Morgunblaðið - 15.03.2000, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 15.03.2000, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2000 25 Reuters * Unsurnar og pundin munu halda velli London. Morgunblaðið. Tígrisdýr veldur usla í Varsjá BENGALTÍGRISDÝR olli miklum usla í einu úthverfi Varsjár, höfuð- borgar Póllands, þegar þrjú dýr sluppu úr búri sfnu hjá sirkus nokkrum í borginni í gær. Mikill eltingarleikur átti sér stað og lét dýralæknir, sem hafði ætlað að svæfa tígrisdýrið, lífið þegar hann varð fýrir byssuskoti lög- reglumanns. Skotið var ætlað tígr- isdýrinu, en það var síðar drepið af lögreglunni. Eigendur sirkussins sögðu að svo virtist sem tígrisdýr- unum hefði verið hleypt út úr búri sínu og sökuðu þeir dýraverndar- samtök f Varsjá um að eiga þar hlut að máli. DAVTD STEPHENS, kjötkaupmað- ur í Leigh-on-Sea í Essex, hefur lýst yfir sigri í baráttunni gegn banni rík- isstjómarinnar við notkun mæliein- inganna punds og únsu, en um ára- mótin áttu grömm og kílógrömm að leysa þau af hólmi. Eftir miklar vangaveltur hefur bæjarráð Sout- hend-on-Sea ákveðið að höfða ekki mál gegn kjötkaupmanninum og byggist sú afstaða á lögfræðiáliti, sem segir ólöglegt að neyða alla kaup- menn til þess að taka upp kílógrömm- in, hvað sem evrópulöggjöf líði. Mál Stephens vakti mikla athygli um mánaðamótin janúar/febrúar, þegar stefndi í, að hann yrði íyrsti brezki kaupmaðurinn, sem sóttur yrði til saka fyrir að halda í brezku mælieiningamai-. Hann sagðist þá frekar fara í fangelsi en leggja af pundin og únsurnar. Fylgzt var vel með vangaveltum bæjarráðsmanna í Sothend-on-Sea og hafði fjöldi manns lýst sig reiðubúinn til þess að styrkja Stephens í stríði hans og Brezka mælieiningafélagið kvaðst svo sann- fært um réttmæti málstaðarins, að það lýsti sig reiðubúið tO þess að standa straum af málskostnaði. Sagt er að í herbúðum ríkisstjóm- arinnar séu menn nú að kanna, hvernig megi koma kílógrömmunum á og kann að þurfa lagabreytingu til þar sem brezku mælieiningamar em staðfestar með lögum. Samtök byssueigenda deila á forseta Bandaríkjanna Clinton „þarf“ ákveðið ofbeldi Washington. AFP. BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, hefur harðlega mótmælt þeim ummælum forystu- manns í samtökum byssueigenda, að for- setinn „þurfi“ á ofbeldi að halda til að vinna stefnumálum sínum brautargengi. Clinton hefur lagt mjög hart að þinginu síðustu daga að sam- þykkja ný lög um byssueign og einkan- lega eftir að sex ára gamall drengur skaut jafnöldra sína í skóla í Michigan. Eru samtök byssueig- enda, NRA, andvíg nýrri löggjöf um byssur og saka Clinton um að hafa ekki framfylgt þeirri, sem nú gildir. Clinton gagnrýnir NRA Wayne LaPierre, varaforseti NRA, sagði í viðtali við ABC-sjón- varpsstöðina um síðustu helgi, að Clinton þyrfti á að halda „ákveðnu ofbeldi í þessu landi“. „Hann virðist láta sér vel líka ákveðinn fjölda manndrápa í því skyni að koma sín- um málum fram og það á líka við um varaforsetann," sagði LaPierre. Clinton svaraði þessum orðum í fyrrakvöld og sakaði NRA um að vera andvíg öllum aðgerðum, sem ykju öryggi þegnanna. „Hann ætti að horfast í augu við móður litlu stúlkunnar eða fólkið, sem missti börnin sín í Columbine," sagði Clinton og átti þá við fjöldamorðin í skóla í Colorado fyrir ári. Síðar sagði Clinton, að það virtist vera meginhlut- verk NRA að koma í veg fyrir samfélagslegar að- gerðir, sem héldu byss- unum frá glæpamönnum og óvitum. Heston hampað NRA hefur verið sak- að um að kynda undir of- beldi með afstöðu sinni til byssueignar og hefur reynt að svara því með sjónvarpsauglýsing- um þar sem forseta