Morgunblaðið - 15.03.2000, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2000
ifc
MAGNEA GRÓA
SIGURÐARDÓTTIR
+ Magnea Gróa
Sigurðardóttir
var fædd í Gróubæ á
Eyrarbakka 20. sept-
ember 1902. Hún lést
á Hjúkrunarheimil-
inu Holtsbúð hinn 5.
mars síðastliðinn.
Hún var elst af sjö
börnum Sigurðar Is-
leifssonar, trésmiðs í
Reykjavík, f. í Gróu-
bæ á Eyrarbakka
14.12. 1879, d. 24.02.
1971, og Sesselju
Magnúsdóttur, f. á
Skúmsstöðum 12.2.
1880, d. 5.11.1955. Systkini Magn-
eu voru ísleifur Helgi Sigurðsson,
f. 13.5. 1906, d. 18.4. 1969, Guð-
mundur Sigurðsson, f. 26.12.
1908, d. 24.8. 1977, Óskar Axel
Sigurðsson, f. 15.5. 1911, d. 31.5.
1987, Kjartan Theodór Sigurðs-
son, f. 20.7.1912, Jón
Sigurðsson, f. 8.9.
1916, og Guðrún Sig-
urðardóttir Maillet,
f. 9.2. 1920, d. 25.5.
1990.
Eiginmaður
Magneu var Einar
Guðmundur Svein-
björnsson, bifreiða-
stjóri, f. í Einarshúsi
á Eyrarbakka 17.11.
1901, d. 5.3. 1954.
Dætur Magneu og
Einars eru Kristín, f.
16.1. 1932, d. 18.1.
1932, og Sigrún
Sesselja, f. 12.10. 1936, gift Karli
Eyjólfssyni, f. 24.4. 1935, og eiga
þau þrjú börn og fjögur bama-
börn.
Utför Magneu fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Elsku amma, okkur langar að
minnast þín með nokkrum orðum.
Þar sem mamma okkar var þitt eina
barn á lífi nutum við þess að vera
mikið í návist þinni. Við fengum oft að
gista hjá þér á Barónsstígnum og þú
fórst með okkur í bío og leikhús. Þú
varst alltaf kát, skammaðist aldrei og
tókst öllum opnum örmum og þegar
þú bakaðir þínar heimsins bestu
pönnsur var alltaf veisla. Þegar þú
fórst með Eyrbekkingafélaginu aust-
ur á Eyrarbakka tókstu okkur með
og sýndir okkur þínar æskuslóðir.
Þegar þú fluttir heim til mömmu
og pabba fyrir tólf árum nutu okkar
böm þess að hitta alltaf langömmu
þegar þau komu til afa og ömmu, þá
varst þú alltaf tO í að syngja með
þeim, dansa og fara í boltaleiki. Þeim
þótti það alltaf jafngaman. Þó að þú
værir komin á háan aldur varst þú
alltaf tilbúin til þess að fara í heim-
sóknir til okkar með pabba og
mömmu en það síðasta sem þú fórst
var til Asgerðar og fjölskyldu á jóla-
dag í mat en þá varst þú farin að eiga
mjög erfitt með gang og sjónin orðin
lítíl. Núna ert þú komin í faðm afa
sem lést sama mánaðardag og þú fyr-
ir fjömtíu og sex ámm og litlu dóttur
ykkar sem dó úr hjartagalla og þið
fenguð aðeins að hafa í tvo daga.
Við vitum að núna líður þér vel og
viljum við kveðja þig með lítilli bæn
sem þú söngst oft með okkur,
Núleggégaugunaftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mínverivöminótt.
Æ, virst mig að þér taka,
méryfirláttuvaka
þinn engil, svo ég sofi rótt
(Þýð. S. Egilsson)
Ásgerður, Einar og Magnea.
Nú þegar Magga vinkona okkar
hefur kvatt þennan heim í hárri elli
myndast tómarúm í hjarta okkar sem
ekki verður fyllt. Við systkinin mun-
um hana allt frá fæðingu okkar og
bjuggum í nánu nábýli meðan við vor-
um að alast upp í foðurhúsum og í
góðu sambandi eftir það. Foreldrar
okkar byggðu sér hús árið 1933 við
Laugamesveginn sem þá þótti langt
fyrir innan bæ. Var það stórt hús á
þeirra tíma mælikvarða enda fjöl-
skylda okkar stór. Fljótlega seldu
þau V:> hluta hússins, þ.e. risið og
hluta kjallara og voru kaupendur
Einar Guðmundur Sveinbjömsson
og kona hans Magnea Gróa Sigurðar-
dóttir, sem hér er kvödd. Einar lést
langt um aldur fram aðeins 52 ára
gamall og nú 46 ámm síðar kveður
Magga okkur nákvæmlega sama dag
og á sama tíma dags og hann. Magga,
eins og hún var alltaf kölluð, og Einar
eignuðust tvær dætur, sú eldri,
Kristín, lést í fmmbemsku, en sú
yngri, Sigrún Sesselja, lifir móður
sína.
