Morgunblaðið - 10.03.2000, Side 66

Morgunblaðið - 10.03.2000, Side 66
66 FÖSTUDAGUR 10. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Hundalíf Ferdinand Smáfólk YOU WHAT ?! YOU TRAPEP ME FOR THAT 5TUPIP 6IRL WITHTHE 6LA55E5 71! . YOU UJERE ROBBEP' 5-4-00 5 Þú hvað? Þú skiptir mér út fyrir þessa heimsku stelpu með gleraugun? Þú hefur verið rændur. NO, I THINK I 60T TME BETTER PEAl.THEY A6REEI7 TOTHROU) IN A PIZZA! Nei, ég held að ég hafi haft betur. Þeir bættu pitsu við kaupin. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavfk • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Lögreglustjóri svarar fyrir- spurn Þráins Frá Böðvari Bragasyni: í MORGUNBLAÐINU 4. mars sl. vekur Þráinn Sigurbjarnarson at- hygli á því að lengi hafi gengið að fá lögreglu til að taka við upplýsingum, sem hann bjó yfir um innbrot og eft- ir það hafi lítið gerst í málinu. Mál það er um ræðir varðar inn- brot í íbúðarherbergi á fyrstu hæð í fjölbýlishúsi við Hraunbæ þann 18. janúar sl. Skv. dagbók var það kært til lögreglu þriðjudaginn 18. janúar sl. kl. 18:04. Skv. málaskrá var skýrsla um málið móttekin í skýrsluskrá fimmtudaginn 20. jan- úar. Þann dag er málið bókað í auð- gunarbrotadeild. Af fyrirliggjandi upplýsingum má sjá að ÞS hafði samband við lögregluna þann dag og kvaðst vera með upplýsingar um gerendur. Þær upplýsingar voru strax sendar á tölvupósti á viðkom- andi starfsstöð lögreglu svo og afrit af skýrslunni. Að athuguðu máli kom hins vegar í ljós að upplýsing- arnar reyndust haldminni en gefið hafði verið upp. Að beiðni ÞS var sent ljósrit af skýrslunni til VIS þann 7. febrúar sl. Sendingin mun ekki hafa náð í hendur réttra aðila hjá tryggingafé- laginu svo hún var endurtekin nokkrum dögum síðar að beiðni ÞS. Lögreglan reynir ávallt að gera sitt besta til að upplýsa mál sem þetta. Hún þarf þó að fylgja ákveðn- um reglum og taka tillit til margra þátta í þeirri viðleitni sinni, s.s. al- dur hlutaðeigandi. Því miður tekst ekki að upplýsa öll kærð innbrot, en um þessar mundir afplána þó um 30 einstaklingar dóma vegna auðgun- arbrotamála, sem lögreglan í Reykjavík hefur unnið að undan- fama mánuði. Sjálfsagt er að svara spurningum ÞS um verklagsreglur og skyldur lögreglu við rannsókn afbrota. -Um skyldur lögreglu fer skv. lög- um um meðferð opinberra mála, lög- reglulögum og skyldum reglugerð- um. Rannsóknir taka jafnan mið af aðstæðum, möguleikum og mann- afla á hverjum tíma, en markmiðið er ávallt að reyna að upplýsa þau af- brot sem átt hafa sér stað. -Öllum ábendingum er fylgt eftir svo fljótt sem verða má. -Vátryggingafélög fá strax afrit af skýrslum í slíkum málum sem þessu, ef tiltekið er nafn trygginga- félags í texta lögregluskýrslu og að viðkomandi hafi tryggingu fyrir því tjóni, sem um ræðir. Ef þess er ekki getið í skýrslu er hún skiljanlega ekki send tryggingafélagi. BÖÐVAR BRAGASON, lögreglustjóri í Reykjavík. Eiturlyf á Netinu Frá Sigurði Sigurðarsyni: í MORGUNBLAÐINU föstudag- inn 3. mars bls. 2 er haft eftir Sig- rúnu H. Magnúsdóttur félagsráð- gjafa að nálega 100 heimasíður um kannabisefni sé að finna á Netinu. Fínt hjá henni, nú verður meira að gera hjá henni í vinnunni. Er það ábyrgt af félagsráðgjafa og starfs- manni Foreldrahússins að auglýsa það í blaði allra landsmanna hvern- ig auðveldast sé fyrir alla aðila að afla sér upplýsinga um eiturlyf? Ég get ekki ímyndað mér að marg- ir slái inn nafn á eiturlyfjum í leit- arvélar nema vera neytandi eða til að afla sér upplýsinga um efnið af fræðilegum ástæðum. Núna eftir að vakin hefur verið athygli á því að þetta sé hægt og rétt eins auð- velt og að slá inn mbl.is þá er mér spurn hvort þetta auki ekki um- ferðina um þessar heimasíður og margir reyni að panta efnið í gegn- um Netið sé boðið upp á það. Þetta er svipað og umferðarráð myndi benda almenningi á heimasíður hjá þeim sem stunda kappakstur að næturlagi fjarri löggæslu en á þeirra heimasíðum væri t.d. hægt að skrá sig til keppni eða aðstoða við þær. Eg efa að umferðarráð myndi láta hanka sig á svoleiðis heimsku. Sigrún Magnúsdóttir ætti e.t.v. að auglýsa hollari heimasíður næst þegar haft er eitthvað eftir henni í blöðunum. Eiturlyfjaneysla er víst nógu slæmt vandamál eitt og sér þó svo að félagsráðgjafar gangi ekki í lið með henni. í lok greinarinnar er þess svo getið í eftirmála að hægt sé að hefta leit á Netinu og er það vel en kannski hefði verið sniðugt að segja hvernig því eftir auglýsingu Sigrúnar er nokkuð víst að margir foreldrar vilja setja höft á leit á Netinu en ekki er víst að allir viti hvernig eigi að fara að. SIGURÐUR SIGURÐARSON, Torfufelli 25, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.