Morgunblaðið - 15.03.2000, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 15.03.2000, Qupperneq 38
38 MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2000 f------------------------- MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JÓN ÚR VÖR Jón úr Vör I Jónsson skáld fæddist á Vatneyri við Patreksfjörð 21. jan. 1917. Hann lést á Landspítalanum 4. mars síðastiið- inn. Foreldrar hans voru Jón Indriða- son skósmiður, f. 20.5. 1884, d. 17.2. 1974, og Jónína Guðrún Jónsdóttir húsmóðir, f. 3.10. 1885, d. 20.3. 1961. Jón úr Vör var á þriðja ári sendur í fóstur hjá Þórði Guðbjartssyni verkamanni á Patreksfirði og konu hans Ólínu Jónsdóttur og ólst upp hjá þeim ásamt fóstursystkinunum Einari, Sigurði, Guðbjarti, Halldóru og Andrési. Systkini Jóns úr Vör voru 13: Sigurður, f. 1905, dó innan árs, Sigurður Kristinn, f. 3.8. 1906, d. 17.11. 1968, Rann- veig, f. 28.11. 1908, dó innan árs, Rannveig Lilja, f. 17.1. 1910, d. 17.12. 1950, Marta, f. 14.6. 1911, d. 4.2. 1999, Þorgerður, f. 5.11. 1913, d. 16.6. 1962, Indriði, f. 9.7. 1915, d. 30.4. 1998, Sigrún, f. 8.9. 1918, d. 24.4. 1988, Sólveig, f. 28.11. 1919, Gunnar, f. 9.8. 1922, d. 20.12. 1992, Hafliði, f. 20.10. 1923, Fjola, f. 8.7. 1925, d. 18.5. 1996, Björgvin, f. 26.8. 1929. Hinn 7. september 1945 kvæntist Jón Bryndísi Kristjáns- dóttur frá Nesi í Fnjóskadal, f. 17. 8. 1922. Foreldrar hennar voru Krist- ján Jónsson bóndi og búfræðingur, f. 22.3. 1880 Nesi, d. 27.5. 1962, og kona hans Guðrún Stef- ánsdóttir rjómabú- stýra frá Selalæk á Rangárvöllum, f. 18.4. 1885, d. 26.11. 1983. Synir Jóns og Bryndísar eru: 1) Karl, f. 9.12. 1948, kvæntur Katr- ínu Valgerði Karlsdóttur, þeirra börn eru Sigrún Erla, Jón Egill og Fanney Magna, 2) Indriði, f. 5.11. 1950, kvæntur Valgerði Önnu Þórisdóttur, þeirra börn eru Stefán Örn og Bryndís Ylfa, átti áður synina Orra Frey og Þóri Valdimar, sonur Þóris og Maríu Hrundar Guðmundsdóttur sambýliskonu hans er Hafþór Örn, 3) Þórólfur, f. 3.10. 1954, kvæntist Kerstin Almqvist, þeirra dætur eru Helga Guðrún Gerða og Anna Sólveig, skilin, sambýliskona Þórólfs er Lilja Markúsdóttir. Jón úr Vör stundaði nám við Unglingaskóla Patreksfjarðar, Héraðsskólann á Núpi, Brunns- viks folkhögskola í Svíþjóð og Nordiska folkhögskolan í Genf. Hann var ritstj. Utvarpstíðinda 1941-45 og 52. Hann var starfs- maður Bókaútgáfu Pálma H. Jónssonar 1947-51, sá um útgáfu tímaritsins Stjörnur, ritstj. þess o.fl. Jón var fornbókasali í Rvík 1952-62. Jafnframt bókavörður í Kópavogi frá 1952 og hafði það að aðalstarfí frá 1. okt 1962. Hann átti þátt í stofnun Rithöf- undasambands Islands og var í stjórn þess fyrstu árin. Ljóða- bækur: Ég ber að dyrum 1. og 2. útg. 1937 3. útg. 1966, Stund milli stríða 1942, Þorpið 1946, endurskoðuð útg. 1956, 3. útg. 1979, 4. útg. 1999, sænsk þýðing, Islandsk kust 1957, Með hljóðstaf 1951, Með örvalausum boga 1951, Vetrarmávar 1960, Maurilda- skógur 1965, 100 kvæði, úrval 1967, Mjallhvítarkistan 1968, Stilt vaker ljoset , ljóðaúrval á norsku 1972, Vinarhús 1972, Bláa natten över havet, ljóðaúr- val á sænsku útg. í Finnlandi 1976, Altarisbergið 1978, Regn- bogastígur 1981, Gott er að lifa 1984. Jón var heiðursfélagi Rithöf- undasambands Islands, hann var sæmdur riddarakrossi hinnar ís- lensku fálkaorðu og hlaut heið- urslaun listamanna frá 1986. Utför