Morgunblaðið - 08.04.2000, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 08.04.2000, Blaðsíða 84
MORGUNBLAÐIÐ 84 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000 1 FÓLKí FRÉTTUM MYNDBOND >Margrödd- uð frásögn Spilað frá hjartanu (Playing by Heart) DRAMA ★★% Leikstjórn og handrit: Willard Car- rol. 6Aðalhlutverk: Gillian And- erson, Angelia Jolie, Ryan Philippe, Sean Connery, Gena Rowlands, Dennis Quaid. (120 mín.) Banda- j, ríkin. Myndform, 1998. Myndin er bönnuð börnum innan 12 ára. KVIKMYND Willard Carrols er margrödduð frásögn í anda meist- ara eins og Alan Rudolph („Choose Me“) og Robert Altman („Short Cuts“), þar sem margar sögur og persónur tengjast og mynda eina heild. Það sem persónurnar í þessari mynd eiga sameiginlegt er ástin, að afneita henni, leita að henni eða uppgötva Lhana aftur. I myndinni leika gamlar kempur eins og Ellen Burstyn, Gena Rowlands og Sean Connery í félags- skap ungra og upprennandi leikara á borð við Gillian Anderson og Ang- elina Jolie. Carroll, sem skrifar og leikstýrir myndinni er mjög heillað- ur af sköpunarverki sínu og blindur fyrir þeim göllum sem eru á mynd- inni. Nokkrar af sögunum eru virki- lega vel sagðar og leiknar en aðrar eru bara vel leiknar. í lokin koma síðan allar persónurnar saman og -iausn verður á öllum þeim fléttum sem komið hafa fram í höndum Ru- dolph eða Altmans hefði maður ekki getað giskað á hvað myndi gerast en hjá Carroll er lausnin augljós frá upphafi. „ „ . „ Otto Geir Borg ♦ ♦ ♦ Mynd- bandafóður Símon segir (Simon Sez) SPENNUMYND , * ^Leikstjóri: Kevin Elders. Handrit: Moshe Diamant og Rudy Cohen. Aðalhlutverk: Dennis Rodman, Emma Sjoberg. (90 mín.) Banda- ríkin. Skífan, mars 2000. Bönnuð innan 16 ára. VERULEGA hefur hallað undan fæti hjá NBA-leikmanninum Dennis Rodman sem virðist þess í stað ætla að hasla sér völl í spennu- og hasar- myndum. Mörg er léíeg spennumynd- in, en það sést strax í upphafi að Símon segir er af verstu gerð. Eftir smávægilega plott- uppbyggingu fyll- ist skjárinn af bíl- um, tækjabúnaði og mótorhjólum sem síðan eru hrakin á flótta af hetju í gulum mótorhjólabúningi akandi hjóli í sama lit. Gerist varla hallæris- lega og ekki skánar það þegar sænsk bardagadrottning byrjar að hring- snúast í flugspörkum og sparkboxi. Þessum bardaga- og tækniatriðum er síðan fleytt áfram með fremur tilgangslausum söguþræði sem er þó allur hinn flóknasti. Lítið reynir á (Jfciginlega leikhæfileika hjá Rodman sem gerir fátt annað en að glotta makindalega og fara úr skyrtunni við valin tækifæri. Nægir peningar virðast þó hafa verið til ráðstöfunar og því er mörgum sprengingum, brellum og bílum spanderað í fram- leiðslu á þessu myndbandsmarkaðs- fóðri. » Heiða Jóhannsdóttir Seinasta sýning á Salka - ástarsaga í kvöld Fékk hugboð um Sölku Þegar Magnea verður stór ætlar hún að stofna leikhús. En fyrst þarf hún að ferðast og fylgjast með stöðugri og spennandi þróun leiklistarinnar í helst öllum heimin- um. Hildur Loftsdóttir er viss að allir draumar hennar rætast - rétt eins og þegar hún fékk hlutverk Sölku. MAGNEA