Morgunblaðið - 15.03.2000, Síða 56

Morgunblaðið - 15.03.2000, Síða 56
56 MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Stutt Neyðaróp úr salerninu ► ÞEGAR Norðmaður nokkur fór inn á baðherbergið sitt um helgina heyrði hann torkennilegt hljóð koma upp úr salerninu. Það var eins og einhver væri að hrópa á hjálp! Jörgen Leander, 22 ára og búsett- ur í Darbu vestur af Osló, áttaði sig fljótlega á að neyðarópin bárust frá niðurgröfnum tanki, sem úrgangi úr húsinu er safnað saman í, og bárust með pípulögnum upp í salernið. 14 ‘Mra gamall frændi Leanders, Kjetil Svenskerud, hafði dottið ofan í tank- inn en lok á tankinum gaf sig þegar pilturinn steig á það. Hann hafði verið ofan í tankinum í um 20 mínút- ur þegar Leander bjargaði honum, og stóð þann tíma í úrgangi upp að öxlum. Það varð drengnum til lífs að tankurinn hafði nýlega verið tæmd- ur. Piltinn sakaði ekki, og að sögn norska blaðsins VGþurfti hann ekki aðra meðferð en langa heita sturtu og síðan enn lengra bað. Leiðinleg heimasíða? »NÚ er búið að opna vefsíðu fyrir manninn sem á allt sem hugurinn girnist, nema líf. Á síðunni er því lofað að leysa les- endurna úr þeirri prísund sem getur fylgt því að reyna að vera svalur og í tísku. Slóðin er www.dullmen.com og er þar hægt að lesa bókadóma um leiðinlegar bækur, lesa leiðinlega brandara og listi yíir alla leiðinlega viðburði hvers mánaðar fyrir sig. „í mars ætlum við að hvetja alla til að fylgjast með sykuruppskerunni," segir á síðunni sem á rætur sínar að •'fitekja til Bandaríkjanna. Á síðunni er einnig hægt að taka alls konar próf þar sem meðal annars er spurt: „Myndir þú vilja fylgjast með farang- ursvögnum á flugvöllum? og Kanntu að meta enskan mat? Svo að lesendur geti fundið sitt sanna sjálf. Pryor sækir um lögbann á son sinn ► BANDARÍSKI gamanleikarinn Richard Pryor hefur sótt um lög- bann á 38 ára son sinn. Pryor tilkynnti um áform sín í ifréttatilkynningu í dag. „Því miður, sökum óvelkominna og árásargjama tilrauna Richards yngri til að ná tali af föður si'num, er nauðsynlegt að leggja fram beiðni um lögbann,“ sagði Lynda Larsen, lögmaður Pryor. Sonurinn sótti um að vera tilsjón- armaður með eigum föður sms. Pryor, sem er 59 ára, þjáist af MS- sjúkdómnum og sonur hans heldur því fram að hann geti ekki séð um sig sjálfur. Hann heldur því jafnframt fram að Jennifer Lee, fyrrverandi eigin- kona, hafi gengið á eigur Pryor án samþykkis. í tilkynningunni segir lögmaður- ypn að Pryor hafi fullkomna sljóm á kringumstæðum sínum og Lee sé í fullu starfi hjá honum sem umboðs- maður og persónulegur stjórnandi. Tígrisdýr áflótta ► TÍGRISDÝR sem slapp úr fjöl- leikahúsi í Varsjá í Póllandi réðst á dýralækni með þeim afleiðingum að hann lést. Þrjú tígrisdýr sluppu úr búrum sínum í fjölleikahúsinu í morg- un og var gerð mikil leit að þeim. Ifetarfsmenn fjölleikahússins fundu tvö þeirra strax en það þriðja slapp út á götur borgarinnar. Þegar það fannst skaut dýralæknir það með deyfiskoti en áður en deyfingin tók að virka stökk það á lækninn og veitti honum banasár. Ekki er vitað hvem- ig dýrin sluppu úr búrinu en margt bendir til þess að einhver hafi opnað hwrið. Afmælistónleikar Harðar Torfasonar í íslensku óperunni Ávallt text- inn sem ræð- ur ferðinni Hörður Torfason heldur tónleika á föstudag þar sem hann hyggst meðal annars leika fyrstu plötu sína, Hörður Torfason syngur eigin lög, í tilefni af því að 30 ár eru síðan -----------7------------------ hún kom út. I spjalli sagði hann sögu plötunnar, sem olli straumhvörfum í ís- lenskri dægurtónlist þegar hún kom út, ------------------------7----- enda fyrsta útgáfa trúbadúrs á Islandi. Hörður: „Ég flutti að heiman þegar ég var sextán ára og bjó einn í litlum herbergjum hér og þar og þá var minn besti vinur oftast gitarinn." Morgunblaðið/Jim Smart Hörður Torfason ásamt hljómsveitinni 4hæð sem þau Samúel Þórarins- son, Sigríður Eyþórsdóttir, Birgir Ólafsson og Jökull Jörgensen skipa. HORÐUR útskrifaðist frá Leiklistarskóla Þjóðleik- hússins vorið 1970 og lék þá og