Morgunblaðið - 08.04.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.04.2000, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000 iflKI MORGUNBLAÐIÐ v lliL m Reuters Jdhannes Páll páfi II umkringdur greinum gamals ólífiitrás. Olífuolía gegn háþrýstingi New York. Reuters. ÍTALSKIR vísindamenn greina frá því að sjúklingar með of háan blóð- þrýsting þurfí ekki að taka eins mik- ið af blóðþrýstingslyfjum með því að breyta mataræði sínu og borða meira af fæðu sem inniheldur lítið af mettaðri fítu og mikið af ólífuolíu. Sumir sjúklinganna gátu alveg hætt að taka lyf eftir að hafa breytt mat- aræði sínu með þessum hætti. Niðurstöður dr. L. Aldo Ferrara óg samstarfsmanna við Federico II háskóla í Napólí birtust i vísinda- ritinu Archives of Internal Medicine 27. mars. Rannsakaðir voru 23 sjúklingar með of háan blóðþrýst- ing. Þeir sjúklingar sem juku neyslu á sólblómaolíu nutu ekki sama ágóða og þeir sem neyttu meira af ólífuolíu. Vísindamennirnir telja að ólífu- olían dragi úr þörfinni fyrir blóð- þrýstingslyf vegna þess að í henni eru andoxunarefnasambönd sem kunna að bæta víkkun æða og minnka þannig blóðþrýsting. Sól- blómaolía innihaldi ekki þessi efna- sambönd. Aukaverkanir lyfja vilja gleymast Reuters Betur er fylgst með aukaverkunum ly'á sjúklingum sem liggja á spítala en hjá þeim sem taka lyfín sín heima. Medical Press Corps Ncws Service. SJÚKLINGAR finna oft fyrir aukaverkunum lyfseðilsskyldra lyfja, en yfirleitt láta þeir lækna sína ekki vita af þeim. Samkvæmt nýrri könnun er innan við eitt af hverjum sex tilfellum aukaverk- ana, sem sjúklingar er ekki liggja á sjúkrahúsi finna fyrir, skráð í sjúkraskýrslur. „Sjúklingar, sem ekki eru á sjúkrahúsi, eru sjálfir ábyrgir fyrir því að taka lyfin sín og það er eng- inn sem fylgist með því hvernig þeir taka þau eða hvort þau hafa slæmar aukaverkanir," sagði dr. Tejal Gandhi, aðalhöfundur könn- unarinnar og leiðbeinandi við Brig- ham og kvennasjúkrahúsið í Bost- on í Bandaríkjunum. Gandhi og samstarfsfólk hennar kannaði hagi 2.248 sjúklinga á aldrinum 20 til 75 ára, og kom í ljós að skráð höfðu verið í læknaskýrsl- ur tilfelli þriggja af hundraði er höfðu fundið fyrir slæmum auka- verkunum lyfja. Engu að síður höfðu 18% þeirra sem tóku þátt í könnuninni talið sig finna fyrir slæmum aukaverkunum lyfja. Niðurstöður könnunarinnar birt- ust í marshefti Journal of General Internal Medicine. Aukaverkanir, sem þátttakendurnir í könnuninni höfðu fundið fyrir, voru í flestum tilfellum meltingartruflanir og svefntruflanir. Þá fundu sjúkling- arnir einnig fyrir þreytu, svima og höfuðverk. Algengustu lyfin sem þeir tóku voru sýklalyf, þunglynd- islyf og bólgueyðandi lyf. „Læknar gera oft ráð fyrir þess- um viðbrögðum á meðan á meðferð stendur. En það skiptir miklu að gera sér grein fyrir því að sjúkling- unum finnist þetta ekki vera sjálf- sagðir hlutir,“ sagði dr. David Bat- es, meðhöfundur könnunarinnar. Þessar aukaverkanir geti orðið til þess að sjúklingar hætti að taka inn ráðlögð lyf og það geti leitt til fleiri innlagna á sjúkrahús og auk- ins kostnaðar. Gandhi nefndi ennfremur að svo virtist sem sjúklingar hefðu síður áhyggjur ef þeim væri sagt við hvaða aukaverkunum mætti búast af lyfjunum sem þeir tækju. Blinda vegna næringarskorts ÞEIR sem neyta eingöngu græn- metisfæðu eiga á hættu að þjást af næringarskorti ef þeir taka ekki vítaminbætiefni, að þv/ er fram kemur í greinargerð franskra vísindamanna í lækna- ritinu New England Journal of Medicine 23. mars sl. Segja þeir frá tilfelli 33 ára sjúklings sem greindist með al- varlega sjúntaugabilun, en sjúkl- ingurinn hafði smám saman ver- ið að tapa sjún. Hann hafði verið grænmetisæta í „heilsubútar- skyni,“ að því er hann sagði, frá 20 ára aldri og ekki tekið víta- mín. Hann borðaði ekki egg, engar mjúlkurvörur, fisk eða önnur matvæli er innihéldu dýraprútín. Hann reykti ekki og neytti ekki áfengis og sjúkra- saga hans var að engu leyti sér- stök. Við rannsúkn fundust engar vísbendingar um eiturverkun, sýkingu eða búlgu sem gæti ver- ið orsök blindunnar. Eftir að sjúklingnum hafði verið gefið B12 vítamín daglega í viku og önnur bætiefni hvarf sjúntauga- bilunin