Morgunblaðið - 06.04.2000, Síða 37

Morgunblaðið - 06.04.2000, Síða 37
MÓRGUNBLAÐIÐ FÍMMTUDAGUR 6. AJPRÍL 2000 3 7 MENNTUN Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri Samvinnuháskólinn á Bifröst Nýting og umönnun lands frá ýmsum hliðum LANDBÚNAÐARHÁSKÓLINN á Hvanneyri var stofnaður 1. júlí 1999, en byggir á grunni búvísindadeildar Bændaskólans á Hvanneyri, sem veitt hafði háskólakennslu frá árinu 1947. Skólinn býður upp á nám sem tengist nýtingu og umönnun lands frá ýmsum hliðum og hefur undan- farin ár boðið upp á nám á einni braut á háskólastigi, búfræði, sem kennd verður áfram. Búfræðibrautinni má lýsa sem hagnýtri náttúrufræði í mjög víðum skilningi og eru kenndar helstu und- irstöðugreinar búfræðinnar; jarð- rækt, búfjárrækt, bútækni og bú- stjórn. Þetta nám tekur mið af þörfum þeirra sem vilja að námi loknu starfa við búskap, leiðbeining- ar og kennslu í búfræði, rannsóknir eða hefja rannsóknanám. Morgunblaðið/Ásdís Á komandi hausti hefst kennsla á nýrri braut, landnýtingarbraut. Námið fjallar um landnýtingu í víð- um skilningi, m.a. landgræðslu og skógrækt, og kenndar eru undir- stöðugreinar náttúrufræði, vist- fræði, úthaganýting, landbætur og skógrækt. Þetta nám er hentugt fyr- ir þá sem hafa sérstakan áhuga á umönnun lands, hvernig hægt er að bæta ásýnd og gæði lands og hvemig hægt er að skapa nýja möguleika í dreifbýli, t.d. með skógrækt. Áætlað er að þriðja brautin á há- skólastigi hefjist haustið 2001. Það er kennsla í umhverfisskipulagi. Þar er lögð áhersla á skipulagningu um- hverfisins, kenndar eru undirstöðu- greinar skipulagsfræða, vistfræði, búlandafræði og hönnunar. Þetta nám er sniðið iyrir þá sem vilja starfa með skipulagshönnuðum eða landslagsarkitektum, við landvörslu, rannsóknir eða hefja rannsóknanám. Nýtískulegir nemendagarðar Auk náms á háskólastigi er einnig í boði við LBH nám á framhalds- skólastigi, starfsmenntanám í bú- fræði. Við LBH starfa um 20 kennar- ar í föstu starfi, auk nokkurs fjölda stundakennara. Hluti af starfi kenn- ara felst í rannsóknavinnu og eru fjölmargar rannsóknir stundaðar á Hvanneyri, sem nýtast beint og óbeint við kennsluna. Skólinn starf- rækir skólabú sem notað er til kennslu og rannsókna og einnig er stutt að fara í ýmiss konar vett- vangsvinnu. Undanfarin ár hafa verið byggðir upp nýtískulegir nemendagarðar á Hvanneyri með einstaklingsher- bergjum og fjölskylduíbúðum, auk þess sem nemendur geta leigt her- bergi á heimavist skólans. Á Hvann- eyri eru bæði grunnskóli og leikskóli og því er auðvelt fyrir nemendur með börn að stunda nám við skólann. Margvíslegur ávinningur næst því með staðsetningu skólans í byggða- kjarnanum á Hvanneyri. Nálægð starfsfólks og nemenda er mikil og betri tengsl skapast en í flestum þeim skólum sem stærri eru. Tónlistarskólinn í Reykjavfk Elsti starf- andi tón- listarskóli landsins TÓNLISTARSKÓLINN í Reykja- vík er elsti starfandi tónlistarskólinn á landinu, stofnaður 1930. Skólinn veitir tónlistarmenntun á íramhalds- og háskólastigi og er skipt í tvo megin hluta, annars vegar almennar deildir fyrir nemendur sem stunda nám að hluta til í skólanum og hins vegar í sérdeildir íyrir nemendur sem stunda fullt nám og stefna