Þannig hagaði til að sami inngang-
ur var í húsið fyrir báðar hæðirnar og
gengið upp á loftið um forstofu íbúð-
arinnar á hæðinni. Við þessar að-
stæður má nærri geta að mikill sam-
gangur og náin kynni urðu á milli
íbúa hússins, svo og allra þeirra
gesta, sem þangað komu. A þessum
tímum vom flestar konur heimavinn-
andi enda allar aðstæður við heimilis-
hald erfiðari en nú er. Það var eldað,
bakað, soðið niður og sultað, saumað
og prjónað á alla, þvegið á bretti,
straujað og stífað ásamt öllu öðm. Þá
var oft kallað á milli hæða að nú væri
kaffið til og þótti þeim Möggu og
Herþrúði móður okkar gott að taka
+ Valgerður Eyj-
ólfsdóttir fædd-
ist 6. október 1917.
Hún lést 9. mars síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Eyjólf-
ur Eyjólfsson, sjó-
maður, f. 29. júní
1896, d. 8. mai 1933
og Sigríður Einar-
sdóttir, húsmóðir, f.
10. ágúst 1895, d.
11. september 1988.
Eiginmaður Val-
gerðar er Jón' Ey-
þór Guðmundsson,
myndlistarkennari, f. 5. janúar
1915 á Patreksfirði. Foreldrar
hans, Guðmundur Jónsson,
smiður, f. 6. september 1872, d.
11. febrúar 1937 og Valgerður
Kristín Jónsdóttir, húsmóðir, f.
23. júlí 1876, d. 20. september
1968. Börn Valgerðar og Jóns:
1) Eyjólfur Guðmundur Jónsson,
tannsmiður, f. 18. apríl 1938,
maki Inga Jóna Sigurðardóttir,
Langri baráttu ömmu er nú lokið
og ég kveð hana með sámm söknuði.
Amma ég óska þér góðrar ferðar á
hinn himneska áfangastað, þar sem
ég veit að þér verður tekið opnum
örmum. Manngæsku og umhyggju
fyrir náunganum sýndir þú ætíð í
orðum og í verki. Ekki síst við störf
þín sem sjúkraliði á Landakotsspít-
ala.
Minningar hrannast upp í huga
manns á stundum sem þessari en að-
eins lítill hluti þeirra nær að festast á
prenti. Fyrstu minningar mínar um
ömmu tengjast jólunum, en það var
föst venja í fjölda ára að njóta sam-
vista við ömmu og afa á aðfangadag.
Eg man að amma lagði mikið upp úr
matargerðarlistinni og hafði mikið
fyrir og útkoman glæsileg með af-
brigðum. Þó var einn réttur alltaf til
staðar, óbreyttur, öll árin. Við bræð-
ur kölluðum hann eilífðargrautinn
ritari, f. 14. mars
1939. 2) Valgerður
Kristín Jónsdóttir,
ritari, f. 15. ágúst
1944, d. 16. október
1995, hennar maki
Gunnar Gunnars-
son, fasteigansali, f.
24. mars 1945. 3)
Sigurlaug Jónsdótt-
ir, sjúkraliði, f. 29.
mars 1947, maki
Helgi Sævar Helga-
son, lögreglumað-
ur, f. 18. júlí 1946.
4) Marta Jónsdóttir,
hjúkrunarfræðingur, f. 30. nó-
vember 1949, maki Guðmundur
Jónsson, prentari, f. 16. febrúar
1948.
Valgerður lauk sjúkraliðan-
ámi á Landakotsspítala 1966.
Hún starfaði sem sjúkraliði á
Landakoti til 1987.