samtakanna, leikaranum Charlton Heston, er hampað en hann fór m.a. með hlut- verk Mósesar í Boðorðunum tíu. I auglýsingunum er ráðist á Clint- on persónulega og hann sakaður um að mistúlka markmið samtakanna og eltast við löghlýðna byssueigendur í stað glæpamanna. Clinton hefur sagt um NRA, að þar sé á ferðinni þrýstihópur, sem „einskis svífist", og hafi átt sinn þátt í að bola út af þingi ýmsum mönnum, sem voru hlynntir auknu byssueftir- liti. „Eg efast um, að kjósendur láti blekkjast af krókódílstárum þessara manna, jafnvel þótt Móses fari með aðalralluna," sagði Clinton. Bill Clinton Réttarhaldið í Haag yfír Krstic, fyrr- verandi hershöfðingja Bosníu-Serba 1 9 • ■ 1 9 • M A R S Dulbjuggust sem friðar- gæzluliðar Haag. AP, AFP. LYKILVITNI í réttarhaldinu fyrir Stríðsglæpadómstóli Sameinuðu þjóðanna í Haag yfir Radislav Krstic, fyrrver- andi hershöfð- ingja í her Bosn- íu-Serba, lýsti því fyrir réttinum í gær, hvernig serbneskir her- menn dulbjugg- ust sem alþjóð- legir friðargæzluliðar í Radislav því skyni að villa Krstlc um fyrir flótta- mönnum úr röðum Bosníu-múslima og lokka þá í gildru. Krstic, sem er hæstsetti Bosníu- Serbinn sem leiddur hefur verið fyr- ir dómstólinn í Haag, á yfir höfði sér lífstíðardóm fyrir þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyni fyrir þátt sinn í fjöldamorðum á múslimum í og við borgina Srebrenica, undir lok Bosn- íu-stríðsins árið 1995. Saksóknarar dómstólsins hyggjast sanna að Krstic hafi stýrt þeim hersveitum sem „hreinsuðu" borgina af múslim- um. Hafa morðin í Srebrenica verið nefnd versti glæpur framinn á evrópskri grandu frá því í helförinni gegn gyðingum í síðari heimsstyrj- öld. Saksóknurum telst til að alls hafi um 7.500, að mestu karlar og dreng- ir, verið drepnir eða týnzt. Jean-Rene Ruez, sem stýrði rann- sókn Sameinuðu þjóðanna á Srebr- enica-glæpunum, hóf annan dag réttarhaldsins yfir Krstic með því að útskýra hvað fyrir augu bar á myndbandi, þar sem sást hvemig serbneskir hermenn göbbuðu músl- ima með því að nota búnað og ein- kennisbúninga friðargæzluliðs SÞ, sem þeir höfðu gert upptæka. A myndbandinu, sem Bosníu-serbneskur fréttamaður gerði, mátti einnig sjá hvar músl- imskur faðir kallaði á son sinn og hvatti hann til að koma úr felum út úr skóginum. Svo virtist sem faðir- inn hefði verið að hlýða fyrirskipun- um serbneskra hermanna um að telja son sinn á að gefa sig fram. Ekkert hefur spurzt til feðganna síð- an. Var yfirlýst „griðasvæði" Srebrenica hafði verið lýst griða- svæði SÞ, sem flóttamenn Bosníu- múslima sóttu því sérstaklega til. Bosníu-Serbar tóku borgina í áhlaupi, söfnuðu saman öllum músl- imum sem þeir fundu og sendu þá í rútum út fyrir borgina, til Bratunac, þar sem fjöldaaftökur fóra fram, eft- ir því sem fullyrt er í ákæranni gegn Krstic. Til viðbótar við þjóðarmorð, alvar- legasta glæpinn sem ákært er fyrir, er Krstic ákærður fyrir glæpi gegn mannkyni og brot á alþjóðareglum um stríðsrekstur, þ.e. stríðsglæpi. Ákæraskjalið er í átta liðum, og verði hann fundinn sekur um eitt- hvert ákæruatriðanna á hann yfir höfði sér lífstíðardóm. Krstic hefur lýst sig saklausan af öllum ákærum. Taktu forskot á vorsæluna! Fá&u fallegar vorvörur á frábæru verði, njóttu Ijúfra veitinga og þigg&u gó&a þjónustu á Kringlukasti. MYiikR VOKUR mei sérstökum aisiætti 20%-50% Fylgstu vel með sérkjörunum! Nokkrar verslanir og þjónustuaöilar veita dag hvern 15% viðbótarafslátt af sérvaldri vöru eða þjónustu ofan á Kringlukastsafsláttinn. Kringlukast hefst á morgun. fimmtudagur föstudagur iaugardagur sunnudagur Upplýsingar i sima 588 7788
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.