Morgunblaðið - 15.03.2000, Síða 2

Morgunblaðið - 15.03.2000, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg Sameinuðust í söng Ríkisstjórnin samþykkir að styrkja til- raunaverkefni fslenskrar NýQrku ehf. 80 milljónir í vetnisverkefni TÓNLIST hvers konar hefur löngum verið samofín kirkjunnar starfí, leikin ellegar sungin eða hvort tveggja. Gestir á skemmti- kvöldi vistmanna á Hrafnistu f SLÁTURFÉLAG Suðurlands ætlar að ganga úr skugga um að engin sýk- ing sé í gripum sem teknir verða til slátrunar úr öllum sveitum Rangár- vallasýslu neðan þjóðvegar vegna hugsanlegrar salmonellusýkingar. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins kom þetta fram í máli Steindórs Skúlasonar, forstjóra SS, Reykjavík urðu þessa áþreifan- lega varir í gærkvöldi þegar bisk- up Islands, hr. Karl Sigurbjörns- son, tók lagið með ókrýndum rokkkóngi þjóðarinnar, Bubba á sameiginlegum fundi deilda í Vest- ur-Skaftafellssýslu sem haldinn var á Kirkjubæjarklaustri í gær. Öryggisráðstafanir Hefur verið ákveðið að tekin verði sýni úr öllum sláturgripum á stóru svæði í sýslunni í samvinnu við yfir- dýralækni og að Sláturfélagið taki Morthens. Sameinuðust þeir Bubbi og biskupinn í söng eitt andartak um Krummavfsurnar sí- gildu. Krummi krunkar úti, kallar á nafna sinn ... ekki við gripum til slátrunar nema staðfest hafi verið með sýnatöku að gripimir séu heilbrigðir. Á fundinum kom fram að Sláturfé- lagið hefði ákveðið að grípa til þessa ráðs af öryggisástæðum. Tvö tilfelli salmonellusýkingar hafa greinst í nautgripum og hross- um á Suðurlandi í vetur. RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum í gænnorgun að veita 80 milljónir króna í tilraunaverkefni um nýtingu vetnis sem orkugjafa sam- göngutækja. Þetta kom fram í sam- tali Morgunblaðsins við Pál Magnús- son, aðstoðarmann viðskipta- og iðnaðarráðherra, en hann sagði að fjármagnið yrði tryggt á fjárlögum næstu þriggja ára og að það yrði eft- ir atvikum í formi hlutafjárframlags. Samkvæmt samþykkt ríkisstjórr.ar- innar er fjárveitingin háð því að heildarfjármögnun verkefnisins verði tryggð, en heildarkostnaður er áætlaður um 550 til 600 milljónir. Samþykkt ríkisstjórnarinnar kemur í kjölfar kynningar íslenskr- ar NýOrku ehf. á verkefninu fyrir iðnaðarráðherra, en hugmyndir fyr- irtækisins eru að gera tilraunir með notkun vetnis sem orkubera í sam- göngum. Fyrirtækið hefur m.a. í hyggju að gera rannsóknir á notkun vetnis í almenningsfarartækjum og skipum, en fyrsta rannsóknarverk- efni þess verður svokallað vetnis- strætisvagnaverkefni. Undirbúning- ur þess hefur staðið í eitt ár, en um er að ræða fjögurra ára verkefni sem stendur fram á árið 2003. Tímamótaákvörðun Þorsteinn I. Sigfússon, prófessor við Háskóla íslands og stjórnarmað- ur íslenskrar NýOrku, sagðist vera mjög ánægður með ákvörðun ríkis- stjómarinnar. „Þetta er auðvitað tímamóta- ákvörðun því svona verkefni tekst ekki nema með ákveðnu átaki stjórn- valda,“ sagði Þorsteinn I. „Þetta er eðlilegt framhald af þeirri stefnu rík- isstjórnarinnar að undirbúa vetnis- hagkerfi á Islandi.” Verkefni íslenskrar NýOrku mið- ar að því að þróa heildarlausn fyrir rekstur á umhverfisvænu sam- göngukerfi og felur m.a. í sér til- raunaakstur á þremur vetnisstrætis- vögnum knúnum efnarafalvél. Þorsteinn I. sagðist álíta að þetta verkefni væri lykillinn að framtíðar- þróun vetnisvæðingarinnar. Eins og fyiT var getið nemur heildarkostnaður verkefnisins 550 til 600 milljónum króna og þar af er áætlað að innlendir aðilar greiði um 240 milljónir. Hugmyndir eru uppi um að þriðjungur af kostnaðinum verði fjármagnaður af Evrópusam- bandinu í formi styrkja og sagði Þor- steinn I. að umsókn um styrk hefði þegar verið send út. Sagði hann að erfitt yrði að hrinda verkefninu í framkvæmd án styrks. Þyrla sótti slasaðan vél- sleðamann ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan vélsleðamann upp á Fróð- árheiði á Snæfellsnesi um klukkan sjö í gærkvöld. Að sögn lögreglunnar í Ólafsvík hafði maðurinn, sem