Morgunblaðið - 15.03.2000, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.03.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2000 27 LISTIR Auður Gunnarsdóttir á söngtónleikum í Salnum Morgunblaðið/Golli Auður Gunnarsdóttir og Jónas Ingimundarson halda tónleika í Salnum í Kópavogi í kvöld og í Vinaminni á Akranesi annað kvöld. S I fyrsta sinn á föstum samningi AUÐUR Gunnarsdóttir sópran- söngkona heldur einsöngstónleika í Salnum í Kópavogi ikvöld ásamt Jónasi Ingimundarsyni píanólcik- ara. Tónleikarnir eru í Tíbrá, röð 3, og hefjast kl. 20.30. Þeir verða end- urteknir annað kvöld, fimmtudags- kvöld, i safnaðarheimilinu Vina- minni á Akranesi. „Þetta er nokkuð blönduð efnis- skrá. Við byrjum á hefðbundnum ljóðum eftir Schubert, Strauss og Sibelius. Eftir hlé er komið að ís- lenska hlutanum en þar má heyra lög af geisladisknum okkar sem kom út fyrir síðustu jól. Við flytjum lagaflokk úr Pétri Gaut eftir Hjálm- ar H. Ragnarsson og Ljóð fyrir börn; lög eftir Atla Heimi Sveinsson við Ijóð Matthi'asar Johannessen. Við ljúkum svo tónleikunum á létt- um nótum með óperettuaríum, þannig að allir fái nú eitthvað við sitt hæfi,“ segir Auður. „Erfíðasta fæðingin sem ég hef lent í“ Af henni er það annars helst að frétta að hún hefúr verið á samn- ingi við óperuhúsið í WUrzburg í Þýskalandi frá því í september síð- astliðnum. Þetta er í fyrsta sinn sem Auður er á föstum samningi, en áð- ur hefúr hún meðal annars verið gestasöngvari við óperuhúsin í Heidelberg og Bielefeld. „Fyrsta hlutverkið sem ég fékk í Wurzburg var Despina í Cosi fan tutte, en í maí mun ég taka við hlutverki Fiordiligi í því stykki. Þar á eftir söng ég Ann- inu í Nótt í Feneyjum, þá kom Töfraflautan, þar sem ég syng Pam- inu,“ segir Auður og hlær að nöfn- unum; „Despina, Annina, Pamina!" I febrúar var hinsvegar frumsýnt verk þar sem nafnið hennar endar aldrei þessu vant ekki á ,,-ina“. Persónan heitir Louisa og verkið Der junge Lord eftir Hans Wemer Hense. „Þetta er svona tiltölulega nútímalegt og alveg risastórt stykki, við emm um 130 manns á sviðinu. Eg myndi segja að þetta væri erfiðasta fæðingin sem ég hef lent í - og á ég þó eitt bara!“ segir hún og lýsir óperunni sem þjóðfé- lagsádeilu með kómisku ívafi: „Louisa, sem er rétt komin á gift- ingaraldurinn og alveg óskaplega einföld, hefur erft mikil auðæfi. Frænka hennar, sem hefur alið hana upp og er barónessa, vill hafa hönd í bagga með að finna handa henni mann og finnst enginn vera nógu góður fyrir hana. Svo kemur útlendingur í bæinn með fyrirbæri sem hann kallar „hinn unga lord“ og allur bærinn snýst á hæl við að gera þessum herrum til hæfis, því þeir era svo merkilegir, útlenskir og með titla. Það fer ekki betur en svo að barónessan ákveður að Louisa skuli giftast þessum unga lord, sem er dálítið öðruvísi en aðrir og hagar sér svolítið einkennilega. Allir fara að haga sér eins og hann, henda glösum til og frá, beija sér á bijóst og ganga skringilega - en í lokin kemur í ljós að hann er api!“ „Verðum að vera helmingi betri en þeir“ Auður er mjög ánægð í Wilrzburg. „Eg verð þar þennan vetur og þann næsta - svo veit ég ekki meir.