Morgunblaðið - 15.03.2000, Page 28
28 MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
BÆKUR
G r e i n a s a f n
ALDARFÖR
Eftir Pétur Gunnarsson.
Bjartur 1999,129 bls.
SÚ VAR TÍÐ að j,essayjan“ var mikils metin
bókmenntagrein á Islandi og okkar allra bestu
rithöfundar lögðu metnað sinn í að sinna þeirri
grein ekki síður en skáldsögunni, smásögunni
eða öðrum þeim bókmenntaformum sem þeir
fengust við. Hér er vitaskuld átt við þá list að
skrifa grein eða ritgerð, sem kannski mætti
skilgreina sem stutta hugleiðingu um eitthvað
tiltekið afmarkað efni. Halldór Laxness og
Þórbergur Þórðarson iðkuðu slík greinaskrif
af mikilli list og eftir þann fyrrnefnda munu
liggja ein sextán „hrein og klár greinasöfn" út-
gefin, fleiri ef skilgreiningin á því hvað telst
grein og hvað ekki er útvíkkuð örlítið, eins og
fram kemur í greininni ,Af gjörningamanni"
sem er ein af sautján greinum í nýlegu greina-
safni Péturs Gunnarssonar sem ber titilinn
Aldarför.
Pétur Gunnarsson er einmitt einn af fáum í
hópi íslenskra rithöfunda samtímans sem fást
við þetta vanrækta bókmenntaform, þótt
reyndar þurfi að útvíkka aðeins skilgreining-
una á því hvað telst „grein“ í hans tilviki. Pétur
hefur til að mynda sent frá sér tvær bækur sem
hafa að geyma brot úr dagbókum hans, Vasa-
bók (1989) og Dýrðin á ásýnd hlutanna (1991),
sem geta strangt til tekið varla kallast greina-
söfn, en geyma engu að síður hugleiðingar Pét-
urs um lífið og tilveruna. Á undan þeim sendi
Pétur frá sér Sykur og brauð (1987) sem líkist
Rýnt í menningu
og mannlíf
meira „hefðbundnu" greinasafni
en þar má finna greinar og erindi
um allt milli himins og jarðar, þó
sérstaklega um skáldskap og
bókmenningu. Kannski má kalla
þessa iðju Péturs „menningar-
rýni“ - slíkur er oftast tilgangur
þeirra sem fást við greinaskrif: að
skyggna, greina og túlka menn-
ingu samtíðar og fortíðar. Orðið
„menning" er þá skilið vítt, enda
ná skrif Péturs til siðmenningar,
verkmenningar og bókmenning;
ar, svo eitthvað sé til tekið. í
þessari viðleitni felst löngun til að
skilgreina lífið því, eins og segir í
Sykur og brauð: „Mikið sem lífið
væri einfaldara (og leiðinlegra) ef
það væri í eitt skipti fyrir öll og þyrfti ekki
stöðugt að vera að skilgreina það upp á nýtt.“
Aldarför hefur að geyma greinar, erindi og
ávörp sem öll hafa birst eða verið flutt munn-
lega áður. Fyrsti hluti bókarinnar hefur að
geyma fimm útvarpserindi sem Pétur flutti
„Um daginn og veginn“ í mars 1998 (á bókar-
kápu er reyndar ranghermt að þau séu fjögur).
Þá koma þrjú erindi undir samheitinu „Málið“
þar sem m.a. er fjallað um eðli tungumálsins og
samkeppni orða og mynda. Sérstaklega at-
hyglisverð er hin fyrsta af þess-
um greinum „Skapandi skrií þar
sem Pétur fjallar um listina að
skrifa og skapa og ekki síður list-
ina að njóta hins skrifaða orðs.
Þessi grein, sem er frá 1989, er
gott dæmi um listræna „áminn-
ingu“ sem er allt of sjaldséð á
prenti nú til dags.