er rúmlega fertugur, lent í óhappi uppi á heiðinni sem olli því að hann hlaut innvortis meiðsl og því var ákveðið að flytja hann til Reykjavíkur. Sam- kvæmt upplýsingum frá Landspítal- anum í Fossvogi er maðurinn á gjör- gæslu og er líðan eftir atvikum. Að sögn lögreglu var maðurinn ásamt fjórum öðrum uppi á heiðinni, og ók hann fremstur. Vegna slæms skyggnis sá hann ekki um 4 metra breiðan lækjarfarveg fyrr en of seint og ók hann þvi út í farveginn með þeim afleiðingum að hann og sleðinn köstuðust upp í loftið og lenti maður- inn með kviðinn á stýrinu. SS ætlar að taka sýni úr sláturgripum í Rangárvallasýslu Ekki slátrað nema heilbrigði sé staðfest Snjoþyngsli og ófærð valda fjölskyldunni í Breiðavík í Vesturbyggð erfíðleikum Börnin hafa misst 5 vikur úr skóla frá áramótum ÞRJÚ börn hjónanna Keran S. Ólasonar og Birnu Mjallar Atla- dóttur, sem annast vitavörslu og veðurathuganir í Breiðavík í Vest- urbyggð, hafa ekki komist í skóla samanlagt í fimm vikur frá sein- ustu áramótum vegna ófærðar á veginum milli Breiðavíkur og Ör- lygshafnar. Enginn sjómokstur fer fram á þessari leið, sem er um 15 km löng, nema á haustin og vorin. Hefur Vörðubrekkan verið ófær flesta daga á undanförnum mánuðum. Algerlega ráðþrota Birna og Keran segjast vera al- gerlega ráðþrota vegna þessa ástands og gagnrýna harðlega sveitarstjórn og yfirmenn sam- göngumála fyrir að aðhafast ekk- ert þrátt fyrir ítrekaðar óskir þeirra um úrbætur. Keran og Birna fluttu að Breiða- vík í apríl í fyrra með börn sín þrjú á skólaskyldualdri, tvö eru í 9. bekk og eitt í 2. bekk. Annast þau vitavörslu í Bjargtangavita, veður- athuganir og eru með fjárbúskap á jörðinni Geitagili og í Breiðavík. „Við gerðum okkur ekki grein fyrir því þá, að við hefðum kannski fyrst átt að spyrja bæjaryfirvöld hvort það gengi upp fyrir okkur að búa hér,“ segir Birna. Að sögn hennar er vegurinn ruddur einu sinni í viku frá Ör- lygshöfn í Kollvík vegna mjólkur- flutninga og einnig er mokað frá Patreksfirði út í Örlygshöfn á fimmtudögum. Ráðamenn sýni okkur skiining Keran hefur nokkrum sinnum flutt börnin á vélsleða í skólann en að sögn Birnu er ófærðin stundum svo mikil að ekki er einu sinni fært á vélsleða á milli. Hún segir að Orkubú Vestfjarða hafi þó tvívegis rutt leiðina út að Breiðavík vegna bilunar sem varð í spenni og þá tekist að koma börnunum í skóla en undanfarnar þrjár vikur hafa þau setið heima vegna ófærðar. „Hér erum við með veðurathug- anir fimm sinnum á dag allt árið, við sjáum um vitavörslu og við er- um með skepnur. Við erum líka með skólaaksturinn. Á sumrin tök- um við á móti þúsundum ferða- manna. Af þessu má sjá að við skilum okkar til bæjarfélagsins,“ sagði hún. Birna sagði að það sem þau færu fram á væri að ráðamenn sýndu skilning á þessu máli og að menn settust niður til að leita sameigin- legrar lausnar á vandanum. Hafa þau haft samband við sam- gönguráðherra, þingmenn, sveitar- stjórnarmenn, starfsmann Vega- gerðarinnar, sem allir hafi daufheyrst við óskum þeirra, snúið út úr orðum þeirra og jafnvel gagnrýnt þau fyrir að búa í Breiðavík með börn, að sögn Birnu. Ekki væri að heyra á þeim að það þætti neitt tiltökumál þó börnin misstu af skóla. „Okkur þætti vænt um ef talað yrði við okkur eins og fólk,“ segir hún. „Ég talaði við samgönguráðherra og hann spurði hvort ég gæti ekki kennt börnunum heima. Ekki þætti mér nú verra að vera hér á kennaralaunum, en hvað kostar það bæjarfélagið?" segir Birna. Sérblöð í dag www.mbí.is tmskm Kvikmyndir - Fólk Háifur mánuður af dagskrá frá míðvikudegi tii þriðjudags lígfej&l ► i Verinu í dag er m.a. sagt frá góðum árangri lce- iandic UK og góðu árferði í kringum hafið við ísland. Enn fremur er fjallað um f ullnýtingu aukaafurða og forvitnast um aflabrögð íslenskra skipa í Barentshafi. FH-stúlkur eru komnar í undan- úrslitin /B2 Chelsea áfram eftir góðan úti- sigur /B4 4SMJR ► Teiknimyndasögur ► Pennavinir ► Þrautir ► Myndir ► Leikir ► Úrslit

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.