Morgunblaðið - 15.03.2000, Side 18
18 MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Sköllótta söng-
konan í VMA
Samþykkt skólanefndar að loka gæsluvöllum næsta haust
Akvörðuninni mótmælt
með undirskriftum
FULLTRÚAR foreldra sem ekki
vilja að gæsluvöllum á Akureyri
verði lokað næsta haust afhentu
undirskriftalista þar sem ákvörðun
um lokun vallanna er harðlega mót-
mælt. Sigurður J. Sigurðsson, for-
seti bæjarstjórnar, og Oktavía Jó-
hannesdóttir, formaður félagsmála-
ráðs, tóku við undirskriftunum í
viðtalstíma bæjarfulltrúa nýlega.
Skólanefnd ákvað fyrir nokkru að
loka völlunum frá og með næsta
hausti þar sem aðsókn hefði minnk-
að mikið á síðustu árum og ekki
grundvöllur fyrir að halda úti
rekstri þeirra. I kjölfar samþykktar
skólanefndar hafa orðið nokkrar
umræður, m.a. á umræðusvæði á
heimasíðu Akureyrarbæjar.
Forsvarsmenn undirskriftasöfn-
unarinnar beina þeim tilmælum til
yfirvalda að þau endurskoði afstöðu
sína og benda meðal annars á hvort
markaðssetning vallanna sé rétt og
þjónustan sem í boði sé í samræmi
við þarfir notendanna.
Aftur til skólanefndar
Sigurður J. Sigurðsson, forseti
bæjarstjórnar, sagði að skólanefnd
myndi nú fá málið til umfjöllunar að
nýju. Hann sagði að rætt hefði ver-
ið um þá hugmynd að hafa einn
gæsluvöll opinn yfir vetrartímann,
þó svo að fólk yrði þá sumt að aka
um nokkurn veg til að koma böm-
um sínum í gæslu, en hún væri þá
til staðar. Það myndi hins vegar
ekki duga yfir sumarmánuðina að
hafa einungis einn gæsluvöll opinn.
„Það sjónarmið hefur nú komið
fram, að þó aðsókn hafi minnkað að
völlunum er hópur foreldra í bæn-
um sem ekki nýtir sér leikskólana
en kýs annars konar vist fyrir börn
sín, eins og til að mynda gæsluvell-
ina,“ sagði Sigurður.
LEIKFÉLAG Verkmenntaskólans
á Akureyri frumsýnir í kvöld,
miðvikudagskvöldið 15. mars,
leikritið Sköllótta söngkonan eft-
ir Eugéne Ionesco. Höfundurinn
fæddist í Rúmeníu árið 1909 og
varð hvað þekktastur fyrir fram-
Iag sitt til absúrdismans og telja
reyndar sumir að hann hafi með
leikritum sínum fundið hann upp,
segir í frétt frá leikfélaginu.
Sköllótta söngkonan er fyrsta
leikritið sem hann skrifaði og það
var eiginlega alveg óvart. Hann
bjó í Frakklandi og var að læra
ensku. Textinn í enskubókinni
hans kveikti í honum og hann fór
að skoða orð og meiningu þeirra
eða öfugt. í þeim pælingum varð
Sköllótta söngkonan til.
Hann skrifaði meira en þrjátíu
leikrit um ævina, þeirra á meðal
voru Nashyrningarnir og
Kennslustundin. Ionesco fékk alls
kyns bókmenntaverðlaun og við-
urkenningar í ellinni, en hann
lést árið 1994.
Frumsýning er sem fyrr segir í
kvöld, en næstu sýningar eru á
laugardag, 18. mars, og í næstu
viku á þriðjudags-, miðvikudags-
og fimmtudagskvöld en síðasta
sýning er sunnudaginn 26. mars.
Sýnt er í Gryfjunni í Verk-
menntaskólanum á Akureyri,
gengið inn að austan, og hefjast
allar sýningar kl. 20.30.
Stjórn Eyþings skorar á
þingmenn og ríkisstjórn
Serhæfð sjúkraflug-
vél verði á Akureyri
STJÓRN Eyþings, Sambands flugi ogrþæginda fyrir sjúklinginn,
sveitarfélaga í Eyjafirði og Þing-
eyjarsýslum, hefur skorað á al-
þingismenn og ríkisstjórn að beita
sér fyrir því að fengin verði sér-
hæfð sjúkraflugvél til að sinna
sjúkraflugi landsmanna og hún
verði staðsett á Akureyri.