Jóns fór fram í kyrrþey að ósk hans. Jón úr Vör. - Að vonum man ég ekki hvenær ég heyrði hans fyrst get- ið. Hann var maður Bryndísar móð- ursystur minnar og hafði kvænst henni þegar ég var enn í bemsku. Hann varð því snemma hluti af lífs- mynd minni; maður með skrýtið nafn, ^%hda skáld, en í minni fjölskyldu var engan slíkan að finna. Jón og Binna áttu heima fyrir sunnan, í blámóðu fjarlægðarinnar, og fyrstu árin var mynd í útskomum ramma eftir mömmu helsti votturinn um tálvist þeirra: mynd af ungu og fal- legu pari, nýgiftu. Binna var litla syst- ir mömmu og augasteinn hinna eldri í fjölskyldunni, og þegar foreldrar mín- ir minntust á Jón skynjaði maður traust og hlýhug; hann var henni góð- ur og umhyggjusamur, það var þeim efst í huga. Fyrstu leiftur minninganna um Jón og Bryndísi hefðu kannski haft annan blæ hefði ég fæðst nokkm fyrr. Gift- ingu þeirra bar að með skjótum hætti fpn þá hafði Biyndís unnið um hríð sunnan heiða. Eitt haustið fékk hún bróður sinn til að bera fjölskyldunni heima í Fnjóskadal þá fregn að að hún væri búin að gifta sig, eiginmaðurinn héti Jón Jónsson, væri skáld og kall- aði sig Jón úr Vör. Þetta hafði engan gmnað og þótti næsta sviplegt. Full ástæða var til að leita nánari upplýs- inga hjá góðum kunningja sem bjó í höfúðstaðnum og var margfróður, jafnt um andleg mál sem veraldleg. Sitt hvað hafði nú heyrst um ung skáld og listamenn í umróti þeirrar tíðar. „Er hann ekki drykkfelldur?" spurði faðir minn sem var kennari og bindindisfrömuður í sveit sinni. Við- mælandinn svaraði, honum til mikils /éttis, að Jón væri traustiu- reglumað- ur og vandaður í hvívetna. Ljóshærða stúlkan að norðan fylgdi skáldinu úr Vör langa ævi og varð ríkari þáttur í lífsláni hans en margan kann að gmna. Ungu þjónin dvöldu í Svíþjóð um hríð en hófu síðan búskap hér heima á erfiðum tímum laust fyrir 1950. Þau gerðust þá bráðlega frumbyggjar í Kópavogi, við Kársnesbraut utan- verða. Þegar þau tóku að reskjast færðu þau sig um set án þess að yfir- gefa Kópavog. Ekki reyni ég að fjalla um þjóð- B! oma bwðí m v/ T-ossvogsUirUjugávð Sími, 554 0500 skáldið Jón úr Vör eða kryfja verk hans, það gera aðrir, mér fremri. Sama gildir um annað sem sneri að al- menningi, en þar ber einkum að nefna farsæl störf Jóns við uppbyggingu bókasafns í Kópavogi og vörslu þess um fjölda ára. Þá var hann einnig m.a. þekktur fyrir útgáfu á vinsælu tíma- riti, Útvarpstíðindum, sem hann stóð að ásamt Gunnari M. Magnúss á stríðsárunum. Þeir sem mér voru eldri í fjölskyld- unni kynntust Jóni smám saman eftir heimkomuna frá Svíþjóð, og ég sjálf- ur er ég óx úr grasi og lagði leið mína suður á bóginn. Það sem fyrst vakti athygli hefúr trúlega verið kurteisi hans og snyrtimennska. Heima í Kópavogi var hann mjög samstiga konu sinni í gestrisni og allri um- hyggju þegar okkur norðanfólkið bar að garði. I þessu sambandi má íhuga að við sem komum úr heimahögum Bryndísar vorum á margan hátt frá- brugðin Jóni að gerð, skoðunum og hugðarefnum, enda sprottin úr ólík- um jarðvegi. Því hefur eflaust stund- um reynt á háttvísi hans og sjálfsaga sem hann bjó yfir í ríkum mæli. Var það þeim mun verðara aðdáunar ef þess er gætt að hann var viðkvæmur og auðsærður að eðlisfari og auk þess löngum þjakaður af húðveiki. Ekki þurfti að koma á óvart þótt heimafólki mínu gengi treglega að