Morgunblaðið - 15.03.2000, Síða 10

Morgunblaðið - 15.03.2000, Síða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Rætt um skýrslu sjávarútvegsráðherra um Kvótaþing Lög um Kvótaþing ekki náð tilgangi sínum STARFSEMI Kvótaþings var í brennidepli í umræðum um skýrslu sjávarútvegsráðherra um Kvóta- þing, Verðlagsstofu skiptaverðs og takmörkun á flutningi aflamarks sem fram fóru á Alþingi í gær. Kom m.a. fram sú skoðun við umræðurn- ar að leggja bæri Kvótaþing niður í núverandi mynd enda hefðu markmið sem sett voru við stofnun þess ekki náðst. Árni M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra gerði í upphafi grein fyrir skýrslu sem dr. Birgir Þór Runólfs- son, dósent við viðskipta- og hag- fræðideild Háskóla íslands, hafði unnið fyrir ráðherrann um áhrif laga um Kvótaþing, Verðlagsstofu skiptaverðs og takmörkun á flutn- ingi aflamarks frá 1998, sérstaklega með stöðu og möguleika einstakl- ingsútgerðar í huga. Rakti Árni forsögu þess að lögin voru sett og kom fram í máli hans að megintilgangurinn með því að setja á fót Verðlagsstofu skiptaverðs og Kvótaþing, ásamt nýjum takmörk- unum á flutningi aflamarks, hefði verið að gera viðskipti með afla- mark sýnilegri og minnka mögu- leika á að hægt væri að blanda sam- an viðskiptum með aflamark og viðskiptum með afla. Einnig hefði legið að baki sú afstaða sjómanna að þeir væru með einum eða öðrum hætti að fjármagna kaup útgerða á aflamarki. Niðurstaða skýrsluhöfundar var hins vegar sú að margt benti til að sjómenn væru enn að taka þátt í kvótakaupum og sagði Árni að þetta væki upp spurningar um gagnsemi Kvótaþings í núverandi mynd. Enn- fremur hefði skýrsluhöfundur kom- ist að þeirri niðurstöðu að fyrir- komulag Kvótaþings drægi úr sýnileika viðskipta með aflamark að því leytinu til að ekki lægi fyrir milli hverra viðskipti ættu sér stað. Alþingi FYRIRSPURNATÍMI er á Alþingi í dag og hefst þingfundur kl. 13.30. Eftirfarandi mál eru á dagskrá þingsins: 1. Stjórn veiða úr norsk-íslenska sfldarstofninum, frh. 1. umræðu (atkvgr.) 2. Póstburður, fsp. til samgöngu- ráðherra. 3. Tækjabúnaður til að minnka koltvísýringsmengun, fsp. til samgönguráðherra. 4. Eldi þorsks og annarra sjávar- dýra, fsp. til sjávarútvegsráð- herra. 5. Sjúkrahótel, fsp. til heilbrigðis- ráðherra. 6. Urbætur á aðstöðu öldrunar- deildarinnar Ljósheima á Sel- fossi, fsp. til heilbrigðisráðherra. 7. Aðgengi að getnaðarvarnarpillu, fsp. 111 heilbrigðisráðherra. 8. Viðbrögð við þungunum ungl- ingsstúlkna, fsp. til heilbrigðis- ráðherra. 9. Reglur um sjúklingatryggingu, fsp. til heilbrigðisráðherra. 10. Löggæsla í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi, fsp. til dóms- málaráðherra. 11. Skráning afbrota, fsp. til dóms- málaráðherra. 12. Heilbrigðisþjónusta við unga af- brotamenn, fsp. til dómsmála- ráðherra. 13. Eftirlit á skilorði, fsp. til dóms- málaráðherra. 14. Gæsluvarðhaldsvistun barna, fsp. til dómsmálaráðherra. 15. Viðbrögð við vandamálum sem tengjast spilafíkn, fsp. til dóms- málaráðherra. 16. Vinnuvólanámskeið, fsp. til iðn- aðarráðherra. 