“ Hún segir mestan tfma fara í að syngja á sýningum og und- irbúa næstu verkefni í óperunni en hún reyni_þó að syngja á tónleikum í'bland. „Eg legg afar mikla áherslu á að syngja ljóðaprógrömm inn á milli, þvi óperunni hættir dálítið til að verða eins og framleiðsla. Þar er alltaf svo mikil pressa og allt þarf helst að ganga eins og á færibandi," segir Auður. Hún kveðst samt mjög ánægð með að vera loksins komin á fastan samning. „Stundum pirrar það mig þó að þurfa að neita ein- hveiju vegna þess að ég kemst ekki í burtu en mér finnst alveg meiri háttar gaman að vera komin inn í þennan leikhúsheim," segir Auður. „I mínu fagi, sem lýrískur sópran, er mjög erfitt að komast inn á ftjálsa markaðinn ef maður er ekki með einhveija risarödd. Maður verður helst að vera á föstum samn- ingi í nokkur ár til þess að geta far- ið að harka svona eins og Kristinn og Kristján og þessir kappar. Og það tekur bara miklu lengri tíma fyrir söngkonur, vegna þess að þær eru miklu fleiri um hituna. Og við verðum Iíka að vera helmingi betri en þeir til þess að komast í ein- hveija feita bita - eins og reyndar vi'ðar í lífinu," segir hún. Um þessar mundir er Auður grasekkja í Wiirzburg, þar sem eig- inmaður hennar og ellefu ára dóttir þeirra eru flutt heim til íslands, þar sem honum bauðst starf sem hann gat ekki hafnað og dóttirin er kom- in í íslenskan skóla í fyrsta sinn. „Við bjuggum í Stuttgart í átta ár, þar sem við vorum bæði í námi. Eg var búin á undan honum og var að leita fyrir mér í tvö ár áður en ég komst á samning. Svo var hann búinn með sitt doktorsnám og ég ekki komin með neitt, svo þá var spurningin hver ætti að sjá fyrir heimilinu. Þá bauðst honum vinna hér, sem hann stökk á - og mánuði eftir að hann tók þeirri vinnu fékk ég minn samning. Þá var úr vöndu að ráða en við ákváðum að prófa þetta fyrirkomulag í eitt ár og sjá svo til. Ókosturinn við þennan bransa er að hann er ekki sérlega fjölskylduvænn. En á móti kemur að nú hef ég mikið næði,“ segir Auður. Ringulreið í leikhúsinu KVIKMYIVDIR II á s k «1 a b í« RINGULREIÐ „TOPSY - TURVY“**tf Leikstjórn og handrit: Mike Leigh. Aðalhlutverk: Alan Corduner, Jim Broadbent, Timothy Spall, Lesley Manville, Ron Cook. Kvikmynda- taka: Dick Pope. Framleiðandi: Simon Channing - Williams. 1999. BRESKA raunsæisskáldið Mike Leigh hefur valið sér óvenjulegt efni í nýjustu mynd sinni, Ringulreið eða „Topsy - Turvy“, en það er bráð- skemmtileg lýsing á tilurð gamanóp- erettunnar Mikadó eftir þá Gilbert og Sullivan. Leigh hefur ekki áður gert ævisögulega mynd og hvað þá búningadrama frá nítjándu öldinni, hann er fyrst og fremst annálaður fyrir ofurraunsæjar nútímamyndir af bresku alþýðufólki, og því kemur val hans kannski meira á óvart en ella. Hins vegar má auðveldlega sjá hvað það var sem heillaði hann við söguna um Gilbert og Sullivan. Hún lýsir ekki síst lífi listamannsins og því samvinnuverkefni sem það er að setja á svið stykki eins og Mikadó. Það er sjálfsagt margt líkt með því og að búa til kvikmynd með þeim hætti sem Leigh sjálfur er þekktur fyrir. Myndin gerist árið 1884 þegar ída prinsessa eftir þá Gilbert og Sullivan hefur verið sett upp í Savoy-leikhús- inu en nýtur ekki vinsælda svo leik- hússtjórinn fer þess á leit við tvíeyk- ið, frægustu tónlistar- og textasmiði tímabilsins, að það skili í snarhasti