til- einka sér skáldskap Jóns frarnan af. Þar nefni ég t.d. foreldra mína sem voru sterklega mótuð af formfestu genginna kynslóða. Þau lærðu hins vegar fljótt að meta húmanistann Jón úr Vör og næmleika hans og glögg- skyggni á hið mannlega. Ellin var tekin að sækja að Jóni af nokkru vægðarleysi mn það er lauk. Þó gat hann glaðst af ýmsu; hann var hamingjumaður í einkalífi og hafði ánægju af að fylgjast með þroska mannvænlegra afkomenda. Þá hafði honum verið sýndur margvíslegur sómi á liðnum árum, vissulega að makleikum. Undanfama daga hef ég hitt fólk, á ýmsum aldri og ólikrar gerðar, sem eru ljóð hans ofarlega í sinni. Mörg þeirra hafa líka verið þýdd á erlendar tungur og njóta hylli sem slík. Því segir mér svo hugur að þau verði margri annarri list óbrotgjamari í tíma og rúmi - kannski einmitt af því hversu mjög þau draga dám af sjálf- um höfundinum, sönn og heil í látleysi sínu. Þau munu ekki mást að marki þótt aldir renni - fremur en hleinam- ar í vörinni hans fyrir vestan. Við leiðarlok mæli ég fyrir hönd systkina minna frá Víðivöllum og fjöl- skyldna þeirra - og þó einkum aldr- aðrar móður okkar sem verður fjarri á skilnaðarstund vegna vanheilsu. Öll kveðjum við Jón úr Vör með einlægri virðingu og þökk fyrir allt sem hann var okkur, fyrr og síðar. Völundur Jónsson. Skáldið og hinn góði lesandi mætastandartak áundarlegriströnd íannarlegum hljómi, semhvorugurveit hverhefur slegið. (Mjalihvítarkistan 1968.) Bókasafn Kópavogs naut góðs af áhuga og eldmóði Jóns úr Vör. Ný- fluttur í Kópavoginn stóð hann ásamt fleira góðu fólki að stofnun Lestrarfé- lags Kópavogshrepps. A þeim tíma var Jón með fombókasölu og hafði bóksalaleyfi. Hann var ráðinn bóka- vörður að nýstofnuðu Bókasafni Kópavogs árið 1953 og lét hið unga safn njóta góðs af samböndum sínum. Meðal annars stóð hann fyrir bóka- markaði og rann ágóðinn til kaupa á bókum fyrir safnið. Jón hafði kynnst bókasafnsmálum á Patreksfirði og stofnaði þar ásamt fleiri ungum mönnum bókasafn vegna þess að honum varð snemma ljóst mikilvægt hlutverk almenningsbóka- safna; m.a. hafði hann kynnst því er hann var í skóla á Núpi hve gott bóka- safn var mikil undirstaða sjálfsnáms og menntunar. Jón var bæjarbókavörður í Kópa- vogi frá stofnun Bókasafnsins þar og gegndi því starfi allt til ársins 1977. Með ráðdeild og útsjónarsemi tókst honum að byggja upp góðan safnkost og lagði með starfi sínu gmnninn að góðu almenningsbókasafni. Sársaukinn erhorfinn ogégmanekki hvemighannvar. Égmanþaðvarsárt. Vístvarþaðsárt Ekki lengur. Nú getégekkimunað hverjuéger búinn að gleyma. (Gott er að lifa, 1984.) Eftir að Jón lét af störfum sem bæjarbókavörður árið 1977 hélt hann ávallt tryggð við safnið og okkur starfsfólkið. Hann var tíður gestur og settist með okkur til að spjalla og leita frétta, eins og hann sagði gjaman. Oft hrutu af vörum hans vísur - enda var hann góður hagyrðingur. Ymsir héldu að Jón væri á móti hefðbundnum ljóðum og kærði sig hvorki um höfuðstafi né stuðla. Því fór víðs fjarri. Segja má að viðhorf hans til ljóðagerðar birtist hvað skýr- ast í þessari vísu hans: Ekki þarf að gylla gull, gullið verður ætíð bjart; alltaf verður bullið bull þótt búið sé í rímað skart Við erum þakklát fyrir að hafa kynnst Jóni úr Vör. I vikunni fyrir andlát hans sýndum við honum upplýsingar um hann sem komið hefur verið fyrir