Morgunblaðið - 08.04.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.04.2000, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Skipst á skoðunum um ágæti aðgerða á einkareknum læknastofum á málþingi lækna Þátttakendur í pallborðsumræðum um dæguraðgerðir (frá hægri): Stefán Carlsson, Jónas Magnússon, Sigurður Guðmundsson, Sveinn Magnússon, Viðar Iljartarson og Ami Sverrisson. DÆGURAÐGERÐIR, ferli- verk, göngu- og dagdeild- ir, þ.e. þjónusta sem veitt er sjúklingum, án þess að þeir þurfi að leggjast á spítala, sem einkum er veitt á einkareknum læknastofum, var umræðuefni morg- unfundar á þingi skurðlækna og svæfingarlækna í gær. Þar kom fram að mjög hefur fjölgað aðgerðum sem gerðar eru án innlagnar og þykir nokkur sparnaður að því. Fram kom í máli Jónasar Magnússonar prófess- ors að útilokað væri að þróun í lækn- isfræði ætti sér stað ef ákveðinn hluti spítalastarfsemi væri fluttur þaðan og það rýrði einnig kennsluhlutverk spítalanna. Sigurður Guðmundsson landlækn- ir ræddi dæguraðgerðir frá sjónar- miði neytenda og dró fyrst upp mynd af breytingum sem hann taldi hugs- anlegar á næstunni: Nýir sjúkdóma- flokkar kæmu til, aukin fíkniefna- neysla, aukin tíðni geðrænna vanda- mála og aulrin þjónusta vegna sístækkandi hóps aidraðra sem einatt glímdu við alvarlega sjúkdóma. Þá sagði hann almenning sækja meira til heilbrigðiskerfisins og ný tækni og ný lyf myndu valda ýmsum breytingum. Þá sagði hann hefðbundna deilda- skiptingu sjúkrahúsa vera að breyt- ast og nefndi sem dæmi að hjartasér- fræðingar á lyflæknasviði ættu meiri samleið með hjartaskurðlæknum en öðrum starfsbræðrum sínum meðal lyflækna. Áhættan sffellt minnkandi Landlæknir sagði einnig að æ fleiri aðgerðir væri nú hægt að gera án þess að sjúklingar legðust á spítala og áhætta færi minnkandi í slíkum göngudeildar- eða utanspítalaaðgerð- um. Hann sagði sjúklinga ánægða með hröð og vönduð læknisverk og ræddi kosti dæguraðgerða út frá sjónarhóli sjúklinga: Einfaldara um- hverfi og þægilegra en á spítala, einn læknir, minni líkur á biðlista og segja mætti að þeir sem færu í slíkar dag- aðgerðir væru ekki beint skilgreindir sem sjúklingar. Þá sagði hann fjár- magn nýtast betur, starfsumhverfi heilbrigðisstétta væri sumpart fjöl- breyttara, þama kæmi fram hvati til nýjunga og millistig væru færri. Sem ókosti sagði hann minna ör- yggi vegna hugsanlegra fylgikvilla, minni umönnun væri á sjálfstæðum stofum og þar væri siður áhugi eða aðstaða til kennslu. Paul F. White frá Kalifomíu, sér- fræðingur í svæfingum, ræddi um eins konar hraðbraut við skurðað- gerðir. Sagði hann margar ástæður fyrir því að þjónusta göngudeilda og dagaðgerða hefði farið vaxandi, meðal annars þrýsting á að draga sem mest úr kostnaði við innlagnir. Sagði hann um 60% aðgerða nú fara fram utan spítala í Bandaríkjunum. Kostina sagði hann hraðari veltu á skurðstof- um og gjörgæsludeildum og styttri dvöl á vöknunardeild og þannig kæm- ust sjúklingar fyrr af spítala. Undirbúningur skiptir máli White sagði staðdeyfingar nú mögulegar við mikinn fjölda margs konar