Morgunblaðið - 08.04.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.04.2000, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT AP Blóma-páskaegg í Erfurt RISAVAXIÐ „páskaegg" úr blóm- sem opnuð verður á morgun í borg- um prýðir sérstaka páskasýningu inni Erfurt í Þýskalandi. Momcilo Krajisnik leiddur fyrir rétt 1 Haag Stýrði þjóðernis- hreinsunum í Bosníu Haag. AP, AFP, Reuters. EINN æðstu yfirmanna Bosníu- Serba á þeim tíma er stríð stóð yfír þar á árunum 1992-1995 var í gær leiddur fyrir Alþjóðlega stríðsglæpa- dómstólinn í Haag. Momcilo Krajisn- ik er af mörgum talinn vera annar meginskipuleggjenda þjóðemis- hreinsana sem hermenn Bosníu- Serba framkvæmdu í stríðinu. Hann var forseti þings Bosníu-Serba og hægri hönd Radovan Karadzic for- seta, sem er eftirlýstur af stríðs- glæpadómstólnum. Þúsundir óbreyttra borgara, aðal- lega múslímar, voru myrtar og stökkt á flótta frá heimilum sínum í þessum hreinsunum. Krajisnik stóð grafkyrr meðan breskur dómari las ákæru á hendur honum sem er í níu liðum. Ákæruatriðin varða m.a. þjóðarmorð, glæpi gegn mannkyni og brot á Genf- arsamningnum frá árinu 1949 um réttindi flóttamanna og óbreyttra borgara á ófriðartímum. í ákærunni segir að sem virkur félagi í framvarð- arsveit Bosmu-Serba meðan á stríð- inu í Bosníu stóð hafi Krajisnik „bæði haft formlegt og raunverulegt vald“ AP Momcilo Krajisnik við réttar- haldið í gær. yfir hersveitum Bosniu-Serba og öðr- um aðilum sem þátt tóku í glæpunum. Ef Krajisnik verður fundinn sekur á hann yfir höfði sér allt að lífstíðar- fangelsi. Hann neitaði í gær öllum sakargiftum en dómarinn kom í veg íyrir að ósk hans um að fá gefa yfir- lýsingu við réttarhaldið næði fram að ganga. Krajisnik er æðsti valdamað- ur Bosníu-Serba sem tekst að hand- sama vegna grimmdarverkanna í Bosníu. Akæra og handtökuskipun á hendur honum var gefin út í febrúar síðastliðnum en hvorutveggja haldið leyndu til að auðvelda handtöku hans. Franskir sérsveitarmenn handsöm- uðu Krajisnik á heimili foreldra hans í bænum Pale í Bosníu á mánudag. Á þriðjudag hélt dómsmálaráð- herra Svartfjallalands, Dragan Soc, því fram að Milosevic Serbíuforseti hefði notað Krajisnik sem skiptimynt í samskiptum við Vesturveldin. „Það er mjög trúlegt að Milosevic hafi samið um handtöku Krajisniks til að vinna tíma og tryggja sig í sessi heima fyrir,“ hefur AFP-fréttastofan eftir Soc. Veirusýking í færeysku laxeldisfyrirtæki veldur ótta ÓTTI hefur gripið um sig meðal laxeldisfyrirtækja vegna fréttar um banvæna veirusýki í laxi, ISA, sem nú hefur stungið sér niður hjá Alilaks í Fuglafirði, að því er segir í fréttatilkynningu frá Norður- Atlantshafs laxverndunarsjóðnum. Sýkin hefur ekki áður greinst í laxeldi í Færeyjum og hafa stjórn- völd þegar gripið til aðgerða sem efla eiga sóttvarnir. Gert hefur verið ráð fyrir að framleidd yrðu 50 þúsund tonn af laxi í Færeyjum á árinu og nú þegar aflar laxeldi fjórðungs þeirra tekna sem sjávar- útvegur landsmanna tryggir þeim. Umrætt laxeldisfyrirtæki er í eigu Vestlaks og er