á heimasíðu Bókasafns Kópavogs. Það gladdi hann svo að hann komst við. í sömu viku tókst okkur að finna Ijóð, sem Jón orti er hann var á Núps- skóla árið 1934 og birtist í blaðinu Vesturland. Hann hafði flutt það á Sólarhátíð þá fyrr um veturinn en hafði aldrei séð það á prenti áður. Það gladdi hann mikið. Eiginkonu Jóns, Bryndísi Krist- jánsdóttur, bömum þeirra hjóna og fjölskyldum þeirra, sendum við inni- legar samúðarkveðjur. Fyrir hönd starfsfólks Bókasafns Kópavogs, Hrafn A. Harðarson. Jón úr Vör er ekki lengur á meðal vor. Hann situr trúi ég í öndvegi handan móðunnar miklu, skrafar við fólkið sitt og yrkir um þorpið þar. lyí „...þorpið fer með þér alla leið.“ Eg sit í aprflbjartri sólstofu skáldsins úr Vör sem les fyrir mig úr ljóðum sín- um. Fyrir utan heiður himinn, lágur ómur bifreiðanna og blikar á Kópa- voginn. Örsmáan hljóðnema hef ég fengið að festa við skyrtubrjóst skáldsins til að hljóðrita röddina sem nú er þögnuð. „Stillt vakir Ijósið í stjakans hvítu hönd...“ Við gerum hlé á lestrinum og Bryndís ber okkur kaffi og meðlæti. Jón segir mér sitthvað af sjálfum sér, dregur upp myndir af skáldbræðrum og lífinu á áram áður. Steinn Steinarr sprettur ljóslifandi fram í endiuTninningunni. Svíþjóð, Kaupmannahöfn og Evrópa eftir stríð. Við ræðum um stöðu rit- höfunda fyrr og nú, fombókasölu, út- gáfumál, ungskáldin, ellina, gleymsk- una, fjölskylduna og hamingjuna. Stofuklukkan slær. Við hljóðritum enn um stund. „Eins og gamall sjó- maður geng ég á strönd orðsins ...“ Og síðla dags held ég heimleiðis með áritaðan Maurildaskóg. Félagar í Rithöfundasambandi ís- lands kveðja nú aldinn heiðursmann sem átti sinn stóra þátt í formbyltingu íslenskrar ljóðlistar um miðbik tutt- ugustu aldar. Skáld þorpsins og þjóð- arinnar, skáld hins einfalda og óbr- otna á strönd orðsins. Eiginkonu og fjölskyldu sendum við samúðarkveðj- ur. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson. Kveðja frá Barðstrendingafélaginu í einu Ijóða sinna í Þorpinu segir JónúrVör: Enginn sh'tur þau bönd, sem hann er bundinn átthögum sínum. Móðirþín fylgir þér á götu, er þú leggur af stað út í heiminn en þorpið fer með þér alla leið. Þetta era orð að sönnu, það þekkj- um við sem höfum flutt brott úr átt- högunum. Það vora þessi átthaga- bönd sem vora þess valdandi að nokkrir menn úr Barðastrandarsýslu komu saman fyrir réttum 56 áram og unnu að stofnun átthagafélags, Barð- strendingafélagsins. Einn þessara manna var Jón úr Vör og var hann strax við undirbúning valinn ritari hópsins. A stofnfundinum var hann kosinn í stjóm félagsins og varð ritari. Gegndi hann því starfi nokkur fyrstu ár félagsins. Era hans fundargerðir ritaðar með góðri rithönd og á góðri og hnitmiðaðri íslensku þar sem öllu sem koma þarf fram era gerð góð skil og ekkert er hægt að misskilja sem svo oft kemur fyrir í fundargjörðum félaga. Jón dró sig út úr stjórninni eft- ir stuttan tíma, hann hafði ekki ástæður til að sinna stjómarstörfum eins og hann vildi, m.a. vegna dvalar erlendis. Engu að síður fylgdist hann alltaf með störfum félagsins og þótti vænt um það. Jón var ekki mikið fyrir að láta á sér bera, hann var hógvær og dulur og kannski hefur hann einnig dregið sig úr stjóm Barðstrendingafélagsins vegna þess að á fyrstu árum þess vora stjómarmenn mikið áberandi og mik- ið var umleikis. Á