af sér nýju verki. Textasmiðurinn Gil- bert, sem Jim Broadbent leikur óað- finnanlega, er reiðubúinn en tón- smiðurinn Sullivan, sem Alan Corduner leikur ekki síður vel, er ekki ánægður. Hann setur spuming- armerld við samstarf þeirra Gilberts. Hann vill gera eitthvað meira og merkilegra en gamanóperettur, telur sig þurfa að nýta tíma sinn betur til að vinna meiri afrek. En svo gerist það að Gilbert er dreginn nauðugur viljugur á sýningu um Japansmenn- ingu í London og það verður ekki aft- ur snúið. Úr þessum efnivið gerir Mike Leigh kostulega mynd um lífið í leik- húsinu, um tvo gerólíka listamenn sem er á mörkunum að nái að starfa saman, um prímadonnur og útblásin egó, um sigra og ósigra, sært stolt og veiklyndi og yfirleitt það samfélag listamanna sem finna má bak við tjöldin í hvaða leikhúsi sem er. Það er léttur og kómískur blær yfir frásögn- inni allri þótt undir niðri búi alvarleg- ur tónn og í hana eru felldir útdrættir úr verkum Gilberts og Sullivians, sem lífga enn upp á andrúmsloft glaðværðar og sköpunargleði. En fyrst og fremst er þetta kannski mynd um tvíeykið Gilbert og Sullivan. Jim Broadbent fer eins og áður sagði á kostum þegar hann dregur upp mynd af hinum grófgerða og hávaðasama Gilbert er þekkir sín takmörk sem skáld og orðasmiður en er prímus mótor á bak við tjöldin og leggur áherslu á einskonar raunsæi; kallar á Japani sér til aðstoðar við uppsetninguna. Sullivan er af allt öðru sauðahúsi, veikbyggður lífs- nautnamaður sem fær ekki að kom- ast að takmörkum sínum því krafan er alltaf sú að hann búi til léttmeti þegar hann sjálfur telur sig geta gert miklu merkilegri hluti. Aian Cordun- er fer ákaflega vel með þessa tog- streitu. Ringulreið er fyrirtaksbíómynd um forvitnilegt efni matreitt af sér- stökum kunnáttumanni um lífið í list- unum og þá undarlegu sainbræðslu ólíkra eðliseiginda, sem sönn list er sprottin af. Arnaldur Indriðason Númer sem tekið er eftir: IMOKIA 5110 Vmsælasti GSM-sími allra tíma.Traustur sími sem býður upp á allt sem þarf. • Þyngd 170 grömm. • Biðtími allt að 270 klst • Taltfmi allt að 5 klst • 250 númer í símaskrá. • SMS skilaboð, númerabirtir og klukka. • 30 símhringingar. • 3 innbyggðir leikir. Fréttir, ofl.ofl. IMOKIA 7110 Það er ekki nóg með að hann rokkar heldur wappar hann líka! • Þyngd 141 grömm. • Biðtími allt að 270 klst • Taltími alft að 4,5 klst • Dual-Band (900&1800) • 1000 númera símaskrá. • 6 Lfnu skiár, staerri stafir. • Dagbók, klukka, vekjari. • Lithium rafhlaða. • Styður SimTool Kit. • WAP aðgangur á netið. M.a.: 692-9001 til 692-9009 er mánaða GSM áskrift greidd með kreditkorti eða Veltukorti. TALkort kostar 1.999.- og er greitt fyrir það aukalega. Ef þú vilt ekki fóma frelsinu þá velur þú þennan frábæra Bosch sfma BT Skeifunni - S: 550-4444 Engir símreikningar - engar áhyggjur • þyngd 150 gr. • biðtími allt að 150 klst. • taltfmi allt að 3 klst. • dual-band (900&1800). • númerabirtir. • sendir og móttekur SMS. • 30 mismunandi hringingar • TALkort og sfmanúmer • 1.000 króna skafkort. Tekur eingöngu TAL slmakort 509 BT Hafnarfirði - S: 550-4020 • BT Reykjanesbæ - S: 421-4040 BT Akureyri - S: 461-5500 • BT Kringlunni - S: 550-4499
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.