þar framleitt fóður úr síld, loðnu og fleiri fisk- tegundum. Ekki er fyllilega Ijóst hve alvarlegur vandi er á ferð en embættismenn óttast að svæði með um 15 km radíus sé í hættu. ISA-veiran hefur valdið miklu tjóni hjá laxeldisfyrirtækjum í Skotlandi og virðist ekki hafa tek- ist að vinna bug á henni þar eða í Kanada. Hún er einnig farin að herja á villtan lax í báðum löndun- um. ! Japönsk menningarmiðstöð opnuð Fjölmargir möguleikar á samstarfi Japönsk menningarmiðstöð var opnuð formlega sl. miðvikudag og er undanfari japanska sendiráðsins sem opnað verður hér á landi á næsta ári. Toshiaki Tanabe, sem gegna mun stöðu sendiherra Japans á 7 Islandi, var viðstaddur opnunina. Morgunblaðið/Ami Sæberg Toshiaki Tanabe, sendiherra Japans á íslandi, segir framsækni norrænna þjóða vera eina ástæðu þess að Japanir æski frekara samstarfs við þær. TOSHIAKI Tanabe hefur áður starf- að fyrir utanríkisþjónustu Japana í íran, Brasilíu og Bandaríkjunum svo að nokkur dæmi séu tekin. Hann tók við starfi sendiherra Japans í Noregi í byrjun marsmánaðar og mun einnig gegna þeim starfa á íslandi þegar sendiráðið verður opnað hér 2001. Tanabe segir Norðurlöndin um margt ólík þeim stöðum sem hann hefur dvalið á hingað til. „Þetta er ögrandi og þessu fylgir mikil ábyrgð," segir Tanabe er blaðamaður spyr hann um þá ábyrgð að hafa um- sjón með tveimur sendiráðum. Hann segir möguleikana þó ekki síður fjöl- marga. „Það eru til að mynda ýmsir möguleikar á auknu samstarfi Is- lands og Japans," segir Tanabe og nefnir sem dæmi að þótt fiskveiðar kunni að vera augljós kostur, þá komi hátækni og jarðhitaorka ekki síður til greina sem og aðrir ókannaðir mögu- leikar. „Það er mikil eldfjallavirkni hér eins og í Japan. Þetta er umhverfis- væn orka sem býður upp á feikna- marga möguleika fyrir mannkynið í heild,“ segir Tanabe og telur því ekki úr vegi að kanna frekar samstarf þjóðanna á þessum grundvelli. Þá kveðst hann hafa kynnst flóknum hugbúnaði eftir komu sína til landsins sem auðveldlega mætti kynna Japön- um. Vilja þróa miðstöðina í samvinnu við íslendinga Það féll í hlut Tanabes að vígja menningarmiðstöð Japans á íslandi sem opnuð var formlega sl. miðviku- dag. í miðstöðinni er að finna almenn- ar upplýsingar um Japan og íbúa landsins. Hann segir Japani þó hafa áhuga á að þróa menningarmiðstöð- ina enn frekar. „Við viljum gjama styrkja mið- stöðina í samræmi við þær íyrir- spumir og óskir sem okkur berast frá íslendingum og þurfum því í raun á ykkar leiðsögn að halda, svo miðstöð- in geti nýst sem best,“ segir Tanabe. Japanir hafi þá enn fremur áhuga á að sjá fleiri íslendinga leita til Japans í framhaldsnám, sem og að fleiri Jap- anir leiti til íslands. Aðdraganda að stofnun menning- armiðstöðvarinnar má rekja til heim- sóknar Keizo Obuchi, fyrrverandi forsætisráðherra Japans, til íslands á síðasta ári. Heimsóknin kom til vegna sameiginlegs fundar forsætisráð- herra Japans og Norðurlandanna, en Obuchi ræddi einnig við ráðamenn á íslandi og var í framhaldi ákveðið að opna hér sendiráð. „Við emm mjög ánægð með að unnt verði að opna sendiráð hér á landi í byijun næsta árs, en það er á svipuðum tíma og íslendingar opna sendirráð sitt í Tokýó.