Útför Valgerðar fer fram frá
Fossvogskapellu í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
og vorum sannfærðir um að amma
hefði búið til heilt tonn af honum til
að eiga um ókomin ár. Sum árin
borðaði maður hann með bestu lyst
og sum árin frekar svona af gömlum
vana. Já, amma hafði alltaf mikið
íyrir þegar fjölskyldan og/eða gesti
bar að garði og móttökur hennar æt-
íð hlýjar og innilegar.
Best held ég að ég hafi kynnst
ömmu og afa þegar ég dvaldi hjá
þeim í Kaupmannahöfn, aðeins níu
ára gamall. Uppeldið á snáðanum
lenti helst og mest á ömmu og rifjast
nú upp fyrir mér nokkuð sem mér
þótti allskondið á þeim tíma. Það var
þegar ég var að borða linsoðin egg,
að amma var engan veginn sátt við
þá aðferð mína að borða fyrst eggja-
rauðuna og síðan hvítuna, þetta átti
jú að borða saman og hana nú.
Amma passaði vel upp á að ég héldi
dagbók þann tíma sem ég dvaldi hjá
þeim ytra. í dag 32 árum síðar er
ómetanlegt fyrir mig að eiga þau
skrif, þar sem fram kemur allt milli
himins og jarðar og lýsir vel þeim
yndislega tíma sem ég átti með þeim.
Amma fylgdist alla tíð náið með
afkomendum sínum, bömum, barna-
börnum og barnabarnabörnum, og
lagði ríka áherslu á að viðhalda
tengslum við þá og ekki síður milli
þeirra innbyrðis. Og ég veit fyrir víst
að henni þótti við barnabörnin ekki
hafa nóg samband okkar á milli og
verð ég að taka undir það með ömmu
að sú er raunin og verðum við að
bæta þar úr, ömmu vegna sem og
okkar sjálfrar vegna.
Afi og amma voru um margt mjög
ólík, en það verður að segjast að þau
pössuðu mjög vel saman á sinn hátt
og amma var afa ómetanlegur lífs-
förunautur og vinur, í blíðu og stríðu.
Afa votta ég samúð mína og óska
honum langra og góðra ævidaga.
Ég, eiginkona mín; Hugrún, og
bömin; Ivar, Eyrún, Elísabet og
Yrsa Þöll, biðjum ömmu guðs bless-
unar og varðveitum minningu henn-
ar í hjarta okkar.
Eyjólfur M. Eyjólfsson.
VALGERÐUR
EYJÓLFSDÓTTIR
sér smáhvfld og setjast saman og
spjalla. Oftar en ekki höfðu frænkur
eða vinkonur litið inn og þá var glatt á
hjalla. Við krakkamir vomm alltaf
einhvers staðar nálægt að hlusta og
stundum að leggja inn orð, svo ekki
fór hjá því, að við kynntumst frænd-
liði og vinum á báðum heimilum og
yrðum auðugri af.
Magga kom úr stórri fjölskyldu og
kunni því vel að hafa margt fólk og
fjör í kringum sig, því systkini henn-
ar, sérstaklega bræður hennar og
skyldmenni sem henni vom svo kær,
vom hávært fólk og kátt. Hún var vel
minnug og ættfróð, var frændrækin
vel og vitjaði æskuslóða og frænd-
garðs á Eyrarbakka og í Fljótshlíð-
inni þegar færi gafst, því hún hafði
mjög gaman af að ferðast eða bara
hreyfa sig og „fara eitthvað“ enda var
hún dugleg að heimsækja frændfólk
og vini meðan hún var frá á fæti.
Magga hafði einstaklega gott skap,
var sérstaklega glaðvær og hló oft og
mikið, tók fagnandi á móti gestum
sínum, var sparsöm og nægjusöm og
gladdist við lítið. Hún hafði góða nær-
vem, var hæglát í fasi og lét ekki
haggast á hverju sem dundi.
Æðmleysi hafði hún ræktað með
sér og kom það sér vel þegar heilsan
fór að bila og henni fannst að nú væri
nóg komið, en ekki kvartaði hún und-
an neinu en ævinlega þakklát fyrir
það sem aðrir gerðu fyrir hana.
Eftir að hún varð ekkja fór hún að
vinna utan heimilis og stundaði m.a.
saumaskap. Þar var hún á réttri hillu
því vandvirkara handverk hefur
varla sést. Hún saumaði talsvert út á
efri áram og skildi ekki við verkið
fyrr en hvert spor var nákvæmlega
eins og steypt. Hún var örlát á handa-
vinnu sína og hafa böm okkar notið
góðs af.