17. Rekstur Reykjadals í Mosfells- sveit, fsp. til félagsmála- ráðherra. ALÞINGI Væri það álit skýrsluhöfundar að fyrirkomulag Kvótaþings væri bet- ur komið með svipuðu sniði og fyrir- komulag Verðbréfaþings. Viðskipti með aflamark ættu því að geta átt sér stað jafnt innan sem utan slíkrar kauphallar en þó með þeirri kvöð að öll aflamarksviðskipti milli óskyldra aðila séu tilkynnt til kauphallarinn- ar og upplýsingar um þau birt þar. Ólöglegt að láta sjómenn taka þátt í kaupum eða leigu á aflamarki Fram kom í máli margra þing- manna, sem tóku til máls við um- ræðuna í gær, að þeir teldu skýrsl- una sýna að lögin, sem sett voru 1998 í tengslum við lausn kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna, hefðu ekki náð tilgangi sínum. Guðjón A. Kristjánsson, þingmaður Frjáls- lynda flokksins, taldi m.a. alveg óviðunandi að sjómenn væru áfram látnir taka þátt í kaupum eða leigu á aflamarki og benti hann á að þetta væri hreinlega ólöglegt. Jóhann Ár- sælsson, þingmaður Samfylkingar, tók í sama streng og sagði að það ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra mælti á Alþingi í gær fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um stjóm veiða úr norsk-ís- lenska síldarstofninum en breyting- in felur í sér að takmörkun á heimild til flutnings aflahámarks verði aflétt gagnvart þeim skipum sem stund- uðu síldveiðar á viðmiðunarárunum 1995, 1996 og 1997 og skipum sem komið hafa í þeirra stað. Á hinn bóg- inn verði óheimilt að flytja aflahá- mark af þeim skipum sem ekki hafa stundað síldveiðar á viðmiðunarár- unum eða komið í stað slíkra skipa. í ræðu sjávarútvegsráðherra kom fram að ástæða þess að dregin væra skil á milli skipaflokka væri sú að skv. lögunum ættu öll skip kost á veiðileyfi og aflahámarki og að ef heimilt yrði að framselja aflahá- mark af þeim skipum sem nú fyrst sæktu um leyfi til síldveiða mætti búast við að sótt yrði um leyfi fyrir mörg skip í þeim tilgangi einum að flytja af þeim aflahámark. Sagði Árni að þessar breytingar þrengdu hins vegar ekki rétt nýrra skipa til veiðiheimilda. Við umræðu um frumvarpið sagði Svanfríður Jónasdóttir, þingmaður Samfylkingar, m.a. að frumvarp sjávarútvegsráðherra fæli í sér að skip sem voru við síldveiðar á ár- unum 1995, 1996 eða 1997 fengju veiðiheimildir afhentar af hálfu hins opinbera, án endurgjalds, og þyrftu síðan ekki að veiða neitt en mættu umsvifalaust selja allar þær veiði- heimildir sem þau fengju. væri brýnt verkefni sjávarútvegs- forystunnar að laga þetta. Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokks, var sammála því að þó skýrslan leiddi ýmislegt já- kvætt í ljós hefðu meginmarkmiðin með stofnun Kvótaþings ekki náðst og að ekki væri til staðar sátt um verðmyndun sjávarfangs í sjávarút- vegi. Kristján Pálsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, tók enn dýpra í árinni og sagði að sjávarútvegsráð- herra yrði að horfast í augu við það að þessi tilraun hefði mistekist og að hann þyrfti að undirbúa löggjöf sem legði Kvótaþing af. Einar K. Guð- finnsson, flokksbróðir Kristjáns, vildi ekki ganga svona langt en sagði það þó vissulega möguleika að niðurstaða manna yrði sú að rétt væri að leggja Kvótaþing niður. Árni