með öllu, en sjún sjúkl- ingsins batnaði ekki. Telja vísindamennirnir að sjúntaugabilunin í sjúkiingnum hafí tengst skorti á B12 og B1 vítamínum, en skortur á öðrum efnum kunni einnig að hafa haft áhrif. Segja þeir í niðurstöðum sínum að þeir, sem neyta ein- göngu grænmetisfæðu, verði nauðsynlega að taka vftamfnbæt- iefni, einkum þar sem vítamín- skortur kunni að leiða til al- varlegrar og varanlegrar sjúntaugabilunar. Ein vinsælasta lækningajurt heims! náttúrulega! heilsuhúsið Skólavörðustíg, Kringlunni & Smóratorgi Þegar ekkert er að Gylfi Ásmundsson sátfræðingur svarar spurningum lesenda Spuming: Hvað er að, þegar ekk- ert er að, en samt er ekki allt í lagi? Svar: Þetta er góð spuming og spennandi að velta henni fyrir sér, þótt kannske verði svarið aldrei eins áhugavert og spumingin sjálf. Ef til vill væri hún fremur við- fangsefni fyrir heimspeking heldur en sálfræðing. En samt er það svo að margir leita til sálfræðinga ein- mitt með spumingar af þessu tagi. Þá em þeir að leita að lífsfyllingu fremur en að um einhver tiltekin vandamál sé að ræða. Þau orð sem fyrst koma í hugann við þessari spumingu era tilvistar- vandi og tómleikakennd. Tilvistar- vandi eða tilvistarkreppa getur gert vart við sig á öllum æviskeið- um, en er kannske algengust á unglingsáram og síðan aftur á miðjum aldri. Á aldrinum frá 15 ára og fram undir tvítugt er ungling- urinn að leita að sjálfum sér, finna sér sjálfsmynd, skerpa ímynd sína og sjálfstæði og lendir þá stundum í andstöðu eða uppreisn gegn um- hverfi sínu, ekki síst foreldrum sín- um. Þetta getur verið átakatími, þótt hið ytra sé ekkert sérstakt að, ástríkir foreldrar, gott heimili, traustir félagar. Á miðjum aldri lenda margir aft- ur í nokkurs konar tilvistarkreppu, ekkert síður þeir sem lifað hafa góðu lífi að svo miklu leyti sem hægt er að meta það af ytri lífs- gæðum. Þeir hafa náð markmiðum sínum hvað snertir menntun og starf, eignast fjölskyldu, íbúð og bfl, og sigla sléttan sjó að flestu leyti. En það er eitthvað sem vant- ar, einhverja lífsfyllingu sem gerir lífið ekki jafn spennandi og það var þegar þeir lögðu út á lífsbrautina forðum daga. Tómleikakennd fyllir sálina. Margar spumingar sækja á hugann. Hver er tilgangur lífsins? Hvað er það sem gefur lífinu gildi? Er það ekki eitthvað annað og meira en hversdagsleg velgengni? Margir söðla um og reyna að hefja nýtt líf. Hjónaskilnaðir era ekki óalgengir á þessum aldri og sumir Lífsfylling finna sér nýtt lífsstarf og ný áhuga- mál, hvort sem það verður þeim til gæfu eða ekki. Áðrir sitja inni eins og fangar í búri og komast hvergi. Þá getur verið gott að eiga ein- hvern skilningsríkan trúnaðarvin sem er tilbúinn að hlusta. Það get- ur verið maki eða náinn vinur, en einnig getur verið ráð að leita sér utanaðkomandi hjálpar, eins og t.d. hjá sálfræðingi. Eins og áður segir er það ekki óalgengt að einstaklingar í slíkri tilvistarkreppu leiti til sálfræðings. Þar fá þeir tækifæri til að tjá sig óhindrað og mæta athygli og sam- úð sálfræðingsins, en hans hlutverk er fyrst og fremst að hlusta og spegla hugsanir og tilfinningar þess sem til hans leitar. Hann gef- ur yfirleitt ekki ráð, en skapar skil- yrði til þess að skjólstæðingur hans finni eigin lausnir, finni neistann í sjálfum sér, sem gefi honum nýjan skilning og nýja sýn á sjálfan sig, og uppgötvi sjálfur leiðir til að gera lífið þess virði að lifa því lifandi. Ein mikilvægasta forsenda þess að öðl- ast lífsfyllingu á ný er þó að sættast við sjálfan sig eins og maður er með kostum sínum og göllum, svo þverstæðukennt sem það kann að virðast. Við það verður til skýrari sjálfsmynd og sá grunnur sem er nauðsynlegur til nýrra sóknarfæra. Það era ekki aðeins „sjúklingar“ sem leita til sálfræðinga. Þvert á móti er það oftar en ekki fólk sem er að leita að rneiri lífsfyllingu. Það er ekkert að hjá því, nema að það er ekki allt í lagi. * Lescndur Morgunblaðsins gcta spurt sál- fræðinginn um það scm þcim liggur á bjarta. Tekið er móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 fsfma 569110 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok, Fax: 5691222.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.