Björk Valdimarsdóttir tók sín fyrstu skref út á leiklistar- brautina í Sjeikspírunum, litlum hópi áhugaleikstelpna í Kramhúsinu, undir stjórn Hörpu Arnardóttur. Eftir það lá leið hennar í Mennta- skólann við Hamrahlíð þar sem hún tók þátt í verkefnum leikfélagsins; Macbeth, Poppleiknum Óla 2 og Náttúruóperunni. Þetta síðasta ár sitt í menntaskólanum sat Magnea hins vegar á áhorfendabekk þegar félagarnir sýndu Paradísareyjuna fyrr á árinu. Bilun á tímabili „Ég er stikkfrí frá félagslífinu í skólanum, en ég varð að fara í öld- ungadeild því við vorum að æfa Sölku Völku á daginn,“ segir Magn- ea sem einnig vinnur við að þjóna á Kaffi List. „Þetta var svolítil bilun á tímabili, ha, ha, ha.“ Það er Magnea sem leikur Sölku Völku á yngri árum í uppsetningu Hafnarfjarðarleikhússins á Salka - ástarsaga, leikgerð Hilmars Jóns- sonar á skáldsögu Halldórs Laxness. Hún leikur þar með atvinnuleikurum og tveimur dögum eftir lokaprófin í menntaskólanum verður hún komin til Stokkhólms á leiklistarhátíðina „Teater dagarna", þar sem Hafnar- fjarðarleikhúsið flytur Sölku Völku tvisvar sinnum. „Við ætlum að reyna að sjá aðrar sýningar líka, það er svo margt spennandi á boðstólum þarna, eins og leikhús frá Suður-Afríku og Sirk- us Sirkör sem kom hingað í fyrra.“ Magnea hefur áður leikið fyrir út- lenska áhorfendur, því í hitteðfyrra tók hún þátt í samnorrænu verkefni og lék Helenu í Draumi á Jónsmess- unótt. „Við töluðum öll okkar tungumál, þannig að það voru fímm mismun- andi tungumál í uppsetningunni. Það var mjög skemmtilegt. Það gengur alveg upp en maður verður samt að ýkja hreyfingarnar og leikinn aðeins til að skiljast betur.“ - Hvernig kom til að þú fékkst hlutverkSölku Völku? „Hilmar sá mig leika í Náttúruóp- erunni, og hringdi í mig þegar hann vantaði Sölku og bauð mér hlutverk- ið. Þannig var það ákveðið. -Hvað fannst þér um það? „Ég fékk reyndar hugboð um þetta. Fyrst þegar ég vissi að Hilmar var að reyna að ná í mig hélt ég að hann ætlaði að fá okkur krakkana í leikfélaginu til að vera með í ein- hverju, en svo fékk ég hugboð um að hann ætlaði að bjóða mér að leika Sölku Völku. Ég veit ekki af hverju. Kannski af því að mig langaði svo mikið til þess.“ - Vissir þú að þau ætluðu að setja upp þetta verk? „Nei, ég vissi það ekki þannig að að þetta var svolítið dularfullt." - Er þetta þá sýning sem hefur breytt miklu fyrir þig? „Já, ég myndi segja það. Það er ótrúlega mikil reynsla að fá að vinna með atvinnufólki, svo hefur Salka Valka verið uppáhaldsbókin mín svo lengi. Mér finnst Salka svo skemmtileg persóna. Það er líka gaman að fá að leika alvarlegt hlut- verk. Ég hef mikið leikið súrrea- lískar týpur, öfgakenndar persón- ur og gamanhlutverk. Mig hafði lengi langað að leika Sölku en datt ekki í hug að það yrði að veru- leika.