Morgunblaðið - 15.03.2000, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 15.03.2000, Blaðsíða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ BRIPS Lmsjón Arnðr G. Ragnarsson Olafur Steinason og Sigfinnur Snorrason Suðurlandsmeistarar Hinn 11. mars fór fram í Tryggvaskála Suðurlandsmót í tvímenningi með þátttöku 13 para. Tókst mótið vel, var spenn- andi allan tímann og réðust úrslit ekki fyrr en í síðustu umferð. Eir- íkur Hjaltason var spilastjóri og stjórnaði af röggsemi. Úrslit urðu þessi: < Ólafur Steinason - Sigf. Snorrason 37 Sverrir Þórisson - Aðalst. Sveinsson 26 Kristján M. Gunn. - Helgi G. Helgass 23 Sigfús Þórðarson - Gunnar Þórðarson 19 Kjartan Jóhannss - Helgi Hermannss. 17 Sigurður Skagfjörð - Óskar Pálsson 9 Þeir Ólafur og Sigfinnur unnu sér rétt til að spila í úrslitum Is- landsmóts í tvímenning 2000. Bridsfélag Hreyfíls Lokið er þremur umferðum af fjórum í Butler-tvímenningnum og er hörkukeppni um efstu sætin en staða efstu para er nú þessi: Kristinn Ingvason - Guðm. Friðbjss. 94 Sigurður Steingrss. - Óskar Sigurðss. 93 Jón Egilsson - Ingvar Hilmarsson 81 y Erl.Björgvinss.-Friðbj.Guðmss. 78 Daníel Halldórss. - Ragnar Bjömss.77 Skafti Bjömss - Jón Sigtryggss. 62 Spilað er á mánudagskvöldum í Hreyfilshúsinu við Grensásveg. Bikarkeppni Suðurlands Sveit Þórðar Sigurðssonar vann sveit Kristjáns M.Gunnar- ssonar með 27 stiga mun í bikar- keppni Suðurlands og sveit Öss- urar Friðgeirssonar vann sveit Ólafs Steinasonar með 44 stiga mun í sömu keppni. í undanúrslitum spila saman sveit Þórðar Sigurðssonar og Öss- urar Friðgeirssonar og sveit Garðars Garðarssonar og Sigfús- ar Þórðarsonar og skal þessum leikjum lokið fyrir 17. apríl 2000. Bridsdeild FEBK í Gullsmára Tvímenningur var spilaður á 9 borðum mánudaginn 13. marz í Gullsmára 13. Miðlungur var 168. Efstvoru: NS Jón Andrésson-Guðm. ÁGuðm. 221 Kristján Guðm. - Sigurður Jóhannss. 202 DóraFriðleifsd.-GuðjónOttósson 195 AV KristinnGuðm.-GuðmundurPálss. 198 Stefánpiafss. - Siguijón H. Sigurj.s. 197 Þórh. Árnas. - Valdimar Hjartars. 190 Gunnlaugur og Högni unnu Stefánsmótið í Firðinum Þá er Stefánsmótinu lokið, en síðasta umferð þess var spiluð mánudaginn 13. mars. Lokastaðan: Gunnl. Óskarss. - Högni Friðþjófss. 39 Dröfn Guðmundsd. - Esther Jakobsd. 16 Friðþj. Einarss. - Guðbr. Sigurbergss. 15 Úrslit síðasta spilakvöld: Dröfn Guðmundsd. - Esther Jakobsd. 8 Friðþj. Einarss. - Guðbr. Sigurbergss. 6 Gunnl. Óskarss. - Högni Friðþjófss. 6 Næsta mánudagskvöld, 2. mars, verður spilaður eins kvölds tvímenningur, en þar á eftir verð- ur páskaeggjamót, en eins og nafnið gefur til kynna verða veg- leg páskaegg í verðlaun fyiir efstu sætin. Verðlaun þessi hafa á und- anförnum árum vakið mikla lukku og mót þessi verið vinsæl. Keppn- isform hefur ekki verið ákveðið ennþá. Sparaðutugþúsundir . Endurvinnum flestar gerðir tölvuprentborða svo . þeir verða sem nýir Jvar@vortex.is v^mb l.i is ALLTAf= eiTTH\/AÐ NÝTl Hrísrimi — 3ja herb. — bílskýli Vorum að fá í einkasölu mjög góða um 90 fm 3ja herb. íbúð á 1. hæð í 2ja hæða fjölbýli. Sérinngangur og -verönd. Gott útsýni. Næg bílastæði. Góðar innréttingar og sérþvottaherb. Stæði í mjög góðu bílskýli undir húsinu. Ekkert áhv. Eignahöllin fasteignasala, Hverfisgötu 76, Reykjavík, sími 552 4111, fax 552 3111. V Sími .