aðgerða svo og ný svæfingarlyf sem styttu svæfingartíma. Það þýddi að sjúídingar kæmust mun fyrr til Engin þróun ef hluti starfsins hverfur frá sjúkrahúsum Um 15 þúsund svonefndar dæguraðgerðir fóru fram á sjúklingum á höfuðborgarsvæð- inu á síðasta ári og hefur slíkum aðgerðum farið f]ölgandi. Jóhannes Tómasson hlýddi á umræður um kosti þeirra og galla á þingi skurð- og svæfíngarlækna í gær. meðvitundar eftir aðgerðir og nefndi hann sem dæmi að þremur klukku- stundum eftir klukkustundar langa svæfingu gætu sjúklingar jafnvel far- ið að aka bfl. Allt þetta leiddi til þess að sífellt fleiri aðgerðir væru gerðar án hefðbundinnar svæfingar og inn- lagnar með löngu ferli þar sem sjúk- lingar þurfa að ná sér. Nefndi hann einnig að það hefði sýnt sig að viðvera foreldra með ungum bömum strax eftir aðgerðir gæti jafnvel dregið úr sérstakri verkjameðferð. White lagði áherslu á að til að hraðbraut eða dæg- uraðgerðir gætu gengið snurðulaust fyrir sig yrðu menn að hafa ýmis atriði í huga: Undirbúa yrði sjúlding- inn fyrir stutta en ekki langa svæf- aðgerðir á jafnmörgum sjúklingum á Sjúkrahúsi Reykjavíkur vegna of- fitu þeirra. Af þeim léttust 25, átján mættu áfram til regulegs eftirlits til síðustu áramóta en 10 hurfu úr reglulegu eftirliti innan árs. Jóhannes M. Gunnarsson skurð- læknir hefur gert þessar aðgerðir og segir hann að þær séu gerðar á fólki sem orðið sé það þungt að of- fitan geti haft veruleg áhrif á líf- slíkur þess. „En þær eru þó ekki gerðar fyrr en allt annað hefur ver- ið reynt, fólkið farið til næringar- ráðgjafa og reynt hvers konar hefð- bundnar aðferðir til megrunar,“ segir hann og bætir við: „Þær hafa heldur engan tilgang nema fólk sé samvinnufústþvíþær eru engin töfralausn heldur hjálpa til við að breyta algjörlega neysluvenjum og taka sér tak í þeim efnum.“ Aðgerðir vegna offitu eru fólgn- ar í því að sett er eins konar ól utan um efsta hluta magans og þrengt að. Hefur hún því stundum verið nefnd sultaról. Með slikri þreng- ingu er hægt að draga úr því hversu mikið eða hratt er borðað og segir Jóhannes með þvf unnt að slá ingu eða deyfingu og gefa honum góð- ar skriflegar leiðbeiningar um hegðan eftir aðgerð, allir sem að aðgerð kæmu yrðu að vera samstiga í verk- efninu, þar væri alltaf um teymis- vinnu að ræða og aðgerðir sem þessar krefðust bestu hugsanlegu aðstöðu. Magnús Pétursson, forstjóri Land- spítala háskólasjúkrahúss, sagði minni háttar aðgerðum hafa farið fækkandi á Landspítala og mætti rekja það að einhverju leyti til þess að stofurekstur lækna þar sem slíkar að- gerðir færu mikið fram, gæfi þeim meiri tekjur en spítalavinnan ein. Hann sagði það verkefni heilbrigðis- stjómarinnar að efla dag- og göngu- deildarþjónustu spítalans og hann á hömlulausa neyslu. Gerist menn of matgráðugir er maganum ofboð- ið sem endar aðeins á einn veg, maturinn fer sömu leið til baka. Jóhannes segir að fyrstu árin hafi verið gerð heldur flóknari aðgerð en nú er gert og hún hafi ekki gefið möguleika á að stjórna hversu hratt fæðið færi í gegn. Með nýrri aðferð er hægt að stjórna því