að loka- prófi. í almennum hljóðfæradeildum og söngdeild er kenndur hljóðfæraleik- ur og söngur á framhaldsskólastigi, en þegar námi lýkur þar á nemandi kost á að setjast í kennaradeild eða Morgunblaðið/Sverrir einsöngsprófi. Þrjár megin sérdeildir eru innan skólans; kennaradeild, ein- leikara- og einsöngvaradeild og tón- fræðadeild. Söng- og hljófærakennaradeildir mennta kennara til að kenna á ein- stök hljóðfæri og tónmenntakennara- deild menntar kennara til að kenna Nám í kennaradeild tekur þrjú ár og lokapróf jafngildir B.Mus. prófi. Nám við einleikara- og einsöngv- aradeild tekur 2-4 ár að loknu 8. stigs prófi og sérstöku forprófi. Nemendur verða auk hljóðfæra-/söngnáms að leggja stund á tónfræðigreinar. Markmið tónfræðadeildar er að út- skrifa tónlistarmenn, sem teljast hæfir skv. séi-menntun sinni til að starfa við útsetningar, tónfræðirann- sóknir, tónsmíðar og umfjöllun um tónlist í fjölmiðlum og kennslu í tón- fræðigreinum. í skólanum er starfrækt sinfón- íuhljómsveit, margir kammermúsík- hópar og stærsta tónlistarbókasafn landsins. Um 20-30 opinberir tónleik- ar eru haldnir á vegum skólans ár- lega, ásamt fjölmörgum tónleikum innan skólans. Skólinn hefur sam- vinnu við aðra tónlistarskóla, fram- haldsskóla, RÚV og Sinfóníuhljóm- sveit Islands og er aðili að Norræna tónlistarháskólaráðinu, Evrópusam- bandi tónlistarháskóla og sMpti- nemasamtökunum í Evrópu, Norplus Háskólinn í Reykjavík Tölvutækni og viðskipti í fyrirrúmi HÁSKÓLINN í Reykjavík hóf starfsemi sína í september 1998, en skólinn er sjálfseignarstofnun og skipar Verslunarráð Islands stjórn stofnunarinnar. Eitt meginmark- miðið er að tryggja útskrifuðum nemendum öflugan fræðilegan bakgrunn sem veitir þeim aðgang að erlendum háskólum og gerir þá eftirsótta í atvinnulífinu. Kennt er í tveimur deildum við HR; tölvunar- fræðideild og viðskiptadeild. I tölvunarfræðideild er í boði þriggja ára, 90 eininga BS-nám. Nemendur útskrifast með BS-próf í tölvunarfræði, einnig er mögu- leiki á að ljúka BS-prófi í tölvunar- fræði með viðskiptafræði sem aukagrein. Þá geta nemendur valið að útskrifast sem kerfisfræðingur HR, sem er tveggja ára nám. Mikil áhersla er lögð á verkefni nem- enda, bæði hóp- og einstaklings- verkefni. í lok hverrar annar er námsefni samþætt með verklegum hugbúnaðarverkefnum. Nú eru nemendur annars árs að vinna verkefni í samstarfi við atvinnu- lífíð. Hugbúnaðarverkefni Hannes- Morgunblaðið/Ásdís ar Péturssonar er rafrænt sam- þykktarkerfi fyrir fyrirtækið Fakta. „Verklegu námskeiðin eru af- skaplega mikilvægur þáttur náms- ins og sú reynsla sem fæst með verkefnum er raunhæf og veitir innsýn í störf í hugbúnaðarfram- leiðslu. Bóklegi grunnurinn nýtist einnig mjög vel í hugbúnaðarverk- efnunum,“ segir Hannes. I viðskiptadeild er boðið upp á þriggja ára, 90 eininga BS-nám. Nemendur útskrifast með BS-próf í viðskiptafræði, einnig er mögu- leiki á að ljúka BS-prófi í viðskipta- fræði með tölvunarfræði sem auka- grein. Að loknu tveggja ára námi eiga nemendur kost á að útskrifast með diplóma í viðskiptafræði. Við- skiptadeild HR býður nemendum krefjandi viðskiptanám í virkum tengslum við atvinnulífið. Áhersla er lögð á skapandi