Morgunblaðið - 15.03.2000, Side 36

Morgunblaðið - 15.03.2000, Side 36
36 MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Leynd hér og þar Ef Sjálfstœðisflokkurinn nýtur meiri stuðnings fyrirtækjanna en aðrirflokk- arerþað íhimnalagi mín vegna. En ég vil vita hverjir eru stórtækastir í stuðn- ingnum ogþað á við um alla flokkana. ií F YRIRTÆKIÐeraf- skaplega vel og heið- arlega rekið, það ætl- ar að vinna öllum til gagns og bæta heim- inn, enginn getur haft neitt á móti því sem það er að gera. Ef einhver vill vita nákvæmlega hver á hlut í því, hvemig árangurinn hefur ver- ið til þessa, hverjir starfa fyrir það og á hvaða kjörum er viðkomandi beðinn um að svara því strax hvað sé eiginlega verið að dylgja um. Trúa menn ekki því sem við segj- um, hvers konar ósvífni er það að vera hnýsast í okkar mál sem koma engum öðrum við? Ónei þetta VIÐHORF Eftir Kristján Jónsson er ekki lýsing á því sem raunverulega gerðist. Þann- ig gerast ekki kaupin á eyrinni í New York. Þar segja menn að tryggja beri upplýsingu og gegn- sæi í viðskiptum eins og öðrum samskiptum, ekki vegna þess að allir séu svikahrappar heldur tO þess eins að fólk (aki ákvarðanir um hlutabréfakaup á eins réttum og ítarlegum forsendum og unnt er. Þá er síður hætta á að kaupend- ur geri mistök, taki til dæmis meiri áhættu en þeir ætluðu sér. Oft tekst það en ekki alltaf, sum- ir reyna auðvitað að svindla eins og gengur. Við því er ekkert að gera, reglur tryggja aldrei að allt gangi vel íyrir sig en auka líkurnar á því. Mörgum íslenskum stjómmála- manninum hlýtur að hafa brugðið iililega í brún. Móðurfyrirtæki Is- lenskrar erfðagreiningar þarf að gera bandarísku verðbréfa- og kauphallamefndinni, SEC, grein fyrir ólíklegustu hlutum til að fá skráningu á markaðnum. Ef ekki er farið rétt með staðreyndir, reynt að leyna þeim eða beinlínis skrökva er voðinn vís. Þá er fyrir- tækjum refsað með útilokun - og enginn er svo vitlaus að kaupa bréf þeirra sem haga sér þannig. Enga leyndarhyggju eða blekk- ingar, takk. Og þá vaknar spurn- ingin, hvers vegna eru íslenskir stjómmálaflokkar og fjármál þeirra háð allt öðmm viðmiðum? Davíð Oddsson forsætis- ráðherra hefur sagt að flokkar stjómarandstöðunnar séu fullir af hræsni þegar þeir vilji ræða hug- myndir um að opna bókhald flokk- anna. Þegar maður rifjar upp fjár- málasögu þeirra síðustu áratugina, 90 milljón króna lánið sem fyrrver- andi formaður Alþýðubandalags- ins fékk Landsbankann til að veita ílokki á heljarþröm og fleira, er þetta varla ofmælt. En hvaða rök eru það gegn því að setja almennar reglur til að fólk viti meira um hugsanlega hagsmunaárekstra þeirra sem það ætlar að treysta íyrir landsstjóm? Þeir sem mæla að öðru jöfnu með því að fólk megi afla sér traustra upplýsinga, beint og milli- liðalaust, geta einfaldlega ekki tek- ið fjárstuðning við flokkana út fyr- ir sviga. Það er útúrsnúningur að segja að þá muni einstaklingar hætta að styrkja flokkana vegna þess að þeir vilji ekki að það frétt- ist. Hvers konar málstaður er það í lýðræðisríki sem menn þora ekki að gangast við opinberlega? Ef Sjálfstæðisflokkurinn nýtur meiri stuðnings fyrirtækjanna en aðrir flokkar er það í himnalagi mín vegna. En ég vil vita hverjir eru stórtækastir í stuðningnum og það á við um alla flokka, þá met ég sjálfur hvort flokkurinn gætir ann- arlegra hagsmuna. Enginn efast í reynd um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi alla þessa hluti lagalega á hreinu, heldur nokkur að þar sé verið að brjóta lög