>?{<» ‘>090 • l'a\ .>J»15 9095 • Síöimuila 2 1 Njálsgata. Til sölu 3ja herb. góð íbúð á 3. hæð í steinhúsi. ! Svalir. Garður til suðurs. V. 8,3 m. Kirkjubrú í Bessastaðahreppi Til sölu er meginhluti jarðarinnar Kirkjubrúar í Bessastaðahreppi. Um er að raeða um 8 hektara lands, sem býður upp á marga mögu- leika til nýtingar sem byggingaland fyrir einbýlishús og raðhús, auk þess sem hluti af fyrirhuguðum miðbæjarkjarna er í landinu, samkvæmt gildandi aðalskipulagi, sem auglýst var í B-deild Stjórn- artíðinda 30. júlí 1999. (f Fasteignasala, Strandgötu 25, Hfj. Árni Grétar Finnsson, hrl. Stefán Bj. Gunnlaugsson, hdl. Sími 555 1500, bréfsími 565 2644 Netfang: stefanbj@centrum.is. ÍDAG VELVAKAJVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Morgunblaðið/Jón Svavarsson Glæsileg tilþrif ungs snjóbrettamanns. Lýðræði eða einræði EG er frá gömlu Júgó- slavíu og er búinn að búa á Islandi í 20 ár. Mér finnst mjög gott að búa hér. Lífs- skilyrðin hafa í alla staði verið góð og hér hefur ríkt lýðræði. En það hafa orðið breytingar á síðustu árum, ríka fólkið ræður orðið öllu, en það fátæka engu. Það þarf breytingar í ríkis- stjórninni, því þegar sami stjórnmálaflokkurinn vinnur kannski þrjú ár í röð, þá er komið einræði á Islandi. Þetta verður að breytast. Urof Ivanovich. Þjónustulund ÞEGAR ég gifti mig 1977 fékk ég Candy-þvottavél í brúðargjöf sem reyndist mér einstaklega vel. Eg er búin að ala upp fjögur börn og hef þvegið mikið í gegn- um tíðina. Fyrir tveimur árum bilaði Candy-vélin mín og þá fór ég og keypti mér Fagor-þvottavél hjá Rönning. Eftir tveggja ára notkun bilaði hún. Eg hafði samband við viðgerðar- verkstæðið og spurði hvort ekki væri hægt að fá að geyma greiðsluna til mán- aðamóta. Það var ekki hægt. Eg hafði samband við annað verkstæði í Skeif- unni sem heitir Rafver og þar var þetta sjálfsagt mál, en þeir voru ekki serhæfðir í Fagor-vélum. Eg hafði síðan samband við Rönning aftur, en þar sem ég hafði fengið annan viðgerðar- mann neituðu þeir að gera við vélina hjá mér. Það er alveg á hreinu að ég fæ mér Candy-vél næst því ég hef frábæra reynslu af þeim. Laufey Elsa Sólveigardóttir. Faðerni vísna í KASTLJÓSÞÆTTI frá Akureyri nýlega var Hall- dór Blöndal forseti Alþing- is m.a. spurður um eftirfar- andi visu: Hvererþessi einaá sem aldrei frýs, gul og rauð og græn og blá oggjörðafSIS? Hann kvað hana vera eft- ir sig og gerða um frá- rennsli frá ullarverksmiðju áAkureyri. Varla þarf að efast um að þarna sé rétt frá skýrt, en fyrir nokkrum árum kom upp ágreiningur um faðerni vísunnar, í blaði, ef rétt er munað! Fyrrverandi starfs- maður mun þar hafa sagt frá tildrögum vísunnar og höfundi, og borið um leið til baka aðra sögu um það efni. Mig minnti að hann hefði þá tilgreint annan höfund en Halldór en það kann að vera rangt hjá mér. Málið er