og segir hann lækna fylgjast reglulega með sjúklingum áfram til að unnt sé að líta eftir árangri aðgerðarinnar. Hann segir sjúklinga yfirleitt létt- ast á hálfu öðru ári um það sem þeir muni ná af sér og verði þeir áfram að gæta sín í mataræði. „Offita eða fimbulfita, eins og við höfum stundum nefnt hana, er vax- andi vandamál á öllum Vesturlönd- um og hún er alvarlegur sjúkdóm- ur. Offitu fylgir aukin tíðni ýmissa sjúkdóma auk þeirrar andlegu van- líðunar sem of feitt fólk þjáist af. Þessu fólki er hætt við að veikjast illa af ýmsum sjúkdómum, svo sem lungnabólgu, háþrýstingi og æða- kölkun og algengar aðgerðir verða feitu fólki áhættusamari svo nokk- uð sé nefnt. Þannig minnka ævilík- ur í hlutfalli við þyngarstuðulinn." gerði einnig kennslu að umtalsefni og sagði menn binda vonir við nýja stöðu framkvæmdastjóra kennslu og fræða við spítalann. Forstjórinn sagði nauð- synlegt að semja við einkarekna stofu vegna kennslu varðandi minni háttar læknisaðgerðir ef slíkar aðgerðir hyrfu alveg frá Landspítalanum Viðar Hjartarson, yfirlæknir á Landspítala í Fossovogi, kvaðst fagna faglegri umræðu um dagaðgerðir eða ferliverk, slíkar umræður hefðu alltof lengi markast af karpi um kjör sem tengdust slíkum aðgerðum. Viðar sagði að með sameiningu Landakots- spítala og Borgarspítala í Sjúkrahús Reykjavíkur hefðu nálega öll ferli- verk sem unnin voru á Landakoti horfið annað, ekki hefði verið aðstaða til að taka þau upp í Fossvogi. Hann sagði ómögulegt að reka ferliverka- þjónustu á sömu deildum og aðra spítalaþjónustu, því sameiginlegur aðgangur að skurðstofum ylli óvissu um aðgerðardaga, sambúð við inni- liggjandi sjúklinga gæti valdið óþæg- indum, slfkt kerfi væri of flókið og erfitt starfsfólki. Hann sagði tengsl lækna við spítalann hafa minnkað vegna ferliverka, þeir hefðu viljað draga úr vinnu þar og auka vinnu á stofum og nokkrir læknar hefðu hætt spítalavinnu. Rök fyrir dagaðgerðum á spítala væru meira öryggi vegna nálægðar við þjónustu allra deilda en Viðar tók þó sérstaklega fram að vel væri að verki staðið á einkareknum lækna- stofum hérlendis. Til úrbóta nefndi Viðar að komið yrði upp sérstakri ein- ingu sem hefði eigin skurðstofu og rými á dagdeild, tæki á sig lágmarks stjómunarkostnað og stjómunin væri eingöngu á ábyrgð lækna. „Það á ekki að gera einfalda hluti flókna,“ sagði yfirlæknirinn og vísaði til þess að þeg- ar sjúklingur kæmi til smáaðgerða á sjúkrahúsi þyrfti ekki að setja hann í viðamikið kerfi, hátta ofan í rúm og láta hann fara að öllu leyti í sama far- veg og sjúkling sem kæmi í stórað- gerð. Taldi hann brýnt að endurskoða nauðsyn innlagna. Ámi Sverrisson, framkvæmda- stjóri St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, sagði vel hafa teldst til þar á bæ með aukningu dæguraðgerða, þar væm sérfræðingar verktakar hvort sem þeir stunduðu dagdeildarsjúklinga eða inniliggjandi. Hann sagði hægt að skipuleggja aðgerðardaga án truflana og nefndi að árið 1993 hefðu um þús- und aðgerðir farið fram á inniliggj- andi sjúklingum og um 600 á dag- deildarsjúklingum en á síðasta