þótt flokkurinn vilji ekki gefa upp hverjir veita honum fjárstyrk? Ráðherrann sagði einnig í sjón- varpsviðtali að flokkamir hér væra fátækir og gætu ekki með leynd átt stórfé í erlendum bönkum eins og gerst hefði í Þýskalandi. „Þar era reglurnar, mjög sterk- ar reglur og því miður hafa þær verið þannig að menn enda með því að fara í kringum þær, bæði sósíaldemókratarnir hafa þá að- ferð að þeir stofna félög sem að fólkið leitar til og félögin síðan styrkja kratana og þá þarf ekki að gefa neitt upp,“ sagði for- sætisráðherra. Það er óneitanlega furðulegt að heyra formann Sjálfstæðisflokks- ins gefa í skyn að reglumar um fjárstuðning við flokka í Þýska- landi séu vondar og ýti undir að menn beiti örþrifaráðum. Ekki einu sinni talsmenn Kristilegra de- mókrata þar í landi hafa gagmfynt reglumar heldur viðurkennt að þeir hafi brotið þær og þeir ætli aldrei að gera það aftur. Og hvaða félög í Þýskalandi á hann við? Hins vegar era yfir 4.000 svo- nefndar PAC-nefndir (Political Action Committees) í Banda- ríkjunum. Þar fara menn í kring- um lög er takmarka stuðning fyrir- tækja og einstaklinga við flokkana, stoftiaðar era PAC-nefndir um ein- stök málefni. Nefndin má síðan styðja frambjóðendur af mikilli rausn. Umbætur á lögum og reglum um fjárstuðning við flokk- ana tvo sem öllu ráða vestra era eitt heitasta málið meðal al- mennings í forkosningunum. Fólki ofbýður fjárausturinn og potið. Það vill markvissari reglur og myndi krossa sig ef því væri gert að sætta sig við leyndina sem hér hefur tíðkast. Formaður Sjálfstæðisflokksins getur haldið áfram að hamra á andstæðingum sínum á þingi en það breytir alls engu um viðhorf okkar sem gætu ekki kært sig minna um hagnað eða hallarekstur væntanlegs Samfylkingarbanda- lags. Auðvelt verður að sjá hvort raunveraleg sinnaskipti hafa orðið hjá vinstrimönnum. Þá munu þeir leggja fram framvarp um að öll stærri framlög til flokkanna verði upplýst og fylgja málinu eftir. Alþingi ætti auk þess að setja sér eigin reglur um að þingmenn segi hlutlausri nefnd frá eign sinni í fyrirtækjum og síðan gæti nefnd- in í samráði við þingmanninn rætt hvert tilvik þegar augljós hætta er á hagsmunaárekstri. Til dæmis þegar eigandi kvótafyrirtækis tek- ur þátt í umræðum og atkvæða- greiðslum um breytingar á kvóta- lögum. Það er móðgun við kjósendur og heilbrigða skynsemi að vilja ekki viðurkenna að jafnvel heiðarlegustu menn hljóta að lenda í siðferðisvanda við slíkar að- stæður. Tryggjum umgengnisrétt barna ÞÚSUNDIR íslenskra barna líða fyrir það að kerfið býr ekki yfir nægi- legum úrræðum til að tryggja umgengni þeirra við báða foreldra sína, sömuleiðis fjöldi foreldra, - foreldra sem þrá samvistir við börn sln, en er meinað um samskipti við þau. Þessi mál era eins marg- breytileg og þau era mörg, en hér á landi er þetta hlutfallslega stærra mál en víða ann- arsstaðar, þar sem hjónaskilnaðir era tíð- ari hér og fleiri börn fæðast utan hjóna- bands. Hér á landi nema hjónaskilnaðir 40% af fjölda hjónavígslna á ári, en slit á óvígðri sambúð era ekki meðtalin. Fyrir Alþingi liggja nú tvö frum- vörp frá mér, ásamt öllum þingflokki Samfylkingarinnar, þar sem lögð era til úrræði til að tryggja það að börn fái notið umgengni við báða foreldra sína eftir skilnað, sambúðarslit eða þegar annað foreldra sinnir ekld um- gengni við bamið sitt. Annarsvegar er lögð til ókeypis skilnaðarráðgjöf til að leysa þessi mál og hinsvegar að sýslumenn skuli skipa barni talsmann á meðan umgengnismál era leyst. Fagleg