ekki mikilvægt, en frá fomu fari hafa íslendingar viljað hafa fleygar stökur rétt feðraðar og hefur þá stundum verið deilt um fað- emi. Er nokkur ágreiningur um höfund þessarar skemmtilegu vísu? EG 300930-2049 Á götunni í góðærinu ÉG horfði á frétt á Stöð 2 13. mars sl., þar sem rætt var við heimilislausan mann, sem bjó í húsi sem á að fara að rífa, ásamt vin- konu sinni. Maðurinn er mikill sjúklingur og meðal annars með liðagigt. Þetta var hræðilegur staður sem þau voru á og þau reyndu að hlýja sér við opinn eld. Þau hafa ekki efni á að leigja á almennum mark- aði, sem er ekki furða, þar sem húsaleiga hefur hækk- að svo mikið. Þau hafa leit- að til félagslega kerfisins án árangurs. Þar eru lang- ar biðraðir og þetta á sér stað í öllu góðærinu, þar sem sumir verða sífellt rík- ari og velta milljónum og milljörðum. Það er talað um að Island sé stéttlaus- asta samfélag í veröldinni. Ekki er það nú að sjá því fá- tæktin eykst sífellt og bilið milli ríkra og fátækra breikkar stöðugt. Hingað til hefur verið reynt að fela fátækt en núna er hún sí- fellt að koma meira í ljós. Hver maður á rétt á hús- næði og vil ég skora á fé- lagsþjónustuna og yfirvöld að bjarga þessu fólki áður en það verður um seinan. Það er fyrir neðan allar hellur að slíkt skuli við- gangast í landi allsnægt- anna. Ástandið hér á landi er að verða eins og í stór- borgum eriendis. Er það það, sem við viljum? Sigrún. Of hátt verð á LGG MIG langar til þess að kvarta yfir of háu verði á LGG. Læknar mæla með LGG, til dæmis við ungar mæður fyrir börnin þeirra, sem eru lystarlaus vegna einhvers krankleika. Málið er að barnafólk hefur ekki efni á þessu. Drykkurinn er orðinn óheyrilega dýr, sem er algjör synd því hann er talinn svo hollur og góður. Mig langar til að hvetja þá hjá Mjólkursamsölunni til þess að lækka verðið, svo fleiri hafi efni á að kaupa drykkinn og geti notið holl- ustunnar, sem hann er sagður búa yfir. Hulda Ágiístsdóttir, 557-3444. Tapad/fundið Lftil budda með lyklum fannst LÍTIL budda með lyklum fannst á Mímisvegi, á móts við Listasafn ASI, sunnu- daginn 12. mars sl. Upplýs- ingar gefur Bragi í síma 551-5972. Gullarmband fannst GULLARMBAND fannst fyrir utan verslunina Nóa- tún við Hamraborg laugar- daginn 11. mars sl. Upplýs- ingar gefur Inga í síma 564-4708. Kápa og bolur tekin í misgripum FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ 10. mars sl. var grá kápa úr nælonefni tekin í misgrip- um á veitingastaðnum Tres Locos. Einnig hvarf svart- ur, fínn bolur með hang- andi steinum að neðan, úr líkamsræktarstöðinni World Class, mánudaginn 13. mars sl. Hvort tveggja er eigandanum mjög hjart- fólgið. Skilvis finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband við Inu í síma 861-9430 eða 510- 8000. Dýrahald Týndlæða NIU mánaða læða, hvít, svört og brún hvarf frá heimili sínu í Setbergi laug- ardagskvöldið 11. mars sl. Hún er með 61 og eyrna- merkt 00G12 og merkingin er mjög áberandi. Hennar er sárt saknað af heimilis- fólkinu. Ef einhver hefur orðið hennar var, er hann beðinn að hafa samband