Kaflinn „Samhengið" hefur að
geyma fjórar greinar: tvær um ís-
lenskar bókmenntir fyrri alda,
eina sem fjallar m.a. um pólítíska
drauma og gjaldþrot hugsjóna á
20. öldinni og eina sem skrifuð
var í tilefni af 150 ára afmæh
Kommúnistaávarpsins. Greinin
„Samhengisleysið í íslenskum
bókmenntum“, sem skrifuð var 1994, fjallar um
fjarveru „bókmenntaarfsins" í hinu daglega
(bókmennta)lífi okkar. Pétur saknar bóka um
og eftir helstu skáld fortíðarinnar á hillum
bókaverslana og í umræðunni. Hann tiltekur
fjölda skálda og verka sem virðast týnd og
gleymd samtímanum. Svo skemmtilega vill til
að allmörg þeirra verka og nafna sem Pétur
nefnir hafa nú verið gefin út á einn eða annan
hátt (endurútgáfur, ævisögur o.fl.). Þetta
bendir Pétur sjálfur á í „Post scriptum" og
Pétur Gunnarsson
vekur að sjálfsögðu upp vonir um að samheng-
ið í íslenskum bókmenntum fari að verða sjáan-
legt öllum sem sjá vilja, íyrr en síðar.
Síðasti hluti greinasafnsins hefur að geyma
fimm greinar um bókmenntir; tvær um Hall-
dór Laxness, eina um Þórberg Þórðarson og
aðra um Marcel Proust og að lokum eina um þá
báða - Þórberg og Proust - þar sem Pétur
dregur fram líkindin með verkum þessara
tveggja ólíku höfunda. Þessar fimm greinar
sýna glögglega að Pétur Gunnarsson er ekki
síðri bókmenntafræðingur en rithöfundur.
Fengur er að þessum greinum; sérstaklega vil
ég nefna greinarnar um Þórberg því, líkt og
gildir um marga af mestu rithöfundum okkar,
eru verk hans lítt rannsökuð ennþá. Greinar
Péturs eru athyglisvert innlegg inn í þá rýru
rannsóknarsögu. Reyndar er það svo að nafni
Þórbergs Þórðarsonar skýtur víða upp í grein-
um bókarinnar, tilvísanir til hans (og Halldórs
Laxness) eru sem leiðarstef í gegnum alla bók-
ina. Þetta eru greinilega þeir tveir íslensku
höfundar sem standa næst hjarta Péturs
Gunnarssonar - og skyldi engan undra.
Eins og liggur í augum uppi er titáll greina-
safnsins er tvíræður. Aldarför getur vísað til
ferðarinnar sem nú er lokið, för mannsins um
tuttugustu öldina og/eða hann getur vísað til
þeirra ummerkja eða fara sem menn skilja eft-
ir sig með verkum sínum, orðum og hugsunum.
Hvor tveggja skilningurinn á vel við bók Pét-
urs. Bók hans spannar menningu tuttugustu
aldarinnar, þótt einnig sé litið aftur til bók-
mennta fyrri alda, svo og hugað að framtíðinni.
Þetta er bók sem ég mæli óhikað með fyrir
áhugamenn um íslenska menningu og bók-
menntir - og aðra þá sem kunna að meta vel
skrifaðan texta.
Soffía Auður Birgisdóttir
Dansar og leik-
ur Grettissögu
Þýska danslistakonan Bettina Rutsch sýnir
dansleikverk byggt á Grettissögu í Loft-
kastalanum í kvöld kl. 20.
ÞAÐ ER að vonum að forvitni vakni
þegar fréttist af þýskri danslistakonu
sem samið hefur heila sýningu inn-
blásin af Grettissögu. Og fengur að
sýningunni hingað til lands en sendi-
ráð Islands í Bonn hefur gert ferðina
mögulega.
Bettina Rutsch er þekkt í Þýska-
landi fyrir frumlegar og listrænar
danssýningar sínar þar sem hún beit-
ir öllum tiltækum ráðum með dansi,
tónlist, texta og leikmunum til að
segja sögur sem vakið hafa sköpunar-
kraft hennar. Hún er gagnmenntuð,
þjálfuð sem ballettdansari og útskrif-
uð með doktorsgráðu í miðaldabók-
menntum. Þjálfun sína og þekkingu
hefur hún sameinað í þá list sem hún
hefur orðið þekktust fyrir en hún hef-
ur starfað sjálfstætt undanfarin 6 ár
sem höfundur og flytjandi sýninga
sinna. Þær eru nú orðnar 6 talsins í
fullri lengd en auk þess hefur hún
tekið þátt í ýmsum smærri verkefn-
um og dansað með öðrum þess á milli.
