Morgunblaðið - 15.03.2000, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 15.03.2000, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2000 1 7 HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Morgunblaðið/Skapti S Niðurrif Isbjarnarhúsanna hafið Seltjarnarnes FRAMKVÆMDIR við niðurrif gömlu Isbjarnarhúsanna við Suð- urströnd standa nú yfir. I þessum fyrsta áfanga er verið að rifa frysti- klefann, sem er um 400 fermetra rými, en það húsnæði hefur staðið ónotað. Óskir hafa m.a. borist frá fbúum um að þessar byggingar víki enda lítið augnayndi að hafa slík mannvirki í hjarta bæjarins. Til stendur að rífa aðra hluta fsbjarn- arhúsanna á næsta ári. Þegar búið verður að rífa húsin stendur eftir um 18 þúsund fer- metra svæði. Ráðgert er að reisa þar nýtt þjónustu- og íbúðar- húsnæði og hyggjast bæjaryfirvöld láta fara fram samkeppni meðal arkitekta um skipulag á þessum áhugaverða byggingarreit sem óneitanlega býður upp á margs konar möguleika. Nýtt aðalskipulag í Kópavogi kynnt á næstu mánuðum Byggð með tveimur grunn- skólum við Vatnsenda Kópavogur 5.000-6.000 manna byggð við Vatns- enda með tveimur grunnskólum er meðal þess sem er til skoðunai' við endurskoðun aðalskipulags Kópa- vogsbæjar, sem nú stendur yfir. Borgarafundur til kynningar á skipulaginu verður væntanlega hald- inn fljótlega og þá verður auglýst eftir tillögum og sjónanniðum al- mennings til skipulagsvinnunnar, að sögn Ólafs Brynjars Halldórssonar, arkitekts hjá bæjarskipulagi Kópa- vogs. Hann segir að undirbúningsvinna sé í gangi vegna endurskoðunar og útgáfu nýs aðalskipulags Kópavogs 2000-2012. Að lokinni kynningu og móttöku á tillögum og sjónarmiðum almenn- ings í sumar verði unnið úr þeim næsta haust og nýtt aðalskipulag væntanlega afgreitt og staðfest á næsta vetri. Ólafur Brynjar sagði að nú væri verið að vinna aðalskipulag í fyrsta sinn á grundvelli nýrra skipulags- laga, sem gera ráð fyrir því að sjón- armið almennings komi fram meðan skipulagsvinnan er á hugmyndastigi en ekki aðeins eftir að tillaga er lögð fram. Auk þess ber ný löggjöf með sér aukna áherslu á umhverfismál, auk hefðbundinna viðfangsefna skipulagsvinnu sem snúa að land- notkun innan alls bæjarlandsins, þ.e að segja til um áætlaða notkun lands og skiptingu þess í íbúasvæði, stofn- anasvæði, opin svæði, gatnakerfi og fleira. Hann sagði að nú kæmi til skipu- lags síðasti hlutinn af svokölluðu heimalandi Kópavogs, þ.e. svæðinu frá Elliðavatni að Kársnesi. Bæjarlandið að mestu leyti mótað Auk þess á Kópavogur land milli Heiðmerkur og Bláfjalla, sem telst fólkvangur og er háð vatnsvernd. Einnig er nú unnið að svæðis- skipulagi fyrir allt höfuðborgar- svæðið og er niðurstaða þess skipu- lags líklega ein af forsendum nýs aðalskipulags Kópavogs, að sögn Ólafs Brynjars. Hann sagði að nýrra tíðinda með skipulagi væri helst að vænta á Vatnsendasvæðinu, að öðru leyti væri bæjariandið að mestu leyti mót- að. Skipulagsnefnd og fræðslunefnd bæjarins hefur þegar verið gerð grein fyrir drögum að skipulagstil- lögu fyrir 5.000-6.000 manna byggð í Vatnsenda með tveimur grunnskól- um. Áður hefur verið gert ráð fyrir því, að sögn Málfríðar Kristiansen hjá bæjarskipulagi Kópavogs, að þar rísi um 5.000 manna byggð með ein- um grunnskóla og auk fjölgunar grunnskóla á svæðinu er verið að endurskoða landnotkun á Vatnsenda frá fyrra skipulagi, með tilliti til stað- setningar íbúðasvæða, akstursleiða og svæða fyrir opinberar stofnanir, verslun og þjónustu. Formlegar til- lögur f yrir svæðið liggja þó ekki fyr- ir. Ólafur Brynjai- sagði að stefnt væri að þvi að samhliða kynningu á aðalskipulaginu verði settar fram til- lögur að afmörkun svæða í Austur- bænum með hámarksökuhraða 30 km/klst. Spurður hvort gert væri ráð fyrir að land Lundar við Nýbýlaveg fengi breytta landnotkun í nýju aðalskipu- lagi sagði hann þau mál í biðstöðu. Námsaðstoð Grunnskólanemendur athugið! Nú líður að samræmdu prófunum. Erum með aðstoð í stærðfræði og undirbúum nemendur undir samræmd próf. Nánari upplýsingar www.tolst.com Tölvu- og stærðfræðiþjónustan ehf., Brautarholti 4, sími 551 5593. Nóatúni 4 • 105 Reykjavik • Simi 520 3000 • Fax 520 3011 • www.sminor.is SMITH & NORLAND Smith & Norland eykur enn vöruval sitt og býður nú Fujitsu Siemens gæðatölvur þar sem japanskt hugvit og hagkvæmni sameinast þýskum gæðum og nákvæmni. Bjóðum einnig gott úrval af prenturum og faxtækjum frá Olivetti. Skrefi lengra með Fujitsu Síemens tölvum www.mbl.is A Ð A
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.