýn okkar á ágæti þessara þörfu þjóna. Einskorðið ykkur við það sem fréttnæmt er og látið leiðin- legt rútínuefni sigla sinn sjó. LJÓSMYNDIR VIGFÚS SIGURGEIRSSON Til 19. mars. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 11 til 17; fímmudaga frá kl. 11 til 19. Vigfús Sigurgeirsson fæddist fyr- ir nákvæmlega einni öld og hefði því orðið hundrað ára hefði honum enst aldur. Hann náði þó háum aldri - var 84 ára þegar hann lést - og fékk því tækifæri til að sjá þær breytingar sem ljósmyndatæknin hafði í för með sér sem helsti myndræni skrá- setningarmiðillinn í dagblöðum og tímaritum. Vigfús lærði fyrh norð- an, hjá Hallgrími Einarssyni, ein- hverjum allra besta Ijósmyndara sem við höfum átt og brautryðjanda í töku heimildarmynda. Hann lauk náminu árið 1923 og setti þá á fót eigin ljósmynda- stofu á Akureyri, sem hann rak til 1935. Eftir nokk- urra mánaða dvöl í Þýskalandi settist hann að í Reykjavík 1936 og rak þar ljós- myndastofu til æviloka. Eins og sjá má á annars lítilli yf- irlitssýningu á neðri hæðinni í Listasafni Kópa- vogs, var Vigfús lengi opinber ljósmyndari for- setaembættisins og fylgdi þjóð- höfðingjanum víða á ferðum hans innanlands og utan. En það eru ekki þær myndir sem fanga athygli gesta heldur lýsingar Vigfúsar á bændasamfélaginu íslenska en það átti þá skammt eftir sem ríkjandi samfélagsgerð. Svo virðist sem næmt auga Vigfúsar hafi skynjað þessar breytingar því Ijósmyndir hans frá Vagnbrekku í Mývatnssveit og Núpsstað í Vestur-Skaftafells- sýslu lýsa lífsháttum og manngerð- um sem greinilega voru að hverfa. Svo virðist sem ljósmyndarinn hafi einmitt haft í hyggju að varðveita á filmu þessi minni um búskaparhætti fyrri alda. Því miður vantar ártöl við flestar myndirnar og því er erfitt að geta sér til um aldur þeirra, en þeir sem muna eftir Hjálmari Stefánssyni frá Vagnbrekku geta eflaust getið sér til um áratuginn út frá bóndanum, þar sem hann situr með fiðlu, vott ný- vaknaðs og ört vaxandi tónlistai'- áhuga til sjávar og sveita. Vinnu- hjúin átta, sem standa keik með amboðin reidd eins og lensur, gætu verið frá fimmta áratugnum. Þau minna á veröld sem var, þegar ungt fólk flykktist til landbúnaðarstarfa í hópum til að taka þátt í heyönnum og öðrum árstíðabundnum sveita- verkum. Það var auðvitað fyiir daga hinnar fullkomnu sjálívirkni. Myndin frá Hofsósi - ársett 1938 - ber einnig vott um horfna tíð, þá sem Jón heitinn úr Vör orti um svo hlýlega í Þorpinu. Til hliðsjónar má sjá Siglufjörð á tímum síldarævin- týrisins, með götur eins reglulega skipulagðar og funkishúsin á Akur- eyri. Skipulagsleysið á Hofsósi bendir til millibilsástands, sem smám saman var að hverfa í stærri plássum, þótt vissulega finnist enn þorp sem lúta þeim fullkomlega líf- rænu lögmálum sem einkenndu hina skagfirsku bæjarmynd skömmu fyr- ir stríð. Þótt sýningin á ljósmyndum Vig- fúsar Sigurgeirssonar hefði mátt vera helmingi stærri - og upplýsing- ar með henni mun ítarlegri - hittir hún í mark vegna þess að maðurinn var svo góður ljósmyndari. Hér er ekki að finna vonda mynd, hversu ólíkum tökum sem ljósmyndarinn tók annars yrkisefni sitt. Það getur enginn verið svikinn af því látleysi en festu sem virðast hafa verið helstu einkenni þessa framúrskar- andi myndasmiðs. Halldór Björn Runólfsson Listamenn í felum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.