Magga tók þátt í uppbyggingu
Kvenfélags Laugameskirkju sem þá
var í byggingu og margan fagran hlut
bjó hún til fyrir basara félagsins. Hún
stundaði kvenfélagsfundi vel og vom
pönnukökurnar hennar Möggu
ógleymanlegar.
Já, samgangur var mikill og náinn
og þar sem mikill fjöldi gesta og
gangandi var á báðum heimilum eia"--
og áður sagði, var þörf á að sýna
mikla tillitssemi og þolinmæði á báða
bóga og tókst það þannig að ekki bar
skugga á. Máttu þau hjón á efri hæð-
inni oft þola ærsl og hávaða okkar
bamanna á neðri hæðinni í leik og
söng, hávaðasaman píanóslátt,
skylmingar, áflog og innrásir á heim-
ilið á efri hæðinni enda Sigrún alltaf
með í leikjum. Aldrei sýndu þau ann-
að en góðvild, umhyggju og mikla
væntumþykju sem engan skugga bar
á. Þegar móðir okkar vildi afsaka
gauragang afkvæma sinna sagði
Magga gjaman á sinn sunnlenslu^,.
hátt: „Hva, ég held þau megi ærsK'
ast...!“ Þetta lýsti vel hversu þolin-
móð og skilningsrík hún var. Þegar
Einar féll írá var Sigrún 17 ára og
urðu þær mæðgur mjög nánar. I
fyrstu var Magga stoð og stytta Sig-
rúnar í hverju sem hún tók sér íyrir
hendur og aðstoðaði hana og fjöl-
skyldu hennar á ýmsa lund og síðan
var Sigrún stoð og stytta móður sinn-
ar seinni hluta ævi hennar og flutti
Magga inn á heimili þeirra Karls, eig-
inmanns hennar, þá er heilsan fór að
bila. Magga var reyndar alla tíð mjög
sterkbyggð og heilsuhraust og mun-
um við varla eftir henni veikri en síð-
ustu árin fór heym og sjón að tapast.
Það var fallegt samband á milli móð-.
ur og dóttur sem og tengdasonar og
barna þeirra.
Við vUjum fyrir hönd stórfjöl-
skyldu foreldra okkar þakka Möggu
fyrir öll árin sem við höfum átt saman
og það sem hún hefur fyrir okkur og
fjölskyldur okkar gert.
Innilegar samúðarkveðjur sendum
við Sigrúnu, vinkonu okkar, eigin-
manni hennar og bömum þeirra,
bamabamabömum og öUu hennar
frændliði.
Blessuð sé minning hennar. Megi
hún hvfla í friði.
Gunnar og Hertha.
+
Ástkær móöir okkar, amma og langamma,
GRÓA BJARNFRÍÐUR PÉTURSDÓTTIR,
Hæðargarði 16,
lést á Droplaugarstöðum mánudaginn
13. mars.
Fyrir hönd annarra aðstandenda,
Sigríður Ruth, Eva Ólöf
og Ásta Benny Hjaltadætur.
Faðir minn, tengdafaðir og afi,
KRISTJÁN SIGURPÁLL GUÐLAUGSSON,
Kóngsbakka 1,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Garðakirkju fimmtu-
daginn 16. mars kl. 15.00.
Fyrir hönd vandamanna,
Ingimundur Sígurpálsson, Hallveig Hilmarsdóttir
og barnaböm.
t
Kveðjuathöfn um föður okkar, tengdaföður,
afa, langafa og langalangafa,
GISSUR GUÐMUNDSSON
frá Súgandafirði,
síðast til heimilis á Skjólbraut 1,
Kópavogi,
verður í Fossvogskirkju fimmtudaginn 16.
mars kl. 10.30. Jarðsett verðurfrá Suðureyrar-
kirkju laugardaginn 18. mars kl. 14.00.
Þeim, sem vilja minnast hans.m er bent á Suðureyrarkirkju.
Halldóra G. Helstad,
Þorbjörn Gissurarson,
Guðmundur Gissurarson,
Herdís Gissurardóttir,
Elín Gissurardóttir,
Sesselja G. Halle,
Sigríður Gissurardóttir,
Jóhanna Gissurardóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
Óskar Helstad,
Dagrún Kristjánsdóttir,
Hildur Ottesen,
Júlíus Arnórsson,
Barði Theodórsson,
Alf Halle,
Páll Bjamason,
Már Hinriksson