við Laufeyju, í síma 565-5385, eða 699-4603. Víkverji skrifar... EKKI veitir nú af að bæta við nokkrum veitingastöðum í Reykjavík eins og hefur mátt greina af fréttum undanfarið enda eru þeir ekki nema stórt hundrað eða svo í miðborginni. Kannski enn fleiri ef vel er að gáð. Ætli þeir geti ekki hýst tíunda hluta borgarbúa alla í einu ef hvert sæti væri skipað? Mikið er nú gott að við skulum geta skellt okkur út að borða og drekka næstum hvenær sem er. Og ekki aðeins gott heldur bráðnauð- synlegt. Til dæmis ef ekkert er til heima, ef enginn nennir að elda eða ef sérstakt tilefni krefst þess að við förum út. Stundum erum við líka haldin óslökkvandi þorsta sem verð- ur vart læknaður nema með ferð á veitingahús. Og allt þetta er aðeins sú hliðin sem snýr að afþreyingu. Er þá ótalið það sem snýr að vinnunni: Allir hádegisverðarfundirnir, kaffi- fundirnir og síðdegisfundirnir og all- ir þekkja hve vinnudagurinn getur orðið langur og því brýnt að geta haldið áfram sínum góðu og gagn- legu störfum undir borðum með vinnufélögunum eða viðskiptafélög- um. Öllu heldur við borðin því það sé fjarri nokkrum manni að láta sér detta í hug að einhverjir séu að drekka hverjir aðra undir borðið við slík tækifæri! Þá er ótalin nýja línan í veitinga- bransanum. Hana hljóta burðarþols- verkfræðingarnir að hafa fundið upp eftir sérstaka athugun á húsakosti veitingastaðanna í borginni. Kannski voru sum öldurshúsin nefnilega að niðurlotum komin og þurftu styrk- ingar við. Hér er sem sagt átt við súlustaðina eins og lesendur hefur eflaust rennt grun í. Þeim hefur farið fjölgandi og af einhverjum óskiljan- legum ástæðum hafa ákveðnar lista- konur hneigst til að dragast að þess- um súlum. Það hefur að vísu ekkert með súlumar að gera heldur list þeirra sem við virðumst hafa farið á mis við í áraraðir ef ekki áratugi. Það er nú munur að geta valið hvort menn snæða eða sötra á súlustað eða bara venjulegu kaffihúsi með ótrufl- uðu útsýni. En hvað gerist næst á þessum vettvangi? Nú er mikið talað um miðborg Reykjavíkur og hvað gera megi til að lífga hana við. Veitinga- menn hafa tekið þessari áskorun al- varlega og sýnt hug sinn í verki. Nú þurfa bara fleiri að koma til skjal- anna. Myndlistarmenn hafa einnig sótt í sig veðrið hvað þetta varðar og opnað hin og þessi gallerí síðustu misserin og einhverjir hljóta að finna hjá sér þörf til að bjóða okkur enn eina nýjungina og vonandi ekki bara einn aðili heldur margir, helst nokkr- ir tugir. Nema að veitingamenn haldi áfram útþenslu sinni og taki mið- borgina með almennilegu áhlaupi. XXX SVO virðist sem nú sé að færast al- vara yfir byggingu tónlistarhúss með tilheyrandi fylgibyggingum, ráðstefnuhúsi og hóteli. Mál til kom- ið, segja margir úr röðum tónlistar- manna og ekki síður er ástæða til að fagna fyrir hönd ferðaþjónustunnar. Þarna ættu að vera tækifæri til að efla og auka ráðstefnuhald og þjón- ustu sem tengist því. Ekki síst utan háannatímans. Verður fróðlegt að fylgjast með hvernig úr því verður spilað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.