fimmtíu ára afmæli félagsins var haldið mikið hóf og þar vora ýmsir heiðraðir fyrir vel unnin störf eins og oft er gert á tímamótum. Jón úr Vör var gerður að heiðursfélaga. I hófinu var lesið upp úr verkum hans og hann ávarpaði samkomugesti, upplýsti ým- islegt um ljóðin sem ekki hafði áður verið sagt frá. Þessi stund er öllum ógleymanleg sem þar vora. Ég held að segja megi að enginn hafi reist sínu þorpi og sínum átthög- um jafn merkan minnisvarða og Jón gerði með útgáfu Þorpsins. Það er minnisvarði sem veður, vindar og tími fá aldrei máð. Verður Jóni aldrei full- þakkað það að gera þorpi okkar, Pat- reksfirði, svo merkileg skil. Næmi hans fyrir öllu, mönnum, málleysingj- um, húsum og umhverfi er einstakt og þannig sett fram að allir geta lifað sig inn í þann anda sem ríkti í plássinu á þeim tíma. Nú gnæfa Brellumar þungar og hnípnar. Fyrir hönd Barðstrendingafélags- ins flyt ég íjölskyldu Jóns úr Vör inni- legustu samúðarkveðjur. Daníel Hansen. Um miðjan íjórða áratuginn ferð- aðist Halldór Kiljan um Vestfirði og var að afla sér staðkunnáttu við und- irbúninginn að Ljósvfldngnum. Á Patreksfirði barst honum til eyma, að unglingspilturinn Jón, son- ur Jóns skóara, hefði áhuga á bókara- mennt og væri að fást við skáldskap. Halldór var ekki seinn á sér að hafa tal af þessum strák, og stóð sú við- ræða lengi dags, með göngum um plássið og bollaleggingum um kreppuástandið og heimsbókmennt- irnar. Það var ekki lítil upphefð fyrir piltinn að sjást í för með öðrum eins manni, þótt umdeildur væri. Varla var ár liðið, er sonur skóar- ans var horfinn suður til Reykjavíkur, farinn að birta ljóð á prenti í dagblöð- um, tekinn til við innheimtu, en varði flestum frístundum í lestrarsal Landsbókasafnsins. Fyrr en varði hafði hann m.a.s. sent frá sér ljóða- kver, „Ég ber að dyrum“. Og það var einmitt í hátíðlegri kyrrð Landsbókasafnsins, að fundum okkar Jóns bar fyrst saman. Ég, þrettán vetra sveinstauli, leyfði mér að taka þennan vestfirzka rauðhaus tali og trúa honum fyrir því, að einnig ég væri stundum að yrkja. Og ég mun ekki gleyma því, hvað hann tók mér af mikilli ljúfmennsku og grandvöram skilningi. Frá þeirri stund hef ég talið Jón úr Vör til beztu vina minna. Á unglingsárunum naut Jón nokk- urrar kennslu í unglingaskóla á Patr- eksfirði og í héraðsskólanum að Núpi, en nú brauzt hann í því að komast ut- an og var veturlangt við nám í Brann- viks folkhögskola í Svíþjóð og við folk- högskolan í Genf; ferðaðist þá nokkuð um Norðurlönd, Sviss og Frakkland. Síðsumars var hann staddur á Ráð- hústorginu í Kaupmannahöfn þegar fréttaborði Politikens flutti fregnina um stríð milli Þjóðveija og Breta. Af sjálfu leiddi, að Jón hraðaði sér heim. Formlegri skólagöngu hans var lokið. Hér heima tóku við ærin störf að bókaútgáfu og síðar ritstjóm; hann var m.a. ritstjóri Útvarpstíðinda um sex ára skeið. Fombókasölu rak hann í fullan áratug, en lengst af var borg- aralegt starf hans bókavarzla í Kópa- vogi, þar sem hann var búsettur og hafði stofnað hlýlegt heimili með konu sinni, Bryndísi Kristjánsdóttur ætt- aðri frá Nesi í Fnjóskadal. Með ljóðabálki sínum „Þorpinu" markaði Jón viss tímamót í íslenzkri ljóðagerð, ekki þó fyrst og fremst með formgerðinni, heldur sjálfu efnisval- inu og þeim ljóðræna anda sem hon-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.