skilnaðarráðgjöf skylda Oll böm eiga rétt á umgengni við báða foreldra sína samkvæmt alþjóð- legum sáttmálum sem við Islending- ar eram aðilar að. Tryggja þarf með lagasetningu að þau fái notið þess réttar. Við teljum nauðsynlegt að koma upp hér á landi vandaðri skilnaðar- ráðgjöf í tengslum við hjónaskilnaði og sambúðarslit. í frumvarpinu leggjum við til að skilyrði fyrir útgáfu skilnaðarleyfis, eða staðfestingu for- sjárákvörðunar, sé að foreldrar hafi sótt 1-5 ráðgjafartíma, þar sem lögfræðingar og félags- ráðgjafar eða sálfræð- ingar aðstoða foreldra við að ganga frá forsjár- og umgengnismálum. Þetta er fyrirbyggj- andi úrræði sem hefur reynst vel annars stað- ar, m.a. í Noregi, og er talið að slíkt fyrirkomu- lag spari einstaklingum og samfélaginu í heild bæði orku, tíma og fjármuni. Dóms- málaráðherra býður nú slíkt úrræði í tihaunaskyni í Reykjavík, sem er mjög jákvætt, en við teljum að þetta þurfi að lögfesta og tryggja öllum for- eldram. Ég hef áður lagt til þessar leiðir í þingmáli á síðasta kjörtímabili og var tillögunni vísað til ríkisstjómarinnar. I umsögn um það þingmál frá Félagi einstæðra foreldra kom fram að eitt viðtal við báða foreldra getur verið árangursríkt til að eyða spennu milli þeirra. Þar kemur einnig fram að deilur foreldra snúast oftar um óupp- gerðar tilfinningar en velferð bai-n- anna. Barnið fái talsmann Rétt barnsins verður ávallt að hafa í fyrirrúmi. Því leggjum við til að skipa skuli barni talsmann um leið og ági'einingur verður um umgengni. Barnavernd Þetta eru úrræði, segir Asta R. Jóhannesdóttir, sem miða gagngert að því að styrkja fjöl- skyldutengsl í þágu þús- unda barna og foreldra. Talsmaður gæti þá orðið milli- göngumaður milli foreldra og einnig milli foreldra og barns. Einnig sé unnt að óska eftir því við sýslumann að barni sé skipaður talsmaður ef for- eldri sinnir ekki umgengnisskyldu sinni við barn. Oft stafar áhugaleysi foreldris gagnvart bami af óuppgerð- um tilfinningum gagnvart bamsmóð- ur eða bamsfóður. Hlutverk talsmanns yrði fyrst og fremst að gæta hagsmuna barnsins og tryggja því umgengni við forsjár- laust foreldri eða forsjárforeldri sem það býr ekki hjá. Eðlilegt væri að skipa barni talsmann um leið og um- gengnismál er komið í hnút. Talsmað- ur sem hefur aðeins það hlutvei’k að standa vörð um hagsmuni bams ætti að geta komið sambandi á milli for- eldra þegar svo háttar. Skilnaðarráðgjöfin og skipun tals- manns miða að því að laða fram hæfni foreldra til að sinna hlutverki sínu og skila hamingjusamari einstaklingum út í þjóðfélagið. Þetta era úmæði sem miða gagngert að því að styrkja fjöl- skyldutengsl í þágu þúsunda barna og foreldra á íslandi. Höfundur er alþingisnmður. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir Kaup á kynlífí eru mis- notkun og valdbeiting Á undanfömum ár- um hafa samkomustað- ir, svokallaðir nektar- dansstaðir, skotið upp kollinum bæði í Reykja- vík og annars staðar á landinu og í tengslum við starfrækslu þeirra hefur bæði verið talað um vændi og eiturlyfja- sölu. I dagblöðum við- gangast alls kyns auglýsingar um ýmiss konar kynlífsþjónustu og á netinu fer fram umfangsmikil auglýs- ingarstarfsemi fyrir klámþjónustu, auk þess sem talið er að í tengslum við ákveðnar vefsíður sé stundað skipu- lagt vændi. Því miður hafa íslensk yf- irvöld ekki ráðið við að stemma stigu við þessari starfsemi sem þannig virðist blómstra í skjóli þess að allt eigi að vera falt og allir eigi að geta valið sér lífsmáta, hversu niðurlægj- andi