M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra sagði í seinni ræðu sinni að því miður væri ekki hægt að lesa annað úr skýrslunni en að staða ein- staklingsútgerðar væri lakari nú en áður. Hann sagði hins vegar að hér væri fyrst og fremst um hagsmuna- deilu milli sjómanna og útgerðar- manna að ræða, sem þeir þyrftu að leysa, þó að Árni tæki fram að hann myndi sem sjávarútvegsráðherra að sjálfsögðu fylgjast vakandi auga með framgangi mála. Sagði hann að skýrslan yrði í það minnsta grund- völlur að umræðu um hugsanlegar lausnir á ágreiningsefnum sjó- manna og útgerðarmanna, umræðu sem vonandi kæmi í veg fyrir að til kasta Alþingis þyrfti að koma á nýj- an leik. Önnur skip sem fengju veiðiheim- ildir en voru ekki við síldveiðar á áð- urgreindum árum mættu hins vegar ekki selja neitt, þau yrðu að veiða allt. Spurði Svanfríður hvar jafn- ræðisregla stjórnarskrárinnar væri í þessu, og vísaði hún í máli sínu til dóma sem fallið hafa í Hæstarétti og Héraðsdómi Vestfjarða um flsk- veiðilöggjöfína. Svanfríður boðaði breytingartillögur við frumvarpið en fram kom í máli hennar að hún teldi líklegast að markmið fiskveið- istjórnunar um hagkvæmar veiðar og réttláta úthlutun veiðiheimilda næðist með því að bjóða veiðiheim- ildir í norsk-íslenska síldarstofnin- um út. Steingrímur J. Sigfússon, þing- maður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, lýsti furðu sinni á að sjávarútvegsráðherra teldi sig knúinn til að gera þessar breytingar nú þegar í hönd færi síðasta veiði- tímabilið innan ramma gildandi laga. Gagnrýndi Steingrímur að á sínum tíma skyldu stjórnvöld hafa tekið þann kost að búa til undarleg- ar sérreglur um þessar veiðar í stað þess að láta lög um úthafsveiðar gilda, lög sem sæmileg sátt hefði verið um. Lýsti Guðjón A. Krist- jánsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, þeirri skoðun sinni að láta ætti kerfið óbreytt enda lægi fyrir að skv. lögum ætti að fara fram heildarendurskoðun á lögunum um stjóm veiða úr norsk-íslenska síld- arstofninum fyrir 1. nóvember á þessu ári. Norsk-íslenski sfldarstofninn Takmörkun á flutningi aflahá- marks verði aflétt af sumum skipum Fyrirspurnir til stjórnar Oryrkja- bandalag'sins - Frá aðstoðar- manni forsætis- ráðherra MORGUNBLAÐINU hafa borist eftirfarandi fyrirspurnir sem Orri Hauksson, aðstoðarmaður forsæt- isráðherra, hefur beint til Ör- yrkjabandalagsins: „Vegna umræðna undanfarinna daga leikur foryitni á að vita af- stöðu stjórnar Öryrkjabandalag- sins til eftirfarandi atriða: 1. Er stjórn Öryrkjabandalags- ins sammála því að forsætisráð- herra sé í andlegu ólagi, sem ítrekað hefur komið fram í nafni bandalagsins með fullyrðingum um ójafnvægi hugans, persónuleg vandamál og andlega vanlíðan hjá ráðherranum? 2. Er stjórn Öryrkjabandalags- ins sammála því að forsætisráð- heraa sýni einhvers konar fasíska tilburði í velferðarmálum eða að minnsta kosti að líkja megi stefnu hans við stefnu Jörgs Haiders í Austurríki? 3. Er stjórn Öryrkjabandalags- ins sammála því að notkun forsæt- isráðherra á talnaefni eða gagn- rýni hans á núverandi formann Óryrkjabandalagsins jafngildi mannfyrirlitningu eða lítilsvirð- ingu í garð öryrkja? 