Hún var áður dramatúrg og dansari
við Borgarleikhúsið í Duisburg en
þar er hún sjálf upprunnin. Þar verð-
ur í haust haldin eins konar menning-
arhátíð með íslensku ívafi, sýndar
verða íslenskar kvikmyndir og ís-
lenskri sögu og menningu gerð skil
með ýmsum hætti. Bettina Rutsch
hefur þegar verið bókuð með Grettis-
sögu í Borgarleikhúsið þar í bæ.
„Grettissaga heillaði mig strax og
ég komst í kynni við hana. Ég las
hana íyrst í styttri útgáfu, en þegar
ég ákvað að semja sýningu eftir sög-
unni hafði ég hana alla undir. Þetta
var fyrir tveimur árum en fyrir rúmu
ári lagði ég ítarlega áætlun um kostn-
að og efnistök fyrir íslenska sendiráð-
ið í Bonn og sendiherrann var svo
góður að styrkja mig til fararinnar
hingað,“ segir Bettina í stuttu spjalli
við Morgunblaðið. Grettissaga var
frumsýnd í Köln hinn 4. febrúar sl.,
Morgunblaðið/Ásdís
Bettina Rutsch er þekkt í Þýska-
landi fyrir frumlegar og listræn-
ar danssýningar.
og hér er einungis fyrirhuguð ein
sýning í Loftkastalanum, annað
kvöld. „Mörg leikhús í Þýskalandi
hafa sýnt sýningunni áhuga og ég hef
útbúið 30 mínútna langt kynningar-
myndband um sýninguna sem er
komið í dreifingu til leikhúsanna.
Sýningin sjálf er um 2 klukkustundir
í flutningi og hefði reyndar getað orð-
ið lengri, því sagan er óendanleg upp-
spretta hugmynda."
„Grettissaga er mjög nútímaleg
saga þrátt fyrir foman uppruna. Ég
er sérstaklega hrifin af því hversu
flókin persóna Grettir er og hversu
fjölbreyttir möguleikamir em til
túlkunar sögunnar. Barátta hans við
Glám er í mínum huga barátta hans
við að sigrast á dauðanum. Þrátt íyrir
stundarsigur er honum ljóst að hann
mun á endanum deyja sem aðrir
dauðlegir menn og óttinn við dauðann
fylgir honum upp frá því.“
Bettina segir að meðal Þjóðverja
sé mikill áhugi á öllu sem snýr að Is-
landi. ,AJnienningur veit ekki mikið
um Island og enn minna um íslenskar
fornsögur. Margir áhorfenda vom
forviða á að svo gömul saga gæti verið
svo nútímaleg og fundu margt í sýn-
ingunni sem höfðaði sterkt til þeirra."
Tónlistin sem notuð er í sýningunni
er annars vegar fmmsamin fyrir raf-
gítar og hins vegar ýmis hefðbundin
íslensk og norræn tónlist. í sýning-
unni er mikið lagt upp úr samspili
alh-a þátta, dans, munnlegrar frá-
sagnar, tónlistar, ljósa og notkunar
leikmuna en eðli málsins samkvæmt
er umgjörð sýningarinnar að öðra
leyti einföldv,Ég lít á mig sem nútíma
sögumann. Ég segi sögur með öllum
tiltækum ráðum,“ segir Bettina
Rutsch sem sýnir Grettissögu í
Loftkastalanum miðvikudagskvöld
kl. 20.
& Tilnefndur til ^
íslensku
tónlistaverðlaunanna
Geisladiskur Sigurðar Bragasonar barítons
og Guðmundar Emilssonar, Mozart forleikir
og aríur, er tilnefndur til hinna íslensku
tónlistarverðlauna 2000.
Fæst í öllum hljómplötuverslunum
Tíminn
flýtur
LEIKLIST
Pjölbrautaskólinn á
Akranesi, Leiklist-
arklúbbur IVFFA
ROCKY HORROR
PICTURE SHOW
Höfundur: Richard O’Brien Þýð-
andi: Veturliði Guðnason Leik-
stjóri: Ari Matthíasson Tónlistar-
stjóri Flosi Einarsson
Danshöfundur: Indíana Unnars-
dóttir.