“ Tanabe kveður Obuchi þó hafa litið svo á að nauðsynlegt væri að færa samskipti þjóðanna tveggja yfir á breiðari gmndvöll, en slíkt sé einmitt hlutverk menningarmiðstöðvarinnar nýju. „Læri Japanir og íslendingar meira hveijir um aðra munu sam- skipti þeirra í framhaldi aukast." Nýleg stjómarskipti í Japan og veikindi Obuchi koma því til tals þar sem forsætisráðherrann íyrrverandi átti mikinn þátt í stofnun menningar- miðstöðvarinnar og væntanlegu sendiráði. „Því miður veiktist Obuchi, en hann hefur gegnt mMvægu hlut- verki í samskiptum Japans við Norð- urlandaþjóðimar. Þar sem hann er enn í dái var ákveðið að koma á nýrri stjórn,“ segir Tanabe og bætir við að Yoshiro Mori hafi verið forsætisráð- herranum náinn. Einlægni einkennir Islendinga og Japani Mori hafi hins vegar látið koma berlega í Ijós að stefnu Obuchi yrði áfram fylgt. „Þannig að þótt það hafi orðið breytingar á ríkisstjóminni, þá verða engar breytingar á stefnu stjómarinnar,“ sagði Tanabe en að mati hans era viðbrögð erlendra þjóðarleiðtoga og stöðugleiki verð- bréfamarkaðsins í Tokýó til vitnis um þetta. „Þetta þýðir að stjómarskiptin hafa gengið vel fyrir sig og að fólk trúir því að stefna stjómarinnar verði eftir sem áður sú sama.“ Tanabe segir að þótt ísland og Jap- an séu um margt ólík sjái hann engu að síður margt líkt með þjóðunum. „Það má nefna sem dæmi að báðar þjóðir era gestrisnar og koma fram við gesti eins og jafiiingja. íslending- ar búa líka yfir sömu einlægni og Jap- anir. Það er hægt að treysta því að fólk hér meini það sem það segir í stað þess að þurfa að reyna að skilja það sem á bak við liggur. Ef Japanir segja eitthvað vera í góðu lagi þá meina þeir nákvæmlega það og það sama gera íslendingar. Þessari ein- lægni deila báðar þjóðir með sér.“ Þegar talið berst síðan á ný að sam- vinnu Norðurlandanna og Japans segir Tanabe það ekki hvað síst vera framsýni Norðurlandanna sem veki áhuga Japana. „ísland og hin Norð- urlöndin era framsýn og meðvituð um að það verður að takast á við þau vandamál sem blasa við mannkyn- inu,“ segir Tanabe og kveður Japani því Iíta á Norðurlöndin sem eins kon- ar mælikvarða á þau málefni sem eigi eftir að reynast mMvæg í framtíð- inni. Hann nefnir sem dæmi að þessar þjóðir leggi til að mynda töluverða áherslu á að sigrast á skipulagðri glæpastarfsemi, að hindra dreifingu og neyslu eiturlyíja, sjúkdóma á borð við alnæmi og berkla, sem og þann vanda, sem blasi við allri félagsþjón- ustu í kjölfar síhækkandi meðalald- urs. „Ef tekist er á við þessi vandamál af fullri alvöra þá mun það verða mannkyninu til góða og Norðurlönd- in hafa einmitt áttað sig á mMvægi þessa,“ segir Tanabe og bætir við að Japanir hafa áhuga á að þjóðimar deili með sér slíkri þekkingu „Það, sem við getum ekki lært hvert af öðra, getum við kannski þróað í sam- vinnu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.