og lítilmótlegur sem hann kann að vera. Margumrædd „nútímavæð- ing“ íslensks samfélags birtist þvi í ýmsum myndum - og mörgum satt að segja heldur ógeðfelldum. Nú hafa þingkonur Vinstrihreyf- ingarinnar - græns framboðs lagt írarn á Alþingi tillögur um breytingar á almennum hegningarlögum þar sem leitast er við að stemma stigu við starfrækslu hvers konar kynlífsþjón- ustu. Markmiðið með tillögum okkar er að beina refsingum við brotum að þeim sem kaupa slíka þjónustu eða hafa líkama annarra sér að féþúfu auk þess sem við viljum stemma stigu við þeirri opinbera og ógeðfelldu klámþjónustu sem greinilega er stunduð á vegum símafyrirtækja og mikið auglýst í fjölmiðlum, bæði prentmiðlum og á öldum ljósvakans. Þá er í frumvarpinu gert ráð fyrir að frumvaip dómsmálar- áðherra um breytingu á 210. gr. laganna (359. mál) sem liggur fyrir og bíður afgreiðslu þings- ins verði samþykkt. Þar era hert ákvæði refs- ingar við að flytja inn eða hafa í vörslu sinni bamaklám hvers konar. Samkvæmt leiðbein- andi reglum sem jafn- réttisnefnd Evrópu- ráðsins og ráðherra- nefnd þess hafa nýlega afgreitt telst mansal til kynlífsþrælkunar eða kynlífsmisnotkunar vera til staðar „þegar einstaklingur, lögpersóna og/eða samtök útvega og/ eða flytja innan lands eða milli landa á löglegan eða ólöglegan hátt ein- staklinga, jafnvel með samþykki þeirra, í þeim tilgangi að nýta þá kyn- ferðislega í gróðaskyni og beita til þess meðal annars þvingunum, eink- um ofbeldi eða hótunum, blekkingum og misnotkun valds eða misnota sér bága stöðu einstaklinganna." Þetta kom fram í máli Elsu Þorkelsdóttur í afar áhugaverðu erindi hennar um mansal á fræðslufundi sem haldinn var nýlega í Reykjavík. Kaup á kynlífi og kynlífsþjónustu era því gróf valdbeiting, kynferðis- legt ofbeldi, þar sem valdastaða þess sem kaupir, selur eða hefur milli- göngu um þjónustuna er staða hins sterka. Þá er þess einnig að geta að talið er að verslun með konur til kyn- lífsþrælkunar sé oftast tengd annarri glæpastarfsemi, svo sem eiturlyfja- smygli, peningaþvætti og öðram ólöglegum athöfnum. Það er því ekki að ófyrirsynju að okkur þykir mikil- vægt að nú þegar verði tryggt í ís- lenskri hegningarlöggjöf að á slíkum glæpum verði tekið af festu og sér- Valdbeiting Kaup á kynlífí og kyn- lífsþjónustu eru gróf valdbeiting, kynferðis- legt ofbeldi, segir Þuríður Backman, þar sem valdastaða þess sem kaupir, er staða hins sterka. stök áhersla lögð á að draga notendur kynlífsþjónustu til ábyrgðar ekki síð- ur en seljendur hennar. Afleiðingar vændis eða sölu hvers kyns kynlífsþjónustu era iðulega mjög svipaðar og hjá öðram þolend- um kynferðisofbeldis, þ.e. brotin sjálfsmynd, sjálfsfyrirlitning, þung- lyndi, sjálfsvígsþankar og tihaunir til sjálfsvíga. Ótal kannanir hafa einnig sýnt að konur sem selja líkama sinn era að stóram hluta konur sem beitt- ar hafa verið kynferðisofbeldi í bemsku og hafa því alla tíð staðið höllum fæti í h'finu. Á síðari áram hafa fátækt og litlar vonh um mannsæm- andi framtíð einnig knúið fólk til vændis og auðveldað þannig þeim sem kaupa kynlífsþjónustu eða ger- ast milligöngumenn um slíkt að ná valdi yfir þeim. Vændi á íslandi í grein efth Áshildi Bragadóttur stjómmálafræðing (Vera, 1. tbl. 2000) kemur fram að þótt ekki sé hægt með neinni vissu að alhæfa um útbreiðslu vændis hér á landi sé líklegt að vændi sé stundað hér, enda hafi nokkrir tug- h einstaklinga sem stundað hafa Þuríður Backman

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.