ári var þessu öfugt farið. Stefán Carlsson bæklunarskurð- læknir, sem rekur Læknamiðstöðina við Álftamýri ásamt Ágústi Kárasyni, Sultaról gegn offitu ÁRIN 1990 til 1999 voru gerðar 28 sagði ekki verða spornað við þeirri þróun að læknisverk færðust í aukn- um mæli út á stofur. Nú væra þær fimm á höfuðborgarsvæðinu og sagði hann þar hafa verið gerðar um 15 þúsund aðgerðir í fyrra ásamt St. Jós- efsspítala í Hafnarfirði. Hann sagði komur hafa verið 12 þúsund á stöð þeirra félaganna á síðasta ári og að- gerðir um tvö þúsund og á Hand- læknastöðinni í Glæsibæ hefðu kom- ur verið um 31 þúsund og aðgerðir um 4.700. Stefán nefndi að aukin fram- leiðni og sérhæfing og aukin áhrif lækna á rekstur væra meðal ástæðna þess að þessi starfsemi færi vaxandi. Sjúklingar gerðu kröfur og þeir hefðu ídagval. Stefán sagði tíðni fylgikvilla vera svipaða því sem þekkt væri og sagði vel fylgst með árangri enda nákvæm skráning á aðgerðum og sjúkrasög- um. Meðal annars væru teknar myndir fyrir og eftir aðgerðir og þær geymdar á rafrænu formi með sjúkraskrám. Stefán sagði að hægt væri að koma við kennslu á einkareknum lækna- stofum og þannig hefðu þeir tekið að- stoðarlækna í vinnu og hann sæi ekk- ert því til fyrirstöðu að læknadeildin semdi við einkastofur um ákveðna þætti í kennslu heilbrigðisstétta. Þá taldi Stefán það til kosta að til væri nákvæmur kostnaðarútreikningur á slíkum stofurekstri og slíkt þyrfti einnig að vera til á sjúkrahúsunum og lét jafnframt í ljós þá skoðun sína að það yrði aldrei ódýrt að gera léttar aðgerðir á sjúkrahúsum. Þá sagði hann að sjúkrahúsin hérlendis væru í beinni samkeppni við erlend sjúkra- hús um mannafla. Mögulegt að semja við einkastofúr Sveinn Magnússon, læknir og skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneyt- inu, ræddi stefnu ráðuneytisins í framtíðarskipan skurðaðgerða og sagði hann ýmsa möguleika hafa opn- ast með sameiningu spítalanna í Reykjavík. Hann sagði mikið kerfi jafnan fara í gang á spítala þegar leggja þyrfti inn sjúkling sem ekki væri fyrir hendi á stofu en kvað nauð- synlegt að ráðuneytið fylgdist vel með gæðum í þjónustu hjá læknastof- um. Hann taldi að Háskóli íslands gæti samið um að kaupa kennslu af einkareknum læknastofum. Jónas Magnússon, prófessor á handlækningasviði Landspítala, sagði útilokað að þróun í læknisfræði gæti farið fram með eðlilegu móti ef engar minni háttar aðgerðir færu fram á sjúkrahúsum. Læknanemar og hjúkranarfræðinemar fengju hreinlega skakka mynd af starfsem- inni og faginu. Sagði hann augndeild- ina gott dæmi um þetta sem hefði fó rúm en flestar aðgerðir færa fram á göngudeild. Hann sagði Ijóst að einkageirinn í þessum efnum hefði aðdráttarafl og ekkert væri rangt við að menn sæktust eftir störfum a einkareknum stofum. Þar færi hins vegar engin þróun fram, það gerðist eingöngu á háskólastofnun og þvl’ myndi fagið skekkjast. Hann sagði brýnt að skurðlæknar, spítalar, í]ár- veitingavaldið og háskólinn kæmu upp eins konar miðstöð og semdu um dægurþjónustu þar. í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.