dansaði í Fiðlaran- um á Þakinu og sá um tónlist í „Light Nights". Hann hafði í nokkur ár kom- ið fram og flutt lög eftir sig og aðra og segir svo frá að hann hafi verið svo feiminn við að viðurkenna að þessi lög væru eftfr hann að hann kynnti þau alltaf sem lög eftir vin sinn útí bæ, enda hafði hann lítið álit á sjálf- um sér sem lagahöfndi. „Á þessum tíma voru allmargir í tríóum og lögðu áherslu á vandaðan raddaðan söng, en mig langaði að fara aðrar leiðir og lagði áherslu á innihaldsríka texta og leikhúsandann," segir Hörður. Svav- ar Gestsson hafði heyrt til Harðar og bað um að fá að gefa hann út. Þeir gerðu svo samning um tvær 12 laga plötur og allt sumarið 1970 og fram eftir hausti fór í að hljóðrita fyrri glötuna, plötuna sem hann kynnir í Operunni á föstudag. Hörður segist eðlilega hafa breyst mikið á árunum 30 sem liðin eru síðan platan kom út, „en lögin og textarnir hafa ekkert breyst. En það er gaman að leyfa öðrum að fást við þau á ný, ég held ekki að ég sé .maðurinn til að gæða þau nýju lífi. Það er freistandi hugmynd að fá ungt fólk til þess þar sem svo mikið hefur breyst frá því að þau voru samin og hljóðrituð. Svona urðu þau til í minni skynjun og sköp- unarþörf og þannig hef ég flutt þau óbreytt í gegnum tíðina þegar ég er einn.“ Á tónleikunum í íslensku óperunni hefur Hörður fengið til liðs við sig hljómsveitina 4hæð; Sigríði Eyþórs- dóttur söngkonu, Jökul Jörgensen bassaleikara, Samúel Inga Þórarins- son og Birgi Ólafsson. Hörður segir svo frá plötunni, lag fyrir lag. Þú ert sjálfur Guðjón, texti: Þórarinn Eldjárn „Þetta lag samdi ég því bæði fannst mér textinn afburðaskemmti- legur, innihaldsríkur og margræður. Svo hét nánasti vinur minn á þessum árum Guðjón (ég bið kærlega að heilsa honum). Ég man eftir að hafa setið uppi í nemendabúningsherbergi í Þjóðleikhúsinu að semja lagið því ég ætlaði að flytja það á jólaskemmtun leiklistarskólans. Þetta er eitt af þeim lögum sem ég slepp nánast ekki við að spila á tónleikum. Að vísu var fellt eitt erindi úr þegar það var hljóðritað í upphafi, en það var krafa Svavars. Ég hef haldið í öll erindi á þessum tónleikum, en þau eru fjögur.“ Aftanþeyr, texti: Rúnar Hafdal Halldórsson „Þennan söng hef ég aðeins einu sinni áður flutt á sviði, á tónleikum í tilefni 20 ára afmæhs plötunnar. Ég man ekkert hvenær ég samdi það en það hefur verið á námsárunum í Þjóð- leikhúsinu því ég fann það í Nýjum Gretti. Ég hitti höfundinn Rúnar Hafdal aðeins einu sinni fyrir utan Tjarnarbúð sem þá var og hét. Það fór vel á með okkur Rúnari það kvöld og við ræddum Ijóðlist og hann var ánægður með að ég skyldi hafa samið lög við ljóðin hans. Hann upplifði það að hlusta á plötuna en aðeins skamma stund því hann lést skömmu eftir að platan kom út.“ Lát huggast bam, texti: Steinn Steinarr „Við þetta ljóð Steins samdi ég lag eitt kvöld svona eins og ég gerði þá og geri enn. Ég gríp gítarinn og finn mér texta til að semja við. Foreldrar mínir gáfu mér heildar- safn Steins í jólagjöf og ég las það spjaldanna á milli. Ég hafði upplifað Stein sem ki-akki á Hressingarskál- anum og minningabrotin um hann eru að mér fannst hann einmitt vera eins og skáld ætti að vera. Það var einhver dulúð yfir síku fólki í þá daga, fjarski sem mig langaði samt ekki til að dragast inn í. Lag þetta varð til þess seinna að mér var boðið að leika sjálfan mig í kvikmyndinni Morðsögu sem endaði með að ég tók líka að mér starf aðstoðarleikstjóra í þeirri mynd ásamt mörgum öðrum störfum, en það er önnur saga.“ Dé Lappé, texti: Rúnar Hafdal Halldórsson „Þetta lag við Ijóð Rúnars heitins var samið þegar ég var að leika í Fiðl- aranum á Þakinu og ber þess sterk- lega merki. Ég lék hlutverk Rússans Fiedka og tónlistin úr því verki hafði mikil áhrif á mig, enda bráðskemmti- leg. Textinn var kjörinn til þess. Ég man að ég átti í baráttu við Svavar og fleiri útaf hvernig ég söng lagið en ég hafði mitt fram. Svavar tók upp á því að breyta titli ljóðsins og kalla það Dagurinn kemur, þetta leiðrétti ég seinna þegar ég keypti upptökurnar og gaf út á geisladiski. De Lappé er nefnilega heiti ljóðsins og ættamafn stúlkunnar sem það var ort til. Ég hitti hana eitt sinn norður á Blöndu- ósi eftir tónleika og við ræddum ein- mitt þetta atriði.