4. Er stjórn Öryrkjabandalags- ins sammála því að þjóðkirkjunni sé sýndur lítill sómi með því að kristnihátíð verði á Þingvöllum? 5. Er stjórn Öryrkjabandalags- ins sammála því að skortur á póli- tískum metnaði einkenni konur í núverandi ríkisstjórn og þing- meirihluta, að það sé eins og ekk- ert annað komist að hjá þeim en að laga hárið, varalita sig og brosa, að þegar þær séu saman komnar í verðmætum yfirhöfnum verði lýsandi íyrir íslensk stjórn- mál titill skáldsögunnar Haltu kjafti og vertu sæt? 6. Styður stjórn Öryrkjabanda- lagsins þá fullyrðingu að forsætis- ráðherra hafí staðið að baki því að MS-félagið hefur sagt sig úr Ör- yrkj abandalaginu? 7. Er stjórn Öryrkjabandalags- ins sammála því að ekki hafi mátt lesa nein pólitísk skilaboð til fólks úr hvatningu auglýsinga banda- lagsins, stuttu fyrii' þingkosning- ar sl. vor, um að kjósa ekki óbreytt ástand? 8. Telur stjóm Öryrkjabanda- lagsins að í tengslum við auglýs- ingaátak þess hafi sú skírskotun verið heppileg eða ópólitísk, sem fólst í þátttöku talsmanns banda- lagsins í fundaherferð eins fram- boðs stjórnarandstöðunnar skömmu fyrir kosningar? 9. Telur stjórn Öryrkjabanda- lagsins að hagsmuna umbjóðenda bandalagsins hafi verið vel gætt með umræðunum og aðgerðunum sem vísað er til í spurningum 1-8? Með fyrirfram þökk, Orri Hauksson, aðstoðarmaður forsætisráðherra." • • Formaður Oryrkjabandalagsins Ekki skynsamlegí að sækja forsætis- ráðherra til saka „í LJÓSI þeiraa viðbragða sem við höfum fengið og stuðningsyfirlýs- inga, sem berast hvarvetna að, þá teljum við almenning fullfæran um að meta sannleiksgildi ásakana í garð bandalagsins eins og segir í yf- irlýsingu framkvæmdastjórnar," sagði Gai’ðar Sverrisson, formaður Öryrkjabandalagsins. „Við eram ekld að hverfa frá neinu. Við ræddum viðbrögð og eitt af því sem eðlilega var rætt var dómstólaleiðin og við teljum ekki skynsamlegt að sækja forsætisráðherra til saka vegna þessara ummæla. Við beram það mikið traust til fólks og alls almenn- ings að við teljum hann hafa allar for- sendur til að vega þetta og meta.“ í yfirlýsingu framkvæmdastjórn- ar Öiyrkjabandalagsins, sem send var fjölmiðlum í gær, kemur fram að stjórnin standi einhuga að baki for- manni sínum og lýsi fullum stuðningi við störf hans. Þá segir: „Varðandi ásakanir forsætisráðherra í garð bandalagsins telur stjórnin að al- menningur sé fullfær um að meta sannleiksgildi þeiraa með sinni heil- brigðu skynsemi. Sýnu alvarlegra telur framkvæmdastjórnin að ríkis- stjórnin skuli enn á ný ætla sér að breikka bilið milli tryggingabóta og lægstu launa, og mun Öryrkjabanda- lag íslands taka um það ákvörðun á næstu dögum hvemig við þeim al- varlegu tíðindum verður bragðist." Morgunblaðið/Ásdís Þakklátar gæsir? FLESTUM börnum þykir afskap- lega gaman að gefa fuglunum á Tjörninni. Eflaust hafa gæsirnar a tarna jafnmikið gaman af, þdtt þær eigi erfiðara með að tjá tilfinningar sínar. Þær rífa að minnsta kosti brauðið í sig af áfergju, eins og þessar tvær ungu manneskjur kom- ust að þegar þær fóru með mömmu sinni niður að Tjörn á dögunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.