hugsun, raun- hæf verkefni og árangursríkt hópa- starf. Stefnt að meistaranámi í rafrænum viðskiptum I lok fyrsta og annars árs vinna nemendur veigamikil verkefni þar sem öll námskeið tengjast saman á raunhæfan hátt. Slík samþætt- ing gerir það að verkum að til- gangur námsins í heild verður augljósari. Að sögn Bjargar Birgisdóttur, námsráðgjafa HR, er skólinn í öfl- ugu samstarfi við atvinnulífið. Góð- ur aðbúnaður er fyrir nemendur í skólanum sem þeir nýta sér vel. í vetur hafa verið um 450 nemendur í skólanum og er áætlað að þeir verði hátt í 600 á næsta ári. Helstu nýjungar í starfi skólans eru undirbúningur náms í rafræn- um viðskiptum. Þessi námsleið verður fyrsta meistaranámið sem boðið verður við HR. Það verður spennandi fyrir skólann þar sem rafræn viðskipti er á mótum tölv- unar- og viðskiptafræði og þannig samnýtist sú þekking sem fyrir er. Margir háskólar eru að byrja að bjóða nám í rafrænum viðsMptum, enda er kallað eftir því í atvinnu- lífinu og því er þetta mjög áhuga- verður og spennandi kostur. Fagháskóli á sviði rekstrar og viðskipta SAMVINNUHÁSKÓLINN á Bif- röst er ungur háskóli, stofnaður 1988, en byggir á grunni Samvinnu- skólans, sem stofnaður var árið 1918. Ásmundur Þórðarson, aðjúnkt hjá Samvinnuháskólanum, segir skólann alhliða viðskiptaháskóla sem leiti að sköpunai'gleði, frumkvæði og sam- skiptahæfni hjá þeim sem fá inn- göngu. Skólinn leitast við að veita slíku fólki tækifæri til að beina sköp- unargleðinni á svið viðskipta og rekstrar og nýta sér athafnafrelsi sitt til að skapa sér framtíð að námi loknu, en Samvinnuháskólinn er fag- háskóli á sviðum rekstrar og við- sMpta. Staðsetning skólans í Borgarfirði veitir nemendum það tæMfæri að geta flutt á Bifröst til þess að ein- beita sér algjörlega að námi sínu og fengið heildarlausn í háskólaþorpi sem er byggt upp með þarfir nem- endanna í huga. Áhersla á alþjóðleg viðhorf nemenda Samvinnuháskólinn hefur skapað sér sérstöðu með nýjum aðferðum í upplýsingatækni og tölvumálum sem byggist á því að allir nemendur og kennarar háskólans notast við far- tölvur sem tengdar eru með þráð- lausu neti. Einnig leggur Samvinnuháskólinn áherslu á alþjóðleika og alþjóðleg viðhorf nemenda. Þetta er meðal annars gert með nemenda- og kenn- arasMptum við erlenda háskóla, þar Morgunblaðið/Ásdís Haralds sem nemendum Samvinnuháskólans gefst kostur á að velja úr nokkrum erlendum háskólum til að stunda hluta af námi sínu við. Auk þess kemur á hverju ári hópur erlendra nemenda til að stunda nám á Bifröst og fer því hluti námsins á síðasta ári fram á ensku. fjarnam.is Fjarnám við Samvinnuháskólann er sambærilegt við nám í rekstrar- fræði II við skólann. I fjarnáminu er notuð besta mögulega tækni til að miðla um Netið kennsluefni, fag- þekMngu kennara, skoðanasMptum kennara og nemenda og samsMptum nemenda sín á milli. Fyrirlestrar eru settir á Netið í svokölluðu „Realplayer-formi“. Nemendur geta í venjulegri heimil- istölvu hlustað á fyrirlestra og horft á glærur sem lýsa meginatriðum þeirra um leið. Þá er sérstakur um- ræðuhópur á hverju námssviði fyrir sig, þar sem nemendur geta varpað fram fyrirspurnum um efni fyrir- lestra og fengið svarað. Sérstök spjallrás er