“ Grafskrift, texti: Þorsteinn Gíslason „Þetta ljóð hafði ég lesið og lært í skóla sem barn og mér fannst það alltaf fyndið og skemmtilegt. Ég hafði samið það mörgum árum áður og söng það oft á fylliríum með félög- um mínum, því þetta lag er kjörið til að nota margar raddir í.“ Tryggð, texti: Tómas Guðmundsson „Þetta ljóð er í ljóðabók sem pabbi á og ég sat eina kvöldstund á Bai’óns- stíg þar sem við áttum heima og samdi lagið. Ég hef alltaf haft gaman að Ijóðum Tómasar og ekki síst þeim ljóðum sem hafa þessa kómísku fjar- og nálægð eins og Tryggð og fleiri ljóð hans.“ Kveðið eftir vin minn, texti: Halldór Laxness „Þetta hressilega og kómíska Ijóð heillaði mig strax við fyrsta lestur. Og eins og alltaf kom strax upp lag- lína í kollinn og það var kjörið fjölda- söngslag á tónleikum og fyrir útileg- ur. Hvílík eftirmæli! Ég sá Halldór alltaf fyrir mér standandi yfir gröf og fara með þetta. Það er gjama beðið um þennan söng á tónleikum og fólk syngur með af hjartans list. Á þeim tíma er platan kom út höfðu mai’gir á orði að það væri kominn tími til að bölv heyrðist á plötu.“ Leitin, texti: Rúnar Hafdal Halldórsson „Það er sama með þennan söng og Aftanþey, ég held ég hafi aðeins flutt hann á sviði einu sinni áður. Ég samdi þetta lag eitt sinn þegar ég átti að skemmta um kvöldið, að mig minnir í Tónabæ á þjóðlagakvöldi, og mig langaði til að flytja eitthvað splunku- nýtt á sviðinu það kvöld.“ Jósep smiður, texti: Grímur Thomsen „Þetta er elsta lag sem ég kann eft- ir sjálfan mig. Ég man ekki hvenær ég samdi það en ég var örugglega vel innan við tvítugt því ijóðið hafði ég lært úr skólabók. Ég flutti að heiman þegar ég var sextán ára og bjó einn í litlum herbergjum hér og þar og þá var minn besti vinur oftast gítarinn. Ég man að ég pældi lengi í hvernig ég átti að láta hamarshöggin heyrast í laginu. Þcgar ég var í skóla og átti að læra ljóð utanað þá reyndist mér allt- af auðveldast að semja lög við þau og þetta varð að vana þegar ég las ljóð og er það reyndar enn.“ Ég leitaði blárra blóma, texti: Tómas Guðmundsson „Ég man að ég var í heimsókn hjá vinafólki mínu og fletti þar ljóðabók Tómasar og las þetta Ijóð. Það hafði svo mikil áhrif á mig að ég flýtti mér heim til foreldra minna á Barónsstíg með afrit af því og grúfði mig yfir það langt fram eftir kvöldi. Aumingja pabbi og mamma þurftu að marg- hlusta á mig þetta kvöld því ég brá mér alltaf fram og spilaði árangurinn fyi-ir þau annað slagið og spurði svo; hvernig fannst ykkur þetta? Svo rauk ég aftur inn í herbergi og hélt áfram.“ Útburðarvæl, texti: Davíð Stefánsson „Þetta er texti sem mér fannst hæfa mér vel á þeim tíma sem ég samdi lagið við hann. Þetta er þjóðlegt efni og sterk saga sem ég fann mig vel í. Bam- ið sem borið var út og mátti ekki vera með í leiknum sem kallast líf af því að það hentaði ekki geðþótta og fordóm- um siðspilltra. Tvöfeldnin og hræsnin sem kostar saklausa lífið. Ég hef alltaf reynt að láta lög mín undirstrika inni- hald textans, lyfta honum upp og leyfa honum að njóta sín. Textinn hefur allt- af verið mitt meginþema. Ég flyt þenn- an söng annað slagið og hef gaman af. Þetta er dramatískt og sterkt, bæði lag og texti.“ Gamalt sæti, texti: Steinn Steinarr „Þessi texti er umhugsunarverður fyrir alla og eitt af þessum lögum sem ég er margbeðinn um að flytja á tón- leikum. Ég á erfitt með að aðgreina texta og lag. Fyrir mér er það alltaf textinn sem ræður ferðinni. í hvert skipti sem ég les góðan texta heyri ég í honum laglínu og sé alveg fyrir mér hvernig á að flytja hann.“ Tónleikarnir á föstudag eru upphaf tónleikaferðar Harðar, því hann hyggst leika í Frumleikhúsinu Reykjanesbæ á laugardag, í Grinda- vík á sunnudag, á Akranesi fimmtu- daginn 23. og á Akureyri laugai’dag- inn 25.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.