Öll aðstaða og
starfsfólk fyrir hendi
I greinargerð með ályktun þessa
efnis segir að sjúkraflug standi
frammi fyrir miklum vanda og það
valdi áhyggjum. Aðstæður í innan-
landsflugi hafi breytst og áætlun-
arflug til margra minni sveitarfé-
laga á landsbyggðinni lagst af. Þar
með hafi fótunum verið kippt und-
an rekstrargrunni litlu landshluta-
flugfélaganna sem áður sinntu
sjúkraflugi. Litlu vélarnar, sem
mest hafa verið notaðar í sjúkra-
flug á undanförnum árum, eru úr
sér gengnar og hverfa brátt af
sjónarsviðinu.
Nútíminn krefst aukins öryggis í
segir 1 greinargerðinni. Þess vegna
er lagt til að fengin verði vel út-
búin sérhæfð sjúkraflugvél með
jafnþrýstibúnaði til að sinna þessu
aðkallandi verkefni. Bent er á að
hagstæðast sé að hún verði stað-
sett á Akureyri, sem sé miðsvæðis
í sjúkraflugsverkefnum og væri
rétt að byggja upp í tengslum við
þau miðstöð sjúkraflug á Islandi
með tilheyrandi sveitum flug-
manna, sjúkraflutningamanna,
lækna og hjúkrunarfólks. Öll að-
staða og starfsfólk sé fyrir hendi á
Akureyri og mikil reynsla í því að
sinna sjúkraflugi. Ráðstöfun sem
þessi myndi jafna mun á aðgangi
að þessari þjónustu á milli íbúa á
suðvestur horni landsins og íbúa
landsbyggðarinnar. Fólk á suð-
vesturhorninu hafí auðveldan að-
gang að þyrluþjónustu með sér-
hæfðri læknisþjónustu en sú
þjónusta sem verið hefur fyrir
hendi á landsbyggðinni stefni til
verri vegar.
Morgunblaðið/Björn Gíslason
Leikfélag Verkmenntaskólans á Akureyri frumsýnir Sköllóttu söngkonuna í kvöld í Gryíjunni.
Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga á Norðurlandi í samstarfi
við PrícewaterhouseCoopers efnir til ráðstefnu á Akureyrí.
Sameiningar fyrirtækja,
auðveld sókn eða ofmetnar væntingar!
Valinkunnir sérfræðingar og athafnamenn úr viðskiptalífinu
lýsa reynslu sinni af sameiningum og samstarfi fyrírtækja.
Framsögumenn verða:
Jónatan S. Svavarsson rekstrarráðgjafi PricewaterhouseCoopers. Á eftir framsöguerindum veróa pallborósumræður þar sem þátt
Hafa sameiningar staðist væntingar? taka frummælendur ásamt völdum sérfræðingum.
Ólafur Marteinsson framkvæmdastjóri Þormóðs Ramma - Sæbergs.
Sameiningar í sjávarútvegi - tækifærin að baki?
Daníel Árnason framkvæmdastjóri AK0 Plastos.
Sameinað fyrirtæki á Akureyri - styrkur í samkeppni?
Jóhann Magnússon framkvæmdastjóri FBA ráðgjafar.
Þáttur fjármálafyrirtækja i samrunaferli fyrirtækja.
Hilmar Gunnarsson forstöóumaður þróunarsviðs 0z.com.
Samstarf fyrirtækja í nýju viðskiptaumhverfi.
PrICEWATeRHOUs^OOPERS (i
Að loknum pallborósumræðum verður boðið upp á léttar veitingar.
Ráðstefnan verður haldin á Fiðlaranum á Akureyri 4. hæð
föstudaginn 17. mars 2000 kl 14:00 til 17:00.
Þátttökugjald er 2.000 kr. en 1.500 kr. fyrir félagsmenn FVH
og háskólanema.
Skráning i sima 461 2740 eða í netfangi holmar@afe.is
Félag viðskiptafræðinga
og hagfræðinga
hj
Sendibfl
stolið
SENDIBÍL af gerðinni Toyota Hi-
ace var stolið frá bænum Einarsstöð-
um í Glæsibæjarhreppi aðfaranótt
sunnudags. Bfllinn er rauður að lit
og hefur einkennisnúmerið SL-267.
Til bílsins sást á sunnudagsmorgun í
Hvalfirði þannig að ætla má að hon-
um hafi verið ekið suður á bóginn og
geti verið einhvers staðar á Reykja-
vfloirsvæðinu. Þeir sem orðið hafa
bflsins varir eru beðnir að láta lög-
reglu á Akureyri vita.
Glerárkirkja
Samveru-
stund
eldri
borgara
SAMVE RUSTUND verður í
Glerárkirkju á morgun,
fimmtudaginn 16. mars, kl. 15.
Samveran hefst með helgi-
stund en gestur hennar er Arn-
ar Páll Hauksson. Að venju
verða kaffiveitingar og tónlist-
arflutningur og eru allir vel-
komnir.