“ Utþráin gengur fyrir - Er það táknrænt fyrir þína framtíð að þú skulir byrja hana áþvíað fara til útlanda aðleika? „Já, vonandi er hægt að segja það því ég er svo mikið ferðalagafrík og leiklistarfrík að þetta er gott upphaf eftir útskrift og er eitthvað sem ég myndi vilja gera í framtíðinni; bæði að leika og fá að ferðast." - En þarftu eitthvað að fara í leik- hstarskóia? Kanntu þetta ekki ailt eftir alla þessa reynslu? „Nei, maður kann aldrei nóg. Mig langar að læra meira um ólíkar leik- listarstefnur. Síðan hef ég svo mik- inn áhuga á alls konar tilraunaleik- húsi og skemmtilegum litlum leikhópum. Ég myndi vilja fara út og kynnast því betur. Ég hef mikið ver- Magnea í hlutverki Sölku í Hafnarfjarðarleikhúsinu. ið á Spáni og í Frakklandi og þar er voðalega skemmtilegt líf og mikið að gerast. En ég held að mig langi líka að mennta mig á venjulega mátann, eftir að hafa gert eitthvað óhefð- bundið. Og kannski síðan stofna eig- ið leikhús þegar ég verð stór.“ - Ferðaieikhús? „Já, að stofna leikhús með góðum vinum, gera það sem mann langar til og vera frjáls og óbundinn." - Er búið að bjóða þér hlutverk í öðru leikriti? „Það er ýmislegt í gangi og það kemur í ljós hvað verður. Ég ætla ekki að stressa mig yfir einu eða neinu. Ég er með svo mikla útþrá að ég verð að láta það ganga fyrir. Mig langar að ferðast þar sem ég er ekki lengur í skóla. Næst á dagskrá er Suður-Ameríka. Mig langar að fá tækifæri til að vinna þar og kynnast menningunni í nokkrum löndum. Ég hef ekki hugmynd um hvemig leik- húsmenningin er þar og er mjög spennt að komast að því.“ Ymislegt ad gerast í einkalífi fræga fólksins í Hollywood Cage hættir við skilnað - Goldberg einhleyp á ný Reuters Whoopi Goldberg og Frank Langella eru skilin. FRÉTTIR af ástarlífi fræga fólks- ins ferðast fljótt og aldrei líður langur tími frá því skilnaður, barn- eignir eða þungun á sér stað þar til heimspressan er komin í málið. Fyrir sex vikum sótti leikarinn Nicolas Cage um skilnað við eigin- konu sína Patriciu Arquette. Sam- band þeirra er sagt hafa verið stormasamt en þau giftust árið 1995 en skildu á borði og sæng níu mánuðum síðar. Síðan þá hafa þau leikið saman í mynd og vinskapur virst ríkja þeirra á milli. Það dró síðan til tíðinda á dögunum er Cage sótti um skilnað en nú hefur hann dregið það til baka og er allt útlit fyrir að þau hafi fundið ham- ingjuna á nýjan leik. Whoopi Gold- berg er hins vegar orðin ein á ný, hætt með Frank Langella eftir fimm ára samband. Parið kynntist við gerð gamanmyndarinnar Eddy og urðu strax nánir vinir. En nú er sagan öll. Söngkonan Diana Ross og við- skiptajöfurinn Arne Naess gengu frá skilnaði sínum á dögunum en þau hafa verið gift síðan árið 1986 og eiga tvo syni. Leikarinn Wiliiam Baldwin er væntanlega öllu hressari en Whoopi Goldberg enda nýbakaður faðir. Hann er giftur fyrrverandi popp- stjörnunni Chynna Philiips og eign- uðust þau dóttur á dögunum sem hlotið hefur nafnið Jameson Leon. Vinir og vandamenn söngkon- unnar Whitney Houston hafa áhyggjur af henni um þessar mund- ir, sér í lagi eftir að hún var gripin með marijuana í fórum sínum á flugvelli nýverið. Houston hefur oft misst stjórn á skapi sínu undanfarið og segja vinir hennar (sem fara síð- an með allt í slúðurblöðin) að hún eigi við fíkniefnavandamál að stríða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.