ÞAÐ þarf svo sem ekki mikla
rannskóknarblaðamennsku eða
heilu sjónvarpsþáttaseríurnar til
að sjá að viðhorf til þess hvað er
þolanleg bersögli um kynlífsbrölt
mannskepnunnar hafa breyst á
síðustu áram. Það nægir að bera
saman í huganum frumupp-
færslu Leikfélags MH á Rocky
Horror á íslandi fyrir tæpum
áratug og sýningu Skagamanna
sem framsýnd var síðastliðið
föstudagskvöld. Sýning Hamra-
hlíðarmanna verður nánast
tepruleg í samanburðinum, og
þótti nógu krassandi þá. Það er
hinsvegar fánýtt að deila um
hvort breytingin sé til batnaðar
eða dæmi um að heimur versn-
andi fari. Allavega nenni ég því
ekki.
Verk á borð við Rocky Horror,
sem eru óður til annarra verka
og stílbragða, í þessu tilfelli B-
hryllingsmynda og gamaldags
rokktónlistar, bjóða tæpast upp á
nýstárlegar túlkunarleiðir eða
frjálsræði í útliti. Stór hluti
áhorfenda hefur mótaða skoðun
á því hvernig persónurnar eiga
að vera og sýningin stendur og
fellur með því að brjóta ekki
gróflega gegn þessum vænting-
um. Þetta próf stenst sýning
Leiklistarklúbbi NFFA með
glans. Allt útlit er vel útfært og
söngur og tónlistarflutningur er
með miklum ágætum. Greinilega
nóg af söngvuram á Skaganum
um þessar mundir. Þá kemst
hópurinn sem heild vel frá leikn-
um.
Sakleysingjarnir lánlausu,
Brad og Janet, vora skemmtileg-
ir í meðföram Vals Birgissonar
og Aldísar Birnu Róbertsdóttur.
Sindri Birgisson er Frank
N’Further, geimveran og gleði-
pinninn á korselettinu, og kemst
vel frá því. Sindri var ákaflega
mikil „drottning", en á hinn bóg-
inn stafaði kannski ekki alltaf
nægilegri ógn af honum. Það er
reyndar ekki síður á ábyrgð mót-
leikaranna að skapa þá stemmn-
ingu, það eru þeir sem „leika
kónginn" með afstöðu sinni til
hans. Þarna hefði Ari Matthías-
son mátt leggja skýrari línu.
Hjálparkokkurinn Riff-Raff var
kraftmikill og skuggalegur hjá
Sveinbirni Hafsteinssyni og syst-
ir hans var hæfilega dræsuleg
hjá Sylvíu Rún Ómarsdóttur. Þá
var Columbia Andreu Katrínar
Guðmundsdóttur prýðileg.
Vöðvabúntið sérhannaða, Rocky,
var skorið og smurt eins og vera
ber hjá Símoni Óttari Vésteins-
syni. Þá var Tryggvi Dór Gísla-
son þeir frændur báðir, dr. Scott
og Eddie, mótorhjólavillingurinn
sem notaður er sem hráefni í
vöðvatröllið.
Atriðið þegar Frank gengur
endanlega frá Eddie var fengið
að láni úr uppfærslu Loftkasta-
lans og því gefst undirrituðum nú
síðbúið tækifæri til að lýsa opin-
berlega yfir ánægju með þá
snjöllu og hrollvekjandi lausn.
Það er síðan enn til marks um
breytta tíma að sögumaðurinn,
sem fyrrum var virðulegur eldri
vísindamaður, fullur vandlæting-
ar á framferði persónanna, var
hér eins og einn af áhangendum
Franks, minnti einna helst á Úlf-
hildi Dagsdóttur hryllingsfræð-
ing og fór vel á því. Elsa J. Kiesel
var sannfærandi sem þessi nýst-
árlegi sögumaður, en lenti stund-
um i framsagnarvanda sem leik-
stjórinn hefði ekki átt að leyfa
henni að komast upp með.
Rocky Horror er skemmtilegt
og síungt verk og höfðar að því
er virðist enn til ungs fólks, þótt
það sé farið að grána í vöngum.
Sýning Skagamanna gerir því
góð skil, nútímaleg og hefðbund-
in í senn.
Þorgeir Tryggvason