jafnframt byggð inn í fjarnam.is fyrir kennara og nemend- ur. Nemendur eru í tölvupóstssam- bandi við kennara og sMl á verkefn- um fara fram með þeim hætti. Að auM koma allir nemendur saman á Bifröst þrjár helgar á hverju miss- eri. Fjarnámið er sMpulagt sem hlutanám og fer fram með hálfum hraðamiðað við reglulegt nám. Tækniskóli íslands Háskóli at- vinnulífsins TÆKNISKÓLI íslands var stofnað- ur árið 1964 og hefur frá upphafi lagt áherslu á starfsmenntun á háskóla- stigi, til að opna nemendum með iðn- menntun leið til framhaldsnáms. Á undanförnum árum hefur Tækniskólinn komið á öflugum tengslum við atvinnulífið og færst hefur í vöxt að fyrirtæM leiti til skól- ans með óskir um að hann taM að sér úrlausnir tilteMnna verkefna, sem verða gjarnan að lokaverkefnum nemenda. „Það má því með sanni segja að Tækniskólinn sé háskóli atvinnulífs- ins, segir Svandís Ingimundar, námsráðgjafi og kynningarfulltrúi Tækniskólans. I dag eru 14 mismunandi náms- leiðir við skólann. Auk tæknifræði er í boði nám í iðnfræði, meinatækni, röntgentækni, iðnrekstrarfræði, al- þjóðamarkaðsfræði, vörustjómun og sérhæft undirbúningsnám í fmm- greinadeild skólans. Tækniskólinn er háskólastofnun með um 600 nemendur. Skóli af þessari stærð hefur marga kosti um- fram fjölmennari skóla, að sögn Svandísar, og nemendur ná að kynn- ast vel og era samsMpti og samvinna þeirra á milli mikil. Aðgengi að kenn- uram er gott og hver nemandi hefur töluvert vægi í þessu háskólasamfé- lagi. Tæknifræði er þriggja og hálfs árs nám og lýkur með B.Sc.-gráðu. Boðið er nám í rafmagnstæknifræði, upplýsingatæknifræði, bygginga- tæknifræði, iðnaðartæknifræði og vél- og orkutæknifræði. Iðnfræði er þriggja anna nám að loknu iðnnámi og prófi úr undirbún- ingsdeild Tækniskóla íslands. í boði er nám í véliðnfræði, byggingaiðn- fræði og rafiðnfræði. Byggingaiðn- fræði er jafnframt fyrri hluti bygg- ingafræðináms og veitir inngöngu í danska byggingafræðiskóla. Iðn- fræðingar eiga þess kost að bæta við sig námi í eina önn í rekstrargrein- um og útskrifast þá sem rekstrariðn- fræðingar. Iðnrekstrarfræði er tveggja ára hagnýtt rekstrarnám sem lýkur með formlegri viðurkenningu eða dipl- oma og starfsheitinu iðnrekstrar- fræðingur. Nemendur geta bætt við sig eins árs námi sem lýkur með B.Sc.-gráðu í alþjóðamarkaðsfræði eða vörastjórnun. Stefnt að stofnun Tækni- háskóla Islands Meinatækni og röntgentækni er fjögurra ára nám og lýkur með B.Sc.-gráðu. Töluverður hluti náms- ins er verklegur og fer fram á rann- sóknarstofum, myndgreiningarstof- um, sjúkrahúsum og öðrum stofnunum sem sinna heilbrigðis- þjónustu. Frumgreinadeild er tveggja ára nám og lýkur með raungreinadeild- arprófi. Deildinni er ætlað að tryggja verkmenntuðu fólki viðhlít- andi undirbúning að námi í sér- greinadeildum skólans og hefur haft sérstöðu í íslensku skólakerfi frá upphafi. Breytingar á rekstrarfýrirkomu- lagi Tækniskóla íslands era í far- vatninu, en áætlað er að stofna Tækniháskóla íslands innan skamms. Skólinn verður sjálfseign- arstofnun í nánum tengslum við at- vinnulífið og er sérstakur viðræðu- hópur byrjaður að leita samninga við menntamálaráðuneytið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.